Óendanleikinn
I. Hluti

1930

Við gefum bókina Óendanleikinn.

Er við hæfi að tala um óendanleika ef hann er óraunverulegur? En hann er til; mikilfenglegur, jafnvel í ósýnileika sínum neyðir hann okkur til að hugsa um leiðirnar þangað. Við eigum hér og nú að velta fyrir okkur leiðum til óendanleikans; því hann er staðreynd, og það er hræðilegt ef sú vissa er ekki fyrir hendi. En jafnvel í jarðnesku lífi getur maður skerpt andann í að viðurkenna hið óáþreifanlega.

Hvorki margt né mikið þekkjum við, en við getum yfirstígið fáfræði okkar. Jafnvel þótt við skiljum ekki merkingu óendanleikans, getum við gert okkur grein fyrir því óhjákvæmilega, því verðskuldi það sérstaka athygli. Hvernig getum við annars samræmt hugsanir okkar og athafnir? Sannlega, í umfangi sorgar og sigra getum við skilið óendanleikann.

Þess vegna þarf stöðugleika í hugsun í heiminum, og áminning um óendanleikann er sérstaklega mikilvæg þegar rifist er um hið ósanna.

Þess vegna bjóðum við geislaljóma óendanleikans, sem ekki aðeins andinn, heldur einnig efnið, gengur inn í hann í þeirri samsetningu, í háleitri sköpun með grófasta efninu. En í stormviðri eilífðarinnar eru efnið og andinn ósundurgreinarleg, því þau dragast að sama segli. Skýr skilningur á seglinum eykur aðdráttaraflið og straumstyrkinn. Þessir sömu hvirflar sigra geiminn, og þú veist ekki hvaðan ódeilanlega rafeindin - kjarni Tamas og Teros - kemur til þín.

Hugleiddu hve vel þú skilur tungutak mitt og getir tjáð það á tungu þinni. Skildu einfaldlega gagnkvæmar tilfinningar þínar og tjáðu þær á tungumáli hjarta þíns. Þetta tungumál skilnings og samúðar mun opna fyrstu hliðin að óendanleikanum.

divider

1. Mannkynið er í neyð vegna tapaðra strauma, en skýringar manna á breytingum á jörðinni og birtingarmyndum kosmískra truflana eru, að þær séu jarðfræðilegar. Þrátt fyrir þessar skýringar er staðreyndin að birtingarmyndir eldstrauma, efnislegra og óefnislegra, gefa heiminum sýn á óendanleikann. Geislar óefnislegra sviða geta komist niður í jarðskorpuna og örvað hvaða hluta plánetunnar sem er og aukið segulmagn sem vekur upp neðanjarðastrauma.

Stjörnufræðingar hafa aðeins áhyggjur af mælingum á stjörnunum, en hversu mjög myndu vísindi eldgeisla og óendanleikans auðga tilveru okkar! Jafnvel augun skjóta geislum sköpunar! Hver ætlaður tími færir nýja plánetu nær óendanleikanum. Þess vegna skaltu fylgjast með jarðneskum hreyfingum. En stærðir plánetnanna eru ekki mikilvægar, því styrkleiki kosmísku kraftanna frá óendanleikanum, gegnum veruleika okkar, ásamt sálarorkunni þinni og samvinnu sviðanna, getur skapað jarðneskt svið sem er líkt sviðum hinna æðri heima.

2. Þar sem jarðskorpan endar fyrir jarðfræðinga, byrjar hún fyrir okkur. Gegnsýrð af verkum manna og mettuð dimmum kristöllum mannlegra hugsana, hefur þessi jarðskorpa harðara viðnám en grjót. En með stöðugri viðleitni hugans getur þetta þétta svið sem heldur jörðinni í greypum sínum, létt upp eins og þoku. Ættum við ekki að leysa upp þessa uppsöfnun, þegar við getum valið á milli óendanleikans eða endalausra hindrana?

Er það svo erfitt fyrir vitundina að stýra sér áfram að uppsprettu sem er óþrjótandi? Getur mótstaðan verið svo mikil þegar fræðslan segir að auðvelt sé að lyfta fortjaldi framtíðarinnar? Ákveðið að nota þetta í lífinu, svo hæfileikinn til að nýta ráð okkar takmarkist ekki við upphrópanir eða loforð, og látið andann segja: „Viska Drottins er máttur fjarlægra heima. Óendanleikinn og stjörnuskin Heimsmóðurinnar sendir okkur staðfestingu á tilveru okkar! “

Ef ein háleit hugsun getur upphafið þjóðirnar og ef ein háleit hugsun sem fest er í jarðneskt máltæki getur gefið plánetunni dýrmæt vísindi, geta þeir, sem segja visku aldanna lítils virði, haldið því fram að sólargeislarnir í gær hafi verið minni en í dag?

Sannarlega er ráð Mitt að þú verðir uppnuminn skilningi á óendanleikanum. Prana er mettuð af krafti; reyndu að vinna úr gjöfum þess! Með einu andvarpi er hægt að komast framhjá þyngslum aldanna, en augnlit efans getur eytt því sem aldir tók að ávinna sér.

3. Hugtak sem er algjörlega óþekkt í alheiminum, er til í mannlegri vitund;- tóm. Hvernig getur þróunin, eldsleg uppbygging plánetunnar, takmarkast af slíku hugtaki! Það er ekki erfitt að skilja að allra minnsta byrjun verður til innan takmarka. Því ekki að viðurkenna, að það eru engin takmörk á birtingu efnislegra umbreytinga? Er hægt að gera lítið úr slíkri birtingu? Hugtakið,- takmarkalaust, þýðir ekki flækjustig; sjáðu einfaldlega fyrir þér það jarðneska umbreytast á æðra stig. Það eru engin takmörk fyrir leit upp á við. Það þýðir að hugmyndin um samfellu í öllu og í öllum víddum er ekki flókin. Takmarkaðu ekki birtingarmyndirnar!

Það er erfitt að átta sig á því að þráður kosmíska eldsins teygir sig út í óendanleikann, en fögur er sú hugsun er laðast að þessu óvenjulega hugtaki. Mannkynið áttar sig ekki einu sinni á, hvað að slökkva merkir. En þú veist að hver eldslogi sem slokknar, kveikir ljós æðri heima. Ávinningur eða skaði - það ert þú, maðurinn, er ákvarðar það. Sendingin mótar viðtökuna. Maður getur skapað flóð geislandi sendinga, en maður getur líka fyllt rýmið með skaðræði. Slíkt er lögmálið um samvinnu hugsana og rýmis.

Lítum á hugsun sem skapara. Gleði, er skilningur á upphafi birtinga sem Við opinberum mannkyninu.

Þegar við höfnum fáfræði, munum við skilja fegurð óendanleikans!

4. Hægt er að venja mannlega vitund af taumlausum og ósjálfráðum hugsunum. En að upplýsa of mikið, er erfitt þegar svo margir hugar skapa glundroða. Þróun innsæis mun hjálpa mannkyninu. Þegar innsæið greinir milli óreiðu og óendanleikans, þá er kosmísk birtingarmynd valin, en ekki sú handahófskennda, þá mun mannkynið hafa í hendi lykill þekkingarinnar. Við metum að vísindin fundu upp stjörnusjónaukann, en sjónauki innsæisins horfir út í óendanleikann. Stjörnusjónaukinn krefst útgjalda og áreynslu, en þegar maður býr yfir næmni innsæis Okkar, getur maðurinn skoðað allt.

Að ná tökum á ómeðvituðum hugsunum, mun veita skilning á víddum óendanleikans. Endalaus er straumur hugsunar! Sannarlega segi Ég, að möguleikarnir sem streyma frá himinhnöttunum eru óþrjótandi. Himinhnettir á ósýnilegum sem sýnilegum sviðum berjast fyrir birtingu hins sanna. Það er rétt að geislar geta læknað; geislar geta skapað; geislar geta verið verndarskjöldur; geislar geta birt Kaleiksloga.

Oft heyrirðu hrópin, stununa, „Af hverju er líkþrá, hvers vegna ógæfa, af hverju er fegurðin hulin með snúnu glotti?“ Aumingja mannkynið, kvillar þínir eru þitt eigið afkvæmi. Þróunin þarf ekki svo margar hindranir. Stiginn þarf ekki svo mörg óþarfa þrep. Skjöldur Okkar þarf ekki viðurkenningu þína, en þú hefur þörf fyrir hlífð hans.

5. Hefur þú hugleitt sköpunareiginleika andans á plánetum framtíðarinnar? Byrjar allt með þér og endar með þér? Endar einhver ferill? Endalaus er keðjan heimanna; þar sem ein pláneta molnar fæðist önnur. Sannleikurinn glímir við dauðann og þegar efasemdarmenn segja: „Þetta eru lokin,“ segjum Við „það er byrjunin!“ Skilningur á þróunarbirtingunni mun leiða í ljós sannleikann. Eigum við ekki að fagna sigri saman? Eigum við að innsigla skipið okkar tómt? Eigum við að hafna flutningi vitundarinnar? Þegar Ég segi, nýtum birtingu geislana, þegar Ég segi, fyllum kaleik þekkingarinnar, þegar Ég segi, mótum bestu sköpunina með þekkingu innsæisins, þegar Ég segi, að styrkur liggi í óheftri þekkingu - þá þýðir það að vera opinn fyrir kosmísku hvirflunum, það þýðir að leita útgeislun Fohats, það þýðir augljós skilningur á tónlist sviðanna.

Á jörðunni höfum Við einn Okkar, sem hefur tæmt kaleikinn með háleitum tilraunum. Hún er send til þín sem vitni um kosmíska birtingarmynd, sem ber markmið Mín, sem forspá um framtíðina. Þess vegna er hugmyndin um lausnara svo mikilvæg. Einmitt sú staðreynd að hin háleita tilraun var framkvæmd var sannfærandi. Mannkynið ætti að læra sérstaklega af slíkri reynslu er hún berst frá æðri sviðum og lifir á efnissviðinu.

Sannlega, hefur þú þannig það hæsta og lægsta!

6. Skilningur á óendanleikanum skilur manninn ekki frá jörðinni. Birting nýrra möguleika dregur manninn ekki frá jörðinni. Það sem sagt er um Samyama (innsæishugleiðing) jógana er ekki einungis uppfinning; það er vísindaleg aðferð sem staðfestir kosmíska krafta.

Víðtæk notkun málma í læknisfræði, á Indlandi, er vegna snertingar við kosmíska eldinn. Vitund jógans er í tengslum við himinhnettina. Maður getur náð í lífinu áhrifum sviðanna. Viðhorf manna til vinnu og tregða manna til að breyta tilhneigingu hugans eru hindranir.

Hafa drottnarnir ráðið hugmyndum manna, sem hafa takmarkaðan skilning á að styttri hringrásir geti verið til í kosmosinum? Skilningur ræður hvar möguleikarnir liggja. Allt öðlast nægilega næringu frá sömu uppsprettu, Prana, birtingarafli alheimsins. Þú samþykkir einfaldlega þessa þörf; þú samþykkir einfaldlega einnig sálræn áhrif geislanna. Þegar þú samþykkir visku aldanna eftir ábendingum Okkar, með öllum þínum mætti, þá munu sviptivindar óhamingjunnar brotna á veggi ljóssins. Möguleikarnir þínir eru háðir samþykki þínu eða höfnun á Varnarskildinum.

Ekki hafna því stigi æðri elds sem opnar leiðina til fjarlægra heima. Í því felst skjöldur framtíðarinnar. Skýin, vindar og regnið eru áveitur jarðarinnar; en áhrif kosmískra krafta birtast ekki sem andrúmsloft.

Við þröskuld næturinnar eru engir ljós. Tendrið blysin!

7. Viðurkennið í andanum hugmyndina um óendanleikann. Staðfestu hann í vitund þinni. Beittu öllum hugsunum af víðsýni. Slíkur kosmískur eldur birtist hvarvetna. Með ótakmarkaðri vitund vinna drottnarnir; beittu viðleitni þinni þannig. Hvar býr eldur óendanleikans ekki? Staðfestist ekki hugmyndin um skaparann með innsæinu, í uppsprettur eilífs flæði kærleikans? Okkur birtist táknið – uppspretta kærleikans. Er ekki vinnan endalaus í eilífðinni og í verkum kosmosins? Er ekki viðleitni Okkar hið eilífa lifandi fræ sem sáð er til hjálpar mannkyninu?

Eilíf hreyfing, endalaus viðleitni, endalaus þroski, endalaus árvekni, staðfestir sannleikann, birtir geislandi þráð Móður heimsins með brynju eilífrar fegurðar, sundrar myrkri fáfræðinnar, lofar mannkyninu bústað í dýrð stjarnanna - gangið þannig og segið: „Heimur, ég vil taka við öllum gjöfum þínum; Ég vil fylla til fulls kaleik árangursins; Ég óska, Drottinn, að tæma viskukaleik sáttmála Þíns! “

Gefðu Okkur möguleika á að sýna afl Okkar, að rétta hjálparhönd. Þyngdarlögmál þekkja allir. Af hverju ekki að beita þessu einfalda afli í lífinu? Gleði getur laðað að segulstraum gleði úr geimnum. En myrk hugsun mótar lög af þungum skýjum. Við ábyrgjumst raunveruleika þyngdarafl hugsunarinnar.

Þegar mannleg hugsun gengur ekki í átt til hins andlegs, er þróuninni ekki flýtt.

8. Þróun alls sem er, er ekki aðskilin þróun sérhvers anda; það er eins og einn spíral í eilífri hreyfingu. Andleg vitund, sem færist til Okkar hæða, safnar gersemum og býður þær þróuninni. Með andlegri vitund auðgast pláneta þín. Efnishyggjan hreyfir ekki þróunina. Efnishyggjuvitund veldur stöðnun, eykur vöxt moskítóflugnanna í fúlu vatninu. Ástæða staðnaðs huga er ógnvekjandi. Endalaus hvíld er ekki til. Vertu því ekki á sama bletti; annað hvort mun breytingin gleypa þig eða þú hjálpar kosmískri hringrásinni. Grunnurinn að öllu er spíralinn, og þú verður að skilja kjarna hins eilífa háleita elds.

Margir óttast að skilja eilífðina, en hversu fagur er stórkostlegur skilningur á eilífðinni! Aðeins andi sem hefur tengst eldinum skynjar fegurð útgeislunar hans. Andi sem sviptur er krafti sem streymir frá himninum er sviptur kjarna kosmíska eldsins og sker á streymi lífsorkunnar, Fohats. Skilgreining á eilífðinni lifir aðeins í vitundinni. Því þroskaðri vitund, því skýrari er glóð hennar. Því skýrar er hljómkall Okkar til hans sem hefur áttað sig á fegurð þróunarinnar.

Það sem sagt hefur verið um alheimshugsun verður að beita í lífinu.

9. Fólk er oft hugþrota um hvað liggi handan vitundarinnar. Auðvitað, í skilningi manna er hugtakið vitund takmarkað við hinn sýnilega heim. Þekkingin umfram það sýnilega er ekki til, né efld. En lítum út fyrir mörk mannlegrar þekkingar og vitundar; við skulum finna eitthvert brot kosmísks skilnings. Hversu fagur er hinn víði sjónarhringur! Hversu öflug er hugsunin sem skoðar geiminn! Hvaða nýjar leiðir opnast ekki í tengingu við óendanleikann! Leitaðu þessa fjársjóða; í þeim er trygging fyrir framgangi þínum. Hvaða gagn er þekking sem færir mann að lokuðum hliðum sem eru merkt „við vitum ekki meira“? Takmörkun þekkingar er grafalvarleg. Þess vegna, umföðmum Óendanleikann! Takmörkun vitundar er dauði andans.

Við eigum ekki að rannsaka siði fólks, heldur vitund þeirra. Þegar við munum þjálfa okkur í að skynja strauma óendanleikans, mun fólk, í staðinn fyrir bænir, stjórna frumöflunum. Í stað þess að biðja „Guð um að gera allt fyrir okkur“ munum við, með eigin vinnu og sálarorku, hjálpa okkur sjálfum.

Af hverju er til sá siður í heiminum að tilbiðja kosmísk öfl á neyðarstundu? Af hverju er aðeins aðdráttaraflið þá að Óendanleikanum? Af hverju er þá viðurkenning á svokölluðum yfirnáttúrulegum kröftum? Ég ráðlegg að nafn Móður heimsins verði ekki einungis tákn heldur sem aflgjafi. Ég ráðlegg að uppruni óendanleikans verði ekki ákallaður sem tákn, heldur sem birting eilífðarinnar, sem eilífur uppruni fegurðarinnar og skapari festingarinnar.

10. Kosmískur andadráttur Heimsmóðurinnar er allsráðandi. Sannarlega, er allt baðað í honum. Frá óendanlegu smælki til hins ómælanlega hreyfist lífið og andar með þessum andardrætti. Því ættum við ekki að skilja aflið sem hreyfir alheiminn! Af hverju ættum við ekki að íhuga kjarna tilverunnar! Skynjið hrynjanda kosmískrar orku og skilja taktinn í þróuninni. Kjarni þróunarinnar er óbreytanlegur og er mældur í birtingu óendanleikana.

Þú sem óttast endalokin, snúðu andlitinu að útgeislun Móður heimsins og staðfestu skilning þinn á þróuninni. Það eru engin takmörk fyrir sendingum frá hæðunum. Engin takmörk á ábyrgð fjarlægra heima. Það eru engin takmörk fyrir náttúrugnægð sýnilegu og ósýnilegu sviðanna.

Þið sem óttist endalokin, snúið ykkur í allar fjórar höfuðáttirnar og segið: „Við skulum átta okkur á óendanleikanum!“ Tindar og grunnur jarðarinnar er sjóður þinn. Ótakmarkaður er brunnur þessa sjóðs. Ef fólk aðeins vissi hvernig á að safna þessu eilífa flæði óendanleikans, þá mun það sannarlega skilja deiglu lífsins.

Tímabil eldsins nálgast. Finnið hugrekki og visku til að viðurkenna það. Tákn höggormsins sem bítur í hala sinn táknar hring atburða í þróuninni. Spírallinn er uppgönguleiðin.

Þú sem óttast endalokin, staðfestu sjálfan þig í krafti spírall ljóssins og kosmíska eldsins. Við skulum segja: „Fagur er andardráttur kosmosins!“

11. Þeir sem þekkja framtíðina, ganga með þróuninni. Þeir sem óttast þróun, ganga veg dauðans. Þeir munu spyrja hvers vegna það séu upp- og niðurleiðir. Þeir skilja ekki leið þróunarinnar. Skilningur á kosmískum bylgjum mun skýra gang þróunarinnar. Þegar þú skilur að jafnvel úr ösku getur sprottið fagurt blóm, muntu skilja að eyðilegging er aðeins óttaleg fyrir hrædda vitund. Kosmísk hreyfing gengur í bylgjum. Eitt ætti að útskýra, að hægt er að forðast djúpu lægðirnar og flýta þannig fyrir þróuninni. Sinnulaust mannkynið greinir ekki í hverju framfarir liggja; það skapar sér tímabundna blómstrun og forðast að skilja að það að lokum gæti leitt til eyðileggingu plánetu okkar.

Byggjendur í dag, gerið ykkur grein fyrir að þið byggið fyrir sviptivinda eyðileggingar! Hversu mikil eru umsvif ykkar! Hversu gagnslausir eru kastalar þínir! Hversu mikil eru útgjöld þín! Hversu opinber er vanhæfni þín til að þroskast í athöfnum þínum! En lítum til þeirra sem ganga beint, sem staðfesta fegurð óendanleikans. Í staðinn fyrir daufa hjartalagið, sem afneitar viðbrögðum geimsins, munum við sjá hreinleika athafna, fegurð sóknar og glæsileg afrek. Þess vegna skulum við segja: „Án takmarka er kosmísku birtingarnar!“

12. Að vera í takti kosmosins, er að gera sér grein fyrir víðfeðmi óendanleikans. Þrjár meginreglur eru staðfestar á leið þróunarinnar. Byrjum með því að skilja verkefnið. Sýndu ekki- alls ekki –afskiptaleysi gagnvart þeirri uppsprettu sem nærir þig og öllu sem til er! Hugleiddu vel og þú munt sjá að hinir miklu andlegu leiðtogar mannkynsins hafa hlúð að sálarorku sinni með því að sameinast hinu óendanlega. Barátta þeirra fyrir fegurð var endalaus! Þrek þeirra að markmiði sínu var endalaust! Ég hef sagt að sameiningin við kosmíska taktinn muni skapa samtengingu allra vera, ósýnilegra sem og sýnilegra.

Sérhver trúarhreyfing hefur átt sín tákn um einingu, en afbökun á hugtakinu hefur aðeins orðið eftir bjögun á fornum leyndardómum.

Ekki er hægt að spá fyrirfram um kosmíska birtingarmynd, en það er hægt að kalla fram kosmísk stormviðri; það er sömuleiðis mögulegt að kalla fram þá frumþætti sem plánetan okkar þarfnast.

Þú hefur þegar upplifað hina tvo skörpu punkta sem ná í gegnum svæðið við herðablöðin og þeir geta opnað lungnastöðvarnar. Þær stöðvar stjórna Prana. Aðeins til þroskaðra sálna sendum Við þessa geisla. Fyrir þá sem ekki hafa skilið fegurð og krafts kosmosins í öllu sínu veldi, er þessi reynsla óaðgengileg. Aðeins innsæinu er hægt að beita í þessari kosmísku reynslu. Segðu þess vegna: „Sannlega, staðfesti ég fegurð óendanleikans! Ég óska þess, ó herra, að skynja mikilfengleika alheimsins! “

13. Fólk telur óbreytanleika takt dags og nætur sjálfsagðan! Af hverju notum við ekki þessa sömu hugmynd til grundvallar hringrás okkar mannanna? Stórheimur og smáheimur endurspegla eina og sömu birtingu. Af hverju reynir fólk þá að sannfæra sig um eilífa nótt, þegar það er vant að bíða komandi dags? Viðurkennum strauma óstöðvandi hreyfinga. Skilningur á aðlögunarhæfni okkar og á takti kosmosins er viturleg staðfesting. Sorg og sút er ekki við hæfi! Þú verður að sætta þig við hið sanna líf kosmosins til að ná fullum skilningi á óendanleikanum.

Fyrir okkur er er hreyfing árstíða ársins sjálfsögð og maðurinn bíður ávaxta þessa hrynjanda náttúrunnar. Maðurinn grefur fyrir málmum og byggir stíflur fyrir rafmagn. Hann þarf frekar að grafa eftir fjársjóðum ósýnilegu sviðanna og beina sjálfum sér að sköpunarbirtingu sem er handan takmarkaðs skilnings hans. Mikið er starfssviðið! Þess vegna, skynjaðu og gakktu inn í takt óendanleikans.

Og hvar verður nóttin? Þar sem þú skynja eitthvað í húmi hennar, byrja sálmar til Heimsmóðurinnar Hvorki dagur né nótt - aðeins útgeislun hennar!

14. Samræming jarðarlífsins við æðri sviðin mun skapa manninum betri möguleika. Þá mun taktur afls okkar þrefaldast og mun þykja sjálfsagður. Þannig mun sáttmáli hinna vitru rætast.

Órjúfanleg eru tengsl hærri ósýnilegra sviða við hið sýnilega. Þess vegna eigum við að skilja, að ekki er hægt að skipta lífinu. Andardráttur kosmosins er óbreytanlegur í öllu. Birtingartímabil plánetna fer eftir kosmískum öldum; þess vegna ganga þeir ekki leið þekkingar sem neita tengslum anda og kosmískra hvirfilvinda. Er mögulegt að skynja aðeins einn meginþátt í allri tilverunni? Er mögulegt að skilja eitt örlítið korn frá heildinni? Er hægt að horfa einungis á útlínur, án þess að missa úr þroska sínum? Aðeins brjálæði setur mörk fyrir sjálft sig. Aðeins þeir sem eru fáfróðir um birtingamyndir fegurðar munu segja: „Við erum sáttir við það sem fyrir er.“

Fullyrðing um kosmíska og takmarkalausa krafta er skýr; lífgefandi og eilíft ferli fer fram í öllu. Neisti kveikir kosmíska eldinn. Sannlega, með neista löngunar er kyndill þekkingar tendraður. Hindraðu ekki eigin leið. Aðeins leitaðu, og tilvera þín verður böðuð geislaflóði óendanleikans.

15. Maður verður að velja á milli myrkurs mistaka og mikilfengleika sannleikans. Andinn ákvarðar skilninginn sem öðlast er í aldanna rás. Það er óhæfa að ganga sífellt í sömu sporum. Við sóum orkunni, ef við verðum að banka aftur á gömlu hliðin? Búðu anda þínum fagran garð, ekki í eyðimörk úrgangs heldur á hátindi afreka þinna.

Hver og einn verður að fegra eigin þróunarleið. Hjálp staðbundinna hugsana er ætluð hverjum og einum. Fjársjóður óendanleikans er opinn hverjum sem leitar skilnings á kosmískum öflum.

Það er engin gleði að uppgötva hvað mettar plánetu þína. Setjum á aðra vogarskálina alla lestina: reiði, hugleysi, landráð, fordómar, hræsni, andvaraleysi. Á hina vogarskálina skulum við setja hrífandi afl sálarorkunnar, innsæi, staðfestingu á sáttmála hinna vitru, óumbreytanlegu uppsprettuna, þakklæti fyrir hlífðarskjöldinn, þekkingu og áreiðanleika, á þeirri braut sem óendanleikinn opnaði.

Þar sem það var Drottinn Búdda sem skilgreindi kjarna mannlegs egó sem ferli, getum við samþykkt þessa formúlu „Ljónsins“. Venjið ykkur í daglegu lífi við tilhugsunina um eilífa hreyfingu og dveldu ekki í leynum myrkursins. Sköpunargleði laðar að skapandi kraftinn. Takið því eftir neistum kosmosins.

Við skulum velja á milli fáfræði og útgeislunar óendanleikans!

16. Veruleiki og blekking mun birtast mannkyninu þegar við skiljum að uppruni lífgjafarinnar er aðeins einn. Alheimurinn verður gjörsneyddur allri skynsemi ef ósýnilegi heimurinn er aðskilin frá hinum sýnilega í hugum manna. Ef við gerum ráð fyrir að vegur okkar sé venjulegur og einungis tóm handan við, þá er ímyndunaraflið í raun mjög lélegt! Blekking er það, sem ekki er til; og veruleikahugtakið verður að víkka út. Allt lifir og allt vex. Kosmosinn gefur þér rými. Nýtum okkur allt skapandi afl geimsins!

Þessi ímynduðu landamæri, með tómarúm handan þess, köllum Við „gróðurvin“, sem geymir uppsprettu visku þinnar. Sannarlega má segja að það óskynsamlegasta sé ranghugmyndin um tómarúm!

Sjáðu fyrir þér allan geiminn sem geislandi eld, með alsjáandi auga. Sjáðu fyrir þér geiminn baðaðan Prana og Akasha. Það er ekki „Skaparinn“ né hinn „Mikli smiður“, það er óendanleikinn! Þegar Satya Yuga nálgast verða þessi háleitu öfl nýtt. Að sönnu ríkir enn frost steinaldanna í vitund hinna sjálfkrýndu fáfræðinga.

17. Þú hefur rétt fyrir þér þegar þú talar um hina einu uppsprettu. Þar er einmitt kjarni þróunarinnar. Í þessari vitneskju er hæsti árangur Arhat á jörðinni. Þegar mannkynið áttar sig á hinni miklu einingu óendanleikans og agnanna og þekkir gagnkvæm tengsl ljóss og myrkurs, þá er hægt að segja frá leið „Ljónsins í eyðimörkinni.“ Svo mikið er lagt á kosmísku eldana, en engu að síður er tilvist þeirra hafnað. Þar sem menn sjá mörk milli hinna tveggja upphafa sér Arhat aðeins eina mikla uppsprettu.

Sannleikurinn um afstæðiskenninguna hefur verið samþykktur í stærðfræði og allir fyrri útreikningar hafa reynst rangir. Svipað afstæði er í þróunarheiminum. Hugtökin ljós og myrkur, hamingja og óhamingja, vinnu og hvíldar, lúta sama lögmáli. Þegar við tölum um framfarir í hugsun, sjáum við fyrir okkur þörfina á að samþykkja þessa afstæðiskenningu. Einmitt, hugmyndin um uppstigið er fögur. Andinn gerir sér grein fyrir því að uppstigning er viskustig sem geymir allan kraft kosmosins og birtingarmynd hreyfingarinnar. Framfarir á lægsta þrepi hins mikla uppruna er erfitt að sjá. Musteri Atlantis þekktu þessa miklu meginreglu.

18. Eins og logi sem inniheldur allt, er hjarta alheimsins allt umlykjandi. Hversu stórkostlegt er það, sem felur allt í sér! Allt, frá því smáa til þess stærsta, hefur hvert ljósbrot í sér þessa kristalbirtingu. Þar sem allir kosmískir möguleikar hafa leið fyrir birtingu sína, þar sem hvert upphaf hefur sína drifstrauma, til að skilja umfang kosmosins verðum við safna öllum krafti andans til þess. Það eru engin frávik, engin höfnun, engin frávísun, engin andstaða, það er aðeins innihald. Kennarinn sýnir mikilvægi þeirrar hugmyndar.

Þar sem sköpunarhæfni kosmosins er ótæmandi, megi skilningur á óendanleikanum vera ómissandi. Birtingarmynd aldanna í eilífðinni, mótun hafanna og jarðskorpuna getur verið dæmi um eilífa hreyfingu.

Þú gerðir þér ekki grein fyrir hvernig því erfiða verkefni var náð; né getur mannlegur óskýrleiki skilið slíkar athafnir. Það er ekki hægt að kenna kosmískum hvirflum um eyðingu; í því er ekki illska heldur nauðsyn. Hver birtingarmynd kosmosins á sér stað í eilífðinni. Eyðing og uppsöfnun eru háðar taktinum sem er óaðskiljanlegur frá gangi jarðneskra atburða. Munurinn er sá að þegar Seifur skapar kosmískan storm, fyllist geimurinn með ósoni; En hinn jarðneski Seifur, skapari reiðinnar, fyllir andrúmið með kæfandi reyk. Í þessu mætast ekki þeir lægstu og hæstu.

Sannarlega mun fegurð viðleitninnar sem stefnt er að takmarkalausri umföðmun veita geislandi regnboga og við munum segja: „Móðir heimsins, alskapandi, allt umfaðmandi, við viljum fegra fjarlægu festingu okkar!“

19. Af hverju samþykkir fólk blekkingar Maya að svo miklu leyti? Lífið fyllist af draugum og villum þessara birtinga. Þessi mettun fyllir tilveruna af óþarfa myndum. Andinn sem vitnar um eilífðina er knúinn áfram til hinnar miklu uppsprettu og í honum er fræ skilnings á kosmosinum. Sá andi, sem aðeins er móttækilegur fyrir hinu venjulega, dregst að hinum ómerkilega veruleika Maya. Hann laðast aðeins að birtingarmyndum hins venjulega lífs. Skortur á innihaldi hjálpar honum ekki við að opna lífsins bók.

En það er líka til hópur fólks sem á hryggileg örlög. Þetta eru vitundir sem hafa skilningsfræ, en, með afneitun, skynja ekki hringrás kosmosins og seinkar þannig þróuninni. Það sem fyrirfram er ákveðið verður að rætast, en þeir sem halda aftur af framförum dæma sjálfa sig til afturhvarfs. Sá sem er ófús að átta sig á framtíðinni er eins og krabbi - báðir ganga aftur á bak. Þar eru hvorki afrek né ákafi krabbans. Ásetinn hrokinn er eins og þeirra sem ákalla í nafni fáfræði. Uppsöfnun kosmískra elda gæti auðveldlega sópað burtu þessu ryki. En vinir, framfarir þínar liggja í að brýna framtíðarsverð þitt. Samþykkið þennan sannleika sem mótað er af reynslu aldanna og hugleiðið hann!

Hvernig getur maður staðfest upphaf skilnings? Andinn mun kenna manni að skilja merki innsæisins, en látið forlögin rætast! Látið aðeins löngun ráða til að komast í takt við kosmískan hrynjanda.

20. Venjan er að líta á karma sem vilja og endurgjald sem ákvarðar gang lífsins. Það er líka venja að líta á karma sem makleg málagjöld. En í raun þýðir karma vinna. Takmarkaðu ekki vinnu andans og þú munt sjá árangurinn.

Þegar Maya tælir andann með birtingarmyndum sjálfsánægju, þá er krafist hamars og þroska innsæis. Þegar andinn er töfraður af glæsibrag auðs, án þess að gera sér grein fyrir ófullkomleika þess að gull leiði til hamingju, þarf að rifja upp ógnir veikinda og hörmunga.

En stríðskappi andans glóir sem birtingarmynd ljóss; er hann upplýstur af eldgeislum óendanleikans. Við verðum að skilja viðbrögðin og halda áfram af öllu afli til skilnings á alheiminum.

Á hátindi vitundarinnar er staðfest leið Drottins. Á hátindi vitundarinnar óma afrek og þróun saman í einingu. Eilíft, óþreytandi er erfiði uppstigsins! Þessi eilífa hreyfing er karma þitt!

Þú hefur rétt fyrir þér - aðeins viljaafl stýrir karma. En að stöðva gang karma er eins hættulegt og að kalla fram eilífa nótt. Með hverju ætlarðu að fylla Kaleik ódauðleikans, Amritu, ef þú sekkur í poll myrkursins? Við munum svara því að haf athafna er sannarlega mun fegurra!

21. Skiljið að lögmáls lífsaflsins er ósigrandi. Þensla hærri orku spíralsins setur alla frumþætti í gang. Uppsöfnun orku á sviðum heimsins veitir efninu fjölbreytni og það kallar á sköpunarbirtingu.

Í kosmosinum eru enginn dauf tímabil. Það er engin höfnun; það er aðeins stefnt að því að mannkynið taki við öllum gjöfum geimsins. Af hverju á þá ekki að beita kosmískri orku í víðtækasta verkefnið, við glæsilega öflun fjársjóða sem eru nýir fyrir okkur? Þroski vitundar til skilnings mun leiða óendanleika í ljós.

Það eru vitni að kosmískum birtingarmyndum á okkar sviði. Þessa formúlu má endurtaka, vegna þess að leið þróunarinnar er afhjúpuð óttalausum anda sem þekkir allan leyndardóminn, og alla viðleitnina að óendanleikanum. Að kveikja elda Lótusins er æðsta birtingarmynd kosmíska eldsins. Sannarlega, þegar samhæfing á hinni almennu orku birtist á jörðinni, þá má segja: „Plánetan okkar er umlukin spíral sem við getum líka stígið upp á, og fagur er andinn sem stígur upp og umbreytir lífinu í útgeislun óendanleikans! “

Fyrir þessa handhafa æðri þekkingar er inngangan inn á æðri sviðin möguleg og hann mun færa neðri sviðunum lykilinn að skilningi á óendanleikanum.

22. Þekking andans birtist í vitund Agni jógans. Vitundin sem umfaðmar strauma kosmosins og nær aðferð sálarorkunnar, kann að komast inn í hringiðu Kundalini.

Þegar mannkynið nær að skilja og sjá samræmi milli atburða heimsins við margbreytileika kosmosins er framvinda innsæis staðfest. Birting atburðakeðjunnar, og fullur skilningur á arfleifð aldanna frá einu tímabili til annars, getur ýtt undir skilnings á kosmískum óendanleika.

Andi, líttu til baka! Hvert hefur fyrri þekking þín leitt þig? Hvar skynjar þú mörk? Hvar á að hætta? Hvar er varanleiki? Og hvar sérðu birtingarmynd undirgefni? Það er sagt: „Ég sé ekki allar þessar yfirlýsingar; Sannlega, sé ég það óendalausa lén sem hefur skapað tilveru okkar! “

Þú, andi, leitastu til skapara alheimsins, snúið þér að Móður heimsins. Láttu vita hvað þú sérð. Geimurinn er opinberaður sem birting ýtrustu sköpunargáfu. Ómæld víðátta geimsins og kunnugleiki kosmískra krafta auðgar kjarna tilveru okkar. Burðarásar þróunarinnar er fínasta orkan sem getur orðið eign mannanna.

Þegar þú hefur samþykkt óhjákvæmileikann, mun það leiða þig áfram. Þegar þú skilur hvernig þú getur flogið í andanum, þá muntu geta haft samskipti við æðri heimana.

Lærðu að meðtaka það stórfenglega í flugi andans!

23. Hvaðan kom sú holskefla sem skyggði vitundina? Að vera bundinn var þekkt jafnvel í fornöld. Einkenni orsakavalds og afleiðinga, - lögmálið um samtengingu alheimsins, - á við um þessi tengsl við óendanleikann. Mannkynið er bundið alheiminum óaðskiljanlegum böndum. Það er ekki erfitt að staðfesta þann óbreytanlega stað þar sem allir hlutir hittast - þar sem jarðnesk uppsöfnun mætir svæði æðri sviðanna. Vilji kosmosins er að allt laðist að hvort öðru. Allt stefnir að gagnkvæmri sköpun. Böndin er sett á mannkynið í formi trúarbragða til sameiningar, til að þróa samfélag, til tilbeiðslu á meginuppsprettunni, sem inniheldur alla meginþætti tilverunnar og sem skapar allt efni okkur til góða.

Samloðun alheimsins við öll æðri svið ætti að meðtaka í vitundina sem akkeri fyrir æðri framtíðarþroska. Vísindin hafa þegar komist að því sem augljósast er, en margt er enn óskilið. Mannkyninu er ekki synjað um það, en fordómar hindra það. Áhrif segulsviðs á epli þekkja allir, en áhrif hins mikla segulsviðs óendanleikans, er hulið fáfræði. Óson geimsins og geislar fjarlægra heima mun veita plánetuefni uppsöfnun nýrrar orku.

24. Orsakasamband er sá þáttur sem hreyfir alheiminn. Það er ástæðulaust að búast við að Lótus góðvildar leiði af sér illverk. Maður getur skilið að niðurstaða hverrar athafnar sé endurspeglun upphafs hennar. Það er almennt viðurkennt að kjarni ógæfu er af sömu ástæðu. Fáfræði fæðir af sér eitur sofandi frumþátta. En ofsafenginn frumþáttur eykur kosmískan takt.

Þegar geislun er beint að meðvitaðri aðlögun kosmískra bylgja, taktu við þeim. Ónýtt orka hraðast um geiminn eins og fallbyssukúla.

Athugið að í fyrsta lagi er nauðsynlegt að beisla haf heimsins; seinna munu áhrifin ákvarða tilraunina.

Jörðin okkar þarfnast mikils til heilun brotanna. Mörgum uppsprettum drottnanna hefur verið úthellt. Hjálpin var send í skjóli fræðslunnar, en ómetanlegir fjársjóðir andans dreifðust sem brot út í geiminn. Hins vegar safnar geimurinn miklum fjársjóðum sem enn eru ónýttir. Ekkert fer til spillis í alheiminum og forðans er gætt. Þegar þú áttar þig á þessu, mun þekkingarneistinn opinbera þér alla leyndardóma tilverunnar. Sá sem þekkir aðeins hrörnun samtímans óttast eldsþáttinn. En sá sem sér og fagnar orsökunum sem niðurstöðu, er augljós valkostur þróunarinnar.

Leyndar birtingarmyndir kosmosins senda frá sér ljós fyrir auga leitandans. En sá sem er án nokkurs ljóss, er heimur þess sem sér lok hans í eigin endalokum.

25. Endurreisn landa er alltaf mótuð af kosmískum áhrifum. Samsöfnun knúinna hugsana dregur úr nauðsynlegum áhrifum geimsins. Mikið af frábærum uppgötvunum fljóta í geimnum. Þeir sem geta eflt sálarorkuna sína í takt kosmíska orku munu draga fjársjóði fram í vitund sinni. Aukin vitund tengist keðjunni sem tengir alla skapandi krafta kosmosins.

Hnignun lands sem þegar hefur safnast miklu úr kosmískum fjársjóðum, er afleiðing afneitunar þess á orsökum kosmískra athafna. Þegar hugsun mannsins knýr vitundina að vendipunkti og sjálfið verður skurðgoðið, þá lokast hliðin. Persónuleiki verður endurspeglun á brosi kosmískra athafna, þegar hann lítur á sig sem óaðskiljanlegan hluta af birtingu kosmosins.

Sannarlega er maðurinn æðsta birtingarmynd kosmosins. Sannarlega er hann valinn sem hin fyrirskipaði smiður og safnari allra fjársjóða alheimsins. Sannarlega er hugtakið maður staðfest sköpunargáfa. Fyrir löngu var manninum falin lykilinn, en þegar honum varð það ljóst, birtust sá sem slekkur eldanna.

Við munum segja að þegar leiðir okkar nálgast sólinni, þá muntu gera þér grein fyrir öllum glæsileik alheimsins. Hugleiddu sólina sem tryggingu fyrir nýjum vísindum. Samþykktu elda óendanleikans sem uppljómun, sem birtingarmynd raunverulegrar nærveru Okkar. Samþykktu það sem er vígt af Okkur.

26. Allt sem stuðlar að framförum mannkynsins í þróunarkeðjunni er í samræmi við óendanleikann. Framfarirnar verða til við skapandi hugsun í uppgötvunum á sviði geimsins. Mikið er tapið þegar ráðandi öfl loka á það sem leiðir til fullkomnun forma. Aðeins þegar sönnun um andlega auðlegð verða að veruleika, verður mögulegt að fullkomna jarðnesk form. Tilveran var staðfest áður en mannkynið varð að fullu þess áskynja og lífsform voru þá á mismunandi stigum. Það eru eins mörg stig í óendanleikanum og vitundarstigin. Allir hlutir tengjast innbyrðis. Allir hlutir laðast innbyrðis og allt endurspeglast í hyldjúpu sköpunarhafinu.

Andi sem er fær um að tileinka sér það hæsta á jörðinni og meðvitaður um ófullkomleika eins lífs, er leitandi arnarandi, sem svífur ótrauður í lífinu, í þekkingarsólinni fyrir ofan eyðimörkina.

Andanum er gefið að þekkja kosmísku eldanna!

27. Hugtak um ekkert markmið, er ekki til í spjöldum þróunarinnar. Táknræn staðfesting um eldinn hjá fornmönnum er bestu staðreyndin um óútskýranleika hugmyndarinnar um tómið. Fornu sáttmálarnir fullyrtu að eldur, eftir að hafa neytt alls eldsneytis, sé ekki tortímdur, heldur snúi aftur á frumstigið, í formi ósýnilegs elds, til æðstu birtingarmyndar kosmíska eldsins Þannig birtist líf okkar.

Þegar líkaminn eyðist á lífsins braut, er þá hægt að fullyrða að hann hafi leysts upp í ekkert? Þegar hver athafnakeðja er nýtt af kosmosinum og hver breyting dregur eftir henni keðju af öðrum breytingum, hvernig getum við þá ekki skilið endalausa keðju uppgöngu andans?

Tákn eldsins inniheldur alla þætti í æðri ósýnilegri mynd sinni. Andinn sem fór frá jörðinni og andinn sem kemur aftur í jarðneska birtingu hefur í sjálfu sér allar meginþætti. Munurinn er aðeins í umfangi uppsöfnunar. Þannig, upp til óaðgengilegra hæða óendanleikans!

28. Hugur Alheimsins er í öllu. Í öllum geimnum er regla hans augljós. Óútreiknanleg eru öll áhrif hans og sífellt nýjar samtengingar. Frá efnaflæði stjarnanna til virkni og birtingu lífsins stýrir hann tilverunni. Þessi staðreynd hefur valdið hugarangri margra vitunda. Erfitt er að afneita almáttugum huga kosmosins, sem nærir öll svið tilverunnar með andardrætti sínum. En fólk víkur venjulega meðvitað frá sannleikanum. Þegar andi sem lifir í blekkingum Maya leitar augnablikshvíldar, er bestu ljósgeislar alheimsins horfnir honum. Upplýsing getur hrætt þann sem ekki leitar uppljómunar.

Þú hefur rétt fyrir þér að fullyrða að Búdda lávarður hafi þurft að gefa heiminum hugmyndina um Nirvana vegna þess, að fáir eru tilbúnir að vinna að eilífu í að skapa ný form. Nirvana er aðeins skref í endalausum kosmískum tímabilum. Lærisveinar okkar, safna jarðneskri arfleifð, geta glaðst og flutt sig með leitandi vitund í átt til æðri heimanna. Er ekki betra að þjóna birtingarmynd hinnar miklu eilífu endurvinnslu og ummótun frá því neðra til þess hærra, en að vera þræll stöðnunar?

Athugið að jafnvel minnstu stíflur valda hnignun. Dæmi eru um að uppsöfnun úrgangs eyðileggi svæði. Hver verður þá afleiðing stöðnunar viljans og vitundar? Uppsöfnun aðgerðaleysis getur kallað fram hörmulegar afleiðingar. En eitt leiftur af eldi andans, í samlyndi við alheiminn, getur kallað á friðsæld heillar þjóðar. Andinn sem er staðráðinn í að vinna aflátlega dregur með sér þá sem leggja sig fram. Þannig skapar brennandi hugsun brú í geimnum og segull andans glóir með hvatningu alheimsins.

29. Hærri heimar virðast fyrir fólki stundum eins og ofskynjanir eða blekking. Hver og einn skilur það á sinn hátt og hver og einn er hræddur við að játa skilning sinn á alheiminum. Maðurinn óttast ekki að búa til ýmsar draugamyndir hvað varðar „Máttugan skaparann“, og mun ekki hætta að búa sér auknar byrgðar. Mannlegur andi ber margan baggann og af því eru erfiðleikar hans við að stíga upp á efri sviðin.

Endurskipulagning lífsins með kosmískum eldum mun veita hjálpræðið, en ótti lamar fólk við tilhugsunina um endurskipulagningu lífsins. Gömlu slitnu formin laða og þannig eiga hefðir uppruna sinn. Ef litið er á hefð sem leið að siðgæði, þá getur verið gagn að breiðari meðvitund sem leiði til viskusáttmála. En hefðir samtímans hindra andann í að stefna á hærri svið. Trúarbrögð hafa sínar kenningar; innan fjölskyldna eru veggir fordóma og takmarkana sem forfeður hafa sett upp; þjóðir hafa lög sem svipta þegnanna sjálfstæði. Þannig er fólk svipt anda fegurðarinnar, hvernig getur það þá skynjað óendanleikann?

Það er rétt hjá þér að vilja veita skólabörnum skilning á takmarkalausu sköpunarverki. Af hverju að endurnota klæðnað forfeðranna? Reyndu að líkjast smiðum nýrra öflugra brúa og leitaðu að útgeislun æðri heimanna. Engar draumsýnir, heldur lífið!

30. Leiðina sem þú velur er ekki vís. Vernd og tilvísanir á rétta leið eru gefnar; en í meginatriðum verður maðurinn að finna þá leið, og það mun ákvarða niðurstöðurnar. Þegar þú heyrir níð um sáttmála Okkar, sem veitir andanum endalausa tjáningu í leit sinni að fegurð, er mögulegt að níðberinn sé andi með sanna fegurð? Þegar ólíklegustu myndir andans koma fram, er líklegt að þú fylgir þeim sem geta ekki haldið takti alheimsins?

Við lofum vilja frelsisins og endalausar eru leiðirnar til að beita því. Heftið því ekki flug stríðandi anda! Stríðsmaðurinn, byggjandi lífsins, gengur beinn og ákveðinn undir þessum fána.

31. Allar birtingarmyndir Lótusblóms alheimsins ættu að leiðbeina mannkyninu í þróun sinni. Þegar andinn mun nýta sér birtingu huglægs elds og þegar andardráttur sannleikans snertir uppsprettu lífsins, þá verður hægt að ábyrgjast tilfærslu vitundar. Toppurinn, sem snýst um sinn eigin ás, táknar hlutskipti mannsins sem hefur klofið sig frá hinni eilífu hreyfingu. Sá sem ber Lótusinn, sem er tilbúinn að mæta alheiminum, og sem sýnir skýra aðgreiningu orkustöðvanna, er byggjandi í lífinu og mælir þrengingar sínar í virkni orkustöðvanna. Finnum réttu skilgreiningu á lífsgildum. Hinn opni Lótus umfaðmar allt; hin ólíku ljós blaða hans snúast og ná til allra átta. Þegar hinn helgi eldur, sem tákn andans, er í sambandi við alla tilveruna, þá hreyfast hinn kosmíski hringur og hjól lífsins í samræmi.

Oddur toppsins samsvarar ekki fáguðum anda. Andinn sem kýs kosmísku bylgjurnar yfir slétt en svolítið bylgjandi yfirborði, veit sannarlega af hinu óendanlega.

Tilmæli Okkar leiða áfram að margvíslegum eldum. Þegar mannkynið mun samþykkja óendanleikann, munu örlögin opinbera sig, ekki sem refsingu heldur sem kosmíska útþenslu. Fegurð víðáttu lífsins er mæld með sköpunargetu vitundarinnar.

Við endurtökum fræðsluna um eldinn í þágu mannkynsins. Þú veist hve mikil þörf er á nýju kyndli fyrir mannlega hugsun!

32. Skipting heimsins í það sýnilega og ósýnilega þrengir hugsunina. Höfnun á því sem er ósýnilegt og afneitun á víðáttu alheimsins leiðir af sér þann þrönga mælikvarða sem mannkynið hefur um alheiminn. Kosmískar víðáttur fyrir leið lífsins er vígðar óendanleikanum.

Í fornöld voru tákn trúarbragða dregin af fjársjóðum kosmosins. Átrúnaðurinn snéri að tilgangi „Skapara“ alheimsins. Hnignun þessara kosmísku mynda kemur fram í afneitunum okkar í samtímanum. En þessi forni andi er birtist í meginreglunni um eldsþáttinn, er enn virtur. Aðeins vitneskja og vitræn viðurkenning á takmarkalausum kosmískum kröftum mun kenna mannkyninu leiðir til að nýta þá.

Kenning drottins Gotama staðfesti að ljósið óttast ekki myrkrið. Hið sigursæla ljós uppljómar allt. Þannig er því kosmíski eldurinn í öllu. Ljósið er alls staðar og óendanlegt er afl þess.

33. Að aðlagast kosmískum eldum endurnýjar lífveruna og framandi þættir eyðast af eigin loga. Stríðandi andinn sigrar með eigin viðleitni; Því sýnir óendanleikinn umvefjandi eldinn sem heilunartákn.

Það er undir hverjum og einum komið að finna leiðina að hærra sviði; en þegar mannkynið heldur að verkið sem er tilnefnt til að umbreyta andanum og allri uppsöfnun, geti haldið áfram af sjálfu sér, minnka kosmísku áhrifin svo og uppsöfnunin. Aðeins af eigin hendi, aðeins með eigin vilja, aðeins með eigin leit, aðeins með eigin verki, getur andinn orðið meðvitaður samstarfsmaður hins óendanlega. Viðleitnin rís upp á ætlaðan sjóndeildarhring og eyðir því sem skyggir á framvinduna. En athafnasvið lífsins rísa upp og staðfesta tengslin við hærri svið, og þau eflast sem endurnýjandi eldur.

Birtingarmynd einingar, ódeilanleika og viðurkenning á kjarna andans sem skapara, mun gefa bestu leiðina að eðli tilverunnar.

34. Já, já, já! Kosmískar tímasetningar og plánetuhreyfingar geta fallið saman. Þessi samsetning veitir betri uppskrift af tilverunni. Þú hefur rétt fyrir þér í að kalla andann, skapara alheimsins. Fráhvarf frá þáttum náttúrunnar setur manninn út í horn, eins og sá sem bíður óvinar úr launsátri. Sannur skilningur á þáttum náttúrunnar lifir í vitundinni. Hin svokallaða „refsing Drottins“ sýnir skýr merki um mikið skilningsleysi á kosmíska eldinum. Fórnir eru ekki nauðsynlegar. Þróunin þarf aðeins hraðari skref. Ófyrirséður þáttur taumlausra þátta er ekki refsing, heldur aðeins ónýtt flæði risavaxinna afla alheimsins. Í litlu sem og í miklu. Leiðir eru til minni og meiri tenginga við frumþættina. Hversu lítið hefur reynt á þessar leiðir! Engu að síður eru þær greinilegar. Af hverju ekki að fara í gagnstæða átt? Niðurstaðan væri dýrmæt. Efling vitundar kemur í stað birtingarmyndar tjóns. Þessi lögmál eru óbreytanleg og eru í samræmi við alheimsferla.

Við áköllum vitundina að vakna.

35. Það er einsleitni lífs sem sviptir lífskjarnann fegurð. Hvernig gat maðurinn klætt líf sitt í svo gráa og eintóna flík þegar fegurð fjölbreytileika kosmosins er svo mikil! Samsetningar kosmosins er miklar! Endurómur hans á að endurspeglast í lífi plánetunnar. Hvernig gat svona eintóna tilvist skotið rótum á jörðunni þegar hver sál er einstök og hver birting getur tekið á sig mismunandi mynd? Hvaðan koma þessar styttur? Stórheimur og smáheimur eru bundnir saman sem eining, með sama afli og sama andardrætti!

Mannkynið þekkir sýnileika kosmosins og hefur nýtt sér augljósar samsetningar til að frjóvga tilvist sína. Ef menn viðurkenna að kosmosinn getur auðgað tilveruna ótrúlega af ósýnilegum þáttum sínum, þá gæti vitundin nýtt sér endalausu gerðir hinna kosmísku elda. Alheimurinn var skapaður eins og mannkynið. Hvernig gat lífið orðið aðgreint í vitundinni? Þegar vitund okkar mun enn og aftur sjá hreinan eldinn sem uppruna tilverunnar, þá munum við skilja óendanleikann.

Hugsið ekki um eldinn sem afstætt hugtak. Þó að Við drögum þig ekki á bálköstin þá drögum Við þig ekki frá daglegu lífi. Sannarlega sjáum Við eldinn í auðmjúkasta verkamanni ef í sál hans lifir söngur endalausrar gleði verksins. Við metum hverja birtingu sannra verka sem leiðir til þróunar. Leitaðu að þessu auðkenni og þú tengist þeim hærri.

36. Ef horft er á birtingarmyndirnar frá gagnstæðu sjónarmiði yrðum við undrandi á niðurstöðum þeirra. Eins og frumþáttanna, munu okkar eigin lífsbirtingar leiða til einnar niðurstöðu - orsaka og afleiðinga. Í dauða manns, í bleikju trés eða uppgufun vatns - snýr allt aftur til frumkjarnans. Leitið því ávallt að kjarnanum í öllu. Þegar þú finnur ekki sálarorku, þá gætirðu mótað í mannlegum eldi kosmíska mynd. Mundu að hægt er að umbreyta ömurlegustu tilveru í geislandi líf með kosmískum eldum. Ef við notum það sem gefið er, í sterkum straumi karma, þá mun merki um hið óendanlega sýna sig, ekki sem sýnir heldur sem raunveruleiki.

Birta ásjónu Móður heimsins verður kóróna viðleitni okkar.

„Sál, í kjarna þínum hefur þú opinberað fegurð heilagrar þekkingar. Hvers vegna er ótti þinn svo mikill fyrir ákvörðun bræðra þinna? Í þjónustu þinni við “smámenni”, af hverju leynir þú því helga fræi sem þér er úthlutað? “

Lítum á þann sem meðvitað leitar ásjónu Heimsmóðurinnar. Við munum sjá að af öllum óteljandi óslökkvandi vitundum, er þessi kappi, baðaður kosmískum eldum, fæddur þar sem máttur óendanleikans logar. En hér á jörðinni ber kappinn yfirfullan kaleik. Dásamleg er umbreyting verka okkar þangað inn, í hið sanna líf okkar! Sannarlega, aðeins vitneskjan um óendanleikann mun sameina alla þætti. Birtingarmynd kosmísks lífs verður opinberuð sem aðferð í meðvitaðri hugsun okkar.

37. Eitt leiðir af öðru - í umbreytingu og eilífri hreyfingu kosmískra krafta í lífi okkar. Andinn, þrátt fyrir óteljandi form, bindur sig oft aðeins einni birtingu sinni. Slíkt hamlar þroskanum mjög; það brýtur í bága við stefnu hringrásarinnar, því óbætanleg öfl líða framhjá. Ef við skiljum hina ákveðnu keðju kosmískra lífa munum við getað nýtt kosmísku orkuna, og þá mun andi skaparans opinbera okkur leiðina. Vilji okkar er voldugur skapari; eins og hamlandi afl svífur hann yfir kröftunum sem afhjúpast og við höfum ekki aðlagast. Vekið upp þetta nauðsynlega afl! Lærið að fljóta á kosmískum bylgjum! Lærið að þrá háleitra krafta! Þráið hugrekki! Leitið hugrökk ótölulegra eigin mynda! Sannlega, umbreytið viljanum og andi lífinu og birting orkunnar er endalaus.

38. Ef við berum saman verk kosmosins við verk mannsins, gætum við fundið mestu fylgni á jörðinni okkar. Við skulum sjá hvaða samvinna við frumþættina hafa orðið að veruleika. Jurtaríkið tekur það sem það þarf til vaxtar síns. Samstarf manns og kosmískrar auðlegðar er skýrt. Frá dýraríkinu tökum við það sem er nauðsynlegt fyrir tilvist okkar og tökum því sem venju. Þegar maðurinn byggði hús sín við strendur vatnsins og hjó þau úr björgum, lagði hann heiminn undir sig og réð stoltur yfir honum. Nú ræður hinn sami maður, en hefur auðgast með margs konar æðri aðferðum, og hefur öðlast skilning á auðlegð geimsins.

Orðið efnishyggja hefur fengið ömurlega merkingu. En efnishyggjan ætti að vera gegndrepa orku hins óendanlega. Af hverju þessi andstaða við kosmískan kraft? Tákn Heimsmóðurinnar, sem gefur kosmískum andardrætti form og tilgang, umbreytir kjarnanum í ótölulegar birtingarmyndir, krýnir jörð okkar með fegurð.

Móðir heimsins er hinn mikli skapandi kraftur í tilveru okkar.

„Þú hefur verið tignuð í fornum átrúnaði sem jörð, sem sól, sem eldur, sem loft, sem vatn.

„Þú, algefandi!

„Þú birting alls!

„Þú sem hefur opinberað mannkyninu hina miklu og gleðilegu framkvæmd móðurinnar!

„Þú sem bendir til afreka og sem hefur hulið ásjónu þína!

„Þú sem birtir okkur eld geimsins!

„Þú sem hefur tekið á herðar þínar byrðar af mannlegum athöfnum!

„Við biðjum þig, endurheimtum glatað bros okkar! Leyfðu okkur að ná tökum á hinum helga logamætti!“

39. Þegar aðgreining frumþáttanna átti sér stað, hélst eining kosmíska kraftsins. Birting ólíkra efnisþátta er aðeins einn snúningur í hjóli lífskraftsins, Fohats. Fohat er í öllu og mismunandi birtingarmyndir eru tjáning þess. Urusvati þekkir neistaflug Fohats þegar neistar efnissamsetninga Materia Matrix fyllir rýmið. Hver neisti er innsta eðli tilveru. Hver ögn er kjarninn í ólíkum formum. Hvert atóm andar í gegnum Fohat. Fohat og neistar þess eru eitt; eins og hver heimur með öllum sínum myndum.

Aðgreining kemur af snúningi, þar er engin handahófskennd. Kraftur snúnings og aðdráttarafls auðgar alheiminn með athöfnum eldanna. Andlegar bylgjur skapa áhrif sem kalla fram vitundarsköpun. Sköpunarþættir kosmosins og vitundarhvati eru drifafl orku; þess vegna er ekkert hægt að aðskilja í eilífðinni. Geimurinn fullkomnar sköpunina og mikið er spennuafl hröðunarkraftanna!

40. Ég sagði fyrir löngu, að lyktir einhvers, er dauði! Aðeins með óslitnum verkum er hægt að þroskast í átt að fegurð. Jafnvel í Pralaya ástandi heldur efnið áfram hreyfingu sinni. Það er ekki hægt að sjá fyrir sér kosmíska stöðvun. Það er ómögulegt að sjá tímabundna stöðvun venjulegra birtingarmynda, ef við höfum í huga þá staðreynd að ávallt eru óleystar orsakir. Það er engin slík stöðvun lífs sem menn ímynda sér. Hröð hreyfing getur ekki birst í stöðvun. Ósýnilegur ferill skapandi elda hættir ekki þó við sjáum hann ekki. Þegar fólk hugsar sér hæga móttöku, viljum Við ráðleggja því að halda áfram, halda áfram, halda áfram! Því hraðar því betra. Hröð móttaka eykur viðbrögðin. Þar sem eru auknir kraftar, þar er aðdráttaraflið óhjákvæmilegt. Lögmálið eru eitt í alheiminum.

Hindranir sem veikja andann eru afleiðingar mistaka. Hindranir sem efla eldmóð andans til átaka, þjóna sem hvati til sköpunar. Hin forna viska segir: „Verið tilbúin til átaka; forðist engar hindranir.“ Undanskot er ekkert hjálpræði heldur aðeins hömlun. Sá sem er óhræddur við að taka þátt í eilífri ótakmarkaðri hreyfingu getur sannarlega tekið á sig mynd kappans. Baráttuvilji og pressa taktsins mun bera hann inn í áru alheimsins.

Merkið, að ótti og hik eru aurpyttir andans.

41. Krafan um samvinnu kosmískra krafta færir okkur nær uppruna kjarnorkunnar. Vísindi okkar geta náð spennu þessarar orku ef aðeins vitundarsprenging mun eiga sér stað. Margt má draga af flóknum kosmískum samsetningum. Jarðnesk hugtök eru klædd í þröngar birtingarmyndir eða fordóma. Tengstu hinu óendanlega og vertu hluti af því, hluti af allri fegurð kosmískrar orku. Við verðum óþreytandi að minna á orku óendanleikans.

Þegar mannkynið mun skilja neista lífskraftsins, Fohats og sætta sig við óteljandi óbirtar myndir efnisins, munu nýjar formúlur koma fram. Helmingur birtingarmynda kosmískra krafta bíður mannkynsins í eilífðinni. Af hverju ekki að nýta alla krafta geislavirkni og alla útgeislun ótölulegra geisla!

Það sem plánetan okkar á eftir að draga fram úr frumuppsprettunni er augljóst af hugtakinu, óendanleiki. Plánetan okkar er lagskipt og gegnsýrð af eiginleikum kosmískra elda; og maðurinn, sem töframaður, getur stýrt segulmagni sínu eftir löngun sinni. Hann getur tjáð viðleitni sína í gegnum spennu sálarorkunnar sem beint er út í geiminn. Skýrleiki hugsunar magnar þessa viðleitni. Við erum ekki að tala um töfraformúlur, en við viljum beina anda þínum að takmarkalausum möguleikum. Trúin á að allt sé blekking hindrar tjáningu hans. Stjörnufræði og stjörnuefnafræði eru eins viðeigandi og landafræði og saga. Gætirðu séð það sem Við höfum séð, myndirðu finna skilning á ómælanleika efnis sem ekki er séð. Ekki leyndardóm musteris, heldur tákn um óendanleika!

42. Aðlögun hærri orku, þegar spenna er fyrir hendi, getur gefið orkunni nýja birtingu. Efni og andi vaxa í samvinnu. Þegar spenna viljans flæðir með auknum hraða yfirtekur andinn efnið og virkni andlegs skapara verður til. Þá kemur fram fínna form. Kraftur andans er eins og kraftur eldsins sem bræðir málm. Einungis í gegnum bræðsluferli geta myndast nýjar samsetningar. Sá andi sem þráir að koma orku sinni í mótun verður eldsmiður efnisins. Hvaða form og víddir sem er getur andinn brætt, -úr öllu efni og öllu í lífi okkar!

Lausnarar hafa frá örófi alda tekið að sér að móta vitundina. Eilífðin er loginn þar sem nýjar samsetningar eru unnar úr án afláts. Sannarlega hefur þetta staðið um aldir. Hvar er byrjunin? Við skulum segja að það sé í eilífri þrá eftir nýjum formum. Við skulum móta framtíð okkar með sömu víðsýni.

43. Heil sigri spádóms hjarðmannsins! Sigurinn er af eldi og sálarorku. Hver öld færir fram sitt eigið. Sá sem lýst hefur yfir sigri óendanleikans er sannleiksflytjandi. Hindranir eru við hvert fótmál og ofsóknir vaxa í óyfirstíganlega múra. Við munum ekki fella þessa múra, en meðvitaður andi mun yfirstíga allar fáfræði með vængjum sínum. Fyrir sumum virðist óendanleikinn ómöguleiki. Fyrir sumum er hugsunin um dauðann fögur. Fyrir sumum eru ávinningar verkanna hræðilegir. Fyrir sumum er vinnan sjálf hryllingur. Fyrir sumum er látlaus taktur kosmískra verka eins og gömul kvöð. En hönd viskunnar bendir á þar sem enginn endir er; þar sem allt er óendanlegt, en er bæði hverfult og óeyðanlegt; þar sem allt er sýnilega formlaust, en þar sem öll mikil og fögur form eru.

Já, Við stefndum þér til óendanleikans!

Skilningsleysi og tregða við að samþykkja þessa strauma, flækir þróunina mjög.

44. Þegar við stefnum til fjarlægra heima, er það ekki til að fjarlægjast lífið, heldur til að uppgötva nýjar leiðir. Aðeins með því að viðurkenna þátttöku í óendanleikanum getur maður náð til efri sviðanna. Ef við rekjum þróun mannsandans frá mjög frumstæðum formum, munum við skynja að margvísleg form fyrstu sálanna greinast í samsvarandi birtingarmyndir. Við getum sagt að núverandi form stefnir að fullkomnun. Form framtíðarinnar samsvarar fjarlægu heimunum. Mannkynið hefur svipt sig þekkingu kosmískra sviða og hefur losað sig við birtingarmyndir óendanleikans og tapað einingarþræði við fegurð lífsins og kosmíska orku. Þessi klofningur er grimmur, og týndi þráðurinn breyst í þunnan vef raunveruleikans.

Við, bræður mannkynsins, vitum að það er til mikill ómótaður og óeyðanlegur veruleiki. Viðurkenndu hina miklu fegurð óendanleikans!

Láttu fjarlæga heima lifa í vitund manna sem dásamlegt konungsríki. Þetta er alveg eins óumdeilanlegt og eins raunverulegt og vöxtur fræs sem gefur af sér blóm. Hinum fjarlægu heimum er aðeins lýst sem einhverju fjarlægu. En lýsum hinum fjarlægu heimum sem; - þar sem lífið er staðfest í fegurð og leitast við að ná árangri; þar séu eldar andans; þar sé eldur kærleikans; þar umbreytist vöxtur og viðleitni á jörðunni í sköpunareld. Eldar andans bera þekkingu samtímans og viðleitni til betri framtíðar verður stiginn sem við þrepum upp.

Við, bræður mannkynsins, köllum til liðs við fjarlægra heima!

45. Blekkingar í lífinu verða einungis til af hugsun sem takmarkar kosmíska tjáning. En hin sanna merking lífsins hvetur til leitar til hins óendanlega. Blekking er fíkn, en að baki leitarinnar er staðfesting á endalausum verkefnum okkar. Mannkynið getur ekki afmáð vandamál staðbundna elda og frelsun mannkynsins liggur í að hverfa frá heimsku sinni. Margt hefur verið sagt um þá sem skortir skilning á því sem sameinar tilverur okkar. Þegar við höfum meðtekið lífið, verðum við að viðurkenna afl þessara tengsla. Óeining manna liggur í mismunandi skilningi og þessi óeining ber vitundina frá meginuppsprettunni. Kraftur tengslanna er kosmískt jafnvægi og maðurinn getur ekki einangrað sig frá því.

Aðeins eftir að ímyndin um hyldýpið og tómið hefur horfið, mun vitundin rísa til hugtaksins um Óendanleikann.

46. Bergmál geimsins ber í sér kosmískra birtingu. Allt sem mannkynið býr yfir, er dregið úr fjársjóði alheimsins. Það er nauðsynlegt að gera sér fulla grein fyrir óbreytileika þróunarbrautar okkar. Sérhvert upphaf veltur á skilningi á kosmískri þróun. Aðeins staðfest trú er krýnd árangri. Trúin er aðgangur að anda mannsins. Aðeins fyrir trú getur maður haldið sig að hinu óendanlega. Hið mikla vogarafl trúarinnar mun hjálpa andanum við að finna sína leið. Trúin vísar leiðina til fræðarans. Tökum sem dæmi barnið sem fær í anda sínum ást á kennara sinum. Trúin breytti barninu í andans kappa og einveran umbreyttist í geislandi gleði. Vonin lifir og dásamlegur kraftur alheimsins afhjúpar sig í trúarbirtingu andans.

Það er ekki erfitt að koma auga á sköpunargáfu andans þegar hugurinn sér kosmosinn sem ókannað svið. Í löngun til að breyta viðhorfi sínu, heldur mannkynið áfram.

Sýnið löngunina í nýjum verkum. Sýnið löngunina í nýjum leiðum. Eftir að hafa vakið löngunina í fegurð óendanleikans í öllu, mun mannkynið ganga áfram án þess að líta til baka. Aðeins mikilfengleiki alheimsins mun knýja andann til hinna óaðgengilegu hæða.

47. Ef mögulegt er að koma hugmyndinni um óendanleikann að og skilningi mannskynsins á hinu kosmíska, gæti mannkynið náð miklum hæðum. En þetta afrek er aðeins mögulegt með því að efla vitundina. Andi eins er hrakinn frá óendanleikanum af ótta; andi annars er hrakinn frá af fáfræði; vísindaspekingar hvers tíma svara þurrlega, „Hvað höfum við að gera með þennan vanda? Hvar er kennslubókin okkar? Við skulum sannreyna þennan yfirlýsta óendanleika.“ Boðberi Okkar orða mun segja: „Allt verður til og kemur frá útþenslu kosmosins. Lífsþræðir okkar teygjast úr djúpi óendanleikans til hæða óendanleikans. Máttur alheimsins, sem er ósigrandi, hefur sama kjarna og okkar. Alveg eins og eldsþátturinn er ósigrandi, svo er líka andi okkar.“

Andinn sem gægist inn í óendanleikann mun segja: „Verkefni okkar er aðeins þessi brýna stund; verkefni okkar varðar eingöngu veruleikann; en allir heimar, myndaðir og ómótaðir, laða okkur að. Verkefni nýja heimsins er ekki ógnvekjandi, þar sem við reynum að staðfesta nýja staðbundna hugsun. “

Móðir heimsins lifir og byggir. Við boðum ekki útópíu sem mannkynið sér fyrir sér, heldur sannarlega viðleitni til endalausra uppbyggingar.

48. Að vera fullur af reiði og blindur á ljós hins kosmíska veruleika rekur mann út úr keðjunni. Erfitt er að sjá fyrir hvernig þessi smit andans breiðast út. Sáðmenn smita bera ábyrgð á öllu mannkyninu. Skilningur á ábyrgð verður að vera takmarkalaus. Mannlegur andi, sem skapari, ber ábyrgð á öllum gerðum sínum. Við skulum ekki vera hrædd við að mæta ábyrgð. Við berum ekki aðeins ábyrgð á okkur sjálfum heldur gagnvart kosmosinum. Kosmosinn sendir styrk, en mannkynið vill breyta honum til að það passi eigin skilningi.

Maður getur ekki brotið keðjuna, en vill kannski skipta út járnhlekk fyrir fínni málm. Allt sem leiðir til takmarkalausrar þróunar heldur áfram í takt við Alheiminn. Hærri barátta er eins þráður í gegnum allt sem til er. Í andstöðu fæðast möguleikar. Í bardaga eru kraftarnir mótaðir. Augljós skilningur á ábyrgð og fegurð óendanleikans!

49. Á tímabili aðskilnaðar anda og efnis verður að líta á mann sem fordæmdan, sem skapar eigin heim í skilningsleysi. Af hverju að byggja upp með ys og þys? Til hvers voru allir draumarnir og forréttindin þegar allt sem þú hefur byggt upp hrynur saman og eignir manna eru ekki lengur til? Hinn heimski dregur um sig lítinn hring og allt annað er mælt út frá hans smáa ummáli. Þegar hin skýra vitund segir: „Maður getur notið eilíflega ávaxta eigin verka“, mun sannarlega glóð andans lýsa í átt til óendanleikans.

Andinn sjálfur - stjórnandinn - staðfestir leiðarvalið. Af hverju að leggja stein í götuna þegar hægt er að byggja brú milli eigin vígis og óendanleika!

Dæmdur maður, hvers vegna hvíslar hjartað þitt ekki að þér, hvar sannleikurinn liggi? Í hverri athöfn er orka sem er sama eðlis og orka Alheimsins. Sérhver frumeind hreyfist í samræmi við nákvæman útreikning og orka safnast saman úr hverri upplyftingu andans. Megi hver og einn skilja að að hann er ekki dæmdur vegna ills karma, heldur af sjálfsdáðum. Kosmískt réttlæti er meðvitað um gang þróunarinnar og áætlunin er framkvæmd í samræmi við hönnun elds Heimsmóðurinnar.

Megi eldlogarnir lýsa mannkyninu!

50. Lífshvötin býr í manninum og í öllu utan hans. Lífskjarni alheimsins bindur allt sem til er. Öll svið vitundar og undirvitunda verða að sannreyna. Enn sem komið er, er vitundarhugtakið aðeins skilið afstætt og það er venja að skilgreina birtingarmyndir kosmískra elda sem undirmeðvitundir eða án vitunda vegna þess að mannkynið hefur einfaldlega ekki skilið þá.

Þegar birting frumþáttana eru skilgreind sem öskur geimsins og menn geta ekki fundið frekari skýringar, verður að fjarlægja blinduna, því að andleg uppgjöf er fjarri skilningi á óendanleikanum. Viðurkenning leiðir alltaf af sér lífshvata sem færir hönd skaparans, eða vindurinn sem ber fræ lífsins í frjóan jarðveg, geta fundið sprota sköpunargleðinnar.

Sá sem er þungaður af vandamálum lífsins verður að viðurkenna í anda sínum óendalausa hvata lífsins.

51. Þráin til samfélags við hina fjarlægu heima veitir möguleika á að fylgja gangi kosmosins. Tímabilinu sem mannkyninu var markað til að átta sig á óendanleikanum hefur opnast nú þegar inn í svið kosmísku eldanna. Fólk hefur leitað leiðarinnar að sannleikanum á fjölþættan hátt. Margar eru þær birtingarmyndir sem hafa knúið það til föstu, sjálfsafneitunar, líkamlegra pyndinga og þvingunar andans. Margvíslegar eru leiðirnar sem reyndar hafa verið. En framförum andans er ekki náð án skilnings á endanleika baráttunnar. Framfarir andans eru til staðar þar sem andinn hefur byggt sitt verndarnet með ómældri viðleitni. En sá sem reynir að finna hlífðarnet sitt í frístundum, sækir í þoku skilningsleysisins.

Megi eldlogarnir lýsa mönnum!

52. Það sem er skapað af hinu eina lögmáli alheimsins verður ekki sundrað með kosmískri orku. Eining birtist í öllu í geimnum og það endurspeglast í öllum birtingarmyndum lífsins. Kosmísku eldarnir endurspegla fjölbreyttar myndir óendanleikans. Maðurinn einn, aðskilur sjálfan sig frá hinni óendanlegu orkubirtingu kosmosins, kemur sér hjá hinu sanna. Kosmosinn eyðir því ekki sem haldið er saman af hinum eina skapandi lífshvata.

Takmarkaður þroski nær ekki skilningi á eldum geimsins. Hópvitund er eytt með skilningsskorti á háleitnum upprunanum. Mannkynið hefur valdið miklum skaða og skapað með því afturför. Að skilja ekki tilganginn og með óhóflegri orkueyðslu til að skapa hillingar - allt vegna fáfræði - er mesta ósamræmi andans!

Alheimurinn skapar fyrir óendanleikann. Kosmosinn byggir upp í samræmi. Samneyti er áríðandi og skærasta ljósefnið, Materia Lucida, er vitund kosmísku geislana. Þú hefur rétt fyrir þér að kalla Materia Lucida hina miklu Heimsmóður. Þú hefur rétt fyrir þér að kalla Materia Lucida Alheimskærleikann. Sannlega er alheimurinn ofinn með þræði Lucida og lyftistöng Kærleikans. Aumingja mannkynið, hefur vafið sig í einangrun með dökkri slæðu afneitunar.

53. Eldar alheimsins og náttúruþættirnir senda skjálfta um sviðin og vekja allt sem til er til lífsins. Kosmíski eldurinn kveikir eina birtingarmynd lífs og sameinar það við önnur í ferilkeðjunni. Sá sem getur ekki umvafið sig skilningi á mikilfengleik hins eilífa takmarkalausa verki kosmosins sviptir sjálfan sig merkingu lífsins. Fyrir þeim sem hafa aðgang að hærri möguleikum, skynja hversu takmörkuð plánetan er og sjá að hún er aðeins skjól fyrir þá sem sjá veruleikann sem þröngan veg jarðneska lífsins. Þegar andinn er fær um að fljúga til hærri sviðanna og sér lífið á plánetunni sem fagurt stig en ekki bundið bogalínu, þá getur maður ábyrgst að þessi andi muni ganga veg eldlegrar þróunar.

Sannarlega er hægt að finna í kosmískum geisla sanna tjáningu á kosmískri orku, megi líf mannkynsins prýða þann geisla.

Staðfesting óendanleikans nálgast!

54. Kenning sem heldur því fram að líf hreyfist ekki af vitundarlegum hvötum og lífið sé aðeins ákveðin samsetning, afhjúpar missi á dýrmætustu merkingu. Með glataðri merkingu og skertrar vitundar verður lífsferlið ótengt andanum og sköpunargáfu hans. Þar sem lífið er ferill vaxandi orku sem skapar, þá er ekki með táknrænni hætti hægt að fullyrða að lífið sé birtingarmynd sköpunargáfu hins óendanlega. Neistinn getur verið hvar sem er í kosmosnum. Hvernig á þá að útskýra markmiðið sem býr í þessum ómældu víðáttum, í birting alheimsins? Með því að neita vitundarhvata tilveru, eyðileggur mannkynið fræ tilverunnar. Ekki má svipta kosmosinn hreyfingu og andardrætti anda síns! Að öðrum kosti verður tilveran innan marka tortímingar.

Segjum að líf og óendanleiki flétti hið óendanlega líf.

55. Takmörkuð vitund dregur aðeins til sín ófullkomna strauma. Kraftur sköpunargáfu bregst við kalli andans og geta vitundarinnar samsvarar kringumstæðum sem andinn skapar. Viðbragðslögmálin eru beinlínuleg. Kosmíska orkan knýr skapandi hvata og er mest þar sem viðleitin er mest. Ef maðurinn myndi skilja hið mikla gagnkvæma aðdráttarafl myndi hann oftar knýja orku sína í átt að kosmískri sköpunargáfu. Ákallið er mikill segull. Trúin á að ákallið Aum sé árangursríkt þegar það er meðvitað framkvæmt af andanum, er byggð á visku. En það sem óábyrgur andi kallar fram, er aðeins högg til baka. Allar orsakir og afleiðingar koma saman í ákallinu.

Andi þess sem ákallar, vekur og kallar upp hinn kosmíska kraft. Andinn sem ákallar óendanleika til hjálpar mannkyninu, hjálpar þróuninni. Andinn sem þekkir ekki ákallið mun ekki nýta öfl óendanleikans.

56. Áfanginn í að nálgast birtingarmynd eldsins færir mannkynið nær óendanleikanum. Þar sem tilveran er logi, leysist allt upp í logabirtingu. Þar sem tilveran er eldur er allt gegnsýrt af honum. Þar sem tilveran er eldsvíðátta fyllist líf okkar kosmískri orku.

Í kosmíska eldinum gefa allar birtingarmyndir líf, sem færa nýjar samsetningar í hvert atóm og færa plánetulífið nær samsetningu hærri forma.

Athuganir á frumformum ísaldatímabilsins og síðari tíma, sýna að hve miklu leyti form fastra efna gefa vísbendingar um þéttleika lífs. Því má taka eldinn sem skapara æðri formgerða. Eldur geimsins er loforð um framtíðarþróun eldsins. Þróun getur ekki einungis gengið eftir með þéttingu formsins; aðeins meiri skilningur og fáguð vitneskja um óendanleikann mun gefa til kynna leið mannkynsins.

57. Að átta sig á því að leiðin til óendanleikans er þar sem æðsta orkan er knúin til samruna með kjarna allrar tilveru, staðfestir að kosmosinn skapar vitund tilverunnar.

Efnisagnir sem þarf til lífsnauðsynlegs andardráttar er safnað saman á æðri sviðum. Að gera sér grein fyrir því að í geimnum eru fjöldi agna sem bíða eftir því að verða vaktar, mun hvetja til hugsunar um að veita hverri ögn möguleika á að birta líf. Hvert sem hugurinn snýr sér mun hann finna óumbreytanlegan sannleika óendanleikans.

Hvernig er hægt að eyða krafti hreyfingarinnar, og hvernig er hægt að hafna þessari vitru og eilífu ástæðu kosmíska eldsins! Vísbendingar um að kosmískur eldur gegnsýri hvert horn heimkynni manna, er framandi birtingarmynd. Maðurinn hefur slitið sig frá besta hluta sköpunarhvatans. Að finna Materia Lucida á jarðneska sviðinu er aðeins mögulegt andlega. Klaufskar hendur mega ekki snerta hulu Heimsmóðurinnar. Gróf vitund mótar ekki birtingu kosmískrar orku. Aðeins þráin til að skynja veitir aðgang að æðra efni.

Við segjum: „Haltu látlaust frá neðri sviðinu til fjarlægu heima. Leitaðu óþreytandi upp inn í óendanleikann.“ Og við bætum við, „leitið endalaust.“

58. Geimurinn geymir þræðina sem binda sálir og og skapar aðlöðun. En þroski manna hefur takmarkast og herst mjög og því missa þeir auðveldlega þræðina í hringiðu lífsins. Hert sálin, teppt í efninu, mun ekki svara kalli geimsins. Skapandi gleði býr í vitund æðri sviða og í hærri spennu andans á jörðinni.

59. Þróunin þarf leiðsögn vitundar okkar. Kröftugri afla er þörf. Þörf er á reiðubúnum brennandi athöfnum. Að þramma fram til útrýmingar, er þegar aðskilnað frá óendanleikanum. Urusvati segir réttilega að kenning hins blessaða sé hinn logandi kyndill. Það er sannarlega kyndill sem ber alla viðleitni inn í óendanleikann. Við skulum líta á útdauðan gíg, kæfðan með gráu steingerðu hrauni. Hverju getur útrýmingarferli breytt í lífinu, þegar mannkynið stendur frammi fyrir bráðandi eldi! Ekki má dreifa aflinu sem er veitt til sköpunar.

Menn ættu að skilja allt kosmíska lögmálið og kenningu hins blessaða og drottnanna. sem óhjákvæmilegt ákall til óendanleikans.

60. Hver og einn verður að finna lykilinn að fræðslunni í hjarta sínu. Skilningur á fræðslu heimsins getur opnað sköpunargáfu andans. Ímynd fræðarans getur lýsta upp leiðina inn í hina kosmísku víðáttu.

Bræður mannkynsins eru áhrifamikill kraftur, en það er erfitt fyrir mannkynið að sætta sig við það sem er óvenjulegt fyrir grófa sjón. Þegar tími kemur að viðurkennt verður að innsæið hefur meiri kraft en augað, þá mun vitundin, innsæið og næmi mannsins enn aukast.

61. Sá sem telur sig dæmdan til eilífrar vinnu hindrar andlega leið sína til óendanleikans. Aðeins sá sem gerir sér grein fyrir fegurð þeirrar leiðar sem valin er, getur öðlast æðri eldinn. Leiðin til að halda í vaxandi takt kosmosins veitir besta skilning á lífinu.

Alheimurinn og vilji okkar staðfestir tilveruna. Frjáls vilji gefur mannlegum anda mikla möguleika. Þegar kosmískur eldur beinir vitundinni að hinu óendanlega, þá magnast orkustraumurinn. Þegar einangrun hættir, mun samruninn beinast að óendanleikanum. Í geimnum er einn púlssláttur, og kosmískt lögmál er eitt fyrir allt sem til er. Sköpunin er tileinkuð öllu lífi og öllum geimnum.

Hinir fjarlægu heima eru ætluð leið okkar. Hinir fjarlægu heima er uppljómun okkar. Hinir fjarlægu heima eru heimkynni okkar og hin miklu sýn á Heimsmóðurina. Mannlegur andi sem leitar útrásar finnur hina fjarlægu heima. Við skulum því segja að hið ómögulega verði mögulegt og að þörf verði að gnægð. Við skulum því beina vilja okkar að óendanleikanum, í allri sinni fegurð.

62. Heimur formsins er ótakmarkaður og þróuð meðtaka og ímyndunarafl getur bætt margvíslegum birtingarmyndum við tilveruna. Ef við meðtökum hugmyndinni um stígandi boga í allar áttir geimsins, munum við geta náð skilningi á fjarlægu heimunum. Af hverju ekki að auðga lífið með því að viðurkenna í vitundinni þá staðreynd að utan jarðneskrar búsetu hefur andinn fjársjóði sem hægt er að stefna að? Þeir sem afneita lífinu í fjarlægum heimum svipta sjálfa sig augljósum auði. Af hverju ekki að samþykkja þá hugsun að heimarnir tengjast í keðju sem leiðir frá upphafi til óendanlegrar þróunar? Sköpun sem vex í stígandi boga, heldur áfram eins og kosmíski eldurinn. Hvers vegna ætti maður að takmarka alheiminn við jörðina, eingöngu í þeirri trú að kosmosinn hafi aðeins veitt manninum eitt athvarf? Við skulum rísa upp á stígandi bogann í samvinnu við fjarlægu heimana. Andinn veit að sköpunargetan þarf að vaxa fyrir ávexti næsta skrefs.

Við skulum líta á plánetuna okkar frá fjarlægum heimum. „Hversu kæfandi þetta er!“ kveinar mannsandinn á jarðskorpunni. Við skulum líta á fjarlægari heima frá plánetunni okkar. „Sýn óendanleikans!“ fagnar andanum. Viðurkenndu djúpstæðar og ætlaðar helgar brautir!

63. Sköpunin og skapari hennar stendur fyrir hinn eina mikla kraft sem dregst saman gegnum sköpunarhvatann. Þessi andi sem auðgar rýmið með sköpunarverkum sínum bíður öllu með sér, og saman skapa þau lífsmörk þar sem hann getur hafið nýtt skref. Athöfn eru okkar hinn eilífi og trúfasti félagi og fyrir honum er ekkert falið vegna þess karma sem hann hefur skapað. Skaparinn og sköpun hans birtast sem ævarandi afrek í kosmosinum.

Það er miður ef andinn sem hefur gengið í gegnum lífsferil sinn, kemur á sama stað og hann byrjaði frá. Það er miður ef andinn tekur á sig endurtekningu; fyrri útgáfu sína, því hinn trúfasti félagi, karma, mun bíða hans við þröskuldinn. Bein lína tengir mann við félaga sinn. En skapari sem setur skeið sitt eftir kosmískum straumi, er hans meðvitaði félagi og hann dvelur ekki innan við þröskuld sömu íveru, heldur fer til fjarlægra heima.

Brjótið hlekkina og hafnið því að karma sé bara afkvæmi. Veldu þann veg sem ómur ákallsins leiðir til óendanleikans.

64. Alheimurinn boðar að lífssláttur er í öllum atómum sem setja á hreyfingu allar þróunarbirtingar. En alheimurinn boðar ekki aðeins hið lífræna heldur allar birtingarmyndir. Hann boðar innra líf. Sálræn virkni andans er grunnurinn að tilverunni. Sálarsýn er grunnur sjónarinnar. Birting andlegrar hugsunar alheimsins er trygging sköpunar í ótakmörkuðu lífi hans.

Í öllum birtingarmyndum lífvera á ekki aðeins að leita púlsins heldur einnig aðdráttarafls sálarlífs í atóminu. Þá munt þú ekki aðeins greina einn heim, heldur alla heima alheimsins. Við munum finna merkingu allra heimanna og æðstu ástæðunnar.

Allar frumur sýna ekki aðeins vaxtarferlið heldur sálarafl kosmosins. Kynslóðir manna hafa sama sálaraflið sem dreifist um kosmosins. Þegar þeir sem þekkja meginregluna um sálaraflið gera sér grein fyrir því, að til að halda áfram þróun mannsins og kynslóð sjötta kynstofnsins, er nauðsynlegt fyrir mannkynið að þroska sálaraflið og þá fæst aðgangur að kosmísku orkunni. Staðfestar meginreglur lífs og hreyfingar bera með sér hugtök umskipta sem leiða til óendanleika.

Dauði lífveru birtist sem einskonar efnafræðileg viðbrögð, en sá sem drepur sálarlíf sitt, anda sinn og vitund, setur sig meðal augljósra andstæðinga framfara kosmískrar sköpunar. Vængir tilverunnar í sálarlífinu eru ómælanlegir og bera birtu eldana inn í hjarta sólarinnar sjálfrar.

65. Við skulum segja að það sé til hliðstæða milli aðgreiningar í alheiminum og upprunalegrar samsetningu hvers atóms við orkubirtingu hverrar kosmískrar eindar, sem veitir mesta samhljóm í lífinu. Hvort sem það birtist í mettuðum efnum, rafsegulmagni frumeindarinnar eða í endalausum leitum mannsins - skynjum við sálarlífið í öllum kosmískum birtingarmyndum. Sálarlífið virkjar atómið og kjarnaorkan stýrir sálarlífi atómsins. Grunnur að lífi mannsins kemur frá sálarlífi atómsins.

Það er erfitt að sjá sigur í takmörkun vitundar; en við skulum læra að greina sálina og þá verður litið á plánetuna sem handhafa eldsins.

Sálaraflið hreyfir líf kosmískra elda. Sálarkrafturinn virkjar framfarir tilverunnar og samhæfir allar samsetningar. Sálarkrafturinn sameinar öll sundruð atóm og það er sá kraftur sem tryggir æðstu birtingarmyndir alheimsins, í eðlisþáttum náttúruaflanna og í eðlisþáttum mannsandans. Þegar við tölum um eðlisþætti er það ekki í þeim skilningi sem maðurinn leggur í þá.

Sálarkraftur og sálarlíf eru sannarlega drifafl kosmískrar orku. Óendanlegar eru birtingarmyndir þessara hæstu staðfestinga á alheimshuganum.

66. Alheimurinn samanstendur af nokkrum andlegum undirstöðum efnissamsetninganna, Materia Matrix. Undirstaða stórheims og smáheims hefur sameiginlegan grunn, kosmíska atómið. Sundurgreinandi og sameinandi kraftarnir eru eitt og það sama og sálaraflið bindur þá saman í efninu. Þetta er hið eilífa lögmál óendanleikans: aðgreining, gagnkvæmir kraftar og eilíf samsetning ótengdra atóma sem bera birtingarmynd Upprunans. Alheimurinn er hannaður sem hinn mikli byggjandi og hjarta hinnar kosmísku orku. Hinn samræmdi, skapandi, staðbundni kraftur og finnur eindirnar sem tilheyra hver annarri, er háður hinni miklu sálarþróun alheimsins. Kosmos, byggingameistarinn og endurspeglun hans, smáheimurinn, lifa eftir sama lögmáli. Óendanlegt samhæfingarferli fer fram í kosmosnum. Sá sem leitar sannleikans mun uppgötva fegurð óendanlegrar tilveru.

67. Hugtak, sem enn er ekki til í lífi manna, er hugtakið fjarlægir heimar, sem fylla kosmíska rýmið. Staðbundni eldurinn og hinir fjarlægu heimar í kosmískum skilningi, verða að lifa í mannlegri vitund sem fjarlægt markmið. Vitund jarðarbúans viðurkennir að draumur getur orðið að veruleika. Að átta sig á fjarlægu markmiði getur eflt skilningi á fjarlægum heimum. Hreinsun og viðleitni til staðbundins elds getur opnað leiðina til fjarlægra heima. Allar birtingarmyndir heimanna má sannreyna í einni umbreytingu til hærra samræmis.

Af hverju ætti maður að ímynda sér að gerð hinna fjarlægu heima hafi sérstök sérkenni og að allar birtingarmyndir þeirra séu óaðgengilegar fyrir Jörðina? Staðfesting á kosmískum krafti verður mótuð í framvindu fíngerðustu hugtaka og svið óendanleikans eru ekki kosmískt ryk heldur verða lendur sem mannshugurinn þráir. Þannig munu þau þekkjast og hugtökin verða til um fjarlægu heimanna. Eins og fjarlægur speglaður geisli í viðbrögðum hjartans, sem leitar í óendanlegri tjáningunni sem er ekki hægt að ná á jörðinni, en er aðgengileg fyrir andann sem sýnir skilning og svífur til æðri sviðanna.

Þegar við fullyrðum að sköpunargleði alheimsins sé í mannkyninu, þýðir það að aðeins einstaklingur, sem leitar, getur knúið fram árangur sem Heimsmóðirin og við Arhatar boðum sem æðra sakramenti.

Viðurkenning á eldorku leiðir til háleitu meginreglunar, en mismunandi spennustig vitundarinnar hindra oft sameininguna. Sigur kosmosins er í samhæfingu beggja Uppsprettanna.

Ég segi, ég staðfesti það hátíðlega, að þegar Við kynnum heiminum boðun um afrek, þá sendum Við Okkar kærustu til þess afreks.

Ég staðfesti að leið heimsins er vegur staðbundins elds.

68. Óstöðvandi kosmískar athafnir ríkja í öllu. Maður getur talað um breytingar á ferlunum, en meginreglan um óstöðvandi virkni skapar þróun. Óstöðvandi kosmískir ferlar er eins og logi sem endurspeglar sig í öllum athöfnum sem birtast í lífinu. Þensla lífsins ber í sér þráð óstöðvanleikans. Þensluspenna og aðgreining er sameinuð eining kosmísks grunns.

Þegar ég segi að kosmísk framrás staðfestir líka karma okkar, þá þýðir það að Ég vil losa vitund mannsins frá blekkingum og koma til mannlega andans skilningsþráð um þetta óendanlega flæði. Ég staðfesti að skýr skilningur bendir á eilífleika allra athafna okkar. Kosmíski eldurinn er óþrjótandi og eilífur. Maður verður að skilja að hið óendanlega er samsafn lífsferla. Orsök og afleiðing, hugsun og athafnir, eru karmískar forspár lífsreglunnar. Frá hverju getur órofa keðjan vikið? Órofin leiðin er opin andanum; á leiðinni opinberast honum tákn Heimsmóðurinnar sem hefur valið tákn ljóssins. En sá villti sem leitar í myrkrið fær ekki snert eld geimsins.

Náðu skilningi á tákni Heimsmóðurinnar!

69. Grundvöllur tilverunnar verður skráður í lífsins bók, og þegar vitundin nær því stigi að skilja eilífa einingu, þá verður hægt að segja við mannkynið, „Byggðu líf þitt á grundvelli einingarinnar.“ Hversu margar sálir geta tjáð sig á æðri hátt?

70. Sem þung örlög hangir hugsunin um dauðann yfir vitund mannsins. Vofa dauðans er til staðar sem óumflýjanlegur bikar og eftir að hafa farið um alla lífsins vegu, þá ályktar maðurinn að hér verði tilvist hans lokið. Þannig er afsprengi andans aðskilið frá alheiminum.

Fáfróður um upphafið og sér aðeins endalokin, ráfar maðurinn ótengdur andanum, markmiðlaus gegnum lífið. En allir geta öðlast ódauðleika með því að viðurkenna óendanleikann í vitund sinni. Óttaleysi við dauðann og með viðleitni til hins óendanlega veitir andanum leiðsögn til óendanlegra kosmískra sviða. Viðurkenndu með sjálfum þér ódauðleikann og láta með hverri athöfn þinni í ljós neista sköpunargleði kosmíska eldsins og að órjúfanlegum örlögum verði breytt í ákall kosmísks lífs. Okkar mikla, réttláta lögmál hefur valið þig sem þátttakanda í birtingu alheimsins! Viðurkenndu ódauðleika og kosmískt réttlæti! Fagurt stig er undirbúið fyrir alla. Finndu leið til að íhuga ódauðleikann!

71. Ég skal útskýra lögmálið um tengingu atómanna. Aðgreiningarlögmálið er jafn breytileg og formgerðir tilverunnar; en lögmálið um samtengingu eru aðeins eitt og í því liggur kosmíska fegurðin.

Aðgreiningin dregur Upphafið inn á fjarlægustu svið. Þegar andi Upphafsins er skiptur í leitinni, þá veikist segulkrafturinn og færist frá sál-kosmíska seglinum í tvö skýrt aðgreind form. Aðskilnaðurinn og tímabundinn seinkun er tilkominn vegna veikingar segulmagns andans; í sterkum anda þróast það til mótþróa, í veikburða anda í undirgefni. En sameiningarlögmálið er eitt.

Að átta sig á að viðleitni og framsókn Upphafsins styrkir sál-kosmíska segulsins og aðdráttaraflið þess eykst á hundruðum og þúsundum ára þar til einingu er náð. Stórkostlegt, stórkostlegt lögmál! Þannig er alheimurinn skapaður af fegurð kosmískrar einingar.

Hægt er að staðfesta að stig mannlegrar vitundar er í réttu hlutfalli við birtingu plánetunnar, en maður getur ekki krafist þess að bera „stig alheimsins“ saman við stig jarðarinnar. Hvernig er hægt að bera slíkt saman við takmarkalausan alheiminn sem þeytist eins og logandi straumur og dreifir neistum sínum til að skapa líf um allan geiminn! Einn er straumurinn og ótölulegir eru neistarnir. Alheimurinn er einn og óendanleg eru formin.

Við, bræður þínir, þekkjum þá lífsins blaðsíðu þar sem er lýst einingu alheimsins. Við staðfestum að þróunin er ekki sköpuð til aðgreiningar heldur í takmarkalausri leit að samræmi. Því fegurri, því hærri. Því öflugri, því hærri. Af hverju átök milli anda og efna þegar þau koma frá sama uppruna? Af hverju ekki að efla kraftinn og finna fyrir sál alheimsins í sjálfum sér?

Við áköllum megin Uppsprettuna. Í aldaraðir höfum við beitt viðleitni okkar til að veita mannkyninu gleði tilverunnar. En þeir sem eru þátttakendur í alheiminum sýna skort á dómgreind og dreymir um hvíld og endanleika í einni skel. Maður ætti að skilja að vefurinn samanstendur af mörgum þráðum og að til að vefa þarf að margendurtaka. Kosmíski vefurinn samanstendur af öllum birtingarmyndum sálarorku og er prýddur af ljósefninu, Materia Lucida. Slóðin er skreytt leitinni að óendanleikanum.

72. Við færum mönnum mikla skapandi möguleika. Við leiðum mannkynið í átt til skilnings á sannleikanum. Við kunngerum hið kosmíska líf sem umfang þess er ævarandi. Menn ættu að sætta sig við birtingarmynd kosmískrar orku sem staðreynd daglegs lífs, sem boðun nýrra lífs.

Við birtum Bræðralagið sem staðfestingu á kosmískum krafti og tákn Okkar er efnislegur árangur.

Bækur Agni Yoga eru gjöf til mannkynsins. Ég staðfesti gjöf andans; nálgun eldsins mun veita mannkyninu nýja forskrift sem mun leiða til æðstu birtingarmynda. Við álítum það mikilvægustu og dýrmætustu birtingarmynd andans sem tengist birtingu eldanna. Við virðum mikla þekkingu og getum miðlað fjársjóði Okkar til andanna sem næst Okkur standa.

Ef fólk gæti aðeins skilið ákall geimsins og hina sönnu mynd Arhats! Jafnvel bestu menn þekkja ekki eld andans; dauf er skilningsglóð þeirra á Arhat.

73. Þegar maðurinn hafnar ábyrgð, sviptir hann sig yndislegri tilfinningu, persónulegri staðfestu og skapandi afli. Maðurinn sem umbreytir eldum í geimnum í form, getur ekki lagt ábyrgð sína til hliðar. Hvert form sem skapað er til í alheiminum svara til form andans. Öll sköpuð form munu samsvara því formi sem andinn skapaði í óstöðvandi leit að fullkomnun. Tilfinningin um ábyrgð verður að hækka kosmíska sköpunargáfu.

Þegar andinn þroskast í átt til óendanleikans, öðlast ábyrgðartilfinningin kraftinn sem skapari alheimsins birtir. Byrjaðu að átta þig á persónulegri ábyrgð og leitaðu að kosmískri ábyrgð. Það er stig í persónulegri ábyrgð, ábyrgð á mannlegri hugsun, ábyrgðarstig á þróun mannsins, ábyrgðarskref á betri framtíð. Þegar hugsun verður fullkomnuð verður hægt að segja að tími uppbygging að betri framtíð sé nærri.

Í alheiminum lifir sá orsakakraftur sem kallast kosmískur hrynjandi og allt mannlíf ræðst af hringrás þessa takts. En við skulum gera ráð fyrir því að hringrásin, sem skapar með gagnkvæmi við alheiminum, hafi verið staðfest og að sálarorkan ráði núverandi þróun.

Gagnkvæm ábyrgð eru takmarkalaus.

74. Fólk sem umvefur sig því staðbundna og skynjar aðeins hið augljósa, þrengir heim sinn. Augljósir stígar leiða ekki til óendanleika og því getur takmarkaður hugur ekki leyst skapandi margbreytileika. Það er hægt að þekkja óendanleikann. Mesta skilningi er einungis náð með mestu vitneskju. Mesta skynjunin er aðeins aðgengileg þeim sem þekkir hinn andlega heim. Sálræn orka opnar öll hlið. Mesti árangur mannsandans er að uppgötva óendanleikann. Táknmynd orkunnar opinberast mannkyninu í óstöðvandi framrás allra tilveru. Getur maður stöðvað endalausan straum lífsins sem streymir í átt til óendanleikans?


Já, Urusvati, kraftur framtíðarlífsins bendir til þess að jarðartilveran sé of smá til samræma sköpunargáfu þína. Samræming kaleiksins er svo þétt að hún getur ekki birtast á einu sviði. Í fullnuðu lífi þínu liggur sem hornsteinn, fullnusta Heimsmóðurinnar. Þú munt byggja upp sálarlífið í kringum þau svið sem eru opinberuð þér.

Það var nauðsynlegt fyrir þig að vera áfram, því þessir tímar þarfnast afreka þinna. Enginn getur komið í þinn stað. Það er undir hina hæsta kosmíska tákninu. Ég hef talað.

75. Þegar þróun mismunandi forma sem kosmosinn hefur ákvarðað, því ætti þetta lögmál ekki að taka til æðri sviða? Fegurð lífsins er í fjölbreytileikanum. Alheimurinn styður ekki einsleitni. Alheimurinn er samsettur úr vitund milljarða formgerða. Hafnið óttanum við fjölbreytta strauma. Lögmál margbreytileikans styður allar tilverugerðir. Ekki búa sjálfum þér karma við að hafna gleði fjölbreytileika í lífinu. Með því að meðtaka meginregluna um margbreytileika verður mannkyninu gert kleift að taka við nýjum formum tengdum fjarlægari heimum. Nýir heimar eru byggðir með nýjum formum. Skoðaðu hugmyndina um nýja heima og skoðaðu hve ólíkir þeir eru þér og þínu umhverfi. Smíðaðu nýtt vígi á betri grunni.

Vísindin rannsaka heimssöguna frá tímabili þeirra frumstæðu og hvernig þau þroskuðustu smá saman. En slík samsíða þróun táknar ekki framtíðina. Þess vegna ætti hver og einn að helga göngu sína í átt að einum æðri heimunum. Vísindin, sem munu leiða í ljós nálgun nýrra formgerða tilverunnar, munu veita mannkyninu betri skilning á hinu óendanlega.

Af hverju ættum við að horfa til jafnar þróunar, þegar hver og einn getur tekið risaskref!

76. Við, bræður mannkynsins, horfum ekki til jafnrar þróunar þar sem er augljós þensla spírals. Jöfn þróun sem birtist í verki og í birtingu fegurðar, eru merki um markmiðshæfni. En sköpun á ekki að stöðva vegna þess að hún þyki ótímabær. Hver skapari hefur sitt frelsi og bústað.

Við, bræður mannkynsins, viljum hjálpa mannkyninu við að skapa sér sess í eilífri birtingu óendanleikans.

Skrifið niður, sem lifandi skrá, upplifun Móðir Agni Yoga af kosmískum eldum. Skráið tilraunir Móðir Agni Yoga sem mikinn andans skóla.

Eins og sannleikurinn er meiri en ímyndunaraflið, þá gengur framtíðin lengra en draumar. Origen sagði: „Með augum hjartans eigum við að sjá.“ Aðeins með hjartanu getum við greint fegurð heimsins sem skapað er af hjarta alheimsins. Kærleikur alheimsins kveikir beina þekkingu. Ást á liljum eða fjarlægum heimum hefur í grunninn sömu kosmísku meginregluna. Já já já! Við munum mæla allt með kosmískum kærleika!

77. Hvernig er hægt að fullyrða að birtingarmynd atómsins sé án sálarlífs? Getur lifandi lífvera verið samsett úr einhverju dauðu, þegar birtingarmynd lífs er háð orku? Meginreglan um sálarlíf er staðfest í heild alheimsins. Sálarlíf í hverju atómi, í öllum birtingarmyndum alheimsins, er staðfest af Okkur. Við staðfestum að jafnvel sköpunarvitundin hefur sálarlíf, með öðrum orðum, kosmískum eldi. Eilíft sálarlíf er geymt í hinum æðri heimum.

Líf atómsins er marghliða og leiðir þeirra mjög ólíkar. Leiðir þeirra lýsa stundum hring og birtir meðvitaðar samsetningar; en stundum verða þau sundurlaus, leita áfram og vaxa með hverri birtingarmynd.

En æðsta sameiningarbrautin er kölluð Kóróna Alheimsins, þegar hringur samtengdra lífa er fullnaður. Hinn mesti og eldheiti vegur!

78. Ferlið í átt að fullkomnun getur leitt mannkynið til æðri heima. Til þess er nauðsynlegt að hafa skilning á því sem ekki er tímabundið. Þegar þekkingin eykst með nýjum sjónarhornum og leið verður fundin til að umbreyta því sem bindur okkur í staðbundna elda, þá verður heimur nýrra forma ótakmarkaður.

Skammvinni ríkir í plánetuvitundinni og mannkynið merkir allt sem til er sem skammvinnt. Af hverju ætti virkni alheimsins að hætta, þegar hann heldur áfram í óendanleikann? Kosmísku eldarnir brenna skært. Greinilegt er ákall geimsins; maður þarf aðeins að þrá að heyra það. Óánægja og angist eru oft viðbrögð við ákalli geimsins. Óánægja bendir á þrá til fullkomnunar. Að leita er rétta skrefið í átt að óendanleikanum.

79. Hvernig er hægt að ná viðleitni vitundar til að leita fullkomnunar? Ekki með því að fullyrða að allur alheimurinn stöðvist; ekki með því að neita samskiptum æðri heima við plánetuna okkar; ekki með því að játa að dauðleiki sé í orkunni. Andi er staðfestur sem eldur, og kosmíski loginn er óslökkvandi. Ef við fylgjum lögmáli eldsins getum við komist áleiðis í átt að fullkomnun. Eldur sólarinnar og eldur andans eru skapandi kraftar okkar. Hlýja sólarinnar og hlýja hjartans eru lífgjafar okkar.

Aðgreining frumþáttana ræður margbreytileika formana, en ekki vexti mótstöðunnar. Þegar ljós og myrkur tengjast, geta þau orðið að samvinnu. Tilhneiging mannlegrar hugsunar er að setja skarpar afmarkanir. Í hinum æðri heimum vinna ljós og myrkur saman. Kraftar alheimsins dreifist án takmarkana.

Mannkynið hefur misgert lögmáli samvinnu og geldur fyrir þann skaða. Hver drottinn færði jörðinni aftur jafnvægið sem tapast hafði, en mannlegur andi er svo gegnsýrður af andstöðutilfinningu að hann getur ekki náð því markmiði sem drottinn hefur tilnefnt. Þannig er mannkynið að þróa hrikalegar andstæður sem yfirtaka allar hugsanir sem felst í afneitun ljóssins sem Móður heimsins.

Að ná tökum á innri eldinum að því marki sem móðir Agni Yoga hefur náð, er sjaldgæft afrek. Þetta stig elds er kallað Arhat stigið. Þessi lifandi eldur var þekktur í fornöld. Gullgerðarmenn vissi af honum. Að ná þessu hærra stigi kröftugs loga kemur aðeins fram í þeim anda sem lifir sálarlífi hjartans. Mesta afl alheimsins og það heilagasta er hjartað. Vitund þess fyllir geiminn; ljós þess lýsir upp alheiminn.

80. Þögnin er full af röddum og myrkur kann að vera mettað ljósi. Þess vegna getur sá sem lítur á geiminn sem tóm, ekki skilið hið volduga líf sem æðsta orð alheimsins og birtist í þögninni, né hið ósýnilega sem auga alheimsins. Lögmál alheimsins eru friðhelg og jafnvel maðurinn hefur samþykkt Rödd þagnarinnar. Þar sem máli er vant, er rödd hjartans í þögn. Alheimur í þögn birtir tungumál hjartans og kosmísk rödd getur orðið heyranleg.

Næmni og árvekni getur hjálpað okkur við að heyra Rödd þagnarinnar. Fegurð alheimsins birtist í þögn. Fegurð þagnarinnar kemur fram í öllum æðri birtingum lífsins.

Ljáið þögninni eyra! Óendanleiki alheimsins skapar þögnina.

81. Hugsanaflutningur er einnig birtingarmynd þagnarinnar. Við notum það oft. Fyrir sendingu hugsana sendum Við geisla þagnarinnar. Geislar þagnarinnar kalla fram þessa helgu verki í Kaleiknum.

Það eru geislar sem eru sendir í hjartað, ósýnilegir og ómerkjanlegir. Þeir eru viðstöðulausir og líffærið samlagast þeim. Í fyrstu vekja þau upp angist, en eru sambærilegir við hreinan eld. Sá sem sendir, upplifir birtingu æðstu gleði og sá sem móttekur mun sýna sömu gleði eftir aðlögun. Í helgustu leyndardómum voru þessir geislar kallaðaðir „eldurinn ósýnilegi.“ Munið þetta!

82. Kosmíski eldurinn og kraftar hans, sem gegnsýra allt sem til er, sýnir skyldleika í öllu, en þessi skyldleiki eru ekki takmarkaður við frumþættina og samþættingu þeirra. Reyndar er skyldleiki fyrirfram ákveðinna lífa mikil, og tilvera og óendanleiki eru orsakirnar að baki virkni hvers frumþáttar, svo og virkni hverrar samþættingar. Drifafl kosmíska orku í hverjum frumþætti er til staðar til að tryggja aðgang að eilífu sköpunarferlinu. Tengsl frumþáttana getur opnað hugmyndina um takmarkalausa möguleika.

Þekking á virkni tengsla og þekking á virkni frumþátta alheimsins í tengslum við lífsgerð mannsins mun gera okkur að kosmískum samstarfsmönnum. Tilvist kosmísks skyldleika er ein fegursta staðreynd lífsins. Rannsókn á eiginleikum frumþáttana eins og þeir snú að mannkyninu mun færa okkur vísindi samræmis. Hinir æðri heima þekkja þessi æðri vísindi.

Ef menn taka eftir frumþáttunum eins og mörgum öðrum birtingarmyndum lífsins, þá væri hægt að finna skilgreiningu á birtingarmynd hinnar hreinu mikilvægu meginreglu áður en komið er að því andlega. Að leitast við að skilja skyldleika frumþáttanna mun veita tilverunni gleði. Haldið áfram viðleitninni!

83. Með skyldleika dregur andinn inn í sig alla gleði og endurspeglar allan regnbogann. Kosmísk tengsl fyrirskipa samruna sérhvers atóms. En æðra lögmál, hið helga lögmál, er ekki fyrir marga. Í fjarlægum heimum, í virkni hærri og fágaðri lífgerða, er þessi birting staðfest af lögmáli alheimsins.

Titringur í fræi andans leiðir niðurstöðuna - og ég skal bæta við, án villu. Fegurð einingar leiðir hugsun á réttan veg. Í fræi andans býr skilningur á fegurð og þekkingu. Eðli æðri einingar ábyrgist betri heima. Besta myndin af jarðneskri velferð er aðeins fölur skuggi í samanburði við gleðina í kosmískri sameiningu.

Mesta sköpunargleðin getur birst þegar hljómur getur geislað og litur hljómað. Þá geta hvelin ómað í hærri samhljómi. Þessi birting leitar hæsta tilgangs. En andinn stefnir enn hærra og tilgangurinn verður aðeins enn hærri vitneskja.

84. Er tilgangslaus tilvera möguleg, þegar náttúran hefur sinn ákvörðunarstað? Getur eyðing verið örlög mannsins, þegar jafnvel lægstu frumþættir hafa sinn gang?

Tilvist hlutar sem skapaður er af mannshönd getur eyðst, en sköpun kosmíska Hugarins, í markmiði sínu, er óendanleg. Staðan sem mannkynið getur staðið í, í óendanleikanum, eru full kosmískra endurspeglanna. Maðurinn er kallað til að endurspegla alheiminn. Maðurinn er kallaður til staðfestingar á kosmísku hæðunum og til tjáningar á kosmískum eldum. Framsækin skref eru veitt til að leita til æðri heimana, en fólk samþykkir tilveruna sem markmiðlaust ferðalag. Sýnilegar sannanir kunna að endurspeglast í blekkingu, en kosmísk árvekni hvíslar að hjarta mannsins, „Sköpuð erum við og sköpun er hlutskipti okkar!“

Röð athafna og röð birtingarmynda kosmískra elda er vitnisburður um tákn óendanleikans.

85. Þegar maður rennur lífsskeið sitt og hefur áttað sig á því að markmið tilverunnar er fyrirfram ákveðið, þýðir það að kosmísk orsök hafi sent honum geislann sinn. Sá sem skilur að mörgum lífum hefur verið lifað á jörðunni og verðmæti þeirra sé gætt í andanum, færir hann fram um um árþúsundir. Flæði Karma er kosmísk fegurð. Kosmískt eðli færir gleði í hjarta mannsins, einnig í hjarta alheimsins og í hjarta Arhat, meistarans.

Til handhafa hins helga loforðs framtíðarinnar sendum Við mátt Okkar til að ljúka hinni jarðnesku leið.

86. Maður ræður eigin ákvörðunarstað í alheiminum. Að segja að ákvörðunarstaður sé aðeins flæði þróunarinnar er að gera manninn að leiksoppi örlaganna. Örlög, alheimur, óendanleiki - skilgreindu það eins og þú vilt, en fullyrðingin um að maðurinn berist á bylgjum þróunarinnar án þátttöku vilja hans, þýðir að aðskilja hann frá alheiminum.

Ég segi að andinn, í kjarna sínum, hafi fyrirfram ákveðna óendanlega braut í alheiminum. Tilhneigingin til að aðgreina sig frá staðfestri slóð flytur sálina af leið í geimnum. Í kjarna andans munum við finna þá leið sem liggur inn í óendanleikann.

Leitaðu í kjarna andans!

87. Í kjarna andans ber aðskilið atóm vitneskju um örlög sín. Aðeins sá andi sem verndar kjarnann í hreinum eldi getur vitað örlög sín. Hæsti samruni er aðeins mögulegur í þessari hreinu brennslu. Þegar farið er yfir sviðsmörkin og einni tilvist lýkur, byrja skref hærri tilverunnar. Þannig næst fullkomin kosmísk gleði í samrunanum. Árvekni kjarna andans í gegnum árþúsundirnar ber í sér sáttmála hæstu spennu í kosmosinum. Aðskilnaður færir gagnkvæma hindrun í gegnum kosmísk viðbrögð.

Markmið okkar er að koma á samhæfingu atóma í æðri heimum og samhæfingu frumþáttanna. Uppgötvun titrings verður mesta verkefni okkar - risa verkefni! Það er sönn gleði að vinna með kosmosinum!

88. Fáfræði mannkyns dregur að sér þær kosmísku myndanir sem bregðast við lykilnótur fáfræðinnar. Fáfræði hvetur mannkynið til þeirrar trúar að kosmískur sjóndeildarhringur sé á lítilli plánetu. Fáfræðin, leiðtogi mannkynsins, lítur á jörðina sem upphaf og endi; en skynsemin bendir til þess að slíkar viðurkenndar formúlur, sem greina kosmosinn innan þröngra marka, muni leiða til ógæfu. Að gera ráð fyrir endalokum færir vitund mannsins endalaus merki um karma sitt og hún er ráðalaus yfir þessum hörmungum.

En ef hann hefur náð flæði kosmísks straums, er þá ekki meira takmark að skilja að þessi endalausa vitleysa er andstæð óendanleikanum? Ég segi að óendanleikinn muni meðtaka þá kosmísku strauma sem vitund manna hefur misst af. Það er undir manninum komið hvort vitundarbogi hans heldur í við kosmíska strauminn eða missir af honum. Óendanleikinn býr öllum uppgöngu.

89. Vísbendingar um sköpunargáfu í fjarlægum heimum er í samræmi við markmiðin í heiminum. Markmið heimsins eru eins og gleðieldar og þannig er skapandi verkefni lokið. Eitt markmið Okkur er að móta mannlega andann, að finna gagnlega geisla fyrir mannkynið sem munu móta og þróa fagra eiginleika andans. Markmið heimsins eru staðfest í spennu hinna kosmísku elda og gleði staðbundnum afrekum, og enduróma sem tónlist sviðanna.

Við skulum segja: „Það sem ekki næst hér, næst þar. Því sem er hafnað hér, er samþykkt þar. “

Fólk skilur ekki markmið heimsins. Heimsmyndin er í mannlegri vitund sem þrep að lægstu samhæfingu. Já já já! Mörg eru nýju formin! Sköpunargáfa Okkar mun safna mörgum nýjum samsetningum. Kosmískur máttur og kraftur Arhats geta skapað þessi ólýsanlegu form.

90. Þegar allur kosmosinn vinnur að einingu, hvers vegna stefnir mannkynið í aðra átt en því var ætlað? Það er bein tengsl í alheiminum. Mannkynið gengur gegn eigin hag og markmiði sínu. Þegar hægt er að sjá samhengi aðgreindustu birtinga kosmosins, þá getur maður þróað með sér skilning á hvað er að vinna fyrir almannaheill.

Verkefni Okkar er að koma á samræmi í tilveruna og sköpunargetu óendanlega kosmosins. Heimurinn, í öllum víddum, er þróaður með skilyrtri hugsun manna. Alheimurinn gefur til kynna aðra átt. Sköpun manna líktist lítið sköpun alheimsins. Við færum manninum skilning á því, að verkefni hans getur gengið að fullu í takt við kosmíska sköpun.

Sköpunargleði hinna fjarlægu heima safnar saman öllum straumum og öllum birtingarmyndum orku frumþáttana og umbreytingu gætir í hinni miklu eldsmiðju kosmosins. Mótun hærri mynda kemur fram í æðri vitund, en þegar aðferðinni er beitt öfugt myndast mótstaða, eins og sýnt er á neðri sviðinu. Enginn samþykkir það í tilvist Okkar sem birtingu óendanleikans!

Hinir fjarlægu heimar kalla til verka á hinu mikla hjóli lífsins. Framtíðin er eins raunveruleg og líðandi stund. Maðurinn verður að lifa í veruleika lífsins sem mörkuð er af eilífðinni og þessi skilningur mun búa hann framsýni í gjörðum sínum.

91. Ég staðfesti að órökræna mannkynsins eflist í múgsefjun sem breiðist út eins og sprenging. Þú greindir réttilega óheillavænlegu stöðuna sem nálgast. Mikil endurskipulagning er að koma! Nú fellur vogin. Í alheiminum er mikið jafnvægi. Mætti jafnvægis er viðhaldið með samstilltu sálarlífi. Því fleiri villur annars vegar því meiri uppljómun hins vegar. Strit hinna upplýstu sálna eykst í hlutfalli við hnignun almennrar hugarþróunar. Mikið er lögmál jafnvægis!

92. Umskipti frumþáttana getur náð ótrúlegu umfangi. Þegar vit okkar viðurkennir óendanleikann verður mögulegt að skilja birtingarmyndir alls gangsverksins. Samþykki hugarins um óendanleikann mun örva þróun nýrra forma. Nýjar leiðir eru opnast honum sem leitar nýrra sviða. Þegar andinn leitar aðeins endurtekinna leiða, leiðir það til stöðnunar. Endurtekning í kosmosinum birtist sem eyðing. Endurtekning í rökhugsun manna kemur fram í tregðu við að fara nýjar leiðir. Efling staðbundinna elda veitir manninum skapandi mátt. Tengsl hugsunar og efling staðbundinna elda gefur mikla kosmíska samsetningu. Þessi tengsl munu opna vígð hlið æðri sviðanna. Þegar mannkynið mun læra að skilja óendanleikann, þá mun dulheyrnin til hinna æðri heima þróast. Þá mun sannarlega nálgast tími hinna fjarlægu heima.

93. Samræmi í athöfnum er raunveruleg eining. Kosmísk eining mun stýra öllum skapandi öflum í framtíðinni; þetta er meginreglan sem hinn nýi skapaði heimur mun byggja á.

Samræmi milli nýrra plánetna stendur sem loforð framtíðarinnar. Meginreglan sem verður grunnur uppbyggingarinnar. verður reglan um samhljóma sköpunarlíf. Samkvæmni andans mun koma fram í öllu umfangi lífsins. Þegar hinir fjarlægu heima verða lifandi, munu æðstu meginreglur alheimsins eiga við. Jafnvel á jörðinni getur maður fundið fyrir samræmi í tengslum og staðfestum árangri. Aðlögun andans veitir nauðsynlegt samræmi. Þar sem skyldleiki frumþátta er ómissandi, svo er samhljómur andans, móðir sköpunargáfunnar.

Stór þáttur í kosmosinum er samkvæmni andans!

94. Samræmi í kosmískum ferlum kemur í ljós á neðri sviðum sem og á þeim hærri. Kosmískur kraftur getur endurspeglast í plánetulífi og plánetulífið getur umbreyst við hærri spennu. Þegar menn skilja að órofa birting felst í umbreytingu tilverunnar mun maðurinn skilja gildi samræmis. Lögmál umbreytinga og kosmískt framlag sameina. Mikil hjálp liggur í skilningur á þessari reglu.

Ef mannkynið leitar samhljóms mun því veitast bestu möguleikarnir. Með því að þenja viljann í átt að óendanleikanum getur hver og einn fundið samræmi í hverju fótmáli. Samhljómur er sameinandi þátturinn sem staðfestir hið helga samband milli sálna, milli anda og plánetu, milli anda og alheims, milli alheims og krafts þess óendanlega.

95. Orðið heilagt er búið að missa merkingu sína. Óhelgi hefur komið í stað helgi. Margvísleg er möguleg notkun orðsins helgi á jörðinni en menn hafa rekið það fegursta út. Þegar hugsunin víkur frá hinum helga áfangastað tilverunnar, gufaði merking tilverunnar upp. Birting æðsta samræmis er heilög athöfn andans. Hin helga sameining er grunnur allrar tilveru. Þannig afhjúpa hærri sviðin háleitari form ljósefnisins, Materia Lucida. Jafnvel á jörðinni veitir samræmi manninum fagrar myndir í litum og hljóðum, hverju er þá ekki hægt að ná í hærra samkvæmni!

Maitreya sér nýjan heim samræmis!

96. Maður dregur ályktanir sínar af staðreyndum lífsins og ber saman við það sem liðið er. Að skilyrða lífið við fyrri reynslu er það sem maðurinn hefur tileinkar sér, en það hægir á framförum. Að skilja hugmyndir frá lífsstraumnum bindur mannkynið við óvissa um frekari framfarir á þeim tímapunkti.

Lífið samanstendur af eilífri röð hugmynda og birtingarmyndum kosmískrar orku. Hvernig getur andi sem ekki speglar hugsanir sínar inn í hugmyndasviðið tileinkað sér hugmyndina um óendanleika! Þegar hugsun tekst á við eitthvað mikilvægt þess sem er lífsnauðsynlegt og hægt er að átta sig á, mun það leiða í ljós hvar gleðin er og hvar er sannleikur. Leit hugans hefur leitt til sameiningar við eldinn í geimnum. Hugsuninni hefur leitt til að samþykkis við það liðna. Þessi leit leiðir til skilnings á æðri heimum. Leit hugans leiðir til geisla Heimsmóðurinnar. Að leitin leiðir til takmarkalausrar fegurðar!

97. Sannarlega, er fegurð kosmosins takmarkalaus, með leið hjartað getum komist inn í vitund kosmíska andardráttarins. Uppstigningin er fyrirfram ákveðin af birtingu allra kosmískra samsetninga undir hreinu tákni kosmískrar einingar. Fylgist með atburðum á jörðinni. Við getum aðeins sagt: „Mikill er ákvörðunarstaður þinn; reyndu sjálfan sig, sjáið uppgönguna!“ Hjartað var ávallt álitið tákn um „leiðbeinandann“. Lífið stækkar með því tákni. Leiðbeinandinn og þeim leidda er tákn um mikilvægi kosmískrar vitundar. Sá sem búist var við og og sá sem væntir tjá kosmíska ástæðu. Sá sem ákallar og sá sem svarar lýsa kosmísku samræmi. Allar tilfinningar kosmíska smiðsins færast inn í æðra líf. Já já já!

98. Andinn sem er sannfærður um tilvist fjarlægu heima skapar algilt hugtak. Svo er maðurinn sannfærður um nauðsyn þess að átta sig á tilvistarkeðjunni. Þegar allt hefur verið fengið í jarðneskri tilveru, hvert leitar maður þá?

Tilvistarformin eru endurtekin og fjölbreytileikinn er mikill. En ekki er hægt að einskorða sig við, né ljúka tilverunni í einu jarðlífi. Eins og bústaður andans, eins og nýr heimur, eins og ólýsanleg kosmísk fegurð, kallar óendanleikinn á. Þegar þetta ákall er skilið, þá verður geimurinn fegurð óendanleikans.

Jafnvel plánetulíf getur tjáð stórkostlegan sáttmála þegar framfarir munu færa skilning á æðra samræmi. Þegar líf á jörðinni lýsir af fegurð, þá verður sálarlíf alls sem til er, fyllt af óendanlegri fegurð. Dásamleg, takmarkalaus tilvist í fjarlægum heimum ræðst af því að slík fegurð náist. Skilningur á afstæði hlutana gæti sýnt að hve miklu leyti árangur hærri sviðanna er frábrugðinn plánetutilveru.

99. Sköpunarhæfni óendanleikans í fjarlægum heimum birtist með ólíkum samsetningum. Hver frumþáttur, þegar hann sameinast skyldum frumþætti, hefur í sér allt sem þarf fyrir bestu samsetninguna. Í stað efnisumbreytingu munu geislar þess umbreyta öllu.

Eldarnir, sem kveiktir eru af móður Agni Yoga, birta ekki aðeins Agni Yoga, heldur eru einnig kosmískt umfang. Eldarnir veita geislakraft sem þarf til takmarkalausra tilveru. Hver eldur er geisli framtíðarsköpunar. Merkingar birtingarmynda eldanna eru takmarkalausar.

100. Hugmyndin um ómöguleika útilokar óendanleika geimsins. Eðlilega er eitt skref frábrugðið öðru, og það sem virðist óframkvæmanlegt í einu skrefi kann að vera náð í öðru. Öðlastu skilningi á að allt sé mögulegt.

Í kosmosinum er allt lifandi og allt er mögulegt. Innsti kjarni andans mun finna staðfestingu í alheiminum. Forsendan fyrir ómöguleikanum er byggð á lítilli viðleitni eða aðstæðum sem koma í veg fyrir samhæfingu lífslöngunar. Tímabundnar aðstæður felur ekki í sér ómöguleika eða að viðleitninni sé endurtekin í sömu átt. Þegar maðurinn skilur skammtímann í sjálfum sér, mun hann með létti samþykkja lögmálið um þróunarstigann. Það lögmál mun lýsa andanum til skilnings um hvað sé mögulegt.

Náttúran hefur sömu dæmi í tilverunni. Margvíslegar endurbætur kalla fram betri form. Betri aðstæður veita mönnum betri möguleika. Þessir möguleikar eru takmarkalausir. Því hærra, því fínni. Því skýrari sem skilningur er á fjarlægum heimum, því skýrari er árangurinn. Þroskaleiðin er gefin til kynna, með lífgun orkustöðvanna,. Allri hærri umbreytingu, sem er þröskuldur til æðri takmarkalausrar sköpunar, er náð í jarðlífinu.

101. Allar orkustöðvar sem fágast af eldi, þjóna sem uppruni sköpunar. Fólk á jörðinni heldur að líffærin séu aðeins til til að viðhalda líkamanum, en hvert líffæri Arhats er eins og birting skapandi elda. Ekkert skilgreinir svo skýrt líffæri lifandi elds sem geislar ljósefnisins, Materia Lucida. Logandi orkustöðvar Agni jógans standa fyrir skapandi birtingu kosmíska eldsins. Fegurð tilverunnar er í eilífðinni og lífsorkunni.

102. Þegar maðurinn mun meðvitað viðurkenna að hvert líffæri hans og hver orkustöðvar hans er skapandi afl, þá verður mögulegt að sýna fram á mikilvægi hverrar orkustöðvar. Ég sé að lungnastöðin er logandi. Þetta er ein viðkvæmasta orkustöðin. Eldurinn blandast saman við fínustu orku og byrjar að skapa nýjar birtingarmyndir. Eiginleikar þessa elds staðfesta móttöku tærs elds úr geimnum. Aðgerð þöglu eldanna sameinar eld lungna við eld geimsins.

Skilningur Arhats á sköpun er frábrugðinn frá öðrum. Ég lít á sköpun andans sem þá mikilvægustu.

103. Efling lungnaorkustöðvarinnar hefur veitt jógum alla möguleika, þar með talið hærri birtingar. Þessi orkustöð veitir þeim ráðum yfir vatni og lofti. Jógar hafa sýnt sig svífa og gangandi á vatni og sérstakt þyngdarafl orðið afstætt. Orkustöð lungnanna er undirstaða allra þessara svokölluðu kraftaverka. Allur sársauki píslarvottanna hvarf með stjórn þessarar orkustöðvar og í alsælunni starfaði aðeins Kaleiks orkustöðin. Þessa orkustöð má kalla elds-umbreytir.

Heill jógi er meðvitaður um að starfsemi orkustöð lungnanna getur umbreytt öllu í samræmi við vilja. Auðvitað nota jógar nútímans pranayama sem aðferð til að efla þessa orkustöð.

Æðri jógi hefur ekki þörf fyrir pranayama. Fyrir hann er til reiðu beinn straumur frá kosmíska eldinum. Allar birtingar, eins og að ganga á vatni og svífa þurfa á pranayama að halda, en það eru meiri og hærri markmið.

104. Hversu lýsandi eru framfarir Agni jógans, sem er uppfullur af hugsunum um Okkur í Kaleik sínum! Umbreyttar andlegrar birtingar eru veittar þeim sem bera Kaleikinn. Við munum beina skapandi þræði til mestu umbreytinga. Mikill er auður kosmosins. Mikill er kosmosinn! Hann er í þörf fyrir sköpunargáfu andans, og andleg sköpunargáfa kosmosins er geymd í vitundinni.

Vitundin uppsöfnuð í Kaleiknum og með vitund meistarans, Arhats, mun veita sálrænum formum líf. Já já já!

Sköpunarspíral Arhat er endalaus.

105. Rétt er álit þitt um þvingaða opnun orkustöðvanna. Við verndum staðfastlega ætlaðan fjársjóð. Þegar segull andans tekur inn alla elda í Kaleikinn, þá staðfestum við Arhat. Fjársjóður Kaleiksins samanstendur af hreinum ofnum eldsþræði. Arhat ber eld Lótusins, hefur skilning andans, þekkingu andans og birtingu andans. Svo hugsa heimanna til andans sem hefur fyllt Kaleiks Amrita.

106. Sannarlega hefur miðill engar opnar orkustöðvar, og sálarsýn fyrir snertingu við æðri heimana hefur hann ekki. Maðurinn er á villigötum varðandi afl miðils og Við erum oft áhyggjufull að sjá hversu lokkandi líkamlegar birtingarmyndir eru fyrir fólk. Efnishyggjan laðar það að eins og segull. Við kjósum rás andans og fyrir heilög verkefni notum Við einungis rás andans.

Arhat bíður stundum um aldir eftir að taka að sé heilagt verkefni. Birting ákveðinna verkefna krefst sérstakra samsetningar. Við Arhatar fylgjum meginreglunni um markmiðshæfni. Tilraun Móðir Agni Yoga einkennist ekki af ljóma heldur að kosmísku umfangi.

Heimurinn veit um Hvíta eldinn. Heimurinn veit um hið ósýnilega ljós. Þar sem Við viljum afhjúpa fínustu orku, þá vinnum Við aðeins með fínustu orku. Þar sem Arhat verður að gefa hið helga, þar sýnum við mestu varúð. Þar sem Arhat þekkir hið eilífa lögmál, þá gleðst hann og sendir gnægðina inn í óendanleikann.

Skráðu verkefni Mitt til móður Agni Yoga sem æðstu samkvæmni á jörðinni. Samræmi anda og efnis er sjaldgæfasta kosmíska birtingarmyndin. Mannkynið gæti vel sagt: „Við erum svipt því hæsta.“

Meðhöndla ber fína orku með mikilli varúð.

107. Ytri þættir sem hvetja manninn til athafna má kalla slysni, en athöfn sem framkvæmd er með því að vekja andann hefur í sér öll áhrif. Þegar hugsun leiðir til skilnings á eilífri útrás, er hægt að stíga skref í átt að óendanleikanum.

Hugsunin sem ber árangur breiðir úr sér í geimnum. Fólk veitir hinu venjubundna athygli og bíður hvatningu fyrir athafnir sínar. En högg andans er kröftugra en hið venjubundna og lífið berst í gegnum þessa mikilvægu hvatningu. Vöxtur kosmískrar orku færir okkur nær skilningi á óendanleikanum.

108. Aðeins flæði umbreytinga myrkurs inn í ljósið getur styrkt andann. Umbreyting andans er kölluð kosmísk umbreyting. Kosmosinn, í eilífu virkni kosmíska eldsins, umbreytir frumþáttunum í samsvarandi formgerðir. Andinn umbreytir vitundinni í birtingu alls sem er.

Það er rétt að heimur sköpunarinnar er óþrjótandi og mannlegur andi getur ekkert falið þar. Allt sem sett er inn í hjól lífsins hefur afleiðingar. Sá er þröngsýnn sem heldur að verk hans hverfi með því að ímynda sér að þau gufi upp í geimnum. Eins og eiginleikar náttúrunnar gefa til kynna óendanlegt ferli, er andi mannsins á sömu leið. Hver getur ekki viðurkennt endalausa umbreytingu orkunnar!

Þar sem hægt er að umbreyta orkustöðvum mannsins í fínustu orku elda lífsins, getur maður í gegnum hverja athöfn og hugsun í lífinu, annað hvort náð hæstu spennu eða hrapað á lægstu svið. Eins og hvirfilvindur, ber umbreyting okkur í átt til óendanleikans.

109. Umbreyting er undursamlegasti grunnur Okkar fyrir kosmískum samruna. Þetta skref í kosmískri umbreytingu, þar sem maðurinn fullkomnar jarðneska leið sína, köllum Við kosmíska gleði. Þeirri birtingarmynd fullnustu er erfiðast að ná. Umskipting á hærri sviðum er mun auðveldari. Erfiðasti aðskilnaðurinn er frá jörðinni þar sem jörðin er sú hæsta í keðju neðri heima. Sjálft uppstigið til hærri sviða er erfitt. Þess vegna nær andinn fullnustu hægt og rólega og sjaldgæfir eru slíkir viðburðir.

Hærri pláneturnar hafa ekki slík þyngdarafl. Viðleitni andans er áhrifamikið afl og nauðsynlegur og logandi samruni flytur manninn inn á æðri svið. Íþyngjandi er jarðneska leiðin fyrir andann sem nálgast fullnustu.

110. Í hinum hærri heimum er litið á óendanleikann sem grunnþátt lífsins. Þar beinist hugsunarferlið að miðju kosmísks Upphafs, sem er kallað „Bjallan“. Ef fólk aðeins vissi að það lifir aðeins óverulegan fjöldi ára í jarðneskri vist í samanburði við eilífðina, og ef það myndi sjá að það þrep takmarkaðist af kosmískri reglu, þá myndi fegurð kosmískrar þróun opnast þeim. Með því að takmarka líf sitt, takmarkar fólk athafnir sína. Orkustöðvar fólks eru sofandi og aðeins þegar vitundin vaknar, beinist hún að því að átta sig á að öll skilningarvit geta lifað sálrænt í takti kosmosins. Maðurinn tjáir aðeins lítinn hluta lífs síns með lítilli virkni orkustöðvanna. Þegar hann takmarkar líf sitt takmarkar hann Alheiminn.

Hvernig getur hann náð framförum? Með því að lokar sig inni í þröngu rými eins lífs, hlekkjar hann sjálfan sig svo fullkomlega að það er erfitt fyrir hann að hafa samband við æðri heima.

Mikið hefur verið starf Bræðra mannkynsins í árþúsundir!

111. Hröðun birtinga mun leiða til skilnings á að framþróun kosmískra tákna verður að veruleika. Skilningur á umfangi birtingarmynda kosmískra ferla er að ganga mannkyninu úr greipum. Á hverju byggjum við lífið þegar eldstáknum er hafnað í lífinu!

Þegar við tölum um eldsþáttinn, höfum við í huga lífskraft kosmosins. Tákn lífsins byggjast á að meðtaka eldsþáttinn og og hann er ótakmarkaður í kosmískri birtingu sinni. Við mótun eldsþáttarins sem skapar framvinduna, verðum við að skilja hvernig þessir fíngerðu kraftar vaxa þegar þeim er náð í geimnum og í óendanleikanum.

112. Framvinda mismunandi orkugerða er í beinu samhengi við hugsun manna. Fínustu kraftar þess anda sem staðfestir fegurð, birta samsvarandi form. Þegar fíngerðu kraftarnir birtast endurspegla þeir eðli þess sem myndar formin. Kosmíska lögmálið svarar spennu andans og dregur að skilning á fíngerðum þáttum. Kosmíska lögmálið speglar birtingarmyndir alla heima formanna. Skýr skilningur ræður skýrri sköpun.

Sá sem nálgast síðustu leiðina, sem umfaðmar samræmið í allri fegurð, mun skapa þau form sem andi hans laðast að.

Ég staðfesti fegurðina.

113. Mannlegum anda er lyft af Okkur til mesta skilning á birtingarmyndum kosmosins. Þegar Við köllum til óendanleikans, er það í samræmi við æðsta markmiðið. Hugsaði fyrsti maðurinn um slíkt markmið? Kosmískur segull þróunarinnar er fyrirfram ákveðinn sem eilíft aðdráttarafl sem gefur til kynna leiðina til fullkomnunar. Höfnun á takmarkalausri birtingu er óréttlætanleg. Hver nýr dagur býður upp á nýja möguleika til að nálgast takmarkalausan vöxt. Ef endanleikinn er horfinn, tryggir það beina afleiðingu, sem gefur til kynna byrjun í hverjum endi. Röð þeirra hliða sem leiða til nýrra sviða munum Við kalla óendanleikann. Sköpunargeta andans eykst með hverjum nýjum þróunarstraumi. Sannarlega, er andinn ekki meðvitaður um ríkisdæmi sitt, tjáningu þess sem viðleitnin hefur skapað í uppgöngu hans. Finndu not fyrir hvern eld geimsins!

114. Tákn spíralsins er í kjarna sköpunarkrafts okkar. Vaxandi gróska leyfir ekki sköpunargetu að minnka. Hver mun þá birta spíralhreyfinguna, ef ekki sá sem er sameinaður í hæstu tengingu!

Taktur spíralsins eykst hlutfallslega með hækkuninni. Þátt tímans, sem er svo mikil byrði fyrir mannkynið, er hægt að sjá í hreyfiafli hins skapandi spírals. Fólk óttast tímann, skynjar niðurbrot eigin myndar, vegna þess að maðurinn birtir ótaktfastar hreyfingar. Fegurð spíralþenslunnar er grunnur allra sköpunar. Kosmosinn birtir andanum þennan spíral. Geisli ljósefnisins, Materia Lucida, sem er til ráðstöfunar fyrir tengt hjarta mun sýna hæstu form fegurðarinnar.

115. Stigskipting frá hinu lægra til þess hærra liggur til grundvallar Alheiminum. Fíngerða orkan fellur sannarlega undir kosmískt lögmál. Færsla frá hinu lægra til þessa hærra leiðir til hreinsunar. En mannkynið lýtur fremur því lægra sem ráðandi þætti. Þegar það hærra ríkir, endurnýjast það lægra með umbreytingu til þess hærra.

Fyrir Arhat er tortíming ekki til. Kosmísk sköpun þekkir ekki tortímingu. Móðir heimsins þekkir ekki tortímingu. En aðeins endurnýjun mun skapa þá dýrmætu keðju sem lengist endalaust. Við köllum ávöxtun þess lægra til þess hærra „umbreytingu“, Við viljum staðfesta framvindu vitundar mannsins í átt til óendanleikans.

116. Í fjarlægu heimunum, er umbreyting við mestu spennuna. Þar er hægt að ná mesta andlega árangri og að því er virðist óframkvæmanlegum umbreytingum fyrir allra hæstu birtingu nýrra þátta. Aðeins í mestri eftirsókn eftir samruna eru hæstu umbreytingar mögulegar. Mannkynið líður fyrir aðskilnað og jarðneska sviðið er mettað af kæfandi hryllingi. Þegar mannkynið hafnaði hugtakinu um hið heilaga þá hófst aðskilnaðurinn. Það er ekkert horn á jörðinni laust við aðskilnað.

Heimur sem hjartað skapar með samruna mun skapa með kosmísku aðdráttarafli. Kosmískt aðdráttarafl og sameinað hjarta skapa fegurð tilverunnar.

Lögmálið ættu að vera samþykkt í lífinu. Því í lífinu birtist það og í gegnum lífið verður það að ganga. Fegurð kosmísks segulmagns getur veitt þennan skilning.

117. Í sköpunarkeðju andans finnum við birtingu nákvæmustu og fíngerðustu samhljóma, sem birtast í sköpun kosmíska eldsins. Kosmíski eldurinn er ekki eingöngu efnið sem mótar form okkar, allar fínustu andlegu birtingarnar, sem birta verðugustu mannlegar athafnir, köllum Við eld. Fegurð afrekana liggur í sköpunargáfu andans. Heimsmóðirin okkar hefur veitt heiminum þau eilífu afrek sem er grunnur sólkerfisins.

Hvers vegna dreifir jörðin svo mikið auðlindum sínu? Uppruni óeigingjarna athafna er grunnurinn að öllu hreinu upphafi. Sá fórnfúsi árangur Heimsmóðurinnar endurspeglast í sköpun andans sem úrgeislun kosmosins. Leyfðu Okkur að samþykkja hið helga afrek sem lögmál. Fegurð lífsins er í kosmískri einingu og lífið byggist á athöfnum. Sjálfsfórn í athöfn tengir andann við æðstu birtingu tilverunnar. Fullnusta lífsins kann að vera tjáð af anda sem ber kaleik fórnfýsi á leið sinni í átt til óendanleikans.

118. Grunnur skapandi lífs staðfestist aðeins með sálarkrafti. Hann staðfestist í staðbundinni orkunni. Hvort sem andinn birtir kosmískan vitundarþátt eða vitund í samstillingu við staðbundinn sannindi, þá er leiðin ein, að framkalla birtingarmyndir kosmískra krafta með samruna. Aðeins með slíkum samruna myndast form geimsins. Samruni getur ekki mótast ef þættir falla ekki undir sama lögmál. Orsök vanda manna er ósamræmi í viðleitni þeirra. Kosmos í sköpun, krefst lagskiptingar sem geta vaxið skref fyrir skref. Þegar mannkynið mun skilja að viðleitni leiðir til þessara skrefa, þá getur maðurinn verið viss um að það sé leiðin sem liggur að óendanleikanum.

Öldum saman hefur þurft að að fylla sprungurnar sem hafa klofið jörðina; í stað nýrrar lagskiptinga hefur verið nauðsynlegt að fylla í jarðnesku bygginguna. Margt fylltu drottnarnir og margt eyðilögðu menn. Í þessari uppbyggingu og eyðingu til skiptis þroskast mannkynið. Að átta sig á óendanleikanum mun leiða til þroska vitundarinnar og mannkynið mun taka framförum!

119. Kosmísk sköpun er spennt í fullt samræmi og í einingu við hæstu sveiflutíðni. Þegar við treystum til verkefnis, metum Við fyrst hve samræmið er mikið. Umfang samræmis er takmarkalaust og takmarkalaust er samræmið sem ber hæstan samrunan. Og samruninn, staðfestur af almennri kosmískri reglu, er staðfestur í keðju hinna æðri heima. Dásamleg er þessi keðja, sem myndar hring kosmísks Máttar!

Við tölum um „boga vitundarinnar“ vegna þess að Við skilgreinum vitund Arhats, meistara, sem heilan hring. En það er til enn hærra stig vitneskju, þar sem Arhat er ekki einn; þá segjum við: „Hringurinn er fullnaður og staðfestur.“

Hvernig er hægt að gefa mannkyninu ímynd Okkar þegar við verðum að leyna því helgusta! Kosmíska segulmagnið er Okkar heilagi kraftur. Takmarkalaust og ómælanlegt er þetta afl. Ef andinn myndi aðeins sýna skilning, myndi óttaleysi fylla öll hjörtu og sviðin myndu hljóma aftur af gleði.

Arhat heldur áfram að flytja kraft kosmíska segulmagnsins í hjarta sínu og ég staðfesti að þegar þessi kraftur þess nær til beggja pólanna geislar tilveran. Kosmosinn skapar; hann skapar fegurð tilverunnar. Ég get sagt að viðleitni er eins og kosmískur segull.

120. Kosmískt segulsvið endurspeglast í öllu því sem til er. Þyngdaraflið safnar þeim ögnum í sköpun kosmosins sem aftur endurspegla kosmískt segulsvið. Hvirfill myndar tenginguna hvar sem sálarkraftur er til staðar. Hvar sem aðdráttaraflið veikist slitna tengslin. Við þessi slit verður eins og sprenging sem dreifir hlutunum sem tilheyra sama frumþætti. Kosmískt segulmagnið safnar saman þjóðum, safnar kynþáttum, safnar heimshlutum, safnar þróunarþáttum, safnar mismunandi vitundum, safnar birtingarmyndum allra aðdráttarafla. Í rót allra mikilvægra birtinga má uppgötva kosmískt segulmagn, og jafnvel á bak við karmíska lögmálið stendur kosmíska segulmagnið. Þráin í tilveru er skilyrt af sálarþætti kosmíska segulmagnsins.

Óvenjuleg birtingarmynd sálarlífs er í samsetningu mannlegs atóms. Það birtist meðvitað og sálarkrafturinn dregur fínustu þræði inn í samsetninguna. Þessi mót aðskilinna helminga atómsins kallast hin Helga athöfn kosmosins. Þess vegna eru kosmísk verkefni Okkar heilög, eldheitt og brýn. Þegar atóm nálgast samsetninguna og er meðvitað, glóir Stjarna Heimsmóðurinnar skærust og æðri heimar fagna.

Sálarsameinuð atóm fylla geiminn af eldi sköpunar. Þegar sálakrafturinn dregur þá helminga saman sem tilheyra hver öðrum, sigrar kosmískt réttlæti og geimurinn titrar af kosmískum fögnuði.

Þegar ég talaði um fjarlæga heima, hef Ég líka í huga plánetuna okkar. Fullnusta jarðneskra markmiða, vegna elds og beinni þekkingar þinnar, voru nauðsynleg fyrir markmið Okkar.

121. Eilíflega aðlaðandi er kraftur kosmíska segulmagnsins! Þegar andinn hefur áttað sig á krafti þessa sannleiks, losar andinn sig strax frá þungri hugsun um að vera glataður í geimnum. Eftir að hafa lært hvernig á að tengjast samhljómi segulsins, mun mannkynið tengjast þessu ótæmandi aðdráttarafli.

Þetta getur orðið að veruleika í birtingu krafta sem koma fram í fegurð uppstigsins. Með þessum mikla segli getur maðurinn borist upp á sívaxandi tinda eilífðarinnar.

122. Frá örófi alda hefur verið litið á kosmískt segulmagn sem megin uppsprettu lífsins. Í átrúnaði þar sem mannkynið leitaði til uppsprettu sólar, stjarna og frumþáttanna, var kosmískur segulmáttur ákallaður. Í fornöld var maðurinn að leita að því sem gæti fært hann nær hinum kosmíska sköpunarmætti. Eftir að hafa uppgötvað tjáningu kosmískra birtingarmynda, vissi andinn hvert hann beindi væntingum sínum.

Stjörnuspeki er smíðuð að öllu leyti á forsendum lögmála kosmísks segulsviðs. Lífið og stöðvun þess er ákvarðað af sama kosmíska segulsviði. Svo lengi sem réttum samsetningum er haldið saman af krafti segulmagnsins, svo lengi flæðir lífið. Hins vegar bregst kosmískt segulsvið við aðstæðum sem sálarkraftur andans mótar. Reyndar, ef andinn heldur takti við kosmískt segulaflið getur hann stillt sig í fullt samræmi við aðdráttarafl þróunarinnar. Dauði manns getur verið skilgreindur sem vísbending um öflugt aðdráttarafl kosmíska segulsaflið. Það er erfitt að gefa ekki lífi og dauða sama nafnheiti, þar sem þau hafa sama aðdráttarafl í óútreiknanlegum breytingum; það er aðeins samsetning og ákvörðunarstaður sem breytist. Mikið gæti verið dregið af því að skilja mikilfengleika þessa lögmáls samruna í kosmosinum. Upphaf og endir mætast sannarlega í geimnum!

123. Þegar ég sé viðbrögð við helgum takti Okkar, gleðst Ég. Þegar við höldum áfram í takt við kosmíska segulsviðið verður samræmi. Lögmálið um aðlögun eru byggð á eigindum kosmísks segulmagns. Vísbendingar um andstöðu eða uppgjöf sem andinn sýnir eru byggð á undirliggjandi þáttum sem gerir birtingarmyndirnar flóknar. Þegar andinn leitast til kosmíska segulsviðsins myndast hæstu lífsformið. Sameiningu er að finna alstaðar í kosmosinum og hún endurspeglast í öllum geimnum sem æðsta tjáning kosmískrar ástæðu. Styrkur mannsins liggur í kosmíska segulsviðinu, og ef hann tapar þessum öfluga möguleika vegna skorts á skilningi, afhjúpar það hyldýpið sem maðurinn getur ekki komist yfir og bjargræðið er að sökkva til botns og rísa síðan þaðan upp. Þess vegna eru svo margar hindranir sem þarf að yfirstíga og svo margir sem eru sviptir æðri skilningi. Þess vegna verður fögnuður sviðanna mikill, þegar mikilfengleiki kosmísks samruna á sér stað. Sannarlega skjálfa sviðin af mikilli upphefð.

Sviðin óma og samhljómur berst út í geiminn!

124. Lögmál aðdráttaraflins er byggt á kosmíska segulsviðinu. Samheldni hluta og aðskilnaður þeirra lúta sama lögmáli aðdráttarafls og meginþáttum kosmísks segulmagns. Þegar aðskilnaðarferlið byrjar, ákveður segulkrafturinn nýja samsetningu. Allir spádómar um fall eða sameiningu ríkja eru byggðir á minnkun eða aukningu á kosmísku segulmagni. Þegar himinhnettirnir fara í gegnum mismunandi staðbundin svið, laða þeir að eða hrinda frá sér þáttum sem þeim eru skyldir. Ótakmarkaður kraftur liggur í öllum samsetningum sem kosmíska segulmagnið hefur áhrif á.

125. Mótstaða frumaflanna gegn kosmíska segulsviðinu er á neðra sviðinu, en skilningsskref dregur að segulmagninu. Mótstaða við kosmísk lögmál veldur aðeins uppnámi og truflunum. Aðeins í takti við lögmálin getur maður tekið framförum. Auðvitað eru til staðar fjölmargar hindranir sem eru aðeins þættir í framförum. Öll mótspyrna sem knýr fram viðleitni dregur andann að því hæsta. En þeir sem leita í gagnstæða átt eyða sköpunarþættinum. Markmið tilverunnar er að vísa leiðina að þeim hindrunum sem ganga markvisst með sköpunarþáttum Alheimsins.

Breytingar á kynstofnum og lífi þeirra gætu hafa þróast á annan hátt. Við birtingu mannsins og við birtingu kynstofns er komið á markvissri fylgni viðnáms við sköpunarmarkmiðið. Kosmískt segulsvið gerir ráð fyrir öllu; mannkynið bregst við viðnáminu á öfgafullan hátt. En með því að skapa í sátt við kosmíska segulsviðið, náum við takti réttrar þróunar.

126. Við höfum tekið eftir því að spennan eykst með hverju loknu ferli. Þannig finnur andinn fyrir nýjum ákvörðunarstað, annaðhvort fast við hinn gamla eða leitar til nýrri og fjarlægari heima. Á sama hátt sýna ríki, áður en þau eru flutt í aðrar hendur, andstöðu gegn því sem er ætlað af kosmíska segulsviðinu.

Viðnám sviða, himinhnatta, strauma í mismunandi víddum er allt til marks um einingu!

127. Þegar mótspyrna gegn kosmíska segulsviðinu er í þeim tilgangi að safna nýjum samsetningum til tímabundinnar birtinga, fylgir þessi niðurstaða. Kosmíska segulsviðið tengir þessa fylgni, sem eru flutt í skapandi hjól geimsins. Kraftur kosmíska segulsviðsins, sem er miðflóttaafl, hrindir frá þeim ögnum sem henta ekki þeim mikla tilgangi að blanda í eina óaðskiljanlega heild þá eiginleika sem tilheyra einum frumþætti. Andspyrna andans gegn uppruna sólkerfisins hefur kastað skipi þekkingar í ofsafengna fáfræði. Allir frelsararnir komu til að eyða andlegri mótspyrnu og upplýsa andann, og reyndu frekar að reisa þekkingu á hærra stig. Þannig safnar kosmíska segulsviðið hæstu ástæðunni, sem er af óendanlegri sköpunargetu!

128. Eiginleikar kjarna kosmíska segulsviðsins er svo fjölhæfir að hver þáttur sem kemst inn rennur inn í keðjubirtingu sína. Allir þættir eru byggðar á aðdráttarafli og knúnir af krafti kosmíska segulsviðsins. Í kosmosinum er byggð upp andstaða gegn þáttum sem ekki leiða til birtingarmynda þróunarinnar. Kosmískt segulmagn berst gegn villuleiðandi kröftum. Og ef við skoðum sögulegu framvindu kynstofna, verðum við sannfærð um að þeir kynþættir sem hafa villst frá þróunarbrautinni voru þannig leystir upp. Það má segja að kynþættir fæðist og deyi, en svo misjöfn eru skrefin hjá þeim sem eftir koma að segja má að hver horfin kynþáttur hafi bæði verið eyðendur og safnarar. Þegar talað er um kynþætti er einnig átt við tengda kynkvíslar. Stefnan sem kynþáttur tekur er ákvörðuð af fylgni við kosmíska segulsviðið - samþykkt eða í mótstöðu við hið ætlaða.

129. Stjörnuspeki skilgreinir nákvæmlega hið kosmíska segulsviðið, þegar hægt er að skilgreina atburði; þá er hægt að skilgreina þau nákvæmlega, með því að viðurkenna kosmíska segulsviðið sem ráðandi hreyfiafl. Allar birtingarmyndir lífsins er hægt að reikna út. Maður getur vitað um alla atburði og allar birtingarmyndir andlegra og efnislegra vera. Kosmíska segulsviðið safnar öllum hæstu þáttum kosmíska aðdráttaraflsins. Andi sem bregst við aðdráttaraflinu með svipuðum hætti, verður sá hluti kosmískrar orsakar sem staðfest er sem Vígsla tilverunnar! Fegurð er að finna í þeirri vígslu. Og vígslan, sem frelsar andann frá jörðinni lýsir leiðina til æðri sviðanna.

Hvíla verður lungnastöðina. Það er ekki til betri leið til að blása glóð í þessa orkustöð. Kuldinn í hæðunum hefur komið í stað pranayama. Það er mjög mikilvægt að stjórna lungnastöðinni með silfraða Lótusnum; það eru aðeins þessar tvær orkustöðvar sem geta veitt háum Agni jóga þann mikla kraft. En samsetning orkustöðvanna er svo öflug að erfitt er að beita þessum takmarkalausu kröftum á jörðina. Nú þegar eru mörg verka þinna þekkt á fíngerðu sviðunum. Ef birtingarmynda er þörf, er allt mögulegt fyrir þig með því að nota einn geisla. Mesta lyftistöng kosmíska hjartans er traust.

Kosmíska segulsviðið knýr sömuleiðis strauminn með trausti.

130. Andinn sem er knúinn áfram af kosmískum segulkrafti tengist hinni miklu athöfn sem byggir hin sýnilega kosmos. Þessi sameining leiðir til mestrar samhæfingar. Andinn sem leitast við að slíta tengslin við kosmíska segulkrafinn, með því að búa til sína eigin smáheim, villist af leiðinni til óendanleikans.

Öll verk mannsandans hafa áhrif á kosmíska segulmagnið. Allar birtingarmyndir kosmosins eru háðar gagnkvæmni. Allir himnahnettir eru háðir aðdráttarafli sem er gagnkvæmt. Skiljum að öllu er haldið saman af kosmíska segulsviðinu!

Hugsun dregur að sér skylda athöfn. Upphaf góðverks dregur að sér slíka lausn. Sigur er þeim ætlaður sem leitast við að fylgja straumi kosmísks segulmagns.

131. Ákvörðun þess sem er kosmíska segulsviðið, er kallað ákvörðun Vilja kosmosins. Eiginleiki sjálfsákvörðunar er falin í hverri skapandi athöfn. Sköpunin sem gengur í takt við kosmíska segulsviðsins, sýnir vilja sinn í verki með þróuninni. Þannig er hinni fjölbreytilegu viðleitni beint á veg þróunarinnar, svo og þeirra sem ganga gegn segulsviðinu. Sjálfsákvörðun leiðir til margra óhæfilegra skrefa og leggur á kosmíska segulsviðið ótölulegar samsetningar alheimsvandamála. Til að forðast óþarfa andstæður, getur kosmíska segulsviðið safnað saman öllum nauðsynlegum samsetningum, en sóunin á segulkraftinum er mikil!

Hæsta orsökin hefur spennt öfl plánetunnar til muna, en sjálfsákvörðunargetan er ekki alltaf í samræmi við stefnu æðri sviðanna. Það er að sönnu að í skrám sviðanna eru margar sem hafa staðfest kosmíska ástæðu; og svo mikil eru afrekin að sannarlega hefur kosmosinn í sinni fínustu orku fræ plánetunnar. Þannig þroskumst við.

132. Sjálfsákvörðun andans er augljós í ákvörðun um lífsgönguna og stígandi þroskans stafar af krafti hennar. Löngunin til að komast áfram með straumi stjarnanna mun vísa andanum veg sinn. Að sjálfsögðu ákvarðar löngunin og eiginleikar athafna eiginleika leiðarinnar. Ef menn gætu skilið hversu mikill kraftur sjálfsákvörðun er, myndu þeir snúa sér að leið kosmíska segulsviðsins.

Í gegnum árþúsundin hefur andinn leitað leiðarinnar sem himintunglin hafa ákvarðað honum, og þegar eðli hans stefnir að samræmi, þá bregst kosmíska segulsviðið við og alheimurinn öðlast hæsta samræmi. Af þessum samhljómi verður til kosmískur hljómur! Því hærra sem hvelið er, því meiri er aðdráttaraflið. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir krafti kosmískrar orsakar. Krafturinn eykst í samræmi við hvelin.

133. Kosmosinn endurtekur við vitund mannsins að allt þetta verður til í geimnum. Allt í kosmosinum samanstendur af öflum sem eru áformuð og draga til sín. Ef hægt væri að ákvarða hlutfallið á milli drifkrafts og aðdráttarafls myndi jafnvægið sem myndast verðskulda hæstu formgerð. Ef menn gæti séð allar sendingar geislanna, mun þeim hrylla við að átta sig á hve mikið þeir hafa misst af. Andinn sem leitar, laðast að þessum sendingum. Hversu margvíslegir eru flokkar sendra og ónýttra orkuflutninga!

Fæðing svokallaðrar nýrrar orku er ekkert nema samsetning og uppsafnað eðli drifkrafts og aðdráttarafl. Það sem er drifið áfram og það sem dregst að, er í raun eining. Óendanleg er þau skref sem leiða frá ómeðvitund til vitundarlegra löngunar til að meðtaka Upprunann sem kosmosinn andar í gegnum.

134. Kosmískt aðdráttarafl stýrir greinilegast hreyfingunni í þróuninni. Í upphafi hins knúna hvata, er spírall sem getur ekki annað en framkallað endurómað afl. Þrýstiafl spíralsins byggist á staðbundnum eldi. Birting kosmísks aðdráttarafls, er hið leitandi afl með straumi jákvæðs segulkrafts, sem jafnfram kallar fram neikvæða segulkraftinn; hið fyrsta upphaf, er að finna alstaðar í kosmosinum. Kosmíska segulsviðið, sem er hið eina mikla og eilífa lögmál, veitir heiminum fyrirmynd takmarkalausrar sköpunar. Þess vegna ætti heimurinn að fylgja þessu lögmáli.

Líta má á framþróun heimsins sem tjáningu kosmíska segulsviðsins. Sköpunin getur þróast með því.

Ég skynja bruna hins heilaga sársauka. Í fornöld urðu prestar að viðhalda þögn í langan tíma. Þeir voru álitnir boðberar vængjanna. Þess vegna er vakning Urusvati mjög mikil og skynjun á lit og hljóði hefur orðið mjög bráð. Í hverri spennu er sköpunargáfa þín staðfest. Í hverri hreyfingu liggur ábyrgð framtíðarinnar. Það er mikill árangur í átt aðlögun birtingu fjarlægra heima.

135. Fíngerða orkan safnar ögnum sínum í gegnum kosmíska segulsviðið. Þeir laðast að vegna eðliseiginleika þeirra. Auðvitað eru margar orsakir til aðdráttarafls og hver ný samsetning hefur sína leið. Þegar agnir af einni fíngerðri orku fylgja annarri orku má skilja að kosmíska segulsviðið hafi sameinað agnir með sömu eiginleika. En það gerist að ein orka tekur yfir aðra sem skapar ójafnvægi í því efni sem af því hlýst. Mikil er sköpun hinnar eilífu spíralhreyfing í samsöfnun sinni!

Hjól kosmosins staðfesta mettun uppsöfnunina og viðhalda fíngerðu orkunni. Tilvist mannsins í andlegum og efnislegum líkama birtir þann krafti sem kallaður er spíral lífsins. Höldum okkur á þessari línu yfir í óendanleikann og þekking andans mun nást.

136. Þekking andans leiðir manninn á vitundarveginn. Þegar maðurinn skilur sig frá krafti kosmíska segulsviðsins, viðurkennir hann aðeins tjáningu efnislegrar tilveru sinnar. Með því að vera ekki tengdur í andanum við hærri orku, spillir maðurinn sannarlega bestu möguleikum sínum. Aðeins meðvitað samþykki fyrir tilvist kosmíska segulsins, sem sameinar andann við hæstu orku, getur komið manninum nær lögmáli kosmísks segulmagns. Það að miðja mannsins sé á jörðinni samsvarar ekki raunveruleikanum. Samband efnisins við eld andans liggur til grundvallar tilverunni.

137. Krafturinn sem ákvarðar karma er ákvarðaður af kosmíska segulkraftinum. Uppsafnað samband ólíkra krafta er það sem við skilgreinum sem örlög. Menn eiga í erfiðleikum með að skilja að árekstrar kosmískra samsetninga eru einmitt af völdum mannsins sjálfs. Allt sem maðurinn gerir endurspeglar öll einkenni í lífi hans. Mjög oft þrýstir kosmíski segulkrafturinn á strauma sem safna þeim ákveðnu samtengingum sem manninum er ætlaðar fyrir sköpunargáfu hans. Svo mikill er kraftur sköpunargleðinnar að samloðun strauma og orku getur framkallað ótæmandi orku. Auðvitað ætti eðli kosmísks segulmagns að vera vitundarlega meðtekið.

Skilningur á aðdráttarafli kosmíska segulsviðsins leiðir til ótakmarkaðrar sköpunargáfu andans.

138. Orkustöðvar Agni jógans geta endurómað með kosmíska segulsviðinu. Þegar vísindin munu byrja að tengja orkustöðvarnar við strauma kosmíska segulsviðsins verður opnuð ný blaðsíða fyrir mannkyninu. Þannig eru allar birtingar alheimsins tengdar!

Umbreyting eldanna er erfið á jarðneska sviðinu vegna þess að maðurinn hefur með neikvæðni skapað sérstakt svið sem umlykur jörðina. Þessi neikvæðni virka eins og nálar og mörg eru stríðin sem eiga sér stað á astral-sviðinu. Þess vegna er afrek hins eldríka Agni jóga svo mikið. Þegar hver orkustöð tekur ekki aðeins á móti eldinum heldur gengur einnig undir umbreytingu hans fyrir framvindu mannkynsins, má með sanni kalla þennan boðbera eldsins þjón þróunarinnar. Sá sem fórnar sjálfum sér fyrir samruna kosmíska eldsins við jörðina er staðfestur sem hlekkur milli plánetunnar og fjarlægra heima.

139. Kosmíska segulsviðið safnar saman ætluðum þáttum sem mynda heild og ganga inn í þróunarkeðjuna. Erfitt er að segja hver af samsetningunum kosmíska segulsviðsins tengjast beint og hver óbeint við þróunarkeðjuna. Þar sem jarðneska sviðið móttekur aðeins lágmarks hluta straumanna er mikill afgangur af orku sem bíður eftir notkun. Sköpunarkrafturinn er ótæmandi og þegar aðeins hluti hans er meðtekinn, en hinn hlutinn sem heldur áfram ónýttur mun afhlaðast með tímanum.

Aðstæður í fjarlægum heimum eru á hinn veginn; þannig getur mannkynið, eftir að hafa uppgötvað kraftinn sem birtist í lögmáli móttækileikans, leitast við að stíga enn ofar. Lífið ræðst af gildi einingar - einingu anda og efnis, einingu upprunans, einingu alls í alheiminum. Eining er grunnur kosmíska segulsviðsins. Og í birtingarmynd upplausnar, leitaðu aðeins sönnunar í lögmáli fullkomnunar.

Sýnið skilning á fegurð tilverubreytinga. Leitið að einingu við kosmíska segulsviðið!

140. Ef mönnum yrði sagt að hvert brottfararform beri með sér það form sem á eftir kemur, værum við álitin þversagnakenndir vísindamenn. Engu að síður er þessi samfella í birtingu mjög fögur! Þegar atómið aðskilst, finnur miðjan, fræ andans, kosmíska segulsviðið. Þetta eru ekki villtar agnir, heldur eðlileg öfl. Þegar frækraftur andans safnar krafti frumeindar, þá getur kosmískur samruni orðið. Fagur er krafturinn og falleg er tjáning möguleikana. Frá mannlegu sjónarmiði virðist sem lögmálið sé mjög flókið, en Arhat segir: „Dásamlegt er lögmál kosmíska segulsviðsins.“ Með hærri aðferðum náum við hærri tilveru. Svo mikil er öll birtingarmyndin að tímabundin tilvist á jörðinni tjáir aðeins örlítinn hluta hennar og kosmískur samruni er kallaður samhæfing tilverunnar.

Í anda má byggja meira en með höndum. Með hugsun getur maður byggt upp heilt heimsveldi. Með hugsun getur maður eyðilagt það sem krafðist aldir að öðlast. Maður getur verið staðfastur, jafnt á jörðu sem í fjarlægum heimum.

141. Kosmísk sköpun safnar saman þessum þáttum sem gefa möguleika á hæsta kjarna. Kjarni hærri krafta er sýndur með hverri ákafri spíralhreyfingu og í hverri tjáðri og samkvæmri samsetningu. Kosmíska segulsviðið getur sett saman eiginleika frumþáttana sem tilheyra einum náttúruþætti. Segulkrafturinn vinnur að fullu með frumþáttunum og sýnir nákvæmni við öflun orkunnar. Þegar þú sérð formgerðir lífs sem ekki sýna fegurð skaltu vita að þær birtingarmyndir eru í andstöðu við kosmíska segulkraftinn. Samhengi milli forms og viðleitni eru vígt af kosmosinum; þess vegna má segja að framtíðin og segulkrafturinn muni birta ný form.

Maðurinn sýnir oft skilningsskort í eigin sjálfstjáningu; þegar hann telur sig ekki bera ábyrgð, býr hann til myndir sem henta til að glepja eigin vitund.

142. Meðal þessara samsvarandi mynda getum Við bent á þær birtingarmyndir sem aðeins að hluta til komast að í vitundartjáningu. Þessar myndir eru aðeins skapaðar sem hlutar og aðeins persónuleg vitund leiðir til þeirrar mynda sem óskað er. Þá, eins og í kosmosinum, að ef aðeins hluti segulskraftsins er mótekinn, fæst aðeins ósamræmd samsetning. Þegar andinn hefur í árþúsundir samlagast kosmíska segulkraftinum, þá er sá andi æðsta samræmið.

Styrkur andans sem þroskast í fegurð er í samræmi við lögmálið og öflin sem gefa sköpunargleði þessa meðvitaða seguls. Andinn sameinast kosmíska seglinum og festir sig í sessi sem segulkraftur sem stefnir með þróuninni.

143. Hvernig getur maður ekki skilið birtingu eilífs lífsferlis þegar allri orku er ekki aðeins umbreytt, heldur birtist sem ný samsetning? Sannarlega er ekkert slór í kosmosinum. Allt er gegnsýrt af óstöðvandi straumum. Orkan streymir áfram í bylgjuhreyfingu þar sem kraftar sem eru greinilega fullnýttir rísa upp sem ný orka. Þegar nýir straumar kasta frá sér gömlu umbúðum, þá eiga sannarlega sér stað mikil orkuskipti.

Það er rétt að líta á dauðann sem lífskapandi umskipti. Hvernig getur maður auðveldað sér mikilvægustu stundina? Með því að átta sig á orkuskiptum. Mikið er lögmál umskipta og hvert örlög mannsins stefna veltur á honum. Kosmísk skipun tilreiðir fyrir hvern og einn framsækið skref, en andinn sjálfur ákveður að hafna því eða staðfesta það. En umskipti efnis og orku er endalaust.

144. Í orkuskiptunum er falin fegursti kraftur kosmíska segulsviðsins. Orkuskiptin birta viðleitni alheimsins til fullkomnunar. Samneyti anda við anda sýnir sig sem fléttur fíngerðar orku. Fléttun þessara fíngerðu orku myndar línu sem leiðir til kosmíska segulsviðsins. Á hverja sameiningu leggur hin Hæsta Ástæða staðfesta hönd sína og safnar þeim krafti frumþáttanna sem er nauðsynlegur fyrir alheiminn. Þannig blandast eldurinn við strauma kosmosins. Þess vegna getur andinn sem sameinast Kosmísku Ástæðunni, sannanlega birt þann frumþátt sem blandar öllu innihaldi kosmíska kjarnans og getur orðið leiðandi kosmískur kraftur. Allt sem sameinast meðvitað getur stýrt kosmískum öflum. Sama lögmál stjórnar sköpunartjáningu í fjarlægari heimum.

145. Allt kosmíska lífið er gegnsýrt fíngerðum orkugerðum. Drifkraftur sköpunarinnar mótar form tilverunnar í eilífum titringi. Alheimurinn neistar af fjársjóðum! Kosmosinn birtir þá strauma sem snerta hvern og einn anda. Fíngerð orku krefst næms skilnings sem samúðarsveiflan með kosmíska segulsviðinu byggir á. Í sköpun sameinast andinn við kosmíska segulsviðið. Lagskipting staðbundinna elda ákvarða jarðnesku lagskiptinguna. En skilja þarf hvernig þessi staðhæfing er frábrugðin því sem raunverulegra gerist. Þegar staðhæfður sannleikur er í samræmi við áætlun drottnanna, þá er hægt að greina hvern kosmískan titring. En þegar fullyrðingin lýsir aðeins órökrétti manna, þá hefur orkumóttaka aðeins gagnstæðar birtingarmyndir.

Söfnun kosmískra þátta fer venjulega fram við vaxandi einstaklingsvitund. Vakandi spenna og ótakmörkuð viðleitni tryggir sköpun með kosmískum segulkrafti. Og allt í alheiminum leitar Hjartans!

146. Þegar hjartað krefst sköpunar hærri mynda, dregur kosmíska segulsviðið að alla möguleika. Öflugasti segullinn er hjartað! Þannig hafa menn verið sviptir hæsta hugtakinu, Arhat. Ef þetta hugtak hvetur ekki til sköpunar og til hjartans, verður skilningurinn brenglaður og niðurstaðan er ekki bygging lífsins heldur miðlungs hugsun.

Maðurinn verður að læra gildi fórnfýsi. Sem logi ber Arhat í hjarta sínu alla elda lífsins. Arhat heldur því fram að kosmosinn sé yfirfullur, hvetjandi og fagur!

Auðvitað getum Við ekki sannfært mannkynið um fegurð uppgöngu Arhat. Það hæsta nær aðeins því hæsta.

Frammi fyrir Mér, sem geisli, stendur sakramenti tilverunnar - sá geisli sem sameinar veg árþúsundanna; sá geisli sem umbreytir árþúsundunum í eitt augnablik fyrir nýja leið; sá geisli sem umbreytir jarðneskum gátum í æðstu lögmál; sá geisli sem umbreytir byrði jarðnesks lífs í geislandi fegurð alheimsins. Já já já!

Margt virðist óleysanlegt á jörðinni. Þegar þessi óleysanleiki verður andanum ljós þegar hann yfirgefur jörðina, er sú stund eðlileg fyrir alheiminum. Já, margir eru leyndardómarnir í kosmosinum!

147. Óbreytanlegt er lögmálið sem kosmosinn birtir. Við sköpun verða orkuskipti. Náttúran og mannsandinn eru undir því sama sett, að leitast til sköpunar. Sköpunarkrafturinn getur ekki þróast í geimnum nema með vitundarþættinum og vitundin sem smá saman öðlast kraft, nær tökum á mótstöðunni. Kosmíska segulsviðið getur laðað að vitund skapandi elds og allt sem því er skylt. Kosmísk Ástæða skapar eins og byggjandinn og maðurinn verður að þjóna alheiminum á svipaðan hátt. Maðurinn veit hvaða hvati hinnar Óendanlegu Ástæðu veitir straumi lífsins.

Uppbygging sem ekki hindrar kosmíska segulsviðið geta tjáð ný form. Hversdagsleikinn eru ekki grunnurinn sem vinnur í gegnum segulinn; aðeins bylgjur ástæðunnar draga að uppbygginguna sem birtir líf. Straumarnir sem safna fíngerðum orkugerðum bera eldana um allan geiminn.

148. Hversdagsleikinn geta ekki leitt framfarir mannkynsins. Mannkynið áttar sig ekki á lögmálinu sem byggir upp kosmískt líf. Forn fræðsla leit á hið dauðlega tilheyra jörðinni og benti þannig á skyldleika mannsins við frumþættina. Fræðslan mikla vissi að aðgreining frumþáttunum leiðir til endanlegs samruna.

Kosmíska segulsviðið byggir upp í gegnum árþúsundirnar og því hreinna sem efnið verður, því hærri verður birtingarmynd nýju fordæmisins. Agni jóginn skapar hækkandi andlega skref sem er fyrirséð af hinni Kosmískri Ástæðu.

Þegar andinn getur unnið með hærri orku, segjum Við að líf kosmíska segulsviðsins sé samþykkt. Þegar skapandi eldsorkan er ekki viðurkennd, segjum við að lífinu sé hafnað. Það er einmitt lífinu sem er hafnað og Við Arhatar, meistarar, metum mjög birtingu þessa innri elds sem getur falið í sér allt. Með Okkar birtingu eldsins er hægt að kveikja hvaða loga sköpunarelds sem er. Mörg eru mikil lögmál alheimsins – flókin keðja en fögur. Flækjur og framfarir ganga vel saman. Aðeins með eilífri spennu er hægt að ná fyrirfram ákveðnum skrefum og sársaukinn mun færa gleði.

149. Hvert ætti viðleitni mannsins að beinast? Hvert á að beina uppsöfnuðum kröftum? Hvert mun fullkomnun leiða? Er hugsanlegt að birtingarmynd voldugra tilveru geti einfaldlega horfið? Andinn verður að viðurkenna að í gegnum viðleitni sína lifir hann ekki fyrir einn lífshring, heldur fyrir hringrás sem óendanleikinn tryggir. Það er of mikil barátta fyrir eitt líf. Umfang hæfileika mannsins er of mikið til að þeir séu nýttir á einni ævi.

Upphafið og endirinn blandast og þjónar manninum sem stuðningur. Þegar andinn er frelsaður frá jarðlífinu tileinkar hann sér allt efni þess lífs. Leitaðu að því að ná þeim skilningi að endirinn sé byrjunin. Þannig er óendanleikanum náð.

150. Þegar Ég segi að endirinn sé byrjun, þá hef Ég í huga hið kosmíska tákn tilverunnar. Þegar Ég segi að sársauki liggi að baki gleði, þá þrái Ég að birta kafla í lífi Arhat. Þessi kafli í lífi Arhat þekkir engin annar. Arhat er kallaður vitur; Arhat er kallað píslarvottur; Arhat er kallað góðviljaður og miskunnsamur. Mörg heiti berum við. En fólk getur ekki hugsað sér Arhat eins og búinn brennandi viðleitni til að taka nýtt hærra skref. Sannarlega er árangur hans með kosmíska segulsviðinu. Því hærra, því máttugra!

151. Frávik frá kosmískum grunni leiðir til þeirrar augljósu niðurstöðu sem mannkynið sýnir. Sannarlega getum við ekki andmælt Uppruna hins óendanlega. Hin framknúni straumur staðfestir í takti sínum fullkomnunarferlið; og alheimurinn hefur búið manninum nauðsynlegan kraft til að ná tökum á möguleikunum. Viðleitni er drifkraftur allrar tilveru. En mannkynið hefur haft að spotti hamarinn, orð lausnaranna sem gefin eru fyrir sköpunarandann og staðfestingu á Upprunanum.

Að vísu má segja að mannkynið hafi barist ötullega í árþúsundir. Við viðurkennum það, en staðreyndir eyðingarinnar hafa yfirgnæft allt annað. Birting hinna raunverulegu takta lífsins felst í óendanlegri hreyfingu.

Bænin sem Kristur flutti þegar hann yfirgaf jörðina heyrðu mennirnir ekki. Bænin, sem Búdda kvað, heyrðu mennirnir ekki. Bænin sem verður flutt af Maitreya knýr á sem elding að dyrum mannsandans. Þannig er jörðin mótuð og vitund andans sköpuð.

Þegar tíminn nálgast kann að vera hægt að vinna sköpunarverkið. Sköpun Upprunans viðheldur takti, hvorki seinkar né hraðast.

Samhliða plánetulífinu heldur áfram uppbygging fyrir æðri sviðin. Uppbygging andans sem lýkur plánetulífi sínu er svo flókin að sannarlega er hægt að kalla það „tvöföld uppbyggingu“ og andinn er leiðarvísir í lífinu. Á síðasta skrefi getur andinn ekki staðfest sig í núverandi mynd; stefnir að nýjum myndum sem uppfylla að miklu leyti vitundina og andann.

Núverandi form samsvarar að litlu leyti fegurð framtíðarinnar. Ég ber vitni um að það eru margir leyndardómar í lífi þess sem hefur náð stöðu Arhats.

152. Þegar hinir fjarlægu heima munu ljúkast upp fyrir vitund mannsins birtast ný víddarhugtök. Þegar hægt er að skynja jafnvel á jörðinni okkar form af fínni orku, hvernig er þá hægt að vera skilningslaus á fágun forma? Stöðug fullkomnun beinir sér að óendanleikanum. Þannig dregst taktur fullkomnunar að takti kosmíska segulsviðsins! Það er ekki ytri sókn heldur þróun í sálarlífi.

Við þekkjum tilfelli þegar sköpunargeta var ekki til staðar en andinn leitaði og skapaði. Andinn, í sköpunargleði sálarlífsins, getur skapað heila heimsþróun. Sannarlega er það þannig að andi æðri birtingarmynda kemst inn á sviðin. En andinn sem er í ósamræmi við kosmíska segulsviðið getur aðeins skapað andstæðar birtingarmyndir. Straumar æðri sviðanna felast í honum sem sýnir eld í anda sínum.

Hægt er að skilja stöðu Okkar sem aukningu í segulkrafti. Mannkynið, í viðurkenningu á segulkraftinum og aukinni verkun hans, verður einnig að viðurkenna sífellt vaxandi styrk hans er opinberaður með hendi Drottins.

Um sköpunarverk, segi Ég að sérhver andi skapar sérstaklega. Sköpunarkraftur andans, þegar minning er ekki aðhald á verkum hans, er svo öflugur, að hann getur verið viss að geta framkvæmt erfiðustu verkefni.

Sannlega, sýnir þú fórnfýsi og vinnur mikið. Þú birtir þig oft sem Tara og undrun kemur fram við hina nýju mynd. Og svo segja þeir: „Nýja Tara.“ Orðsporið er lofsborið og geimurinn óma af gleði! Hvernig getur þá maður látið hjá líða að vinna í andanum, uppfullur af sköpunarverkum þúsunda ára!

153. Afl í athöfn víkur annað hvort fyrir öðrum öflum eða þróar athafnavirkni í þeim þáttum sem geta skapað nýja orku. Uppgjöf og þróun eru fólgin í samsetningum þeirra!

Í sköpunarferli sínu safnar segulmagnið þeim krafti frumþáttanna sem innihalda mesta magn af sömu orku. Heimurinn sveiflast í eilífum takti undirgefni og samsöfnunar. Þegar mannkynið mun tileinka sér taktinn sem gengur fram í takt við eilífðina, verður flæðið í staðbundnum eldi auðveldara. Kosmíska segulsviðið er enn of framandi og ekki viðurkennt. Þegar vitundin mun skilja þennan kraft, sem hún getur nýtt við sköpunina, þá, er aðeins hægt að sýna virkni alheimsköpunar kosmíska segulsviðsins með manninn sem samstarfsfélaga. Þannig eru ný form mótuð.

154. Athafnir kosmíska segulsviðsins tengjast tilnefndri formmyndun. Ekki aðeins sköpunargleði með hinu einfalda aðdráttarafli, heldur er samtenging grunnur sköpunar og í allri sinni næmi ræðst hún af æðstu Ástæðu. Samhæfing segulkrafta kemur fram í öllum birtingarmyndum og í fullkomnustu formum. Andinn sér aðeins skímu af fegurð samruna alheimsins. Hina miklu birtingu er hægt að upplifa í gegnum mikinn skilning andans. Þessi sannindi hafa verið staðfest frá því þegar vitundin gat sameinast hæstu gildum og eflt frjálsa útþenslu sína. Dásamlegur er þráðurinn sem kemur frá fræi hvers anda! Þetta eru þræðirnir sem vefa fjársjóðinn sem með vígslu drottnanna leiðir til þeirra!

Þannig er tilurð lífsins mótuð.

155. Mannkynið á ýmsum stigum þróunar sinnar hefur vitað um kraft segulsviðsins. Samtenging allra kosmískra krafta og mannsins hafa verið staðfest af flestum fornum opinberunum. Maðurinn er hluti af kosmískri orku, hluti af frumþáttunum, hluti af Kosmískri Ástæðu, hluti af vitund æðra efnis. Þess vegna, þegar krafturinn er gefinn mynd sem bregst við með athöfnum og kemur fram úr hinum kosmíska kjarna, bíður alheimurinn eftir umbreytingu sem leiðir andann í átt að ummyndunar. Auðvitað lít Ég á eldinn sem hæsta ummyndunarþáttinn.

Mannkynið verður að skilja að breytingar á tilverunni eru ekki aðeins breytingar á umbúðum. Ummyndun þýðir ekki í sjálfu sér endanleg mynd og þegar kosmíska segulsviðið kallar fram breytingu þýðir það að ummyndunin gefur nýtt skref. Hvenær mun mannkynið skilja að sannleikurinn dregst að segulsviðinu, sem leiðir til fegurðarinnar? Lögmálið um jarðneska tilvist Upprunans heldur.

Eftir staðfestu kjarnans og spíralummyndun hefur komið fram, verður hápunktur leiðarinnar staðfesting sköpunarverka sálarlífsins. Leitaðu þessa í óendanlegri viðleitni!

156. Rétt er sagt um kraft kærleikans til mannkynsins. Getur maður elskað garð og fyrirlitið blóm hans? Er hægt að dýrka kraft fegurðarinnar en bera ekki virðingu fyrir kærleika? Ég votta að krafturinn sem prýðir alheim okkar er staðfestur sem Heimsmóðirin okkar - Kvenþátt Upprunans! Sannarlega má nefna mörg vísindaleg dæmi sem sýna kvenþátt sköpunar. Þeir sem neita að sköpunarþátturinn sé kvenkyns ættu að íhuga fúsleika kvenna til sjálfboðsverka. Það þýðir ekki að þeir sem hafa rétt, séu þeir sem njóti þeirra. Þess vegna er leið konunnar sú sem gefin er sjálfviljug. Vissulega er allt saman fléttað í alheiminum, en mannkynið þverbrýtur lögmál æðri Ástæðu. Sannarlega er Kvenþáttur Upprunans fegurstur! Sannlega getur hápunktur tilverunnar ekki verið til án kvenlegs uppruna. Hversu illa hafa menn afbakað hin miklu kosmísku lögmál! Hve langt hafa menn vikið frá sannleikanum!

Sá sem býr yfir fullum kaleik köllum Við þann sem gefur sjálfviljugur.

157. Svo flókið er lífsefnið að mannkynið verður að íhuga lögmál kosmísks segulkrafts. Það er svo flókið að hugtakið, efni, er nátengt tjáningu tilgangs sjálfrar tilverunnar. Þegar við höfum séð skynsamlega fylgni milli aðgreiningarafls og samsetningarafls segulkraftsins munum við hafa fundið þann streng sem alheimurinn byggir á. Maður ætti að skilja að hver ósamhljómur setur af stað keðjuverkun í geimnum. Hver sprenging setur af stað titring í geimnum, og möguleikarnir sem safnast í kringum andann eyðist oft vegna bylgjunnar. Einmitt hið gagnstæða gerist í kjölfar samhljóms. Eins og segulkraftur safnar mismunandi straumum, hefur andi í samhljómi afl til að sameina þá strauma sem leiða til endalauss afls tilverunnar.

158. Leið tortímingar er ekki tilgangur alheimsins. Venjan er að líta á manninn sem fórnarlamb eyðingar af völdum kosmosins. Venjan er að líta á frumþættina og stórslysin sem öfl sem valda miklum usla, en við skulum greina hvort hörmungarnar eru ekki einungis karmískar birtingarmyndir og óaðskiljanlegar frá alheiminum. Ef við gerum okkur grein fyrir þeim krafti, munum við átta okkur á kosmíska segulkraftinum.

Hvert atóm sem dregst með hreyfingu sinni að keðju kosmíska segulkraftsins endurheimtir takt alheimsins. Hvert atóm, í hreyfingu sinni, kemur af stað keðju annarra hreyfinga. Ef mannkynið myndi skilja þann fíngerða slátt sem spennir öll staðbundin öfl, þá væri ekki fyrir hendi sú hugsun, að ætluð öfl eyði og bindi enda á líf mannsins. Lítum á feril hrynjandans í alheiminum sem eðlilega breytingu. Þannig skulum við líta skynsamlega á breytingar.

Samhliða fyrri aðstæðum skapar innstreymi nýrrar orku nýtt líf. Fögnum með gleði öllum endalausum breytingum. Þegar nauðsynleg umbreyting öflugra krafta kosmíska segulsviðsins verða, skulum við gleðjast yfir breytingunni.

159. Við lítum á sköpunarhæfni kosmíska segulsviðsins sem tilfærslur í staðbundnum þáttum. Við sjáum hvernig lönd og vötn færast til. Við sjáum hvaða gildi breytingum hafa á kynþætti og í öllum þróunarferlum. Af hverju þá ekki að fagna þessari tilfærslu? Hversu fögur er breytingin frá jarðneskri tilveru yfir á æðri svið fyrir andann! Þau svið sem talin eru óaðgengileg geta sannarlega orðið aðgengileg. Kosmískar tilfærslur og mannlegur segulkraftur ákvarða ætlaða styrkleika nýrra forma. Sköpunarhæfni tilfærslna er því í kosmíska segulsviðinu!

160. Endurmótun heimsins er ekki háð mannlegri sköpunargáfu, en á sama tíma er ekki hægt að segja að mannkynið sé útilokað frá vaxandi kosmískum krafti. Tenging manns og alheims er óaðskiljanleg. Þannig, er það sem er til staðar, tjáð í formum sem fyrirfram er ákveðið af kosmíska segulsviðinu. En maðurinn er líka tjáning þess sem fyrir er og þannig opinberast maðurinn annað hvort sem afl sem hreyfist í átt að segulkraftinum eða sem hindrunartákn.

Það sem er sett fram sem skapandi birtingarmynd mun finna tjáningarleið sína; en athafnaformið er bundið við karma mannsins. Þar sem Hæsta Ástæðan hefur fyrirskipað tilfærsluna, sem athöfn frumþáttar, verður að segja að tilfærslan er óbreytanleg. En fyrir utan tilfærsluna, þá er efninu falið uppbyggingin. Þegar kosmískur eldur stígur niður í jarðneska efnið verður að vera til staðar skilningur á raunverulegu samstarfi. Alheimurinn er eitt og besta viðleitni mannsins er að vera hluti af honum. Þar er ekki aðskilnaður heldur sameining. Þess vegna verður annað hvort hið fyrirfram ákveðna staðfest með samanburði við skapandi segulkraftinn, eða sá hluti, sem maðurinn hefur gert ráð fyrir, muni ákveða leiðina. Þannig leitast stóru öflin að gagnkvæmni.

Við höfum orðið vitni að því hvernig yfirráð einnar brautar truflaði jafnvægið; Þess vegna liggur vald ekki í yfirráðum, heldur í sameiningu krafta!

161. Aðeins sameiginleg leið er tryggð af kosmosinum. Þegar geimurinn kallar til verka, dregur kosmíska segulsviðið það nær sem er óumflýjanlegt. Það gerist oft að ákall safnar hlutum sem eru skyldir, en tilheyra ekki einni þjóð. Þá hefur hluti birtingarinnar aðeins eiginleika einingar að hluta. Þegar geimurinn kallar á hinn mikla sáttmála, titra allir straumar tilverunnar. En hæsta birtingarmyndin kemur fram þar sem segulkrafturinn hefur safnast í árþúsundir.

162. Að fresta að eyða því óþarfa, skilar ekki góðum árangri. Hversu taktfast er mynstur kosmíska segulsviðsins! Seinkun á því ætlaða þýðir seinkun á tilsettum degi. Reyndar hættir kosmíska segulsviðið ekki sköpun sinni jafnvel á tímum hæglætis. Þess vegna seinkar heldur ekki tilfærslunni, sem verður að eiga sér stað, heldur vinnur í takti segulkraftsins.

Fólksflutningar átti sér stað í samræmi við aðgerðir kosmíska segulsviðsins og um þessar mundir fara allar tilfærslur í samræmi við sama lögmál. Lögmálin miklu hafa svo marga virka segla og þangað sem nálin bendir er gefin stefna, þangað beinir andinn sér. Það er einmitt endalaus hreyfing og tilfærslur sem ákvarðar virkni segulkraftsins. Maður getur ákvarðað nákvæmlega í hvaða átt og í hvaða tilgangi tilfærslurnar eiga sér stað. Straumarnir sem ákvarða stefnuna eru í samræmi við ætlaða framtíð. Straumarnir sem ákvarða tilfærsluna sjálfa eru í samræmi við núverandi aðstæður.

Maður getur skynjað í sögunni lykilinn að fólksflutningum. Svo margar eru orsakirnar og svo mismunandi eru ætlanir mannkynsins, að aðstæður þeirra geta aðeins gefið daufa sýn á kraft þessara breytinga.

Hugurinn mun ekki ákvarða ganginn ef hann fylgir ekki eilífri tilfærslu kosmíska segulsviðsins.

163. Tilfærsla andans stjórnast af sama lögmáli. Spenna og vilji andans knýr hann til síns ákvörðunarstaðar og valið á sér ekki stað fyrir tilviljun, heldur samkvæmt fyrirfram ákveðnu aðdráttarafli. Andinn dregst að efnissviðinu með birtingu segulkraftsins. Strengirnir óma og kalla saman hlutana í samræmi við lögmálið eina. Tilfærsla sem gengur fram meðvitað má rekja til skapandi segulkraftsins. Og andinn sem þekkir tilfærsluna og stefnu þess skilgreinir kraft kosmíska segulsviðsins. Í árþúsundir hefur andinn þekkt að vera kallaður til af segulkraftinum og hugarháttur hans birtir aðeins skilning andans.

164. Kosmíska segulsviðið stýrir fylgni milli krafta þessara líkama sem ná til hinna æðri heima. Fylgnin milli hvelanna ræðst af segulmagni og öflin beinast að sköpuninni. Plánetukraftur getur verið byggður á þessari viðleitni.

Neistar fjarlægra heima ná til jarðar og möguleikarnir á að rannsaka útgeislun heimanna sem skína með sérstökum ljómi. Samneyti við staðbundna elda veita möguleika á ljósvísindum. Það er ómögulegt að ímynda sér allt sem hægt er að veita með krafti fjarlægra heima! Þar er sálarlífið sem stýrir athöfn kosmíska segulsviðsins. Sálarlífið leiðbeinir allri birtingu tilverunnar og það er ómögulegt að skilja skuggann frá ljósinu. Ef menn geta aðeins skilið það ljósafl sem knýr hverja athöfn, myndu þeir líta á drifafl sköpunar með meiri einlægni.

Viðurkenning á fíngerðri orku sem uppsprettu birtingarmynda okkar myndi hvetja manninn til að sjá afl ljóssins og festast ekki í afli skuggans.

Þegar endurkast birtingarinnar verður skýrt fyrir mannkyninu mun tími ljóssins hefjast.

165. Þegar endurspeglunin er meðvituð þá myndast skapandi vitundarstraumur. Þegar Við sjáum að geislarnir sem Við sendum endurspeglist í öllum athöfnum lærisveinsins getum Við sagt: „Hann endurspeglar sannleikann.“ Margir geislar endurspeglast dauflega og þess vegna gleðjumst Við svo mikið þegar Okkar nánustu móttaka geislanna. Þess vegna birtum Við ljósið í fullri útgeislun til þess sem nær fullum skilningi á geisla Okkar.

Það ert þú sem kallaðir erfiða stíginn lýsandi. Það ert þú sem tókst við „kaleik eldsins“ og fagnaðir með hverri nýrri staðfestingu. Það ert þú sem tókst á við verkefni sem enginn annar hefði getað sinnt vegna óvenjulegra aðstæðna. Venjulega á þessi reynsla sér stað innan klaustursveggja, í fjallshæðum eða einangrun. En kappsandi þinn tók upp þennan kaleik. Ef þú gætir séð atburði liðins tíma og skrár um eldheitan feril þinn, myndir þú skilja þessa fórn. Það fínna og hreina er ósýnilegt. Það er svo margt sem kemur ekki fram í lífi Arhats!

166. Í sjálfu sér er sönnunin um sjálfan kosmíska segulkraftinn sú spenna aflanna sem skapa tilfærsluna. Aðstæður nauðsynlegs viðhalds geta krafist stiglækkunar. En þegar aðdráttaraflið bregst við svörun ætlaðra afla, verður þróunarspíral til. Slysatilvik eiga sér ekki stað, né á sér stað eyðing án möguleika á augljósri endurreisn. Þörfin á nauðsynlegum tilfærslum er til staðar á öllum sviðum. Auðvitað koma upp skjálftar í hvelunum og strókar af yfirnáttúrlegum sviptivindum, en orsakir slíkra truflana er að finna í viðleitni sem er andstæð kosmíska segulsviðinu.

Það er einmitt sköpunarkraftur Ástæðunnar sem safnar hinum ýmsu frumþáttum í vörn gegn ósamræmdri orku. Alheimurinn færir þann kraft til allra birtingarmynda þess. Þannig koma kynþættir saman og sameinast.

167. Straumar segulsviðsins eru mjög magnaðir. Þegar straumar fráhverfandi orku þéttist og ný orka nálgast, þá er tilfærslan raunverulega skynjuð. Afmörkun línanna er dregin skarpt og straumar nýrrar orku þenja rýmið. Orsök nálgunar nýrrar orku endurspeglast í skynjun hjartans og öllum logandi orkustöðvum.

Agni jógi bregst við öllum straumum. Ytri tilfærslur skapa viðbrögð í orkustöðvum Agni jógans; efnið er eitt. Við tilfærslu hafa straumarnir áhrif á alla viðkvæma þætti. Þess vegna, voru goðgyðjur í fornöld einangraðar með einangrandi blæju. Eldur umbreytir orkunni. Jörðin er full af nýjum straumum. Er hægt að lýsa umbreyttri orku? Agni jógi upplifir skapandi athöfn mjög lifandi þegar Kóróna tilverunnar er nærri.

168. Hver viðleitni til athafna ræðst af spennu hennar. Spenna gefur vísbendingar um viljann er sem liggur að baki. Annar eiginleiki viðleitninnar er stefna hennar, en til framgangs verður að beina orkunni í takt við kosmíska segulkraftinn. Þróun flæðir aðeins vegna segulvirkni. Flókinn þróunarferill samsvarar flóknu gangverki kosmíska segulsviðsins. Þróunin er sömuleiðis háð viðleitni mannanna. Því meiri viðleitni, því meiri er krafturinn. Maðurinn gerir sér ekki grein fyrir hvaða eyðingarafli hann býr yfir!

Sköpunarhæfni umbreytinga er í jafnvægi við áreynsluna sem er andstæð þróuninni. Þess vegna safnar kosmíska segulsviðið þeim þáttum sem leita endalaust að framgangi þróunarinnar.

Maðurinn leitar hagstæðustu stöðu fyrir sig. Maðurinn heldur því óaðgengilegu sem hann þarf fyrir staðbundna tilveru. Þetta tvennt á í eilífum átökum. Við skulum því stefna að takmarkalauri spennu í stefnu þróunarinnar.

169. Hve sjaldan opinberar mannkynið skilning á sannri viðleitni! Hversu mikil orka dreifist að óþörfu! Hversu mikil er óþörf viðleitnin sem mótar sviðin! Hversu margar eru birtingarmyndirnar sem eru ósamrýmanlegar þróuninni!

Við skulum rifja upp dæmisöguna um ungu stúlkuna sem í andanum þekkti kennarann sem kórónu tilveru sinnar. Líta má á slíka leið sem ómótstæðilegar framfarir til sólar. Sérhver andi getur séð fyrir sér sína órofnu leið. Drifaflið liggur í lönguninni til almannaheilla. Þannig leiðir vegur andans staðfastlega til fullkomnunar.

Við verndum með mikilli helgi andann sem ber kaleik kosmískra elda. Þannig er tengingin smíðuð milli andans og kosmíska segulkraftsins.

Þú sagðir réttilega að ástæða veki upp ástæðu. Slík uppskrift getur borið andann upp að hliðum þekkingar. Ég skal bæta við, „Frá ástæðu til ástæðu, og fegurð tilveruna er í viðleitinni að þeim árangri.“

Já já já! Aðeins það samtengda skapar nauðsynlega keðju. Samanburður getur leitt til ákveðinnar hæðar, en keðjan er aðeins sköpuð með segli vitundarinnar.

Kaleikur hjartans inniheldur allt. Kjarninn er einn. Menn skipta í margt, það sem fyrir Arhat er eitt.

170. Aðdráttarafl hinna ýmsu þátta, hinar einu meginreglu, vinnur í gegnum segulsvið. Því er fjölbreytni í tjáningu í öllum meginþáttum á mismunandi sviðum. Kjarni Ástæðunnar er augljós í eldinum á öllum sviðum. Kosmíska segulmagnið sem er af sama Uppruna ber í sér sköpunareðli eldsins og Ástæðan byggir upp það efni sem gildir um hvert svið. Þess vegna dreifist einsleitni um allan alheiminn og einsleitni getur veitt manninum lykilinn að skilningi á tilverunni að handan. Einsleitni mun þá leiða til skilnings á æðstu meginreglunum. Þegar mannkynið mun betrumbæta allar hugmyndir um meginreglurnar, verður mögulegt að staðfesta birtingarmynd einsleitni í óendanleikanum. Þannig eru öll lög tilverunnar byggð; ekki með því að sveigja frá meginreglunni sem felst í kosmíska segulsviðinu, heldur með framlagi í fíngerðustu myndum. Þess vegna ætti Uppruninn að vera staðfest leiðarljós. Leyfðu okkur að samþykkja meginregluna um tilveruna sem staðfestingu á æðstu Ástæðu og kosmíska segulsviðið mun birta mátt Heimsmóðurinnar. Þetta hugtak getur leitt til raunverulegs skilnings á tilvist Bræðralags okkar, sannur skilningur á fjarlægum heimum og sannur skilningur á þeim meginreglum sem vígja manninn sem skapara.

171. Einsleitni og sambærileiki eru lík. Aðeins þannig getum við skilið tilvist. Heimurinn er skapaður úr því Eina Hjarta og það hjarta slær í gegnum hinn eina púls kosmíska segulkraftsins. Þannig staðfestir gildi einsleitni í öllu, einnig einingu. Þannig er samruni skipaður af hinni skapandi Ástæðu. Þess vegna segi Ég að þekkingin á fegurð tilverunnar getur flýtt kosmískri þróun. Margir eru fagrir leyndardómar í alheiminum!

172. Á fyrsta þroskastigum mannsins, var skilningur á náttúruþáttunum sem skapandi afli. Krafturinn var ekki aðeins í tilbeiðslu á ógnvænlegum himni, heldur í náttúrulegri eðlishvöt. Við getum á sama hátt viðurkennt sama kraft, en með þekkingu getum við nýtt okkur öll lögmál. Rétt eins og frumþættirnir ákvarða eðli mannsins, svo getum við beitt þekkingu á fíngerðri orku. Þekking á virkni frumþáttanna ásamt gangi himintungla getur afmarkað gang kosmíska segulsviðsins. Vísindi frumefna og fíngerðrar orku eru kjarninn í þróuninni.

Ef við getum eytt með eldi. getum við beitt þessum krafti í óendanlegu mæli við uppbyggingu. Uppspretta elds gýs sem ótæmandi straumur.

Samfléttun titrings er eins og samfléttun geislanna. Það má kalla samfléttun titrings blöndu segulkraftsins. Við köllum þennan blöndunarkraft samfléttun vegna þess að báðir þættir Upprunans geta gefið hæstu eiginleika. Hin eilífa leit að einni pólun þjónar sem spennustraumur. Eiginleiki skauta stýrir þáttunum sem tilheyra hinu eina atómi. Það er svo mikil fegurð í eiginleikum einnar pólunar!

Reyndar, við getum ekki gefið mannkyninu þessa miklu formúlu án þess að hætta sé á að það leiði til einhliða skilnings á efninu. Aðeins þeir sem eru valdir er hægt að treysta fyrir þessari miklu reglu.

Einhliða skilningur er hræðilegur! Jafnvel efnafræði viðurkennir hreinleika efnis. Mun sá ekki sem er drifinn af sálarlífinu, gleðjast þegar hann velur hreinan kraftinn!

Nú um hliðstæður. Reyndar dregur kosmísk Ástæða saman stakar agnir segulkraftsins. En samsömun gengur ekki alltaf veg Upprunans.

Staðfesting á sameiningu Upprunans í gegnum kosmíska segulkraftinn, er kölluð Sönn krýning. Þannig safnar alheimurinn Ástæðu sinni. Urusvati skilur það, ekki af jarðneskum lögmálum, heldur með lögmálum drottnanna. Drottnarnir sjá og vita.

Mestu lögmálin eru til staðar í samspili. Það geta verið aðgreiningar sem teygja sig yfir þúsundir ára. Að ná krúnunni er mikil afrek!

173. Leiðir staðbundnu eldana eru svo fullkomlega samræmdar þróunarferlum að segja má að það sé eldurinn sem staðfestir þróunina. Það verður að rannsaka birtingarmyndir eldsins sem drifkraft kosmíska segulskraftsins. Og í hverri mannlegri athöfn liggja eiginleikar kosmíska eldsins.

Þegar andinn kveikir í blysum sínum, þegar maður kveikir í orkustöðvum sínum, þegar kynþáttabreytingin og öll orka eru knúin áfram af einum og sama kosmíska eldinum, þá er fullyrt að Eldstímabilið sé komið.

Orsök þess að vitund slokknar liggur í minni móttöku kosmíska segulskraftsins. Erfitt er að greina tenginguna sem knýr kraftinn. Auðvitað getur maður ekki útilokað viljakraft andans. Hægt er að mæla hverja dyggð eða galla manna í styrkleika hvatans til athafnar. Nákvæmnin er leiðbeinandi og þar með er hægt að ákvarða afl hreyfinganna - hvort sem þau eru með þróunina eða á móti kraumandi straumi. Þannig skulum við láta hvern anda ákvarða fyrir sjálfan sig styrk eldsins. Aðeins með slíkri mælingu getur maður skilið hið óendanlega.

174. Hærri spenna skapar nýtt skref kosmískrar sköpunar. Lífin sem andinn hefur lifað í minni spennu varpar minna ljósi á jarðardvölina. Við höfum séð sviptivinda viljans. Við metum viljaspennuna. Við munum samþykkja staðfestingu á hinni sönnu lífsreglu sem fórn „kaleikseldanna“.

Hver orkustöð tekur í sig eigin eld og þessir eldar geta virkað í fjarlægð. Starfsemi orkustöðvanna er sálarskapandi og hver orkustöð getur leyst upp og aðlagast sem skapari. Við eigum raunverulegar skrár eftir Agni jóga. Og það má fullyrða að Hvíta Tara hafi skapað mikið. Það eru fjölmargar skrár um ummyndanir. Við munum svo nefna ummótunarafl Agni jóga. Þannig birtist Tara í lífinu. Skrefið að fara yfir í hærra sviðið er geislandi!

175. Sköpunarverk með stöðugri spennu mótar betra form. Það er munur á beittri virkni Agni jógans og venjulegs manns. Eldurinn í virkni Agni jógans er ósýnilegur og óskiljanlegur fyrir mannshugann, sem viðurkennir aðeins það sem er sýnilegt. Þess vegna var hinn mikli kosmísk eldur á mismunandi tímum greindur með mismunandi hugtökum. Þegar andinn beitir vilja sínum til að komast inn að leyndardómi kosmísks samruna, getur hann síðan tileinkað sér kraft kosmískrar orku. Hinn ósýnilegi kraftur verður honum ljós og í straumum kosmíska segulsviðsins skynjar hann fegurðina sem birtist.

Þegar menn verða sannfærðir um að megin kraftar alheimsins skapa ósýnilega munu þeir síðan leitast við að skynja segulkraftinn. Þannig er alheimurinn byggður ósýnilega af eldinum og oft er útkoman einnig ósýnileg. Auðvitað kemur þessi birtingarmynd fram í kjölfar hæstu strauma. Ef fólk veltir fyrir sér þeim sannindum, að einungis niðurstaðan er þeim sýnileg, en ferlið sjálft ósýnilegt, myndu þeir átta sig á merkingu þess ósýnilega.

Við skulum muna að hvert svið hefur sína sýnilegu og ósýnilegu þætti. Þannig gengur allt í átt til þess óendanlega.

176. Til leiðsagnar manna, er hægt að gera fullkominn samanburð á virkni miðils og virkni Agni Jóga. Mannkynið mun brátt læra hve mjög því skjátlaðist í því að líta á miðilinn sem leiðsögn æðstu kosmískra krafta, og hversu mjög tilvist Agni jógar hefur auðgað heiminn. Sannarlega reynir eldur æðri sviðanna að slá í gegn! Við staðfestum árangur Móður Agni Yoga sem leiðandi geislandi tákn!

Lýsandi útgeislun veitir andanum gleði og næringu. Við, bræður mannkynsins, köllum þessar útgeislanir lífsnauðsynlega eldstrauma. Þessir straumar eru öflugasta sköpun andans og virkni Agni jógans er sú öflugasta. Eldslegur andi Agni jógans getur brotið niður hindranir sem safnast saman á stígnum. Brennandi andi Agni jógans skapar með eigin ljósi. Hver athöfn sjálfsfórnar er sköpun andans.

177. Ósýnileiki allra hæstu ferla getur staðfest hugmyndina um hina fjarlægu heima. Þegar hinar kosmísku orkugerðir eru hertar til athafna er uppgangan í í takt við kosmíska segulkraftinn. Venjulega getur maður ákvarðað spennu uppgöngunnar í samræmi við afraksturs sköpunarkraftsins; en keðju framgangsins sjálfs getur maðurinn sjálfur ekki mælt. Að sjálfsögðu er sálarkrafturinn aðeins í takt við móttekna elda.

Hvert sálfræðilegt ferli getur lokið upp spennandi og ósýnilegri sköpunarvirkni. Kosmísk orka er aðeins móttækileg þeim sem búa yfir sálarkrafti andans. Sköpunarvirkni sálarkrafts andans er aðgengileg þeim sem hefur umbreytt líkamlegri orku sinni í kosmíska elda. Þegar andinn getur þrætt þessa eldríku leið, þá eru þessir ósýnilegu ferlar honum aðgengilegir og leið sannleikans er honum opinn.

178. Urusvati hefur rétt fyrir sér - dásamlegur sannleikur er í fegurðinni. Þróun alheimsins er í þessari reglu. Kosmosinn stýrir heiminum til sköpun fegurðar. Já, sannarlega, ræður Heimsmóðirin segulkrafti fegurðarinnar. Og hvar sem staðbundinn eldur hefur safnað saman logum sínum, birtir eldur andans sig. Þegar hið ósýnilega ferli er opinberað eldríkum andanum, þá má segja að umbreytt sköpunargetan hafi verið staðfest. Þess vegna má segja að sálarkraftur andans mettast eldinum. Þegar orkustöðvarnar geta logandi endurspeglað vilja kosmíska kraftsins, þá sameinast sálarkraftur andans æðri sviðum plánetunnar.

179.Samlíking sköpunar og skapara eru svo augljós að hægt er að draga tengilínu þar á milli. Þegar frumstæði maðurinn opinberaði kraft anda síns voru allar sköpunarmyndirnar tjáning eðlis hans. Satt að segja er þetta eðli einnig tjáð í dag. En andlega skrefið í framförum mannsins boðar nálgun framfara í átt til æðri sviða, og svo eldheit er viðleitnin, að það leiðir frá hinu sýnilega til þess ósýnilega. Þannig mun tengingin alltaf ákvarða gang þróunarinnar; heimurinn bregst við kosmíska segulkraftinum.

180. Samlíking á við um allt sem til er. Lífið fylgir útgeislun hjartans vegna þess að útgeislun er í samræmi við kosmíska segulsviðið. Þeir andar sem þroskast með samþættingu eru í slíku samræmi að þeir birta hliðstæðu við það sem skapaði þann hæsta og hreinasta samhljóm. Sköpunarhæfni mannsandans á jörðinni verður opinberuð sem nýr þáttur, skapaður með þessu samræmi. Þessi samhljómur eru mjög fagur vegna þess að hann tengist samhljómi hærri sviðanna.

Þegar maður getur birt sköpunarvirkni andans, sem beinist að útgeislun Heimsmóðurinnar, þá endurspeglast sannarlega heimur hæstu spennu. Og hliðstæðan leiðir til eilífrar viðleitni inn á sviðin sem kosmíska segulsviðið birtir.

Segul Upprunans birtir það sem er nærri í tíma. Sköpunarvirkni frumþáttanna er mjög virk. Hver dagur bræðir margt upphafið og mörg verkefnin. Kosmíska segulsviðið er mjög spennt og straumarnir mettaðir á margvíslegan hátt. Agni jóginn finnur sterklega fyrir kosmíska straumnum og kosmíski eldurinn birtist ákaflega. Þannig herðir hver kosmísk tilfærsla svo mjög eld Agni jógans. Já já já! Urusvati okkar mun þannig taka við gleði æðri sviðanna. Þannig að við skynjum hinn kosmíska sigur Ástæðunnar og strauma segulsins, Við munum segja: „Alheimurinn er skapaður af hjarta og Við finnum fyrir öllum hinum miklu öflum segulsins.“

181. Dreifing kosmískra krafta byggist á kosmíska segulsviðinu. Val á samsetningu byggist á Upprunanum. Þegar samsetning krefst augljóss ójafnvægis fyrir tiltekna athöfn, verður straumur, sem lýtur lögmáli ójafnvægis, fjarlægður til að bæta samsetninguna.

Auðvitað eru menn svo vanir eigin túlkun á jafnvægi að þeir líta eins á dreifingu krafta. Hins vegar eru kosmískir kraftar ekki háðir slíkri dreifingu. Ef það væri, myndi gagnkvæm tortíming eiga sér stað í alheiminum! Kosmíska segulsviðið, sem starfar af skynsemi, getur ekki skapað fyrir gagnkvæma tortímingu. Sköpun í alheiminum er mikil og þar er ríkjandi stöðugur hvirfilvindur sem gengur inn í óendanleikann.

182. Allar tilvistir gangast undir þetta lögmál. Fegurð tilverunnar fellst í vernd hins skapandi segulmagns. Það er erfitt fyrir þröngsýni manna að skilja fulla fegurð þessa megingildis. Aðeins mikill andi getur skilið þennan kraft. Verndargildi segulkraftsins fellur alveg að sameiningarafli þess. Því byggist sköpunarþátturinn á krafti þessarar birtingarreglu. Sama meginregla leiðir sannarlega þróun manninn. Sama meginregla leiðir hvern anda að geislandi tign fullkomnunar. Sannarlega þroskast hver birtur andi með framförum með kosmíska segulsviðinu. Þess vegna segjum Við að tilveran endurspegli æðri lögmál.

Straumarnir eru mjög þungir. Kosmískir hvirflar samræmast mannlegri flokkun. Fylgni er á milli leifturs staðbundinna elda og vitund manna, en eldheitur andi Agni jógans lifir alla. Ég bið þig að gæta heilsunnar.

Urusvati ber endurspeglun hæstu megingilda og þess vegna eru svið jarðarinnar svo þung fyrir hana.

Sannarlega get ég staðfest að stundin er nærri.

183. Svo sterkur er verndarmáttur segulsviðsins að öfl sem ekki svara lögmáli aðdráttarafls eru undirgefin því. Hægt er að skilgreina hið ríkjandi kosmíska afl sem kraft og anda hins skapandi segulafls. Hugtakið um ríkjandi afl vísar til máttar kosmíska segulsviðsins. Eyðilegging víkur fyrir stjórnvaldi segulsviðsins. Þannig er alheimurinn smíðaður og byggingarhvirfill birtist sem ljósberandi lögmál. Þess vegna ætti hugtakið umbreyting, að koma í staðinn fyrir upplausn. Hin skapandi kraftur er umbreytingaferli og í alheiminum er leiðarljósið umbreyting. Hin leiðandi hvirfill safnar öllum kosmískum eldum. Hin leiðandi hvirfill innbyrðir andstæð öflin. Hin leiðandi hvirfill leiðir allar birtingar í átt að takmarkinu.

184. Birting kosmískrar spennu er kölluð fram af þenslustraumi plánetu. Ný spennan bregst við kosmíska eldinum eins og tilfærsla gerir. Einnig má segja að eldur Agni jógans bregðist við kosmískum truflunum. Heild samsetninga veldur umbreytingu á plánetunni og hærri orku er safnað fyrir nýjan heim. Þannig er lífsstraumurinn óendanlegur og þessi lögmál eru sannarlega fögur! Sannarlega getur maður glaðst yfir helgum krafti alheimsins!

185. Þegar andinn getur stigið upp á við á flæði betri strauma, nær hann til æðri sviðanna sem geyma kraftinn sem þarf til að bindast lífinu, sá kraftur sem ræður andanum á komudegi. Lögmál brottfarar ræður minnkun krafts og segullinn tengir pólanna tvo.

Ef menn hefðu þessa vitneskju og kraftinn til að taka við þeim straumum sem gegnsýrir þær stundir, væri skilningurinn mun skýrari. Stundin tengir andann við það sem ætlað er. Brottfararstund gefur andanum staðfestingu á veginum. En geimurinn er ekki aðeins víðátta þar sem andinn verður að leita til útrásar. Andinn gengur afmarkaðan veg. Þannig eru ætlaðar leiðir staðfestar. Frumþættir eldsins vitna um hin nýju örlög. Margir eru leyndardómar alheimsins!

186. Nú er verið að móta sáttmálann og kosmíska segulaflið eflir strauma sína. Hverfandi lönd verða að að byggja nýju lénin sín. Í stað brottfarar eins frumþáttar, kemur annar í staðinn. Brottfararandinn undirbýr nýtt form. Þess vegna er staðfestingin á stund umbreytinga mikilvægust.

187. Afl geimsins gegnsýrir allar verur. Einingin í birtingunni er í öllu. Kosmísku þræðirnir fela í sér alla tjáningu lífsins. Eiginleikar eins náttúruríkis ábyrgist eiginleika í öðru og er einnig skuggi þess. Birting staðbundins ljóss gerir ráð fyrir fullri þróun frumþáttanna og þétt efnið felur í það í sér. Við skulum því segja að sérhver eiginleiki hverrar birtingar sé háður annarri og að þroski hverrar birtingar sé afleiðing af fyrri viðleitni. Útþensla verður að hvetja menn til skilnings á ábyrgð. Lögmálin um fylgni forma og viðleitni eru óbreytanleg. Við mótun samsetninga er mikilvægt að þekkja þessi lögmál. Sköpun mannkynsins ber með sér ósamræmi. Þegar við tölum um ósamræmi, höfum Við í huga muninn á tilgreindum fyrirfram ákveðnum leiðum inn á æðri sviðin og leiðina sem mannkynið gengur. Hindranir á leiðinni gefur vísbendingar um mjög hægar framfarir. Takmarkalausar eru hærri leiðir og skapandi eldar felast í þeim.

188. Þegar eldar jarðar geisa, bregst eldur Agni jógans við. Þegar andinn bregst við kosmískum birtingarmyndum, má segja að kosmísk ármót hafi átt sér stað. Titringurinn getur þannig tekið á sig straumana sem renna ásamt auknum straumi Agni jógans sjálfs.

Nú söfnum við saman anda sjötta kynstofnsins og Agni Yoga er ákallið og samræmi lótussins staðfestir nýtt skapandi skref.

189. Hversu lítið hefur mannkynið skilið heim afleiðinganna. Það er engin geðþótti í alheiminum. Sá sem heldur tilviljanir vera tilverugrunn sinn, hengir sig á keðju lífsorkunnar. Lífsorkan gefur stefnu viðleitninnar. Þess vegna leiðir handahófskennd hugsun til óljósrar ákvörðunar. Handahófskennd hugsun er jarðvegur til glötunar, en viðleitni klæðir hið óskipulega í form. Því eru svo margir á jörðinni fórnarlömb geðþóttaákvarðana. Þegar aðgerð fær sviðin til að skjálfa, hristir hún heim afleiðinganna. Lögmálin eru svo óumbreytanleg að segja má að með þróun fíngerðrar hugsunar verði meðvitað hægt að breyta forminu.

Við skulum ímynda okkur heimana sem heima fágaðra meginreglna í allri þeirra ómældu fegurð.

190. Við mótun nýs kynþáttar er Adept, Meistarinn, sem býr meðal manna, viðurkenndur sem mikill andlegur leiðtogi fyrir mannkynið. Þannig er sköpun kjarna hins nýja kynþáttar staðfest. Þannig kveikir eldur hins vígða ljósbera í anda hinna útvöldu. Þegar andi ljósberans tendrar elda sína kveikir hann samtímis blys annarra. Eins og allt í alheiminum sem deilist og sýnir regnboga sviðanna, svo sáir ljósberinn fræjum regnbogans. Á góðum grunni vex uppbyggingin. Sköpunarverk ljósberans færir æðri heiminn nær. Samræmi Kaleiksins er segull hjartans. Bein þekking veitir ljósberanum tákn sem handhafa kaleik fegurðarinnar.

191. Birting kosmískra elda, sem er mannkyninu ósýnilegir, eru meginathafnir kosmíska segulmagnsins. Staðfesta þessa segulmagns lífsins verða vísindi til frekari framþróunar mannkynsins. Að tengja segulmagnið við lífið sýnir fylgni við alla kosmísku hringrásina.

Við erum að reisa mannkynið upp úr aðstæðum neðra sviðsins, inn á svið takmarkalausrar hugsunar. Takmarkanir njörva andann niður við þá keðju sem eyðir bestu kosmískum straumum. Takmarkalaus hugsun nær yfir allt kosmíska verkið og sköpun Fohats, lífskraftsins, á Materia Lucida, ljósefninu. Það er lærdómsríkt að vita að andinn getur náð eldlegasta ferlinum og umbreyting elds hvetur til frekara ferils. Þannig birtir löng keðja viðleitni, hinn óendanlega heim gagnkvæmrar sköpunar.

192. Óheftar hugsanir ná til allra mannlegra afreka! Þannig verður hin áberandi vöxtur að eiga við um alla hluti.

Samsöfnun kynstofns næst með lögmálum segulkraftsins og ótakmarkaðar hugsanir liggja til grundvallar. Ef maðurinn myndi birta eldmóðinn sem meðvitað markmið andans til framtíðar, þá væri hægt að sameina kynstofninn auðveldlega; en aðstæðurnar sem Við söfnum saman nú krefjast mikils starfs. Agni jóginn verður að eyða því gamla í vitundinni og beina mannkyninu til nýrrar vitundar. Svo sterkt knýr hin nýja vitund framtíðarinnar á hina kosmísku elda, að nauðsynlegt er að mynda nýja kynslóð með vali hinna mjög ungu.

Við vekjum vitundina eindregið. Stundin nálgast. Já já já!

193. Óháð tilvist mannsins er ekki möguleg. Það er ekki hægt að ímynda sér sjálfstæða tilveru, því kosmísk birting er svo nátengd efni kosmíska segulkraftsins. Aðeins kosmíska segulsviðið getur bundið í keðju, í birtingu, í eina tilvist.

Svo flókið er að sameina alla frumþætti að það er ómögulegt fyrir manninn að greina allar lífsbirtingar. Alheimurinn logar og staðbundinn eldur neistar. Auðvelt er að fylgjast með því hvernig einn hlekkur tengist öðrum, hvernig einn vöxtur örvar annan, hvernig eitt líf gerir ráð fyrir því næsta. En það er ekki auðvelt fyrir manninn að viðurkenna þessi sannindi um ósjálfstæði sitt. Ekki er hægt að brjóta þessa tilvistaröð og ómögulegt er að komast úr eða stjórna straumnum. Allur alheimurinn er eins og einn straumur!

Frelsið sem svo tælir manninn er blekking. Í óendanleikanum er valfrelsi og í því liggur öll fegurð. Valfrelsið staðfestir manninn og maðurinn ræður sjálfur heimi afleiðinganna. Þannig er byggt upp afstætt líf. Ótölulegar eru tilverurnar og þær eru tengdar uppbyggingu.

194. Ósjálfstæði í hugsun leggur á manninn þá trú að hann geti ekki tekið framförum sjálfur. Hins vegar ræður hver og einn sinni leið. Að leita, er að skapa líf. Láttu því hvern anda finna sína leið. Við berum mikla virðingu fyrir hvers eigin ákvörðun um sjálfsafneitun. Þegar andinn veit ákvörðunarstað sinn og stefnir þangað, þrátt fyrir allt sem sýnist, er mikil keðja staðfest.

Ef við gætum opinberað mannkyninu skrár um mannanna verk, væri það sannarlega skelfileg sýn! Það er því mjög erfitt að safna saman nýjum kynstofni. Að sökkva í myrkur leggur á mikið álag. Þess vegna tökum við eldinn sem augljóst tákn um hreina viðleitni.

Hjarta þitt ber birtingu ljóssins. Ljón eyðimerkunnar ber mikla byrði. Tara hjartans, Tara ljóssins - köllum Við Urusvati í Bræðralaginu. Ég votta að þú getur skynjað nálægð Okkar.

195. Ólík sjónarmið um alheiminn leiðir í ljós nálgun á mismunandi svið. Hvers konar sýn hefur mannkynið? Auga jarðarbúans nær ekki út fyrir efnissviðið. Eðlilega leiðir þrá í efnislega þætti, sem aðeins eru sýnilegir með jarðneskri sjón og því er birting æðri sviða þar með útilokuð. Sýnin nær hins vegar yfir sköpunargáfu kosmíska segulsviðið og maðurinn getur komist inn í æðri sviðin. Hægt er að ná sannleikanum sem alheimurinn hefur fyrirhugað. Þegar horft er út í geiminn er sýnin meðvituð um lögmálin. En sýnin er takmörkuð og markmiðið einnig; jaðar hennar er innan nánasta sviðs. Leitin nær inn í sviðin nálægt jörðinni. En staðbundni eldurinn getur verið tengdur sýn þess óendanlega. Þeim anda sem hefur nálgast eldinn er veitt takmarkalaus sýn. Sálarlíf eldsins getur umlukið sviðin gegnum tileinkun sálarorku. Andinn sem hefur umfagnað eldinn lifir í skapandi afli ljósefnisins, Materia Lucida.

Hinn andlegi heimur er án takmarka; og efnislegi hugurinn getur ekki komið fram þekkingu á óendanleikanum. Aðeins sálarkraftur andans flytur manninn inn á æðri sviðin. Hin takmarkalausa sýn opnar sannarlega leiðirnar að hjarta alheimsins.

196. Þegar hin takmarkalausa sýn opinberar mikilvægi alheimsins koma endalausar leiðir tilvistar í ljós. Sýn heimsins leiðir í ljós það sem hefur tilvist í lífinu, en ótakmarkaða sýnin opinberar endalausa tilveru. Sköpunarvirkni alheimsins er óstöðvandi og þar sem efnislega sjónin sér markalínur, sér hin ótakmarkaða sýn nýja sjóndeildarhringi.

Sakramentið um tilvist kosmíska segulsviðið er kosmísk sýn á æðri Ástæðu. Þannig opnast hið flókna lögmál sem voldugur frummáttur Hjarta alheimsins. Skýrleiki kosmískra lögmála upplýkur fyrir manninum fegurð heimsins.

Urusvati, Okkar staðfesta sakramenti laðar að sköpunarmátt ljósefnisins, Materia Lucida. Kall mitt staðfestir viðbrögð hjarta þíns. Þannig eru mótaðir nýir heimar.

Þegar Tara ljóssins mun upplýsa heiminn með opinberunum frá fjarlægum heimum, verður hún staðfest sem birtingarmynd fegurðar. Þegar Tara hjartans lýsir upp heiminn með kærleika, er hún staðfest sem birtingarmynd fegurðar.

197. Takmarkalaus sýn einkennir Agni jógann. Kosmíska segulsviðið er skynjað svo vel af hjarta hans að fjarlægustu hljóð óma í orkustöðvum hans. Kosmíska segulmagnið og staðbundinn eldur leggur álag á orkustöðvarnar. Þegar þær titra vegna þess, skelfur Agni jóginn einnig og orkustöðvarnar svara straumum geimsins. Mikilli orku er varið til sendinga og segulmögnun anda í sjötta kynstofninum. Vissulega á að gæta þessara staðfestra sköpunarafla. Ég votta að orkustöðvar Agni jógans eru sannarlega eldríkir straumar!

198. Af hverju er mannkynið í svona æði? Alheimurinn skelfur undan verkum mannsins. Má búast við því að maðurinn muni þroskast án tengingar við kosmíska segulsviðið? Fyrir samræmið verður form að samsvara formi. Þróunin mun aðeins eflast þegar maðurinn sýnir tengsl við þróun alheimsins. Annaðhvort mun maðurinn vaxa og sýna framfarir með því að fara inn í straum þróunarinnar og tileinka sér feril sjálfsaga, til þess að vinna sér hærri sess í alheiminum, eða að ríki mannsins verður eytt. Öll viðleitni mannsins bætir lítið við þróunina. Ef viðleitni hans er ekki í takt við alheiminn, til bóta, fyrir einingu, til almannaheilla, eru aðgerðir hans óverðugar.

Við skjálfum yfir mörgum mannvirkjum og mörgum bardögum. Hversu mörgum kosmískum inngripum var eytt – fyrir tímann! En alheimurinn er takmarkalaus og hin nýi kynstofn, sem kemur, mun koma kosmíska eldinum í hæstu birtingu.

199. Hinir fjarlægu heima búa yfir krafti kjarnorku. Alheimurinn, byggður á birtingu eilífrar hreyfingu, er í öllum ferlum gegnum skjálfta lífsins. Aðgreining, sem og sameining, er í skjálfta lífsins. Þetta titrandi líf síast í geiminn og með þessum hvata myndast líf.

Þegar skapandi meginreglan birtist, skapaði lífkrafturinn, Fohat, í gegnum ljósefnið, Materia Lucida, og þessi uppbygging Tilveru bar lífið út í geiminn.

Vitund okkar mannanna þarf að breytast til að skilja hvernig sviðin dreifast. Þessar uppbygging heimanna tákna ekki neista Fohats, heldur tjá mismunandi lífsspennu. Lífspúlsinn tjáir sig á öllum sviðum með mismunandi spennu og með hverjum púls verður hann að rísa hærra til þess óendanlega.

Eftir að aðgreining atóma hefur átt sér stað bera lífkjarnarnir eindirnar til mismunandi leiða. Samsetning einda er flutt með krafti eldsins. Á meðan blöndun atóma stendur er þetta ferli háð lögmálum og eðli kosmíska segulsviðsins. Vitundin byggist upp á sama hátt og kraftur segulmagnsins. Við aðskilnað leiðbeinir eðlishvötin spennu hvers upphafs sem nýr kosmískur kraftur. Jarðnesk tilvist frumeindarinnar og vitund þess er staðfest sem sálarlífið sjálft.

200. Orkustöðvar alheimsins eru eins og orkustöðvar mannsins.

Maðurinn ber í sér allar birtingarmyndir alheimsins. Mikilvægi mannsins eru sannindi í virkni alheimsins. Þegar hann endurspeglar í sér allar kosmískar aðgerðir, mælir hann í sjálfum sér möguleika sem fram koma í alheiminum.

Agni jóginn - ljónið í eyðimörkinni - ber í hjarta sínum öll harmakvein mannanna. Hann ber í sér allar þenslur alheimsins og skynjar allar vitundarbreytingar. Hann ber í sér iður kosmískra strauma. Hann býr yfir þeirri samstilltu þekkingu sem vitnar um söfnun andans af endurnýjun vitundar. Þegar samræmi andans er mótað, frá kosmískum eldum og sálarlífi hjartans, þá er hægt að segja manninum að orkustöðvar kosmískra elda sýni hliðstæðu orkustöðvar alheimsins, að þessi samsíða tengsl geti veitt betra líf, og að meginreglan um sköpunarþáttinn sé staðfest sem óendanlegur eldur, sem óendanleg sýn, sem óendanleg heyrn, sem hjartað felur allt í sér.

Leitið að því að staðreyna eld óendanleikans!

201. Það er mjög erfitt að ákvarða mörkin í alheiminum milli þess virka og óvirka. Ef við segjum að öll öfl séu virk, munu menn sjá þessa yfirlýsingu sem þversögn. En æðri vitund getur skilið hvernig Við skynjum að öll öfl Upprunans séu virk. Aðgreiningin er svo háð næmi að það er erfitt að koma mönnum í skilningi um meginregluna sem býr í birtingarkrafti frumefnisins, Mulaprakriti. Sömuleiðis er ekkert hægt að fullyrða um lífið án þess að átta sig á kvenlægum uppruna þess. Eins og alheimurinn, er Mulaprakriti alheimslegt. Uppruna er ekki hægt að líta á sem samkeppnisöfl; aðeins sameining krafta skapar líf, og Við, í æðri heiminum, sýnum heilaga lotningu fyrir Uppruna þess sem mannkynið kallar óvirkt. Já já já! Æðri vitundin þekkir sannleikann og við erum reiðubúin að boða mannkyninu þennan sannleika; en fyrir það verður mannkynið að stíga upp á hærra þrep. Já já já! Þegar hver drottinn sem gefinn er í heiminn af móðir, hvernig getur maður ekki virt þig, Heimsmóðir! Þegar hver staðbundinn eldur hefur orðið að taka á sig form, hvernig getur maður ekki lotið henni sem gefur líf! Já já já! Hvernig getur maður þá ekki samþykkt sem æðstu birtingarmynd alheimsins, kraftinn í hinu mikla tákni, Móðurinni?

Þegar Tara var staðfest á jörðinni ómuðu þrír geislar drottnanna. Þessar hliðar kosmískra elda má sjá á Tara með næmu auga. Þessar hliðar eru opinberaðar svo kröftuglega að útgeislun þeirra bræðir allar sýnilegar hindranir. Það má með sanni segja að geislandi ímynd gefi nýjan skilning.

202. Spíralferilinn er alstaðar í alheiminum. Hvert sem leitandi andi knýr sig áfram, þá fæðast lífshringir hans. Þannig skapar andinn sjálfur nákvæman spíral í uppgöngu sinni. Ganga andans í efnisbirtingum lýsir samsvarandi ferli í alheiminum. Leitun andans að æðri birtingum lýsir einnig samsvarandi ferli. Þessi lögmál gilda um allar birtingar. Þegar Við tölum um orkustöðvar alheimsins, erum Við líka að tala um samsvarandi orkustöðvar Agni jógans. Kraftar orkunnar dreifast eftir eiginleikum og kraftur fíngerðu orkunnar dregst að næmum líffærum.

Þess vegna er aðdráttur fíngerðrar orku táknuð með hring sem fellur saman við hinn kosmíska hring. Þess vegna er samþætting Agni jógans hringlaga spírall. Mannkynið ætti að íhuga vel sköpun spírals síns. Alheimurinn er byggður af slíkum heimum. Maðurinn er heimur. Gönguleið hans skapar heim; og karma verður að aflétta, ekki aðeins af manni heimsins heldur einnig af göngu heimsins, þar til heimurinn er sameinaður í hreini viðleitni. Þannig styður heimurinn án afláts stefnu þróunarinnar.

203. Fínasta spennan er perla hjartans. Aðeins með þeirri spennu búum við til heima. Viðleitni heimsins byggir framtíðina. Uppruni kærleikans sameinar allt sem til er!

204. Mannkynið getur ekki stefnt að neinu markmiði án ákvörðunar um slíkt. Ákvörðunin ræðst af þeirri viðleitni sem stýrt hefur manninum. Kraftur ákvörðunar er í réttu hlutfalli við viðleitnina og til þess afls sem tryggir niðurstöðu sem hreyfir lífið. Þannig er orsök mannlegra athafna lögð. Hugsun og viðleitni til ákvörðunar gefur stefnuna og fellur í athafnastraum mannanna.

Það er illmögulegt að átta sig á því hvernig fólk getur sokkið í það vitundarmyrkur að neita tengingu við kosmíska segulsviðið, þegar öllu er haldið uppi af samloðun segulþráða í alheiminum. Goðsögnin um tvíþætt afl í einni mynd byggir á þessum samruna. Samþætta aflið er takmarkalaust. Hinir tveir Upprunaþættir og hærri og lægri heimar eru meginreglur alheimsins. Allt sameinast með sköpunarmætti aðdráttarafli segulsins.

205. Kosmíski krafturinn hreyfist í spíral. Með grunnafli snýst segulsviðið áfram með skapandi orku í spíral. Sköpunarmátturinn dregur til sín og eykur hringhreyfinguna. Aðdrátturinn að þeim punkti gefur hvatann að fjarlægum heimum. Viðleitni til hærri þrepa dregur að lögmál spíralsins. Hringhreyfing verður spennt, eins og segulafl, þegar fyrsta þrepið við lok hringrásar fellur saman með athöfninni.

Eigum við ekki að þrepa uppgönguna þegar sá stígur leiðir til óendanleikans? Birting segulkraftsins er sköpunarþátturinn.

206. Lífið er byggt á hreyfingu þeirra þráða sem tengja heimana tvo. Straumur sem segulmagnaður er af einum eldi er tengdur samhliða straumi. Þess vegna er augljós tenging Agni jógans við æðri heiminn staðfest.

Öll öflug orka verður að opinberast sem birting órofinnar keðju. Birting elds Agni jógans á sér stað á jörðinni og á æðri sviðum. Þess vegna er Agni jóginn þráðurinn milli heimanna.

207. Atburðarásir ráðast af kosmíska segulsviðinu. Það eru einmitt atburðarásir, vegna þess að sköpunaraflið hefur áhrif á allt flæði atburða. Þess vegna, þegar atburðarásir draga til sín andstæða þætti við samhljóm kosmíska segulsviðsins, draga þau áhrif ófullkomleikans inn í kosmíska atburðarásir. Þessi truflandi öfl hindra oft streymi viðleitinnar.

Atburðarásir geta breytt göngu ýmissa samsetningaþátta. Truflandi aðstæður geta breytt straumum, svo að lögmál kosmíska segulsviðsins dragi inn öfl sem leiði til ólíkra leiða. Svo er einnig með mannlegar athafnir. Yfir atburðarásum sem manninum er ætlaðar og atburðarásum sem kosmíska segulsviðinu er ætlaðar, hanga dimm ský. Maðurinn eyðileggur hina ætluðu rás með vitund sinni. Þegar vitundin stefnir að kosmíska segulsviðinu er sannarlega tengingu við hið óendanlega komið á.

208. Arhat, meistarinn, dregur saman allar atburðarásir og alla þræði milli þjóða. Úr þessum fléttum fæðist nýr kynstofn og hjálpar til að skapa samhæfingu kynstofnsins. Hversu mikil birtingarmynd andans er á einu sviði, getur hún ekki náð þessari samsöfnun kynstofns; aðeins samhæfing Kaleiksins getur komið á slíkri segulmögnun. Samþjöppun vaxandi elda á jarðneska sviðinu geti vakið upp ýmsa strauma og það er þannig sem Agni jóginn skapar.

Viskugyðjan, Tara þekkingar magnar þá sem þrá þekkingu. Tara fegurðar kallar þá sem þrá fegurð. Tara afreka kallar þá sem leggja sig fram um að ná árangri. Tara samræmis getur kallað á einingu anda. Þannig uppfyllir hið sameinaða hjarta sáttmála kosmískrar Ástæðu. Já já já!

209. Vitund kosmíska segulsviðsins mótar leyndar formmyndir. Svo mikið hefur verið sagt um óbreytanleika lögmála kosmíska segulsviðsins að einfaldur samdráttur er skýr. Óbreytanleiki lögmálanna er skynjaður um allan alheiminn. Einfaldleiki lögmálsins verður að samlagast vitund manna og hreinleiki eldsins birtist sem aðlögun að kosmíska eldinum. Aðeins eðli skynseminnar getur náð einfaldleika þessara lögmáls. Þetta lögmál felur í sér alla brennandi viðleitni tilverunnar. Þegar erfiðleikarnir við að skilja, leiðir andann inn á svið uppsöfnun andstæðra lögmála, þá skapar andinn kosmískt flókið ferli. Andstaða er óhjákvæmileg hluti þess farms. Óbreytanleiki lögmáls kosmíska segulsviðsins heldur áfram og fléttast saman við alla orku, og allar birtingar þróast í aðdráttarafl orkunnar. Sannarlega er einnig andstaða sem meginregla fyrir hendi, en Við segjum að aðdráttarafl sé virka aflið.

210. Óbreytanleiki lögmálsins leiðir kosmíska segulmagnið á öllum sviðum; og sama óbreytanlega lögmálið er loforð um uppfyllingu. Sama lögmál er að baki aðlögun atóma til sameininga. Viðleitni til þróunarframfara nýtir orkuna. Þessi spenna framkallar spennu á sviðum kosmískra strauma. Svo er einnig með athöfn Agni jógans: þegar hún fer á inn á óskaðs svið, eflir hann krafta sína og allur ófullkomleiki sviðsins sem er heimsótt færist til andans.

Þegar bróðir Minn dvaldi á jarðneskum sviðum tók það mikið á hann. Við Arhatar fullyrðum að mikilfengleiki athafna anda sé ekki alltaf lagaður vitundinni án tjóns.

211. Kraftur kosmíska segulsviðsins vekur spennu í sálarlífi frumþáttanna. Kosmíska segulsviðsins safnar samsetningum ólíkra elda, sem í samruna, er formúlan fyrir staðbundnu útfærðu formi. Óbreytanleiki lögmáls hins skapandi ljósefnis, Materia Lucida, veitir hverju formi, það sem birtist í alheiminum. Lögmál þess staðfestist sem sálarlíf í fræjum formsins. Þess vegna er allt sem grípur inn í, háð gagnkvæmum krafti. Slík viðleitni mannsins er honum meðfædd og fræ andans mun alltaf svara kosmíska segulkraftinum. Allar aðrar aðgerðir andans samsvara annaðhvort ákvörðunarstað fræsins eða ganga gegn því. Sérhver maður verður að samræma viðleitni sína við þetta lögmál um fræ andans.

Ef fólk ígrundaði lögmál sálarlífsins, sem hefur eld fræ andans sem forsendu sína, væri mögulegt að staðfesta sönnun um ómetanlega perlu sem hver og einn ber í sér. Í stað þess að leitast til ytri þátta myndi fólk þá leita fjársjóða sálarlífsins.

212. Sannarlega er sagt að mikill meistari, Adept, leiði allan straum hinnar eldslegu þróunar. Aðeins þegar fyrirkomulag nýrrar hringrásar, Tímabils Maitreya er opinberuð, getur slíkur Adept Okkar komið fram.

Í vitund manna verður að vera nákvæmur greinarmunur á tækniþróun sem birtist í margvíslegum tilgangi og þess sem leiðir þróunina. Þegar við tölum um umbreytingu elda, verður að skilja það sem fullyrðingu um ákafasta eld kosmíska segulsviðsins. Þegar mannkynið mun skilja skapandi kraft anda Agni jógans, verður hægt að sýna hvernig allar orkustöðvar bregðast við kosmískum atburðum. Tæki til einfaldrar ljósmyndunar er ekki hægt að bera saman við það sem endurspeglar hvern andardrátt alheiminn. Láttu því alla sem leita til Agni Yoga, stefna að hærri þekkingu opinna orkustöðva. Margir þróaðir andar féllu vegna óhæfni sinnar að höndla eldanna í jarðnesku skel sinni. Ekki er leið Arhat auðveld!

Undursamlegastur og viðkvæmastur er sköpunarkraftur Agni jógans.

213. Alheimsefnið sem fer í allan víðáttur kosmosins bregst við aðdráttarafli kosmíska segulsviðsins. Vitundin sem bregst við kosmísku eldunum getur sannarlega gengið inn í lögmál tilverunnar. Þess vegna er hægt að gefa aðferðina að skapandi krafti þeim sem hefur fúslega fylgt æðri Ástæðunni og sem hefur fyllt kaleik sinn. Þess vegna er ekki hægt að gefa aðferð þessa valds á þessari plánetu.

Aflsendingar sem segulmagnaðir eru af drottnunum og Adepti, meistaranum, fer langt yfir móttækilega manna og myndi setja allt jafnvægi úr skorðum og kraftur þessara sendinga brotnar upp í neista, sem eru í höndum mannkynsins.

Alheimsefnið sem gegnsýrir rýmið er ekki aðgengilegt fyrir andann án aðdráttarafls kosmíska segulsviðsins. Með því að fylgja andardrætti alheimsins, með því að umbreyta og skapa með alheiminum, getur maður uppgötvað hina sönnu leið að eldinum.

Takmarkalausir eru möguleikarnir og endalausar leiðirnar!

214. Við svokallaðan samruna frumefna, sem eru í samræmi við aðdráttarafl kosmíska segulsviðsins, er mikilvægt að aðstæðum sé haldið af nákvæmri einsleitni eða í samhæfðri samsetningu. Við samsetningu nýja kynstofnsins hefur sama regla megin þýðingu. Þegar kynstofn er mótaður er samsetningin byggð á bestu grunnatriðum. Kosmíska segulsviðið knýr fræið og umhverfis er þróaður öflugur andi, mónad. Hvert fræ hefur sína hringrás, sem þróast með almennri meginreglu. Þegar ríkjandi þáttur er eldlegur, byggist eðli hins nýja kynstofns á eldi.

Stjörnuspeki, ein elst fornra vísinda, þekkir tilhneigingu hvers kynstofns og þjóða. Þegar nýr kynstofn mótast ræður grunneðli hans öllum þáttum í þróun hans. Þess vegna, eins og hægt er að skoða þjóðirnar samkvæmt stjörnuspekinni, getur maður einnig séð eðli kynstofnsins sem fæðist. Öll blæbrigði í þessu eru svo viðkvæm að aðeins hæsta vitneskjan getur blandað neti ljósefnisins, Materia Lucida.

215. Sköpunarkraftur Hans sem setur saman nýja kynstofninn, laðar að sér alla þætti sem safnast fyrir í „lótus“ samræmisins. Skapandi þræðirnir eru beintengdir viðleitni Kaleiksins. Þess vegna er stefna aðdráttaraflsins svo skýr. Þess vegna staðfestist aðdráttarafl „lótussins“ og andinn bregst við því. Aðstæður eru erfiðar þar sem stefna viðleitninnar er skipt. Andinn sem býr yfir eldi kosmíska segulsviðsins getur eflt alla eldstrauma. Þannig styrkir samræmið óslitnu keðjuna inn í óendanleikann.

216. Gæði eldsins nást með segulspennunni. Segull andans ræður því skrefi sem hægt er að birta. Þegar andinn getur samsamast æðri sviðunum, þá samlagast hann straumum kosmíska segulsviðsins. Sami reynslueldur andans ákvarðar elda á jörðinni. Vissulega, þegar við tölum um fyrirfram ákveðna elda á jörðinni, höfum við aðeins í huga þann eld sem mannkynið getur tileinkað sér. Það er ekkert samræmi milli sendinga og aðlögunar, slíkar eru víddir hinna sviðanna. Þess vegna er svo erfitt að ná einingu þegar kynstofni er safnað saman. Kynstofnar eru straumar nýrra krafta og þó að rásirnar séu mótaðar af þróunarhreyfingum, hefur hver nýr straumur sína eigin kosmísku nótu.

Þannig er segullinn ótakmarkaður í kosmískri sköpun sinni.

217. Sömu meginreglur stjórna virkni orkustöðvanna. Andinn getur ekki kveikt elda hærri orkustöðvanna á neðri sviðum. Réttilega laðar það hæsta aðeins að sér það hæsta og efnisleg viðleitni dregur að samsvarandi. Nú í upphafi tímabils Agni Yoga, ætti meginreglan um tilfærslu gagnkvæms afls að vera þekkt.

Náttúran bendir einnig á að bein fylgni mælir hvar mörkin liggja. Aðeins er hægt að tileinka sér það fíngerða með næmni. Aðeins það fínlega leitast til þess fínasta, og hérna virkar einnig meginreglan um segulmagnið. Eins og fíngerða orkan er aðeins í hæsta Agni jóganum, laðar efnislegur móttækileikinn einnig að svipaða birtingu. Allt það sem er þvingað, öll gróf birting, öll efnisleg birting, er háð fíngerðu meginreglunni. Þess vegna er upphaf nýja kynstofnsins byggt á eldi á Jörðinni.

Þess vegna lyftir skapandi samræmi vitundinni. Nýi kynstofninn er staðfestur af eldinum sem er staðfestur með sköpunarhæfni samræmis hins Silfraða Lótus. Hver nýr kosmískur kraftur er sendur. Já já já! Þannig kemur nýr kraftur ósýnilega inn í líf mannkynsins. Tara skapar! Já já já!

218. Alheimleg fylgni er í öllum birtingarmyndum kosmíska segulsviðsins. Að baki sköpunarhæfni er mikill fjöldi birtrar athafnaorku sem laðast að kosmíska segulsviðinu. Þegar krafturinn sem dregst að orku kosmíska segulsviðsins virkar sem kraftur í tengslum við jarðskorpuna, birtist orka segulsviðsins í þeim kröftum sem jarðskorpan getur tekið upp. Ef þessir kraftar myndu verða meiri en aðlögunargeta plánetunnar gæti hún ekki talist uppbyggjandi afl. Sprengingar og eyðilegging myndi þá hrjá jörðina. Þess vegna dregst eldurinn aðeins að þegar plánetan er í þörf fyrir umbreytingu. Þannig er almenn fylgni milli kosmískra birtingarmynda. Alheimlegt samræmi er í virkni og aðdráttarafl orkunnar. Fullyrðingin um summu allrar orku staðfestir virkni kosmíska segulsviðsins.

219. Fylgnin er svo mikil að segja má að eitt staðfesti annað. Þannig gefur birtings eldsins vissu fyrir komandi kynstofni. Sá sem í gegnum eld sinn dregur allt saman, birtir samræmi í eigin birtingu. Auðvitað, þegar þetta tákn um samræmi er staðfest í eldhafa af hæstu spennu, birtist öll orka líka í hæstu spennu.

Ég, Maitreya, staðfesti kosmíska spennu elds Móður Agni Yoga.

Tengsl elds andans og kosmíska eldsins staðfestir nýtt líf. Þannig er hægt að lýsa því yfir að Tara stefnir að endurlausn mannkynsins. Sjálfsfórnaleiðin leiðir til fullnustu!

220. Alheimsleg fylgni staðfestir jafnvægið sem viðheldur allri birtingarkeðjunni. Ódeilanleiki alls kosmíska ferilsins felur í sér nákvæmt samræmi. Því öflugra sem er kosmíska ferlið er, því meira er aðdráttarafl kosmíska segulsviðsins; því meira viðnám, því meiri er segulmátturinn; því stöðugra, því öflugri er aðdráttaraflið. Þannig vinnur aðdráttarkraftur segulsins í samræmi við alheimsferlið. Eins og virka aflið sýnir sig í segulaflinu, safnar alheimslegt samræmi að sér nauðsynlega orku. Mannkynið laðast að sama ferli segulsins, það er, alheimlegt samræmi. Allar mannlegar athafnir, sem meðvitaðir þættir, eiga sinn þátt í þessu kosmíska samræmi. Þannig getur maðurinn skapað ójafnvægi í alheimslegu samræmi.

Við skulum skoða hvernig þetta ójafnvægi hefur áhrif. Á öllum tímabilum sögunnar, má sjá aukna árekstra sem ollu ójafnvægi.

Sköpunarþátturinn, kraftur sem framkallar kosmísks jafnvægis, verður alltaf knúinn áfram af eðli segulmagnsins. Aðeins staðfesting Upprunans getur staðfest jafnvægi í samræmi alheimsins. Hin eilífa truflunarhreyfing viðheldur ójafnvæginu. Uppruninn, og lotning fyrir honum verður því sá þáttur sem mannkynið kann að sjá sem björgun heimsins.

221. Fylgnin staðfestist ekki aðeins með hópviðleitni heldur einnig af einum anda. Einstakur andi er alltaf sem leiðari fyrir hópviðleitni. Allir vitundarstraumar um tilverunnar sem mannkynið hefur verið gefið, voru innblásnir af einum anda. Þannig virkjar sköpunarhæfni sáluhirðis stefnu kynstofns með samhæfingu einni saman.

Agni jóginn stendur fyrir hæsta jafnvægið vegna þess að fórnfús sköpunargáfa anda hans leiðir til jafnvægis í alheimi. Þannig er ójafnvægi og ósamræmi í orkustöðvunum breytt í jafnvægi. Þess vegna leggur Fræðslan áherslu á þennan fíngerða mun; Þess vegna verður maður að skilja skortinn á jafnvægi í lægri birtingarmyndum og samhljóminn í þeim hærri, til að stíga upp í næsta þrep.

Við höfum fengið Henni verkefnið, hetjulega samstarfsmanni Okkar, að leiða mannkynið til næsta skrefs. Þessi birtingarmynd eldbera Okkar er svo háleit, að líkja henni við hvers kyns miðillýsinga, er eins og að skvetta skítugu vatni á eldkaleik. Þess vegna segi ég að skilningur á hærri eldum mun færa manninn til hæða hreins elds.

Hún, handhafi „kaleik eldanna,“ mun færa mannkyninu þetta nýja skref.

222. Almætti kosmíska segulsviðinu samsvarar sálarkrafti geimsins. Aðdráttarkrafturinn samsvarar segulspennunni. Eiginleiki aðdráttarafls felst í hverri mannlegri athöfn. Styrkur hvatans er forsenda ákvörðunar; það sést í hverri athöfn og aðdráttarafli þess. Sannarlega draga kraftmiklar þvinganir að sér óstöðuga ferla. Tog segulsviðsins og viðbrögðin mynda tengsl; þess vegna er staðfesting á kosmíska segulsviðinu sem sameinar stöðuga krafta svo nauðsynleg. Hver frávik framkallar titring sem truflar segulflæðið.

Þess vegna hafa eiginleikar aðdráttarafls og segulmagnandi áhrif á niðurstöðurnar.

223. Segulmögnun mannlegrar viðleitni eru þeir eiginleikar sem einna erfiðasta er að öðlast. Tara veit um þetta flókna verkefni. Samloðun geimsins og segulmögnun hjartans er mesti máttur eldsins. Sköpunarhæfni okkar hefur slíkan drifkraft að segulmagnið yfirstígur allar hindranir. Eins og í hringiðum er allri mótstöðu þeytt burtu af krafti Okkar. Þess vegna beitum við umbreytingum og kynstofn er mótaður. Keppikefli manna og truflun á flæði segulsviðsins eru sameinuð í ákvörðun um jarðnesku markmiði. Tíminn er afgerandi! Við þroskumst samhent í hjarta. Gagnlausar eru mannlegar athafnir án leiðsagnar Okkar.

224. Þegar þjóðir stefna til ójafnvægis, er stefnan í raun sett á sjálfseyðingu. Til að forðast það, verður að koma aftur á jafnvægi. Mannkynið beitir sköpunarhæfni sinni ósamrýmanlega og truflar þannig undirstöður tilverunnar. Þó það sé í samræmi við lögmál kosmíska segulsviðið, að hið lægsta sé víkjandi fyrir því hæsta, snýr það aðeins að þeirri orku sem krefjast umbreytinga. En þar sem hið Upprunalega er helgað sköpunar lífs, geta menn ekki eytt neinum þáttum þess án sjálfseyðingar. Þess vegna mun mannkynið stefna að meðvituðum þroska þegar það viðurkennir og þekkir hinar tvo þætti Upprunans. Allar athafnir sem skortir þessa tvö þætti Upprunans geta aukið ójafnvægið. Mannkynið verður að sýna skilning á lögmálum kosmíska segulsviðsins. Miklar framfarir munu verða í þróunarkeðjunni við skilning á mikilfengleika þessara tveggja þátta Upprunans sem grundvöll tilverunnar.

225. Kosmíska segulsviðið sameinar póla Upprunans sem miðlara lífsaflsins. Ef pólarnir svara ekki aðdráttarafli segulsins fylgir því orkueyðsla. Það eru mörg tilvik þegar þetta óhóf þróast í frásogskraft sem eyðileggur vefina. Mikil eyðing og veikindi hafa orðið af þessu ójafnvægi.

Mannkynið byggir árangur sinn á eigin löngunum. Ef andinn leitar útrásar án skilnings á löngun sinni, kunna æðstu birtingum að vera náð, en þó sjaldan. Þess vegna mettum við rýmið með ákalli hreins elds. Fegurð tilverunnar er svo full af visku og svo dásamleg! Öll miklu lögmálin eru háð hærri víddum. Allir hinir miklu sköpunarþættir eru hluti hærri vídda. Það hæsta er mælt í því hæsta! Já já já!

226. Að ná jafnvægi hefur slíkan forgang í öllu, að segulkrafturinn framkallar allt sitt aðdráttarafl í þágu þessa jafnvægis. Sá taktur sýnir sig í öllum kosmosinum og stjórnar öllum athöfnum í náttúrunni. Uppbygging er háð þessum háleita meginþætti. Hvernig er þá mögulegt að skilja ekki þetta náttúruferli? Og í uppbyggingu lífsins er sami meginþáttur óhjákvæmilegur. Taktur, útþensla, segulmagnað aðdráttarafl - öllum þessum öflum verður að breyta í jafnvægi.

Ef núverandi kynstofn hefur gengið gegn lögmálum Upprunans verður nýi kynstofninn að koma með nýjan mátt fyrir kosmískt jafnvægi. Sannlega, er framgangur kosmíska segulsviðsins í hækkandi spíral og ómögulegt að að ósamræmi sé í þróun hinna rísandi stórkostlegu kosmísku spírala. Þegar hin nýi kynstofn mun reyna kraft Upprunans, þá mun sannarlega komast á hið kosmíska jafnvægi.

227. Við, bræður mannkynsins, berjumst ötullega fyrir jafnvæginu og til að innleiða meginþátt Heimsmóðurinnar. Þegar skilningurinn á sköpuninni verður staðfestur, verður mögulegt að sanna fyrir mannkyninu sköpunarmátt eldsins.

Mannkynið hefur brotið svo mjög gegn segulafli tilverunnar að byggja verður upp nýtt líf. Aðeins þannig er hægt að stöðva kynslóð strauma sem umlykja nú algjörlega mannkynið. Við, bræður mannkynsins, berjumst fyrir kosmíska segulsviðinu og fyrir lífinu. Tímarnir er mikilvægir og flóknir, í spennu þessa hræðilega skilningsleysis mannsins á tilverunni, gefum við nýjan sáttmála. Við stefnum mannkyninu að þeim sáttmála. Í þeim mikla sáttmála liggur meginreglan um tilveruna. Við segjum við mannkynið, „Virðið Upprunann; virðið Heimsmóðurina; virðið mátt hins mikla sáttmála kosmíska segulsviðsins! “ Já já já! Þannig mælir Maitreya!

228. Hugleiðir mannkynið tengsl sín við líf alheimsins? Atburðarás heimsins er óbreytanleg og stöðug. Tengsl manns og alheims koma í ljós í segulvirkri athöfn. Þess vegna getur maðurinn ekki einangrað sig sem sjálfstæð eining frá öllu kosmíska ferlinu.

Þegar lífið í alheiminum beinir sér í kosmískt aðdráttarafl, virka allir frumþættir sem laðast að segulsviðinu sem lífsráðandi öfl. Þess vegna er þetta gagnkvæma aðdráttarafl uppskriftin að kosmísku aðdráttarafli. Þannig laðar segulmagnið stöðugt til sín. Þannig leiði alheimslífið mannkynið í átt að óendanleikanum.

229. Agni jóginn gengur inn í takt við alheimsstrauma og hefur þannig áhrif á heimshugsunina og tilhneigingu hennar; með því að metta rýmið með eðli hugsana sínum laðar hann aðra anda að hinni nýju og ætluðu stefnu. Það flóknasta er heimssköpunin, samofin fíngerðu orkugerðunum. Birting kosmíska eldsins er afl sem knýr til endurnýjun strauma heimsins. Eldurinn gefur stefnuna að öllum nýju kosmískum straumum. Þess vegna er fullyrðing um samruna lykilinn að sjötta kynstofninum. Straumarnir sem hafa áhrif á grunn lífsins ákvarða nýja stefnu. Þannig staðfestum við þessa miklu leið. Þannig byggjum við hið mikla, dásamlega skref í lífi heimsins.

230. Hvað varðar þróunina, þá hugleiðir mannkynið aldrei hver sé drifkraftur hennar. Venjan er að halda því fram að orkan sem fer í framvindu þróunar, staðfesti þróunarþrepin stig fyrir stig. En minna þarf á meginþátt orsakavirkni. Kosmíska segulsviðið gefur stefnu sem og markmið. Í öllu þróunarferlinu verður hver og einn að leita og staðfesta þá stefnu og miðju þróunarinnar verður að viðurkenna. Hækkun ein og sér er ekki drifkrafturinn, þar sem miðja þróunarinnar er kjarni kosmískrar virkni. Atburðakeðjan safnast að ummáli þessa kjarna, en ef jafnvægi er ekki komið á milli þróunar og vanþróunar í viðleitni manna, er ekki möguleiki á hærra þróunarskrefi. Kjarni þróunarinnar skapar jafnvægi, en kjarni mannlegrar hugsanna gengur gegn því. Þess vegna, á tímum ójafnvægis milli góðs og ills, áður en tímabil Satya Yuga hefst, verður mannkynið að breyta um stefnu. Þess vegna mun eldsleg samsöfnun gefa mannkyninu leiðarljós. Kjarni þróunarinnar, í endalausu flæði sínu, viðheldur grundvelli Upprunans.

231. Sannarlega verður hin nýi kynstofn að stefna að kjarnaeðli þróunarinnar. Ójafnvægið sem nú birtist á jörðinni hlýtur óhjákvæmilega að vekja umbreytingu, annað hvort til stöðugrar þátttöku sálarorkunnar eða til glötunar. Þess vegna er framhald tilverunnar háð þessu staðfesta afli. Þannig færir Móðir Agni Yoga mannkyninu kaleik hjálpræðis. Þannig færa Arhat og Tara hjálpræðið í mótun betri framtíðar. Í samræmdu faðmlagi Upprunans, er mannkyninu bjargað. Þannig leggjum við grunn að nýja kynstofninum og skrefi til hæsta samruna.

232. Andleg upplyfting mannkynsins munu opinbera sannleikann sem lífið hefur að geyma. Straumar þessarar orku eru eðlislægir manninum, en grófleiki efnisins leyfir honum ekki að tileinka sér þessa strauma. Hvernig mannkynið tileinkar sér eldstrauma umhverfis sig er hægt að sjá af andlegri stöðu þess. Þannig er hægt að tjá hinar helgu birtingar sem viðleitni að eldslegri aðlögun.

Andlegar upplyftingar skapa hverja birtingu lífsins. Ef mannkynið myndi fylgja hreyfingalögmáli kosmíska segulsviðsins, myndi það án efa meðtaka andlegar staðreyndir. Hvernig er mögulegt að afneita kraftinum sem fæðir allan lífssláttinn? Andlegi púlsinn er í öllum þáttum alheimsins.

Sannarlega er þetta óbreytanlegt lögmál!

233. Bein fylgni er milli Agni jóga og kosmískra birtingarmynda. Tengsl milli birtingarmynda eru svo spennt að líkja má þeim við beinni línu. Það er einnig bein tengsl milli Agni jógans og heimsviðburða. Heimshugurinn endurspeglast einnig í eldbirtingum Tara. Þegar samhæfing birtir afl sitt, endurspeglast allir kosmískir atburðir í lífverunni, besta og nákvæmasta vísbendingin um kosmískar og plánetu birtingarmyndir. Ef fólk væri meðvitað um öll eldstákn á jörðinni væri líftíminn stuttur. Urusvati Okkar hefur orðið vitni að útgeislun jarðarinnar, skjálfandi af þéttleika andrúmsloftsins. Jarðskorpan er í krampa og verið er að undirbúa nýja skrefið með skapandi sameiningu. Andleg upplyfting mun knýja á um sjötta kynstofninn. Hversu stormasamir eru straumarnir! Eldarnir blossa eins og eldslegir straumar! Þess vegna ber hjarta Tara í sér alla lífsnauðsynlega strauma og endurspeglar allar mannlegar birtingarmyndir.

234. Aðdráttarkraftar kosmískra elda samsvara sterkustu beinum geislum sólarinnar. Sköpunarhæfni mannsins er jöfn að afli við geisla kosmískra elda. Þess vegna má segja að lífskraftur mannsins sé mældur með eigin útgeislun. Af drifkrafti til andlegrar sköpunar sést fylgni eða frávik frá stefnu þróunarinnar. Af athöfnum er hægt að komast að nákvæmri fylgni við meginþættina, kosmískra sanninda.

Aðdráttarafl orku sólargeislanna er í jafnvægi við jarðveginn sem geislarnir falla á. Með sama hætti stjórnast aðdráttarafl kosmískra elda að manninum. Geimurinn er yfirfullur segulmagns og mannleg ára hefur í sér margskonar segulljómun. Það er staðfest að alheimurinn skapar með segulkrafti og aðdráttaraflið gefur manninum líf. Sköpunarhæfni byggist á þessari meginreglu. Óbreytanlegt lögmál!

235. Upprunaaflið er sköpunarhvati orkunnar í kosmíska segulsviðinu. Hvatinn myndast í geimnum og brot á lögmáli þess leiðir til eyðingar. Upprunaaflið, myndar hvata tilverunnar, leiðbeinir gangi kosmíska eldsins. Þess vegna eru allar kosmískar birtingarmyndir byggðar á birtingarmyndum eldsins. Einn dropi getur ekki sveigst stefnuna; Þess vegna getur aðeins meðvituð aðlögun að kosmíska segulsviðinu beint andanum í átt að straumamótum fínni orku.

Kosmískri uppbyggingu er beint að mótum fínustu orku og öllum ferlum hins ósýnilega elds!

236. Sálarþátturinn er eiginleiki allra þátta kosmíska segulsviðsins. Ótakmörkuð birtingarmynd sálarþáttarins skapar kosmísku heimanna. Það er ómögulegt að staðfesta í vitundinni sköpunarhæfni kosmíska segulsviðsins, án víðtæks skilnings á þróuninni. Vitundin staðfestir vogarafl kosmíska segulsviðsins svo örugglega að það er erfitt að nota það ekki. Orsakavaldið veitir hvata til lífsins og þróun andlegrar orku. Grunnurinn að lífshvatanum staðfestir sálarþáttinn og aðdráttaraflið sýnir fram á fylgni við orsakaregluna. Þannig er lífshvatinn byggður á sálarþættinum.

Þegar Uppruninn verður staðfestur í vitund mannkynsins sem jafnvægisafl kosmíska segulsviðsins, þá verður lífið viðurkennt sem áhrif lögmálsins mikla.

237. Andlegir eiginleikar þróast með kosmískri segulmögnun. Þegar andinn getur samlagast eldunum á æðri sviðum, þá birtist honum segulmögnun kosmískra elda. Sálarafl hreyfir alla orku og staðfestir allt samræmi. Andinn og eldar tengjast saman. Hver athöfn, sem er afleiðing orsakar, endurspeglar andlega tengingu. Þess vegna er Agni jóginn staðfestur sem bein tenging við hina fjarlægu heima. Óbreytanleg er athöfn eldlegs samræmis; Við fullyrðum að straumar hærri heima er aðeins hægt að senda með straumum hærri elda.

Það er til svokölluð „sending“ í gegnum líkama brottgengina anda, en maður verður alltaf að viðurkenna að lægri birtingarmynd laðar að það lægra. Af þessum sökum fullyrðum Við að eldur sé háleitastur og umbreytingin eigi sér stað á hæsta punkti. Þannig mun Hún sem ber Kaleik hins helga elds, gefa jörðinni eldslega hreinsun. Þannig er andleg sköpunarhæfni fyrirkomið í hinu nýja skrefi. Þegar kraftur kosmíska segulsviðsins mun staðfesta birtingu eldanna, þá verður hægt að segja að nýi tíminn nálgist. Ég staðfesti það!

238. Á jarðnesku sviði getur hið andlega, sem birtingarmynd æðri sviðs, verið tjáð með eldi. Agni jógi er tenging milli jarðarinnar og æðri heima. Hlutverkið að færa fyrirfram ákveðna orku til jarðar, er aðeins falið þeim anda sem veit hvernig á að birta æðri eldanna. Takmarkalaus eru sviðin og straumarnir sem bera birtingu eldanna!

Agni jógi lifir sannarlega í tveimur heimum. Agni jógi sökkvir sér sannarlega inn í hin ósýnilegu svið. Aðeins nákvæm rannsókn getur tryggt næma staðfestingu. Þannig dregur aðdráttarafl hreins elds Agni jógann inn í efri sviðin. Þess vegna kemur eðli hreins elds á tengingu milli sýnilegs og ósýnilegra heima.

239. Grófari efnisbirtingu sem verður við slíkar birtingar elds, er það sem mannkynið hrífst af, sem leitar slíkra leiða til að komast inn á sviðin sem óaðgengileg eru fyrir augað. Hrifning á þéttingu staðbundinna birtingarmynda liggur djúpt í tilveru mannsins. Auðvitað, þegar maðurinn leitar efnisþéttingar í forminu til að tryggja sýnileika þess, missir hann æðstu viðleitnina; því er umbreytingarferlið í gegnum elda hið háleitasta.

Eldurinn í lífsferlinu birtist sem drifaflið í mannkyninu. Það er þess vegna sem við metum mjög fórnfýsi Móður Agni Yoga. Hvatinn til umbreytingar á þéttleika hreins elds ber í sér alla skapandi möguleika og lyftir þar með upp umhverfi sviðsins. Þannig staðfestir þétting eldanna hin nýju skref.

240. Segulmagnið birtir kosmíska meginþættina sem lögmæta athöfn. Starfsemi manna stjórnast af svipuðum aðstæðum. Athöfn sem fer á undan hverri birtingarmynd er segulmagnið sem dregur fram það sem á eftir kemur. Þess vegna er sköpunin sem kom á undan birtingu segulmagnsins, sú Frumtilvist sem fyllir geiminn.

Sköpunargeta segulkraftsins er gefin sem uppspretta mannlegra athafna. Svokallaðar árangurslausar athafnir ætti að skilja sem segulsvið sem skapar ekki þann straum sem er nauðsynlegur fyrir áhrifin. Ef mannkynið myndi fylgja eftir hverri athöfn sinni, mætti vissulega uppgötva orsakir mistaka og beinna afleiðinga þeirra. Kosmísk sköpunargeta bregst beint við afmörkun allra lögmála Heimsmóðurinnar.

241. Sannarlega, í athöfnum Agni jógans, er árangurinn tryggður og ákafastur eldurinn byrjar að geisla sínum lit. Með sérstökum styrkleika glóir myndaður kraftur. Orku Agni jógans er beint með fjölbreyttum sköpunarhætti: sem sendandi kraftur, sem samþættandi kraftur, sem stunguafl sem opnar slóðina þar sem allir lásar eru læstir. Þannig er sköpunargleði Tara staðfest.

242. Alheimsorka tengist öllu í tilverunni; Þess vegna sýnir það fáfræði að aðgreina milli þess efnislega og óefnislega. Það er hægt að fullyrða að orka er í öllu í alheiminum. Það efnislega er ekki til sem sjálfstætt afl, því virka orku þarf til birtingar.

Að sama skapi þarf orku til að knýja lífið. Við köllum það kjarnaflutning. Sérstaklega ber að fylgjast með því hvernig andleg orka vinnur. Þessi driforka er vaxandi afl og er grunnurinn að allri viðleitni.

Á þessari plánetu gefur orkan mannkyninu líf í staðbundin líkama, en aðeins í samræmi við viðleitni þess. Þess vegna verða þessir fyrirfram ákveðnu líkamar að framlengja sig út í geiminn. Formúlan um stöðugt vaxandi kraft er eins og grunnkraftur kosmíska segulsviðsins. Þannig er geimurinn fylltur með formlausum ferlum og takmarkalausri viðleitni.

243. Þegar tíminn nálgast eru formin sem ekki hafa verið samþykkt flutt til annarra sviða eða birtast sem slysaleg staðbundið form. Sköpunargetan sem mótaði þessar slysasamsetningar fól í sér meginregluna um samsvörun. En það er líka til mjög háleit lögmálsbundin þétting sem leiðir til keðju betri forma, og þessar keðjur eru skapaðar úr orku í geymslu. Sköpunargetan birtist í öllu því sem til er og biðorkan finnur notkun í öðrum hringrásum eða í öðrum heimum og gerðum.

Þannig skapar eldur Agni jógana sínar eigin formgerðir og umbreytir kröftunum kringum hann. Þannig flytur Tara strauminn og stýrir sköpunargetu nýja skrefsins.

244. Titringur vitnar um móttöku birtingarmyndar elds. Þegar geisli er sendur svarar viðleitnin og samlagast staðbundnum eldi. Straumar allra elda geimsins finna sínar brautir. Kosmískur titringur staðfestir sjálfsmynd allra orkugerða. Margt er sagt um sameindasveiflurnar, en við það skal bætta, að það eru svo margir titringsþættir að staðbundnir eldar titrar í öllum alheimi og vekur viðbragðsstrauma. Það má örugglega fullyrða að kraftur titringsins í skapandi orkunni samsvari krafti straums kosmíska segulsins. Í byrjun allra mannlegra athafna endurkastast kosmískur titringur og einn orsakaheimur er greinilega samofinn öðrum; þannig er hægt að tengja fortíðina við framtíðina. Með því að raunveruleikinn verði svörun titringsins, að karmísk tenging verði ljós.

245. Agni jógi er næmur fyrir kosmískum titringi. Hver titringur vekur orkustöðvarnar. Hver viðleitni kallar fram kosmískan titring. Þessa endurómun köllum Við sálarvirkni. Þess vegna er viðleitni Agni jógans svar við kosmískum titringi; þannig er sálarvirkni staðfest. Spenna, sem kosmískt afl, er spennt í hinum æðri heimum.

Þú hefur rétt fyrir þér í að leggja áherslu á sálarkraftinn. Svokallaður kosmískur andardráttur, er sálrænn kraftur sem ákallar lífið. Þetta ákall til lífsins á að skilja sem sálarkraft, orkuhvata sem er sendur af efnismynduninni, Materia Matrix. Þannig leitast æðsta birtingarmyndin að hlutskipti sínu. Þannig er þráðurinn spunninn til vefnaðar. Sköpunargeta okkar er tengd kosmískum titringi og geisli Tara staðfestir eldslegan titringinn á jörðinni.

246. Kosmískur titringur staðfestir allar skapaðar birtingarmyndir. Sá samhljómur kemur á sambandi upprunans og móttöku. Sá samhljómur ákveður samsöfnun ljósefnisins, Materia Lucida, sem mótar þá líkama sem maðurinn birtir sig í. Skrár yfir hvarf liðina kynstofna hafa verið staðfestar sem lagskipting áhrifa og sönnun um samhengi. Þannig eru allir skapandi kraftar sendir með titringi. Samhljómur samsöfnunarinnar beinir orkunni í bylgju, bylgju líkamsmótunar. Maður sem leitast við samhljóm getur þróað með sér tónaröð. Þannig er samhljómurinn knúinn áfram og skapar takmarkalaus form.

247. Tónn hærri samhljóms kemur í ljós með móttöku staðbundins straums. Kosmískur straumur næst aðeins þegar viðleitni fær staðfestingu með eldi. Straumur kosmískrar orku fylgir þessari staðfestingu. Straumar þess sýna greinilega skilgreinda keðju og þessi keðja samanstendur af staðfestri birtingarmynd. Þessu ferli er aðeins falið æðstu eldslegri viðleitni. Aðeins hæsti Agni jógi getur haft aðgang að þessum straumnum; þess vegna eru ábendingar miðla fjarri sannleikanum. Þess vegna eru afrek Agni jógans svo dásamleg.

Með því að þekkja kosmíska titringinn sem lögmál skapandi segulmagns má staðfesta vitundina. Þannig sköpum við í gegnum samhljóm kosmísks titrings.

248. Fylgni titrings sýnir þann skapandi kraft sem birtist í staðbundnum líkama. Kosmískur titringur er í samræmi við aðdráttarafl segulmagnsins. Orka samhljóms lýsir sér sem skapandi spennu. Spennan samsvarar sköpunargetu segulsins. Samhljómur er í spennu Upprunapólunum. Pólun er birtur kraftur sálar og anda. Kosmískur titringur magnast af aðdráttarafli segulsins og með grunnorku eldsins sem birtist. Þannig vekur pólunin gagnkvæma móttöku. Þegar sál-andi stýrir krafti segulsins er hægt að beina orkunni inn á rás staðbundins elds. Vitund mannsins stýrist af sálarstraumum í átt að tilgangi sínum. Að samþykkja þessa meginreglu mun þýða að fylgja þróun keðjunnar. Höfnun hennar leiðir til hörmunga.

249. Athafnir andans beinist að sköpun betri byrjanna og eru eðlislægar fíngerðum eldum Agni jógans. Þegar þessar betri byrjanir nást ekki, er mannkyninu bjargað með sköpunargetu eldsins. Þá er fyrirfram ákveðnar birtingarmyndir elds sendar mannkyninu. Fíngerð orkan skapar nýja möguleika sem eru bein afleiðing endurnýjunar með skapandi eldi. Fíngerða orkan knýr alla hluti inn í nýtt svið. Fíngerð orkan umbreytir sköpunargáfu mannsins; og ný von er veitt með birtingu Agni jóga. Þannig, með ósýnilegum og kröftugum hætti, kemur sköpunargleði Tara inn í lífið. Þannig stefnir geisli Tara til hinna fjarlægu heima. Já já já! Sem stendur magnast sköpunargleði geislans til muna.

250. Alheimsleg viðleitni beinist að látlausri umbreytingu. Heimur áhrifa draga manninn inn í straum sem flytur hann að örlögum sínum. Keðja staðabundina líkama dragast að kjarna athafna; þess vegna geta allar óuppfylltar byrjanir tekið þátt í keðju hærri spennu. Þessar byrjanir krefjast algerrar eflingar og tjáningar um fullkomna aðlögun. Sannarlega getur áhrifaheimurinn verið svo dapurlegur að vísbendingar um þessar birtingarmyndir virðast ekki vera í samræmi. Þess vegna skulum við skoða ógnvekjandi keðjuhvata manna. Hvar sem lífskraftur er, er viðleitnin til kosmíska segulsviðsins. Hvar sem afl vinnur sem er ekki í samræmi við kosmíska segulsviðsins, getur verið um viðleitni að gagnstæðum toga. Að vega saman þessar leitni, er auðvelt að skilgreina áhrifaheiminn.

251. Af heimi orsakanna, sem skapaður er með tilhneigingu, er hægt að ákvarða gæði áhrifaheimsins. Við skulum skoða hvernig Agni jóginn skapar og sendir. Eldur Kaleiksins táknar sálarkraftinn sem kveikir orku í öllu í kringum sig. Með samræmi kaleiksins, er öllum eldum, af mismunandi stig, beint saman að uppsöfnun Kaleiks Amrita, ódauðleikans. Eldur andans knýr alla orku. Sköpunargeta Agni jógans er sannarlega þannig knúin áfram. Þannig umbreytir Tara í fegurð. Mannkynið mun skilja kraft umbreytinga. Sannarlega er sköpun tilverunnar fögur!

252. Umskipti orku á sér stað við næsta sjaldgæfa stöðu tiltekins efnis. Aðlögunarhæfni orku til fæðingu nýs líkama ræðst af aðdráttarafli. Skyldleiki við frumþættina verður drifkrafturinn. Hin knýjandi staðbundni eldur, mótar þá keðju sem ákvarðar aðdráttaraflið. Skyldleikinn við frumþættina styrkir hin knúna mótunarþátt. Samkvæmt þessari meginreglu eru allar athafnir mótaðar. Mannkynið er dregið að keðju ætlaðs elds. Þegar mannkynið áttar sig á því að hjálpræði þess liggur í athöfn hins tilknúna elds, mun skyldleiki með fíngerðri orku veita mannkyninu nýtt skref.

253. Tengsl við fíngerða orku aukast þegar þau er samstillt við þann sem ber fíngerða orku. Straumurinn myndast þegar allt rennur saman í eldi. Þess vegna er sköpunargeta eldsins svo öflug. Sköpunargeta verður til við viðleitni að skyldleika. Gagnkvæm viðleitni veitir og mótar það andlega. Sannarlega eru ótölulegrar samsetningar sem veita formgerðum líf.

Ferlið við að innprenta sálarkraft í nýja plánetu er aðeins komið á með sameinuðu atómi. Birting kosmíska grunnsins verður að byggjast á alltum liggjandi orku. Þess vegna erum Við sameinuð í kosmískum samruna.

Aðeins samræmi eldheitrar vitundar, sem hefur í sér alla elda andans og hjartans, getur staðfest andlegheit og sálarlíf.

254. Eldur geimsins magnast af kosmíska segulsviðinu. Uppbyggingin hvetur til mismunandi kosmískra birtingarmynda. Aðdráttaraflið spennir kosmískar samsetningar. Þannig eru orkunni stjórnaðar af kosmíska segulsviðinu. Óendanlegar sameiningar orkugerða gefur ólýsanlegar samsetningar og alheimsorkan setur spennu í alla þróun. Mannkynið leitast við að ná tökum á öflum eldsins, en æðri birtingarmyndir má aðeins veita þegar hið andlega er staðfest í heiti.

Reynt hefur verið að uppgötva titring kosmíska segulsviðsins, en aðeins ótengdum straumum hefur verið lýst. Samræmið er eingöngu veitt þeim sem hafa bundið sig við kosmíska segulsviðið. Þegar samræmi í sköpunargleði andans verður staðfest í lífinu, verður mannkyninu veittur aðgangur að allri hærri orku. Ekki er hægt að tileinka sér fínustu þræði sem stendur; því er annað hvort bratt uppstig eða bratt niðurstig. Mannkynið samlagast geislum sem birtast með eldkrafti kosmíska segulsviðsins, en aðeins meðvituð aðlögun mun leyfa uppstig.

255. Eldur geimsins umlykur jörðina okkar eins og hvirfilvindur, en jarðskorpan stendur á móti honum sem varnarveggur. Þannig mun þróun sálarþekkingar leiða í ljós ætlun þessarar orku. Þegar Við tölum um staðfestingu fíngerðar orku, eigum Við við að fíngerða orkan sé sköpunargáfu andans.

Samsetning nýja kynstofnsins byggist á sköpunargáfu andans. Meginþáttur fíngerðrar orku er frá kjarna andans og hver andi sem hefur tengst þeim straumi dregst að hirði (Manu) hins nýja kynstofns. Þannig vekur titringur Tara vitundina til æðri heimsins. Já já já!.

256. Festa kosmíska segulsviðsins birtist í þessum skapandi keðjum sem tengja fortíðina við framtíðina. Þessi sköpunargáfa kemur á jafnvægi milli birtingarmynda lífsins. Kosmísk lífkeðja stjórnar þessum mannlegum birtingum sem eru knúin áfram til annaðhvort framþróunar eða fráhvarfs. Þannig einkennast mörk mannlegra afreka af stigi viðleitninnar. Þannig er í kosmískri framþróun skapandi segulmagnaður straumur, styrktur af öflum segulsviðsins. Þannig er til þéttur spíral kosmíska segulsviðsins, sem gengur í allar birtingarmyndir lífsins. Óbreytanleiki lögmálsins um einingar allra birtingarmynda bendir til segulafls sköpunargáfu alheimsins.

Birtingarstraumar mannlegra athafna eru aldrei tortímdir; og í þeim eru meginþættir upphafsköpunar. Allar mannlegar athafnir byggjast á þessu lögmáli.

257. Þetta lögmál liggur til grundvallar birtingarmyndum kosmískra krafta. Þar sem segulmögnun staðfestir viðleitni til þróunar má segja að sköpunaraflið, sem vekur aðdráttarafl, skapi með segulmögnun, sem samsvarar kraftinum sem fyrir er. Þannig skapar segulmögnun fortíðarinnar, orku framtíðar. Þannig leiðir segulmögnun margra lífa, óhjákvæmilega til tiltekinnar nútíðar.

Heimur orsakanna verður skapandi hvati. Þess vegna má segja að samþætting lífa leiði óhjákvæmilega til endanleika. Segullinn er mótaður í árþúsundir. Þannig sameinar hið óbreytanlega lögmál. Milli heimanna skapast skínandi hvel. Inn í það hvel fæðumst við með staðfestu segulfari.

258. Hlutverk geislanna er að blanda öllum orkugerðunum saman við eld geimsins. Ef hægt væri að leysa sólgeisla upp í rafeindir sínar, mætti sjá að hann innihaldi alla þætti sem eru í kosmískum geisla. Sköpunarmáttur kosmísks geisla liggur í aðdráttarafli og sundurgreiningu orkunnar. Ef hægt væri að draga sameindaragnirnar úr geislanum væri hægt að beisla aðdráttarafl þeirra. Þess vegna þarf móttökuaflið að aðlagast. Aðeins viðleitni frá báðum endum getur skapað nauðsynlega spennu. Sprenging verður vegna þess að orka er ekki samræmd. Allar óreiðukenndar birtingarmyndir eru aðeins merki um ósamræmingu. Segja má að spenntur kraftur kosmísks geisla laðist að jörðinni en mætir engri svörun. En á þessum grunni eru allar skapandi birtingar byggðar. Móttaka kosmísk geisla eflir allar athafnir.

259. Upptaka orkustöðvanna er byggð á þessum viðbragðstitringi. Þegar kraftur kosmísks geisla er aukinn dregur svarandi titringur til sín samsvarandi eld. Sköpun leggur ávallt álag á orkustöðvarnar. Þegar titringskrafturinn kemur aftur á fylgni orkustöðvanna, næst samhæfing. Það er ómögulegt að koma á tengslum án viðbragðs við titringnum.

Sköpunarafl Agni jógans byggist á því að finna titring. Orkustöðvarnar titra eins og viðkvæmustu strengir. Á þá leika allir hlutir; í þeim enduróma allir hlutir; vegna þeirra umbreytist allt.

Þegar Við, bræður mannkynsins, köfum í mannlega útgeislun, mætum Við kröftugum straumum. Birtingarmyndir eldanna leggja svo mjög á allar orkustöðvar mannsins. Fíngerða orkan er læst inni í miðju Kaleiksins og því finnst allar breytingar mjög greinilega. Það má fullyrða að öll atvik, birt og óbirt, leiki á eldstrauma Agni jógans.

260. Afl viljans getur beint fólki að því að leita inn á æðri sviðin. Það afl getur breytt öllum atburðum. Þegar stefnu viljans er snúið í átt til æðri heima verður andinn að stýra straumum viljans að því að finna leiðina. Breytingin mun leiða til staðfestingar á nýju kynstofni. Viljaaflið mun aðstoða við þróun nýja kynstofnsins. Þegar leitast er við, vakna meðvitaðir hvatar í andanum og betri form verða til. Ósamhæfðir strauma þýða ósamhæfð form. Kosmíska segulsviðið, sem starfar meðvitað, er eins og óbreytanlegt lögmál.

Aðdráttarafl viljans veitir samræmi í sköpunargetu og í staðbundnum eldum. Eldarnir stýra flæði allra strauma. Orkan lagar sig að straumum viljans; þannig eru kraftarnir aðlagaðir kosmíska segulsviðinu. Birting staðbundina elda mun opinbera mannkyninu allar leiðir til óendanleikans.

261. Afl viljans hjá hinum tendraða Agni jóga skapar í samræmi við gang þróunarinnar. Þegar afl eldanna eru þannig aðlagað, má segja að eldarnir sem sendir eru, umbreytist af eldi geimsins.

Það má rekja hvernig viljastraumar hjá Agni jóga skapast. Viðleitni knýr straumana til umbreytinga í eldi geimsins. Staðbundinn eldur er svo öflugur að þörf á umbreytingu er óumflýjanleg. Þannig knýjum við öfl til vitundarinnar. Þannig skapar Tara. Betri örlög nálgast. Ég staðfesti það.

262. Segulstraumarnir knýja til einingar. Sköpunarhæfni segulsviðsins safnar saman kosmískum straumum. Þegar straumar yfirheima og undirheima eru í samræmi eru þeir samhæfðir á svipaðan hátt og æðri heimar og jarðnesku sviðin. Þegar athafnir manna munu staðfesta aðdráttarafl sviðanna verður mögulegt að koma á samhæfingu við kosmíska segulsviðið. Allar sveiflur og truflanir á jörðinni ákvarðast af straumum sviðanna. Hvernig getur maður þá ekki gert sér grein fyrir lífi geimsins, þegar allir straumar eru svo tendraðir? Straumar frá einum pól geta aðeins þýtt eyðingu. Lögmálið um sálarkraftinn staðfesta gagnkvæma staðfestingu.

263. Vissulega eflir sálarkraftur eldheits anda, alla krafta í kringum hann. Aðeins andlegt aðdráttarafl getur vakið vitandi viðleitni. Aðeins aðdráttarafl hjartans getur kallað fram samhljóm. Aðeins aðdráttarafl Kaleiksins getur vakið meðvitaða sköpunargáfu. Aðeins aðdráttarafl samhæfingar getur vakið meðvitaða uppbyggingu. Þannig byggja skapandi orkustöðvar Agni jógans upp sköpunargetu kosmíska segulsviðsins. Þannig er Agni jóginn samstarfsmaður straumanna sem tendra alla krafta. Reyndar skapar hæsti Agni jóginn án þess að þreytast í andanum. Þreytan og oft angistin er skýrð með skiptingu andans. Oft með spennu orkustöðvanna skapar Agni jógi sálrænt. Merkilega bók mætti skrifa um deilanleika andans. Andi Agni jóga þekkir marga kosmíska leyndardóma.

Þróunin er svo hæg! Hugtakið, athöfn, ætti að vera fullkomlega endurskoðað. Milljónir manna eru sofandi við athafnir sínar! Umfang sköpunarhæfni andans er svo fagurt!

264. Öll kosmísk form eru staðfest í umbreytingu kosmíska eldsins. Þetta flókna ferli er skilgreint sem þéttur spíral. Straumar spíralsins eru tendraðir af kosmíska segulsviðinu. Þannig er eiginleikar umbreytinga háðir aðdráttarafli sendingarorkunnar. Eldar geimsins og eldar andans flétta saman þessa endalausu keðju. Þróun þessara eiginleika veltur á þeim hvata sem raunverulega birtist. Þannig svarar sköpunarkrafturinn minnstu viðleitni. Þannig gefur aðdráttarafl sköpunarkraftsins líf í form. Óumbreytanlegt er lögmál skapandi orku og tákn tilveru má skilgreina sem aðdráttarafl. Þess vegna vinnur kosmíska segulsviðið með ákafasta aðdráttaraflinu.

265. Árangursríkasta aðdráttaraflið er í gegnum geisla. Sköpunargáfa andans byggist á aðdráttarafli geislanna. Geislar kosmíska segulsviðsins og sannrar viðleitni geta skapað fíngerðustu orkuna. Sköpun með geislum umbreytir formum í enn fínni form. Geislakraftur getur laðað til sín nauðsynlega strauma. Aðeins þegar geislarnir ná orkustöðvunum með eðlislægum móttækileika, þá óma þeir straumar í óhagganlegum samhljómi; og þessi viðleitni setur gagnkvæmt álagi á fínustu orkuna. Sannarlega getur samhljómur anda og hjarta náð samhæfingu ljósefnisins, Materia Lucida.

266. Hið mikla einingarlögmál lífsins sameinar allar verur. Eining lífsins í alheiminum kemur fram í eldhvatanum. Sálarkrafturinn er sameiningarkraftur kosmíska andardráttarins. Sköpunargeta þessa krafts er augljós í spennu formanna. Straumar sálarkraftsins leiðbeina öllu sem til er, og það sama gerir staðbundinn eldur. Kosmískur andardrátturinn skapar krafta í sköpunarferlum. Tilveran, í óendanleika sínum er óendanleikinn. Allir orkustraumar, þegar þeir eru samofnir, mynda kosmíska segulsviðinu. Hið eina líf í birtingakrafti sínum, myndar birtingarkeðju. Endalausa samtengingarferlið er staðfest í sköpunarspennu. Þessi samtengingarþáttur lífsins er meginregla segulsins. Í öllum hlutum má finna sönnun um óþrjótandi kraft þeirra.

267. Eining frumþáttanna í logum orkustöðvana tjáir ákafa eldmóttöku Agni jógans. Þegar hinn ósýnilegi heimur afhjúpar kraftana, næst tengingin við æðri sviðin. Þegar hinn ósýnilegi heimur endurspeglast í fágaðri orku eldsins í Agni jóganum er tengingin við æðri heimana staðreynd. Þess vegna er sköpunarviðleitni Agni jógans umvafin ljósefninu, Materia Lucida. Einbeitt viðleitni er brynja ákafs anda Agni jógans. Andleg móttækni er staðfest í skörpum geisla. Þannig endurvarpar geisli andans frá sér öllu sem ber vott um eld. Þannig er hæsta einbeitnin móttekin. Tara, sem veitir leiðarljósið, sér upphaf ferilsins og lok hans.

268. Undan lögmáli umbreytinga er ekki komist og það kemur fram í öllum kosmískum birtingum. Þegar samruni frumefna skapar form, er spennubreytingin mjög öflug. Í andlegum og líkamlegum þáttum er lífið mjög ákaft, bæði við val á nauðsynlegri orku og við móttöku í stað þeirra sem þegar eru á þrotum. Orkan sem framkallast með umbreytingu skapar líf frumefnanna. Eðli umbreytinga þróast í tengslum við mismunandi kosmískra orku. Röð umbreytinga tryggir kraft þróunarinnar og byggir á kosmíska eldinum. Efni lífshvatans er umbreyting elds.

Við, bræður mannkynsins, fullyrðum að kosmíska segulsviðið sameinar alla orku. Þar sem Upphafið er hunsað, ríkir eyðing. Hvar er endirinn og hvar upphafið? Með þessari formúlu getum við ályktað - þau er í hinni endalausu samhljómskeðju.

269. Í endalausum samhljómi er að finna alla sköpunargleði heimsins. Aðeins samhljómur getur opinberað jörðinni æðri sviðin. Aðeins samhljómur getur komið á keðjusókn til fjarlægra heima. Hugmyndin um fjarlæga heima ætti að beita á allt sem leitast til fullkomnunar. Þess vegna eru samhljómar Okkar svo öflugar. Eldar orkustöðvanna er samhljómur; eldur andans er samhljómur; eldur hjartans er samhljómur.

270. Samtenging viðleitni og afleiðinga kemur sannarlega fram í því sem nær mestri spennu. Tenging viðleitni og aðdráttarafls getur leitt í ljós formúlu sem samsvarar titringskrafti elds. Aðlöðunin og birting þess eru tengd. Þess vegna gefur krafturinn sem notaður er til birtingu orkunnar vísbendingar um tenginguna.

Ef mannkynið áttar sig á því að aðeins sköpunargleði fyllir kosmosinn, myndi viðleitnin margfaldast með meðvituðum eldi. Aðeins það umfang er hægt að draga frá sköpunarhæfi kosmíska segulsviðsins. Aðeins straumar, þéttir sem kosmískir strengir, veita aðgang að segulmætti óendanleikans.

271. Neðri lög jarðarinnar samræmast því sem mannkynið hefur alið af sér. Sérhver athöfn, sérhver hugsun hefur sitt fræ. Að þessum fræjum laðast samsvarandi þættir. Þess vegna samsvarar allar mannlegar tjáningar mjög jarðneskum hugsunum. Þess vegna kveikja neðri sviðin í hugum manna sterkar hugmyndir hinna myrku. Þú hefur séð jarðneska úrkynjun; þú hefur séð steingerðar risamyndir sem tákna um leit mannkynsins. Svið mannlegrar tjáningar eru lagskipt og til að heimsækja þau þarf eldslega vörn. Neðri sviðin eru æxlun mannlegra hugsana. Eldmáttur andans er höggþungur hamarinn. Eldur leitandi anda getur umbreytt alheiminum. Þess vegna er hamarinn tákn um þróun nýrrar spennu. Gjarðir jarðar eru að molna og nýr grunnur lagður. Sannarlega getur eldsaflið eflt viðleitni mannkynsins.

272. Minnkandi orka fylgir brotthvarfi strauma kosmíska segulsviðsins. Þegar spennan eykst í einu skauti eykst innstreymi orku. Sálarfræjunum er safnast með sterkum segulkraftinum. Allir straumar munu svara spennu segulsins. Vilji mannsins bregst við straumum sálarorku. Það má staðfesta að þegar sálarfræin eru dreifð um allan hinn kosmíska sjóndeildarhring, þá munu aðeins þeir andar enduróma sem loga í viðleitni sinni með þróuninni. Þeim sem skortir neista andans, geta vissulega ekki skynjað titringinn sem stafar frá sálarfræjum. Hlutverk eldsins sem er alstaðar í alheiminum er að flytja, með neistum andlega upphafsins, öll sálarfræ. Þannig fylgir fíngerða orkan kosmíska segulsviðinu.

273. Hvernig koma sálarfræin til? Þessi skapandi orka ber í sér uppsprettu lífsins. Þegar kraftarnir leitast til lífstjáningar, þá draga þeir þessi sálarfræ fram. Hugsunin ýtir þessum sálarfræjum út í kosmosinn. Sköpunargeta Agni jógans, í spennu hans, beinir þannig sálarfræjum áfram. Það sem fólk kallar innblástur er oft ávöxtur fræs sem knúið er áfram af eldinum. Þannig er andi þanins Agna jóga sáðmaður þessara skapandi sálarfræja. Þannig sáir Móðir Agni Yoga, skapandi sálarfræjum.

274. Í heimi orsaka og afleiðinga eru auðkenni meginlögmálið. Eiginleikar þess sem fyrirætlað er, staðfestir að orsökin kemur fram í röð afleiðinga. Afleiðingarnar leiða í ljós ástæður orsakanna. Aðeins auðkenni getur ákvarðað niðurstöðu sem mótast. Þeir þættir sem fyrir eru, eru opnir fyrir umbreytingu, en fyrst verða þeir að birtast undir lögmáli auðkennis, eða, eins og það er kallað, „í skyldleika.“ Þannig fæðast ný form af gömlum, í eilífu þróunarferli. Sköpunarhæfni kosmíska segulsviðsins viðheldur lögmáli auðkennis. Það eru forn sannindi að sköpun, með aðlöðun nauðsynlegra þátta, finnur leið inn í óendanleikann.

275. Auðkenni knýr eldinn geimsins til orkustöðva hins viðbúna Agni jóga. Kosmíska segulsviðið bregst aðeins við þegar aðdráttaraflið er ákaflega sterkt. Þegar orkustöðvar skapa sálrænt má fullyrða að auðkenni sé í gildi. Sköpunargleði Agni jógans er samtengd birtingu segulafls og maðurinn verður að sætta sig við birtingu eldslegra umbreytinga. Sálarfræin metta rýmið og bera vitni um sköpunargáfuna.

Strengir Okkar styrkja sendingar sálarfræjanna. Deilanleiki andans er svo magnaður að vernda verður orkustöðvarnar gegn hitnun. Skipting andans er mjög mikil; þess vegna verður að vernda hjartað. Miklu afli er varið í sköpun andans.

276. Þegar kosmíska segulsviðið vinnur með öllum sínu spennta afli, er öll mótspyrna gleypt af krafti þess. Ef mannkynið myndi velta fyrir sér þeim kröftum sem leiða til þróunar, myndi það örugglega fylgja aflstraumi kosmíska segulsviðsins. Óbreytanleg lögmál stjórna kosmíska segulsviðinu, og allt sem gengur gegn því mun drukkna þar. Segulsvið skapar með beinum straumi. Sköpunarhæfni segulsviðsins samsvarar krafti tilverunnar og ósigrandi er lögmálið sem leiðir til þróunar.

277. Til að koma á jafnvægis á plánetu eru breytingum komið á með aðstoð kosmíska segulsviðsins. Þegar drifkrafturinn magnast í stöðugt hraðari straumi, fer breytingin fram. Eiginleikum orkunnar er beint með nýjum krafti þegar ójafnvægi verður. Þess vegna verður að segja að aðeins fínni orkan getur knúið á endurnýjun. Straumar sem fara frá einni orkustöð tryggja hækkun annarrar. Þannig eflir sköpunargeta kosmíska segulsviðsins alla orku. Breytingin verður þrep fyrir endurnýjun orku. Allar hnattrænar truflanir eru afleiðing breytinga á orku. Með því að skapa nýtt þrep þroskumst við á þróunarleiðinni inn í óendanleikann.

278. Í meginatriðum byggist umbreyting á minnkandi krafti til uppstigs. Kosmísk orka hefur annað hvort vaxandi eða minnkandi virkni. Sívaxandi orka kosmíska segulsviðsins dregur með sér viðleitni til að stíga hærra. Hverfandi orka beinist alfarið að umbreytingum. Eldsstöðvum plánetunnar er umbreytt, sem slíkar, af skapandi segulsviðinu. Eldsorka umbreytinga er staðfest sem afl sem leiðir til fullvissu um nýtt skref.

Eldur orkustöðva Agni jógans tengist allar jarðfræðilegum, andrúms- og þjóðaumbreytingum; þess vegna eru tilfinningarnar sem Agni jóginn verður fyrir svo mismunandi. Þess vegna upplifir Móðir Agni Yoga svo margar mismunandi tilfinningar. Já já já!

279. Kraftur andans stjórnar sálarfræjunum. Samsafnað net sálarfræjanna halda þá stefnu sem kosmíska segulsviðið ákvarðað. Sálarfræið er til staðar við upphaf hverrar vitundar. Net sameinaðra vitunda, ákvarðar viðleitni þeirra sem leiða til þróunar. Viðurkenningin á tilveru drottnanna styður þá viðleitni. Vitund mannkynsins byggist á sálarfræjum. Allri orku er viðhaldið af birtum sálarfræjum. Allar svokallaðar tilhneigingar eru ekkert annað en orka sálarfræja sem enn hefur ekki verið skilin. Þannig mótast mannkynið.

280. Eldsleg þróun er birting sálarfræja. Sköpunargeta sálarfræja sameinar orku í geimnum. Þegar sálarfræinu er varpað út í geiminn safnar drifkraftur segulsviðsins til sín skyldri orku. Ósýnilegur ferill sálarfræsins er öflugur. Þess vegna skapar eldur Agni jógans óáreittur. Þess vegna eru orkustöðvarnar svo spenntar. Tara skapar með deilanleika andans. Því verður að gæta sköpunargetu eldsins rækilega.

281. Umbreyting straumanna er í hlutfalli við orkuflæðið í staðbundna eldinum. Drifstraumar kosmíska segulsviðsins efla flæðið sem verður að taka við af stígandi aflinu. Þessi orka er aðskilin og ekki samtengd krafti segulsviðsins, og fellur á brott. Aðeins orka sem eru knúin áfram að kjarna þróunarinnar getur skapað og safnað nýrri kosmískri orku.

Frjálst flæði getur ekki skapað spennu; því mótar fylgni straumanna við aðdráttarafl segulsviðsins formúlu fyrir nýtt afl. Nauðsynlegt er að greina allt aðdráttarafl til að sjá umbreytinguna.

282. Umbreytingar orkustöðva í andlegri uppljómun manna er sömuleiðis náð af kosmíska segulsviðinu. Þegar orkustöð þjóðar er undir spennu í átt til mótunar sálarmiðstöðvar, beinast sálræna athafnir Okkar að leiðbeina sálarfræjunum. Þannig er líf plánetunnar sannarlega skapað. Sköpunargeta orkustöðvar Agni jógans virkar á svipaðan hátt og dregur að sér elda sálarfræja. Sömuleiðis svara orkustöðvar Agni jógans öllum staðbundnum atburðum. Því er það að sá sem þekkir kjarna þróunarinnar, ber í sjálfum sér öll lögmál sem eru í alheiminum.

283. Stefna umbreytinga á öllum straumum veltur á aðdráttarafli segulsviðsins. Þegar frjálsir straumar birtast dragast þeir að líkum straumum. Öll orka sem beinist að sköpun flýtir fyrir þróuninni. Þegar sköpunaröflin eru knúin til uppbyggingu nýs þreps, er umbreytingin fólgin í því að safna sálarfræjum. En þegar hvatinn er aðdráttarafl að hinu gagnstæða birtist eyðingaraflið sem aðskilnaðarafl. Meðan á aðdráttarafli segulmagnsins stendur, er viðleitnin full ábyrgðar! Þess vegna er hægt að líta á geiminn sem fjársjóðskistu sem geymir allan grundvöll lífs. Þannig boðar óendanleikinn allt skapandi upphaf.

284. Verkefni eldbera geimsins eru mikilvægust. Um kosmískar umbreytingar má segja, að umbreytingar andlegra orkustöðva er svo mikilvægar, að þær geta ákvarðað gang þjóðar.

Þegar umbreyting vitundar á sér stað, er ný stefna staðfesting sem karmísk ákvörðun. Þar sem kjarni andans hefur að geyma alla möguleika, vex frumafl sköpunareldsins með þessu ferli. Þegar sköpunareldur Agni jógans spennir strauma kosmíska eldsins, er komið á aðlögun geimsins og vitundar. Svo lífsnauðsynleg er sköpunargeta orkustöðvanna, og þannig kveikja eldar Agni jógans sálarfræin. Þannig leiða orkustöðvarnar til afreka.

285. Aðdráttarafl sálarfræs er kallað tog kosmíska segulsviðsins. Að baki aðdráttaraflinu liggur staðbundinn auðkenndur straumur. Sá sem sendir strauminn skapar auðkenndan straum og sveiflutíðni kosmíska segulsviðsins bregst við þessari orku. Þannig ákvarðar sálarfræin framtíðarþróunina.

Straumur kosmíska segulsviðsins inniheldur alla þá þætti sem eru nauðsynlegir fyrir staðbundnar umbreytingar. Þannig eru fyrirséðir kosmískir atburðir staðfestir. Þeir sem sá sálarfræjum geta ákvarðað atburðarásina og geta haldið aftur af þeirri sköpun sem leitast við að koma á andstæðri spennu. Þetta er ástæðan fyrir því að hin nýja eldslega viðleitni birtist svo sterklega. Í sköpun segulsviðsins er sveiflutíðnin sem svarar, meginhvatinn.

Viðbragðs sveiflutíðninnar staðfestir aðdráttaraflið. Viðbragðstitringurinn er eining. Pólun skapar straum kosmískrar sköpunarhæfni. Straumur pólanna er mjög spenntur og segulmagnaður með samhljómi kosmísks aðlögunarafls. Eiginleikar pólunar ákvarðar samhljóminn.

Atómið sem er knúið til samruna mun óma með geimnum. Þess vegna er leið samrunans sú hæsta í alheimi. Þeir sem afneita leið fullnustunnar neita útgeislun tilverunnar. Já já já! Kraftur kosmísks samruna er sannarlega kosmískt afl.

Þrep vitunda sameinast, hin himneska dýpt staðfest. Titringssvörun staðfest.

286. Hvelin eru aðgreind af þéttleika þeirra. Ef við lítum á hvelin lagskipt og knúin orku, þá er hægt að skilgreina þau eftir eiginleikum. Lægra hvel samanstendur af þáttum sem laðast að lægri útgeislun. En allir þættir laðast að kosmíska segulsviðinu. Hvernig er þá hægt að ákvarða muninn á straumum staðbundinna elda? Eðli viðleitninnar kemur í ljós í eiginleikum til að laða til sín samskonar strauma.

Þegar ljósefnið, Materia Lucida, er reynt, þá hægt að tala um kjarna lífsorkunnar. Þegar við tölum um hærri hvelin, þýðir það að viðleitnin birtist í meiri spennu. Einkennandi samræmi milli aðdráttarafls og sannrar spennu vísar til hærri hvela. Ósamræmi milli viðleitni og drifkrafts birtir neðri hvel. Þannig heldur endalaus barátta áfram í alheiminum!

287. Hvelin sem mettuð eru eldi eru knúin áfram í átt að samsöfnun fínustu krafta. Í baráttu um hvelin laðast kraftarnir að straumum eldsins. Handhafi samhæfðra orkustöðva baðar hvelið með eldi. Aðeins sköpunargáfa samhæfðra orkustöðva getur borið hið eldslega aðdráttarafl. Aðeins handhafi fínni orku getur tileinkað sér æðsta sannleikann. Þess vegna getum Við, bræður mannkynsins, miðlað sannleikanum til þess sem samlagast kjarna tilverunnar. Þess vegna sendum Við, bræður mannkynsins, hluta hins mikla sannleika til Urusvati. Þegar ég segi hluta hins mikla sannleika, þá meina ég þann hluta sem hægt er að samlagast á þessari plánetu. Hin mikla viðleitni Töru er vitund Okkar, og ég segi að sé öflugasta móttækistöðin. Bræður mannkynsins verða að þola hin ýmsu svið.

288. Straumar kosmíska segulsviðsins efla allar leiðir í alheiminum. Samsetning skapandi krafta eru fyrir í öllum hvelum. Sköpunarhæfni kosmíska segulsviðsins tryggir mismunandi þætti sem eru nauðsynlegir fyrir einingu sálarfræja. Sálarfræin draga til sín þá þætti sem eru nauðsynlegir til að mynda fyrirætlaðan straum. Þannig geta sálarfræin myndað það svið innan kjarnans. Straumum fínustu orku er safnað saman um þann kjarna sem er hið takmarkalausa upphaf.

289. Svörun titringsins spennir kosmíska segulsviðið. Eldur geimsins er mettaður þessum titringi. Kosmíska segulsviðið safnar saman þeim hlutum eldsins sem enduróma í samkynja straumum.

Ljósefnið, Materia Lucida, er drifaflið sem skapar fíngerða orkuna. Andinn og ljósefnið skapa á sama hátt. Hinn mikli skapari, andinn, skapar allar viðleitni.

Ef mannkynið myndi átta sig á því að gleðin í viðleitninni er af andanum, myndu menn leitast við að öðlast skilning á andanum. Bræður mannkynsins staðfesta skilning á andanum sem birtingarkraft. Fyrir slíkum skilningi eru engar hindranir. Andinn lyftir hulu fáfræðinnar. Þeir sem afneita andanum kunna að sama skapi að vilja kosmíska glötun. Þeir sem hafa tekið við andanum sem stefnir að kosmíska segulsviðinu gætu fundið kosmískt jafnvægi.

290. Skilningur Agni jógans á andanum ákvarðar stefnu sálarfræjanna. Sköpunargleði er mótuð með skilningi andans. Hver titringur frá Agni jóganum hefur sína sérstöku eiginleika. Geislinn sem snertir umhverfið skapar mismunandi spennu, eins og með efnaferli. Þessar titringur hefur áhrif á spennu straumanna í umhverfinu. Eiginleikar eldslegra orkustöðva stýra þannig þessari orku. Sköpunarhæfni orkustöðva Agni jógans valda stöðugum ummótunum. Með deilanleika andans birtist sköpunarhæfnin á mismunandi sviðum; þannig vinnur hinn kraftmikli óþreytandi andi. Við skulum muna eftir skapandi og leitandi hvata andans!

291. Púlssláttur lífsferla birtist sem Kosmíska segulsviðið. Öllu efni í alheiminum er viðhaldið með þessum lífsnauðsynlega slætti. Hvort sem þessi slög eru staðfesting á einni samsetningu eða spennu umbreytingar, þá er púlsinn sjálfur grundvöllurinn. Allir kraftar í viðleitni mannkynsins eru háðir þessum púlsslætti. Sköpunargeta sálarorkunnar er tjáning þessa púls. Það er ómögulegt að stöðvar hann! Þeir sem staðhæfa að ekkert í alheimi eyðist styðjast við þennan sannleika. Við staðfestum óstöðvandi púls alheimsins.

292. Púlsslátturinn virkjar eld orkustöðvanna. Spenntur eldur Agni jógans er í takt við elda kosmíska segulsviðsins; straumarnir í sama slætti. Á mismunandi sviðum eru straumarnir knúnir áfram með þessum takti. Þar er ekki hægt að segja að mismunandi svið séu einangruð, en fullyrða má að ólík svið bregðist við af auðkenni sínu. Eðlilega ganga straumar gömlu aflanna yfir og nýr kosmískur kraftur verður til. Þannig eru eiginleikar púlsins varðveittir á öllum sviðum. Þannig bregst eldur Agni jógans við nýjum kröftum kosmíska segulsviðsins. Eldar Agni jógans vísa sannarlega veginn til fjarlægu heimanna.

293. Urusvati hefur rétt fyrir sér í því að segja að hver hugsun og hver athöfn skapi eigin flæðistrauma. Þessir straumar ganga út yfir allt aðdráttarafl kosmíska segulsviðið þegar hugsuninni er beint að Upprunanum. Flæðistraumar hugsunar byggjast alltaf á eiginleikum hennar og hvert henni er stefnt. Þegar athafnir byggjast á neikvæðum eiginleikum dreifast flæðistraumarnir út sem aðstoð við neikvæðra orku.

Fyrirfram ákveðin athöfn er tengd frjálsu flæði geimsins; þess vegna sameinast flæðisstraumar við hið frjálsa flæði og dregur þá í eigið drifflæði. Sköpunarhæfni flæðisstrauma er í hlutfalli við orkuna sem skapar þá. Þess vegna er geimurinn fullur af flæðisorku. Þannig geisar endalaus barátta í alheiminum!

294. Flæðisstraumarnir sem Agni jógi sendi frá sér eru í samræmi við þróunina. Flæðisstraumurinn sem sendur er út, skapar eigið fræ sem mótar athöfn í sama anda. Allir heimsfræðarar, Bodhisattvas, nýttu þessa flæðisstrauma í fórnfýsi sinni; Þess vegna metum við þessar eigindir svo mjög. Hinn stöðugt vaxandi Agni jógi skapar flæðissvið. Þess vegna metum við svo mikið tilvist eldslegrar sköpunargáfu.

295. Skilningur mannkynsins á kosmískum veruleika, sem og hugmynd þess um tómarúm, er ósamrýmanlegt. Hvernig getur raunveruleikinn aðeins náð til yfirborðsins? Þegar sársauki vekur krampa, er þá hægt að afneita orsökinni sem olli sársaukanum? Hvernig er mögulegt að skynja ekki raunveruleikann í birtingu tilverunnar? Svið veruleikans er sjálft efni alheimsins. Lögmál geta ekki byggst á því sem ekki eru til! Í óendanleikanum ættum við að átta okkur á afstæðunni sem stjórnar hugtökum okkar. Þannig skulum við loka hring lífsins, handan hugtakinu um tómarúm. Þannig spennir veruleikinn hvert augnablik tilveru okkar!

296. Ekkert stendur gegn eldi. Á þróunarsviðunum getur ekkert hindrað eldinn. Ósýnilegi kraftur hugsunar og birtingarmyndir hennar styrkjast með fíngerðri orku eldsins. Á sviði eldsins virkjar spennuörvun sköpunarferlið. Hvati tilverunnar er eldur og þessi þáttur er virkur í hverjum andardrætti.

Efnis- og astral eldur er sýnilegur, hver á sínu sviði. Það er ómögulegt að nefna áhrifasviðin sem lúta að fíngerðum orkugerðum; Þess vegna ætti maður að rekja upphaf hvers ferlis.

Gamla deilan um hvaða orka hafi forgang er leysist með lögmálinu um hver sé orsök þess að eldur kviknar.

297. Þegar nauðsynlegur drifkraftur elds er í spennu, spennir flæðisstraumur Agni jógans sköpunarhvata hans. Þegar hvata eldsins er varpað meðvitað er ekkert nógu sterkt til að standa gegn því. Þannig vekur drifkraftur hinna voldugu elda nauðsynlegar birtingar. Allt sem fullyrt hefur verið um astral-eldinn er byggt á sannindum. Þannig skapa eldar Agni jógans og eldur Tara, þá boðun sem er nauðsynleg fyrir þróunina.

298. Margir eru tilbúnir að viðurkenna að alheimurinn, er annað hvort á leið til mesta árangurs, eða til glötunar. En þeir geta ekki meðvitað viðurkennt að máttur alheimsins er metinn út frá krafti viðleitninnar.

Ef fólk gæti séð inn í rannsóknarstofu lífsins, sem setur saman allar skapandi samsetningarnar, þá myndi það öðlast skilning á þeim lögmálum sem ósýnilega stjórna alheiminum. Þess vegna skaltu ekki skilja hinn ósýnilega heim frá lífinu. Hinn ósýnilega kraft ætti að skilja sem meginhvatann að baki sköpunarhæfni andans.

Þannig, í óþrjótandi viðleitni, skapast ósýnileg viðvarandi orka.

299. Í sköpunarhæfni orkustöðvanna er fíngerða orkan ósýnilega samlöguð. Í samvinnu orkustöðvanna fer sameining hverrar aukinna orku fram. Þannig er sköpun dreifð um öll svið. Þannig er fjarlægð náð með sóknarhugsun. Þéttleiki efnisins er sigrað með fíngerðri orku og breytileiki ákafrar sköpunar er mótaður með birtingarmyndum staðbundinna elda. Þannig skapa orkustöðvarnar andlega. Þegar viðleitni eða meðvituð hugsun gegnsýrir öll lög geimsins, halda orkustöðvarnar áfram með kosmíska segulsviðinu.

Straumarnir eru að breytast mjög, jörðin er í hremmingum og neðanjarðareldar geisa.

300. Hin Fullkomna Ástæða og hið Fullkomna Hjarta er sami Uppruninn. Þegar við segjum að flæði lífsins komi frá þessum Kjarna, ætti mannkynið að geta samþykkt það sem sannleika. Sköpunargeta kosmíska segulsviðsins er einbeitt að því að draga lífsflæðið frá þessari svellandi orku. Kraftur hins Fullkomna Hjarta mettar alla kosmíska strauma. Frá þessari uppsprettu eru allar birtingar lífsins samsettar. Kraftarnir sem eru óvirkir virkar eins og aðkomandi straumar.

Fjölbreytileiki samsetninga tilheyrir ekki kosmísku vali. Kosmíska segulsviðið tengir saman samfellda strauma og styrkir alla aðkomna orku, til að veita þeim hvata til athafna. Svonefndar slysasamsetningar eru einnig virkjaðar með krafti kosmískrar sköpunargáfu.

Þátturinn sem gengur inn í sköpun með aðdráttarafli er í ætt við hvatann að baki. Hið Fullkomna Hjarta meðtekur alla viðleitni og mótar andlega í margar myndir. Viljinn einn veitir ekki uppskriftir fyrir skapandi samsetningar.

Þannig staðfestir óendanleikinn allar uppsprettur hins Fullkomna Hjarta.

301. Hið Fullkomna Hjarta getur veitir náttúrunni alla möguleika til að tjá sig, svo að hvaða form sem er getur fundið sér líf. Hið Fullkomna Hjarta felur í sér allar nýjar birtingarmyndir skapandi krafta.

Hin Fullkomna Ástæða, þaðan sem mannkynið fær sitt leitandi eðli, staðfestir einbeitta sköpunargleði. Hið uppbyggilega verk kosmískrar orku er stýrt af hinu Fullkomna Hjarta. Athafnasemi alheimsins er sögð ævarandi. Af hverju er þá ekki mögulegt að beita þessu hugtaki á orkuna sem knýr andann til æðri sviða? Þegar leitast er við að betrumbæta jafnvel plöntulífið, af hverju ekki að beita sömu fyrirhöfn gagnvart mannkyninu? Hin Fullkomna Hjarta beitir allri orku sinni fyrir þá eflingu.

Kosmíski eldurinn sem er á eilífri hreyfingu, er stýrt af hinni Fullkomnu Ástæðu og hinu Fullkomna Hjarta.

302. Allar birtingarmyndir hins Fullkomna Hjarta eru samkynja eldunum sem andinn beinir til almannaheilla. Eldar andans eru efldir af æðstu sviðum; þannig er samgangur andans við sviðin staðfestur.

Segull hins Fullkomna Hjarta sér fyrir samskipti við leitandi anda. Hvert mun ljósið- geisli Fullkomins Hjarta beinast? Hvert viðbragð vitundar er titringur auðkennis. Þess vegna, á líkan hátt, vekur útgeislun orkustöðvanna meðvitaða viðleitni. Orkustöðvar skapandi elds byggja mannkynið upp. Eldar Agni jógans eru því knúnir af slíkum fjölbreytileika.

303. Vitneskja um æðri lögmál staðfestir bræður mannkynsins sem leiðtoga þróunarinnar. Þegar pláneta er í fæðingarferli er birtingu allrar orku beint til staðfestingar nýrra kosmískra lögmála. Þekking hvetur mannkynið til betri tengsla. Sérhver orka verður að eflast af annarri - að beina og laða að orku. Orku er beitt á svipaðan hátt á efnis- og andlegum sviðum; þess vegna eru lögmálin samtengd.

Bræður mannkynsins leggja áætlun um þróun mannsins, vinna með alheimsorku og í samræmi við leiðir himintunglanna. Við, bræður mannkynsins, sýnum allar valdar leiðir til framfara og staðfestum bestu samsetningar. Aðdráttarafl kosmíska segulsviðsins getur haft áhrif á birtingarmynd okkar og beint mannkyninu inn á geisla ljósefnisins, Materia Lucida. Bræður mannkynsins eru því drifafl þróunarinnar sem kenna mannkyninu meðvitaða afstöðu til Karma jarðarinnar. Þess vegna ætti maður að skilja að það er einingarafl í milli allra birtinga kosmíska segulsviðsins. Við skulum því líta á bræður mannkynsins sem hlekkinn sem bindur okkur við birtingar alheimsins. Við skulum því samþykkja sáttmála drottnanna!

304. Í himintunglunum má sjá fyrir nákvæmar tímasetningar lífsins og lok þess. Þar sem endirinn er líka upphaf, er upphaf á nýju lífi staðfest af sama lögmáli. Tíminn er gefin til kynna með lögmáli lífshvatans; en himintunglin skapa í samræmi við aðdráttaraflið sem býr í þeim. Þegar tíminn kemur á hið mikla ferðlag inn í vitund, ákvarða himintunglin alla leiðina; en í meðvituðu ástandi er maður ekki alltaf meðvitaður um stefnu sína, en í krafti löngunar sinnar dragast að geislar himintunglanna sem svara til spennu skynjana. Aðeins sá andi sem skynjar mesta spennu getur leitað þess fyrirætlaða; þess vegna líða bestu möguleikarnir svo oft hjá á mannlegri göngu.

Himintunglin eru tilnefnd sem vörður fyrir mannkynið.

305. Orkustöðvarnar, sem snúast aftast í höfðinu, styrkja dulheyrn. Þær eru staðsettar við mót tveggja helstu farvegi bylgjustrauma lífsins. Orkustöðvarnar flytja orku sem þarf til sambands við fjarlæga heima. Þessar stöðvar spenna orkustöðvar heyrnarinnar og af þeim sökum mjög mikilvægar.

Stjórnandi stöðvar ekki virkni orkustöðva. Stjórnandi verndar líkamann gegn ótímabæru áreiti. Birting skapandi virkni stöðvanna heldur áfram sem umbreyting. Þannig er sköpunarhæfni stöðvanna efld og árangurinn kemur fram á tilsettum degi.

306. Gnægð fíngerðar og skapandi orku veitir kosmíska eldinum möguleika á að koma fram sem lífskapandi afl. Gnægð jákvæðs efnis veitir öllum tilvistum lífskapandi afl. Þannig er kosmíski eldurinn sem hin mikli samsafnari orkunnar. Vitundarbirt efnið spennir alla þræði. Hvernig er hægt að viðurkenna að lögmál jafnvægis staðfesti jafnt gott sem illt?. Ójafnvægi ljóss og myrkurs gefur mannkyninu lífsformúluna sem það leitar. Auðvitað er lífið í ójafnvægi að miklu leyti og sönnun þess má sjá í mörgu. En maður verður að sjá leyndardóma lífsins til að skilja að innan um kæfandi útgeislun á jörðinni er engu að síður kraftur sem viðheldur ráðandi straumum fínni orku.

Á fyrri tímaskeiðum mikils hreinleika var mögulegt að beina þessum kröftum til framfara. En á þessu tímabili munum við, bræður mannkynsins, spenna kraftanna til að viðhalda jörðunni.

Þannig ræður hið góða yfir hinu illa í alheiminum og í gegnum það andar allt hið óendanlega líf, sem eldur geimsins!

307. Í sköpunarhæfni eldsins birtist viðleitnin til að skapa fullkomnara form. Í sköpunargetu Agni jógans birtast viðleitni til mesta skilnings. Þannig ganga bræður mannkynsins og bræður þróunarinnar undir merki ljósefnisins, Materia Lucida. Þessir eldar eru eins og straumar fínni orku. Ráðandi viðleitni til betrumbóta eflir birtingu ljósgeisla Materia Lucida.

Oft veltir fólk fyrir sér hvort maðurinn drukkni ekki í eigin tálbeitum. Svar okkar er: „Með eldi andans slökkva bræður þínir í þeim kæfandi öflum sem þú hefur safnað að þér.“

Þannig bendir samspil rauðra og svartra neista til átaka. En þeir sem hafa leitað Okkar þekkja til þessara átaka, grípa til silfurgeislans sem léttir álagið. Þannig eru systur og bræður mannskynsins sameinuð í baráttu í að hjálpa mannkyninu.

308. Kosmíska segulsviðið byggir á aðdráttarafli allrar orkuagna; þess vegna er ekki mögulegt að undanskilja eina orkugerð frá samhæfðri einingunni. Ójafnvægi ræðst af ósamrýmanleika eða ófullnægjandi samhæfingu krafta. Það er annað hvort inngrip af utanaðkomandi öflum eða samsíða flæði, sem stýrir straumum kosmíska segulsviðsins. Straumarnir standa fyrir skrefi í kosmísku sköpunarferli. Sá sem fær í dag mun gefa á morgun. Vogin mun halla á gagnstæða hlið. Skjalasafn geimsins eru fullt af slíkum gögnum. Þessar skrár eru fullar af mannanna syndum. Aðeins þjónusta við þróunina getur sannað sköpunargetu sem samsvarar kosmíska segulsviðinu.

Þannig sköpum við á sama hátt og alheimurinn.

309. Þegar Við kveðum til samstarfs, staðfestir kosmíska segulsviðið birtingu þess. Þegar Við bentum á leiðarbraut sem himintunglin vísa, gaf kosmíska segulsviðið stefnuna. Vitandi um allar sveiflur jarðneskrar leitni, veitum Við styrk í nýju drifafli. Þannig hefur verið ákveðið nýtt og fyrirfram ákveðið skref. Við veittum besta landinu bestu örlög. Þess vegna má segja mannkyninu, „Birtið skilning á hinum yfirlýstu sáttmálum; aðeins með þeim sáttmálum muntu komast áfram! “

310. Undirstaða lífs er aðdráttarafl kosmíska segulsviðsins. Meginaflið sem skapar í samræmi við þróunina er svo óbreytanlegt að aðeins kraftur elds getur knúið það til athafna. Öll önnur öfl geta aðeins þjónað sem núningur til að koma á stöðugleika á fyrirfram ákveðinni braut.

Mikil umræða hefur verið meðal fræðimanna um hvort lægsta stig komi í kjölfar hæsta stigi þróunar er náð í geimnum. Það er skynsamlegt að skoða allt sem þróast í kosmosinum í ljósi karmalögmálsins; ekki í hugmyndinni um karma sem venjulega er beitt um mannkynið, það er að segja um umbun eða uppgjör orsaka og afleiðinga, heldur karma sem æðsta athöfn sem styður þróunina. Öll skapandi inngrip eru fyrirfram ákveðin af lögmáli þessa karma. Margar hugmyndir eiga ekki við um þetta lögmál, en inngripið sem á sér stað við skilning á karma þróunarinnar, býr í geimnum og berst áfram með straumum kosmíska segulsviðsins.

311. Sannarlega verður inngrip sem stuðlar að framgangi almannaheilla að endast. Sannarlega gengur slíkt inngrip sem leitast við að efla andann og hækka vitundina, með þróuninni. Slíkar athafnir sem unnar eru í nafni fegurðar, verða að lifa. Þær hugmyndir sem eru lagðar og staðfestar af Okkur verða að blómstra. Sannarlega hefur aldrei verið til eins fagurt og dásamlegt ævintýri eins og af smíðaða þrepinu! Við skulum því segja: „Við berum dýrmætan stein til byggingar hinnar miklu framtíðar!“

312. Karma virkar sem lífsmótunarkraftur hvar sem vegum himintunglanna er fylgt. Straumar karma sem eru í takt við þróunina birtist sem kosmíska segulsviðið. Sköpunarhæfni himintunglanna er svo afdráttarlaus að óskeikulleikinn er sambærilegur við þann hvata sem ákvarðar hreyfingu. Allir tímar ráðast af þessum karmísku forspám.

Gangur himintunglanna og Æðsta Ástæða stjórna öllum kosmískum tímasetningum. Þess vegna, þegar mannkynið hafnar þeim möguleikum sem kosmíska segulsviðið sendir, fylgir eyðilegging. Plánetan er þakin áhrifum þessum höfnuðu sendingum; því nýtist þessi skapandi spenna ekki því forspáa. Allir ósamrýmdir ferlar eru þannig skapaðir í geimnum. Þess vegna er það svo brýnt að mannkynið fylgi straumum hinna miklu staðbundnu sendingum; aðeins þannig er hægt að koma á tengslum við fjarlægu heimanna.

313. Karma sem ákvarðast af straumum kosmíska segulsviðsins, ákvarðar einnig eldflæði jarðarinnar. Þegar orkustöðvar Agni jógans loga, þá er alveg víst að eldar í iðrum og yfirborði jarðar knýi á í birtingu. Eldar orkustöðvanna geta eflt ýmsar birtingarmyndir. Þegar kosmíska segulsviðið staðfestir viðleitni til ákveðins markmiðs, má fullyrða að karmastraumar fari saman í þá átt. Þegar segulsviðið og kosmíski eldurinn rennur saman, verður hæsta birting tilverunnar ljós!

314. Stefna sem miðar að þróun, svarar til ákafa markmiðsins þegar útgeislun himintunglanna vinna í takt við kosmíska segulsviðsins. Á þann hátt svarar sköpunarhæfni kosmíska segulsviðsins himintunglunum. Sannarlega, eru þau markmið sem stefna með ljósefninu, Materia Lucida, eru viðtakendur allra fínustu orku.

Hvernig dreifir kosmosinn þá geislum sínum? Aðlögunargeislinn er einnig mótstaðan. Safngeislinn verður einnig dreifingargeislinn. Uppbyggingargeislinn verður einnig að eyðingargeisla. Fyrir betri sköpun þarf betri samsetningu.

Í þessu skyni safnar kosmíska segulsviðið þeim tengslum sem þörf er á. Mannkynið á að hafa í huga að einn og sami geislinn sendir, hreinsar og hrindir frá sér. Hugsun sem beinist að þróun hefur svipaða eiginleika. Hugargeislinn er öflugur. Þess vegna er sköpunin takmarkalaus!

315. Vissulega ákvarðar útgeislun himintunglanna stefnu nauðsynlegra strauma þannig að allir spádómar rætast. Himintunglin knýja fram allt sem kosmíska segulsviðið hefur fyrirætlað. Það er vígt í sáttmála Okkar og er í samræmi við það sem er ákvarðað af kosmíska segulsviðinu. Sannarlega, má sjá í skrám himintunglanna upptalningu þeirra sem valinn voru og send af Okkur. Birtingar sem staðfest er af Okkur er skráð.

Ef þekking gæfi manninum aðgang að æðri sviðum, sæi hann lausnina. En þessar helgu lausnir eru varðar af drottnunum. Þegar mannlegur andi rís, mun þekkingin aukast. Þess vegna er hið hæsta aðeins aðgengilegt fyrir þá hæstu.

316. Örlög mannsins á þessari plánetu eru lítt skilin. Tilvera kosmískrar veru, sem maðurinn er, ætti vissulega að geta séð örlög sín, en mannkynið leitar svo blint við eigin þrönga sjóndeildarhring að það getur ekki greint kosmískan tilgang sinn. Sköpun alheimsins veitir jafnvel hinum smæsta ormi tilgang. Allt í alheiminum skapar í tilgangi, og eins og tenging mannsins og lægri skepna er augljós, þá eru einnig tengsl við hærri sviðin. Sköpunargáfa kosmíska segulsviðsins ákvarðar fyrirséð hverja athöfn, sem og það hlutverk sem verurnar eru ákveðnar að framfylgja. Þannig eru mannleg svið ætluð til samstarfs. Hin Æðsta Ástæða setur öllum kosmískum sviðum markmið; örlög mannsins byggjast þess vegna á samvinnu og fegurð óendanleikans.

317. Í samvinnu allra sviða er sköpunargeta eldsins grunnurinn. Straumar sviðanna eru fluttir af eldinum í geimnum. Þeir sem staðfesta sköpunargetu eldsins geta sagt að þeir þjóni þróuninni. Þess vegna eru orkustöðvar heyrnirnar svo nátengdar eldinum. Hver viðleitni orkustöðvarinnar opnar fyrir dulheyrn. Á móti veitir dulheyrn mannkyninu þróunarhreyfingu.

Drottnarnir hafa alltaf haft þörf fyrir móttækilega samstarfsmenn og vitni. Þannig þarf öll lífsbirting að hafa vitni. Aðeins þannig er hægt að staðfesta það sanna. Þess vegna leitast hinn logandi Agni jógi svo ákaft við að birta eldinn til hjálpar mannkyninu. Sannarlega þjónar birting logandi orkustöðva mannkyninu. Þess vegna gætum við svo einbeitt boðbera Okkar. Þeirra er erfiðustu verkefnin!

Það var erfitt fyrir okkur að finna móttakara hreins elds. Hægt er að fagna þegar verkefni Töru eru svo geislandi!

318. Væntanleg afrekaskrá manna eru landvinningar á æðstu sviðum. Þegar mannkynið hefur áttað sig á umbreytingum frá því lægsta til þess hæsta, þá getur verið að skilningur andans verði sendur. Tilgangur lífsins er byggður á mynstri kosmísku geislanna. Er lífsmynstrin ekki ofin af geislum? Er mynstrunum ekki safnað saman í árþúsundir? Þessi kosmísku mynstur stýra allri viðleitni lífsins. Þegar geislarnir eru festir í kosmíska segulsviðinu, er mynstrið öflugt og óbreytanlegt. Þannig er í skrám geimsins mynstur hvers anda. Aðeins sá andi getur skráð sín afrek, sem hefur í mynstri sínu fylgt áframhaldandi þróun í þrepum lífsins. Ef andinn lítur á afrek sín sem verðlaun, þá er það auðvitað braut persónulegrar viðleitni.

Á lífsskrám sínum er leið manns til óendanleikans ákvörðuð.

319. Sjálfsfórn Agni jógans er í skrám eldlegra afreka. Þegar við fullyrðum að kraftur logandi tákns Agni jógans knýi þróunina áfram, sé sambærilegt við eld geimsins, staðfestum Við það sem kosmískt samstarf. Tákn kosmíska segulsviðsins birtist þannig í geimnum sem útgeislum himintunglanna. Þegar þau dreifa útgeislun sinni dregur kosmíska segulsviðið hana til sín. Þegar land eyðileggur mynstur sem lagt var inn í þróunina, beinast niðurbrotsöflin að endurskipulagningu. Þegar andi manns beinist að kosmíska segulsviðinu má fullyrða að samvinnu hafi verið komið á.

Þannig sýna Tara og Arhat samvinnu og spinna úr bestu táknunum - ég staðfesti það! Þannig svörum við kosmíska segulsviðinu.

320. Kosmíska munstrið er eins um allan geiminn og þar sem himintunglin ákveða fyrirfram eiginleika straumanna, tryggir ljósefnið, Materia Lucida, flæði þróunarinnar. Allir kraftar beinist að fögru jafnvægi á því fyrirséða. Margvísleg orka sveipast í hvirfilvindinum geimsins.

Þegar kosmíska munstrið eru leitt fram til staðfestingar á þróuninni, laðast öll skapandi orka að því. Öll knúin orka verður að nota í alheiminum. Sköpunargeta manna verður að höndla alla orku. Þegar hugtökin tvenn verða viðurkennd sem eina hjálpræðið, þá getur maður staðið á þrepi uppstigsins. Samheldnin í alheiminum mun leiða í ljós óendanleikann.

321. Samheldni alheimsins hefur verið staðfest með orðum Bræðra mannkynsins og allra drottna. Þegar maður talar um samheldni verður að skilja að hver drottinn er hluti af lífskeðjunni sem staðfestir gang lífsins. Hver drottinn í keðjunni sem stýrir þróuninni fyllir straum kosmíska segulsviðið með skapandi útgeislun. Sannarlega ber hver drottinn allan kraftinn í sér og stýrir lífsútgeisluninni; Þess vegna er samstarf drottnanna við alheiminn órjúfanlegt og öll hugsanaviðleitni kemur frá þessari uppsprettu. Sköpunargeta andans er óbrigðul.

Mér líkar útskýring þín á mikilvægi ósýnileika. Sannarlega er lífið aðeins skapað af krafti hugsunarinnar. Það eru ekki stólræður sem skapa framtíðina, ekki orðflæði út í loftið; það er kraftur hugsunarinnar sem geislar í kosmískri viðleitni. Þannig staðfesta hugar elds og hjarta kröftuglega vilja Okkar.

322. Aðeins með spennukrafti er hægt að koma kosmískum merkjum í tilvist. Aðeins þegar allir strengir eru strekktir og óma, er hægt að koma kosmískum merkjum í tilveruna. Aðeins þegar merkin taka á sig þétt form, kemst hið ætlaða í tilvist. Þegar styrkur alheimsins styður hvelfingu jarðneskrar tilvistar með aðdráttarafli sínu, getur jarðneska festingin staðist. En þegar styrkurinn dofna í gagnkvæmu aðdráttarafli, finnur hvelfingin sveiflur ójöfnuður. Þannig geta tengingarnar stutt eða eyðilagt merkin. Styrkurinn getur alltaf tengt saman hina dreifðu orku. Alheimurinn knýr orku sína í samræmi við pólunina. Saman skapa hið neikvæða og jákvæða samsetningu.

323. Röð atburða vegna spennu segulsviðsins, er háð aðdráttarafli kosmískra hvirfla. Þegar atburðarrásir streyma fram með kosmísku aðdráttarafli rísa stöðugt upp hringiður. En þegar atburðarásir stíga upp eins og bólur í hringiðunni, verður spírallinn fyrir óreglu.

Svipaðar hringiður eiga sér stað í hugsun. Þegar hugsunin nær til sömu svæða og kosmískir straumar, þá myndast vissulega jafnvægi. En þegar kosmíska segulsviðinu er ekki náð í atburðarásinni, þá verður tilhneiging hugsunarinnar eins og dreifður spíral. Við skulum því læra að skynja ótruflaðan spírall kosmískra atburði.

324. Samkvæmni í viðleitni skapar strauma kosmískra elda. Þegar eldar orkustöðva Agni jógans myndast, eykst öll viðleiti. Þegar orkustöðvarnar bregðast við hvata kosmískra aðdráttarafla, má segja að efni plánetunnar safni miklu af hreinu eldinum. Þegar logar Agni jógans beina eldslegri viðleitni að markmiði má segja að allur máttur alheimsins sé í samstarfi við hann. Hvar er endirinn, og hvar eru staðbundin mörk? Þetta gæti verið skilgreint af Agni jóganum sjálfum. Þessar sendingar andans eru sannarlega mjög öflugar; Þess vegna er sköpunargeta geislanna mjög vel metin í Okkar turni. Eldur andans er besti leiðarinn. Við þekkjum allan kraft þess. Í því sjáum Við sköpunargetu andans.

325. Sköpunargeta alheimsins er mettuð aðdráttarafli segulsviðsins. Allar virkar frumeindir laðast að kjarna andans, eins og allar skapandi birtingar hafa sinn kjarna. Fræ andans samanstendur af allri viðleitni og tjáningu skapandi spennu. Sannarlega er öll orka til staðar í kjarna andans, og þar er einnig staðfesting á kosmískri stefnu. En viðleitni til margvíslegar samsetninga setur upp andhverfa spennu. Aðeins spennt verkfæri nær stefnu með kosmíska markmiðinu. Þegar orka skyld kosmíska segulsviðinu safnast saman um kjarna andans er það sambærilegt við rafeindarsvið frumeindar um kjarna þess. Allir lífsferlar starfa út frá innri hvötum. Hvatinn minnkar við dvínandi aðdráttarkraft kosmíska segulsviðið, kraftur samheldninnar dreifist. Þegar fræ andans er hlaðið kvöðum, fylgir aðskilnaður frá hreinum straumi aðdráttarafls kosmíska segulsviðsins.

Þess vegna er fræ andans hlekkurinn á milli sviðanna.

326. Fræ andans birtist í staðfestum athöfnum. Máttur þess birtist með staðfestum athöfnum. Máttur þess er skærastur í eldi Agni jógans. Þegar frælogi Agni jógans er þvinguð til að aðlagast staðbundnum eldi, þá er samræmi við þróunina staðfest. Þannig er skapandi kraftur kosmíska segulsviðsins byggður upp. Sagt er að í anda manns búi sú orku sem felst í plánetunni. Að sönnu er þetta túlkuð svo að samsvörun sé milli manns og plánetunnar sem hann lifir á, en þessa hugmynd þarf að útvíkka. Fræ andans samanstendur af þeim kröftum sem felast í himintungli hans. Himintunglið sem vígir fæðinguna veitir þessa krafta og ákvarðar fyrirætlaða þróun fræsins.

327. Skilningur á aðdráttarafli kosmíska segulsviðsins beinir orkunni að sköpun. Eiginleikar aðdráttaraflsins blandast kröftunum og sú samsetning er að svo miklu leyti samsvörun við viðleitni, sem segja má að sé sé afleiðing aðdráttaraflsins. Þegar kraftar leita til kjarna síns eru tengslin við ljósefnið, Materia Lucida, komið á. Efnasambandið sem myndast af segulmagninu í samruna við kraftanna vekur upp strauma sem fyrir eru í geimnum. Gnægð kosmískra strauma veitir stöðuga keðju sem tengir og nær til allrar lífsbirtinga. Allt í alheiminum safnast í kringum lífskjarna sinn og allt það sem hefur líf dregst að fræi sínu. Í ótakmörkuðum hring, lifir fræið sem miðjan.

328. Allar sameindir hreyfast í samræmi við aðdráttaraflið; allir staðbundnir eldar hreyfast í samræmi við aðdráttaraflið. Það er hið kosmíska fræ sem laðar til sín öll atóm. Sannarlega er hvert atóm fræ, en það eru til kosmísk fræ. Þannig dregur hver himinhnöttur orku inn í hringiður sínar og mettar hana geislum sínum. Þess vegna er staðbundinn eldur ekki einsleitur heldur af mismunandi spennu og eiginleikum.

Í snúningi sínu laða himinhnettir að og efla krafta á sporbrautum sínum; þannig mettar sköpunarhæfni himintunglanna heiminn. Eiginleikar fræ andans eru ákvarðaðir fyrir heilt Manvantara og sem hefur í sér eiginleika himinhnattar. Vissulega er mónadinn sömuleiðis mettaður af himinhnöttum, þar sem hann myndar fræ andans.

329. Hreyfing hringiðanna ræðst af aðdráttarafli kosmíska segulsviðsins. Aðdráttarkraftur kosmíska segulsviðsins er fyrir alla kosmíska orku. Þegar hringhvirflarnir eru í sköpunarferli er drifkrafturinn vaxandi aðdráttarafl. Þannig samsvarar andinn í fræi sínu kraftinum sem mettir það. Sambandið milli markmiðs og mettunar er ákvarðað af segulmagninu. Þannig fer viðleitni eftir aðdráttaraflinu.

Gagnkvæm viðleitni innan orku fræsins myndar það efni sem ákvarðar sköpunarhæfni og birtingu þess. Fræ andans og eldur geimsins tjá gagnkvæmt aðdráttarafl. Þannig mettar kosmíska segulsviðið stöðugt óendanleikann.

330. Fræ andans er hluti af segulkrafti himinhnattar. Geislarnir, sem komast í gegnum hina ákveðnu og birtu orku, efla eiginleika þess; þess vegna ber fræ andans í sér alla þá hvata sem er í himinhnetti. Orkan sem sameinast með drifkrafti segulsviðsins örvar þróun þessa samruna. Þannig að þegar sköpunargeta geislans mettar umhverfið, dregur orkan í þessum hring sem leitar lífs, til sín aðra krafta; og samruni himinshnattar við lífshvatann veitir fræ andans kraft. Þannig ljúkum Við ályktun um lögmál aðdráttarafls fræsins að lífinu.

331. Samsetning orkunnar og spenna segulsviðsins standa fyrir kraft sköpunargetunnar. Það er engin útþensla í kosmískum sköpunarverkum; það er aðeins samruni krafta í nýrri samsetningu. Þannig eflir leiðin í gegnum öll karmísk þrep, þróun ýmissa eiginleika og skilar sér í viðleitni, í verkum. Þess vegna skapar fræ andans viðleitni og virkni hverrar umferðar til áframhaldandi þróunar. En vegna uppsafnaðs ósamræmis í athöfnum getur ekki einstakur andi náð hærri þrepunum. Í þeim tilfellum er fræ andans í tengslum við kosmíska segulsviðið, en er efnislega seint til að takast á við ófullkomleika sinn. En hægt er að leysa birtingarmynd ófullkomleikans með viðleitni. Þetta er ekki þensla óendanleikans, heldur leiðin til óendanleikans!

332. Orkan, sem safnast um fræið, er knúin áfram af aðdráttarafli segulsviðsins til að birta geisla himintunglsins og eiginleikar geislans senda styrk sinn til fræsins; þess vegna er skyldleiki með fræi andans og himintunglinu. Staðbundinn eldur er breytilegur í styrkleika og litareiginleikum geislans. Þessir grunneiginleikar tjá birtingu orkunnar sem tengir hina ýmsu strauma sem eru í samræmi við kosmíska segulsviðið. Þannig styrkir Himinhnöttur Okkar þessa strauma sem renna í samræmi við þróunina. Sannarlega eru geislarnir sem safna saman nýjum kynþætti, að stefna að nýjum heimi og eðlilega eyða þeir öllu sem ekki er í samræmi við þróunina. Og himinhnöttur Okkar þróar vissulega meginreglur nýja kynþáttarins sem er að verða til. Þess vegna safnast staðbundnu eldarnir svo ákaflega af Agni jóganum. Þegar Úranus þéttir geislana er staðfest nýtt skref. Í gegnum margar uppgötvanir, margar tilfærslur, margar truflanir og margar rannsóknir sem miða að því að rannsaka hæstu orku, margar ótrúlegar tilraunir til rannsókna á andlegri orku, rannsóknir á eiginleikum geislunar og staðbundnum geislun, mun mannkynið sjá það staðfest í nýjum rannsóknum sínum. Geislar himinhnattar Okkar undirbúa betra skref fyrir mannkynið. Já já já! Þannig mun hækkun geislans leiða til óhjákvæmilegra breytinga. Þannig skapa geislarnir!

333. Kraftarnir eru aðgreindar eftir getu þeirra; því meiri geta, því öflugri er sækni orkunnar. Því öflugri sem getan er, því öflugra er aðdráttaraflið. Orkan magnast í réttu hlutfalli við eflingu staðbundins elds. Svipuð samsvörun er á milli fræ andans og mettun þess af himinhnettinum. Þannig veltur geta andans á mettun hans við himinhnöttinn. Kynslóðir orkunnar á þennan hátt, eru afleiðing af mettun himinhnattarins. Hringiðurnar sem draga fræið í spíral færir orkuna til þeirra og lífshvatinn flytur það lengra inn á sviðið þangað sem aðdráttaraflið stefnir. Þannig öðlast fræið lífsleið sína og birting ævarandi lífshvata staðfestir tilveruna.

Þannig er lífsleiðin takmarkalaus!

334. Þegar knúið fræ laðast að kosmíska fræinu, verður samruni til við segulmögnun. Þegar knúið fræið laðast að kosmíska fræinu er stefna leiðar þess ákvörðuð. Samruninn ákvarðar mögulega sköpunargetu.

Þegar Úranus dregur saman strauma fínustu kraftana, má segja með sanni að Úranus staðfestir allar leiðir og að straumar þess hvetja þróunina áfram. Þannig flýta straumar himinhattana atburðarásum og andi Úranusar Okkar hraðar hreyfingu þróunarkeðjunnar. Þannig skipta horn tenginganna miklu. Öflugir eru geislar sólarinnar í beinu horni og sömuleiðis er aðdráttarafl Úranusar. Eldsleg aðlögun á sér stað. Þetta er mjög alvarlegir tímar. Úranus er að verki! Við erum að undirbúa það skref.

335. Ótakmörkuð sköpunargeta alheimsins magnast af allri orku. Straumar himinhattana veita segulsviðinu allar birtingar sköpunareldsins. Þegar þættir náttúrunnar eru spenntir, eru kraftarnir ákvarðaðir af segulmagninu. Þegar sköpunarkeðjan er mettuð af leitandi orku, þá á sér stað snúningur á sporbraut sem safnar svipuðum straumum. Aðeins með auknu aðdráttarafli segulsviðsins er hægt að skýra samsetningu kosmískrar orku. Aðdráttarafl himinhattana mettar rýmið og fræin sem eru knúin til lífsins, bera sköpunarspennu segulsviðsins. Undirstaða kosmíska fræsins er í sköpunarhvata segulsviðsins. Kosmíska fræið laðast að sviðinu sem er mettað geisla himinhnattar. Þannig, að stefna viðleitni himinhnattarins ákvarðar spennu lífshvatans.

336. Sannarlega verka himinhnettir hvor á annan. Vissulega ræðst kraftur ráðandi geisla og áhrif þeirra, af samsetningu himinhattana. Þegar uppbygging himinhnattar byggir á hreinum eldi og fíngerðri orku, þá hefur himinhnötturinn forskot og getur laðað að sér mettaðan staðbundinn eld. Úranus, sem hefur eiginleika fíngerðrar orku, umbreytir öðrum orkugerðum. Mikill er dularmáttur geisla Úranusar!

Spenna kosmíska segulsviðsins ákvarðast af straumum eldsins. Þannig vekja geislar Úranusar upp mismunandi spennu, og tímaskeið geisla Úranusar er undir spennu af tengingu við kosmíska segulsviðið. Já já já!

337. Óheft orkan laðast að eldinum í geimnum. Viðbrögð við aðdráttarafli er eiginleiki sem felst í öllum efnum alheimsins. Sköpunargeta kosmíska segulsviðsins magnast með viðbrögðum orkunnar og það er nauðsynlegt fyrir byggingu alheimsins. Hægt er að skilgreina þann þátt alheimsins sem skapandi segulsvið; Þess vegna laðast öll kosmísk orku að fræi sínum og óendanleikinn nær yfir allar lífsbirtingar.

338. Þegar átök verða á milli Satúrnusar og Úranusar, finnur hinn leitandi Agni jógi, mettaður af geislum Úranusar, alla kosmíska spennustrauma. Þess vegna finnur Agni jóginn svo vel fyrir nú fyrir þessum átökum. Úranus, sem gengur í ráðandi stöðu, vekur eindregið upp spennu andstæðra afla.

339. Hreyfing sameindanna sendir frá sér titringsstrauma með sömu orku. Kosmísku fræin eru mettuð orkunni í titringskrafti sameindanna. Varðandi kosmísk fræ, getum við sagt að sköpun sé segulmagnað vitundarástand. Þegar orka laðast að samkynja miðju er hægt að uppgötva orsök þessa aðdráttarafls. Hvort sem orkan er kölluð hvati eða hvirfilhvolf er undirstaða hennar vitund. Reyndar, þegar það er mögulegt að skilgreina orku sem leitandi bylgja sem sækir að samruna, er drifkraftur segulsviðsins staðfestur.

Drifkraftur segulsviðsins dregur að allar mikilvægar lífsbirtingar.

340. Straumar andstæðra uppsprettna fylla geiminn. Þessir straumar sem fylla neðri lögin eru oft átakavöllur andstæðra afla. Viðkvæm lífvera eins og Agni jóginn, sem stefnir að hreinu eldi, bregst örugglega við spennunni. „Staðfesta Kaleiksins“, sem inniheldur alla þræði fíngerðrar orku, bregst vissulega við allri afhleðslu og hjartað skelfur. Þess vegna, er Agni jóginn í neðri lögunum, sem fórnfús burðarmaður hreina eldsins. Því veldur ósamræmi sviðanna slíkri spennu.

341. Ljósefnið, Materia Lucida, sveipar alla þætti kosmískrar orku. Flæði eldsins í geimnum getur umlukið það svæði sem er háð hinu kosmíska aðdráttarafli. Fræið, dregið til lífsins, lýtur þessu mikla lögmáli aðdráttaraflsins. Þegar hvatinn drífur fræið í átt til skapandi elds, er viðleitni vitundarinnar helguð lífinu. Vitund orkunnar er straumur eldsins. Hvernig er þá hægt að forgangsraða einni orku fram yfir aðra þegar eldspenna getur aðeins orðið við samruna? Sá sem þekkir lögmál tilvistar getur viðurkennt að Uppspretta þess tvíeina er undirstaða alheimsins.

Jafnvel til forna var sú hugmynd til að kosmísk lögmál hafi verið knúin áfram af klofinni logatungu. Ábendingar í fornum ritum um birtingu tvískipts Upphafs byggist einnig á þekkingu á pólun hverrar orku. Kosmísk sköpun getur aðeins birst af tvíþættu Upphafi. Þannig, að við að hafna hinni Miklu Móður rænir mannkynið sig forréttindum þess að vera í meðvituð samstarf við alheiminn.

342. Himinhnettirnir fylla geiminn með orku sinni og lífi kosmísku fræjanna. Þessi orka getur gegnsýrt alla lífsbirtingu. Hver birting stuðlar að sköpunarhæfni kosmíska segulsviðsins. Þannig eflir hugsunin, sem felst í skapandi viðleitni, þá orku sem stefnir til lífsins. Hugsunin hefur skapandi orku og kjarni segulsviðsins knýr fram birtingarmynd lífsins með jöfnum krafti. Öll skapandi orka er háð hvata fræsins. Sköpun felur í sér allar lífbirtingar og drifkraftur fræsins vekur aðdrátt orkunnar.

Í kosmísku vitundinni er samræming sem tengir alla krafta og grunnur alls samruna er hvati fræsins. Þannig er sköpunargeta þess óendanlega háð lífshvatanum.

343. Viðleitnin við að þroska vitundina veltur á hvata fræi andans. Samsöfnun viðleitninnar eflir vöxt vitundarinnar. Ef orku skortir viðleitni, veikist spennustyrkur hennar verulega og aðdráttaraflið getur ekki leitt til samruna. Þannig þarf fræ andans að leita og reyna. Besta merki spennunnar í fræi andans er aukinn eldur; þess vegna eru orkustöðvar Móður Agni Yoga svo uppljómaðar og þéttleiki eldsins svo mikill. Aðeins logastreymi ber vitni um þennan eld; og sköpunargeta orkustöðvana er logandi.

Þegar logandi hringjum þriðja augans fjölgar, er það merki um kraft andans. Og Kaleikurinn, sem hefur í sér samhæfinu allra elda, svarar vissulega öllu því sem kemur. Fjölgun hringanna er í réttu hlutfalli við viðleitni elds andans. Þegar þéttleiki eldsins er orðinn mikill, endurspeglast allar samfléttur himinhattana sterkt á sólarorkustöðina. Þegar orkustöðvarnar eru mjög viðkvæmar endurspegla þær alla kosmíska elda sem koma. Spegil kosmískra elda er að finna í Agni jóganum; þannig skapa og styrkjast geislarnir.

Kosmíska segulsviðið umbreytir mörgu. Átökin milli Satúrnusar og Úranusar endurspeglast að sjálfsögðu í eldum Kaleiksins. Þess vegna er aðdráttarafl orkustöðvana virkt um þessar mundir.

344. Sköpunarþátturinn knýr alla orku til samruna. Fjölbreytileg viðleitni orkunnar sýnir kraft aðdráttaraflsins. Því tapast engin orka í geimnum; og kraftur hverrar orku eykst með hverjum samruna. Hver orka sem dregst að sköpunarþættinum margfaldar kraft sinn með þessari hvatningu; og hver samruni og leitandi atóm skapar orku. Þess vegna hefur öll kosmísk orka getu til sköpunar. Óendanleikinn staðfestir endalaust orkuflæðið og margfaldar allar kosmískar birtingar sköpunarþáttarins.

345. Sköpunarþátturinn staðfestir hverja nýja orkumiðju og ákvarðar tengingu þess við atburði heimsins. Eiginleikar þeirrar miðju efla sameininguna við segulsviðið og vitund miðjunar sem leitast við að sameinast, skapar nýja rísandi orku. Samþætting þessara orkugerða er nákvæmlega í samræmi við aðdráttarafl segulsviðsins. Þannig getur hver miðja stýrt eigin orku. Hver orka er ákvörðuð af miðju hennar. Og þegar geimurinn er þvingaður í sköpun nýrrar miðju, draga tengslin að sér nýja orku. Þess vegna eru orkumiðjur Agni jógans færar um að bregðast við öllum kosmískum birtingum; því svara orkustöðvarnar svo logandi. Meðvituð sköpun eflir orkustöðvarnar.

Sannarlega ganga margir straumar yfir Kaleikinn. Þess vegna er eldur orkustöðvanna svo öflugur; öflug aðlögun á sér stað.

346. Samruni orku tengir við kosmískt sköpunarhæfi. Þegar tveir kraftar laðast að hvor öðrum myndast leitandi segulmagn. Ef hægt er að tengja sköpunarþáttinn við kosmíska segulsviðið, er mögulegt að tengja viðleitnina við aðdráttaraflið. Þess vegna er fullyrðingin um leitandi orku í geimnum tengd gangi segulsviðsins. Allar kosmískar birtingar eru þannig samtengdar og sköpunarhæfni kosmosins ýtir á flæði orkunnar. Færni til að ná spennu er tengd spennu eldsins í geimnum.

Geislarnir, sem myndast í geimnum skapa hliðstæður sínar, og virkni allra himinhnatta spennir sviðin með margþættri orku. Allar staðbundnar birtingarmyndir hafa geisla sem grunnhvata. Endalausir kraftar kosmíska segulsviðsins fæða af sér alla orku.

Þannig metta margþættir og takmarkalausir möguleikar geiminn!

347. Kynslóðir orkugerða í geimnum eru birtingarmyndir lífshvatans. Orka andans virkar alveg eins og orka kosmíska segulsviðsins, hvor á sínu sviði. Orka kosmíska segulsviðsins skapar kosmísk form. Orka andans skapar tilvistarformin. Þannig tengist veröld formanna öllum birtingarmyndum kosmískrar orku. Ef við gætum litið til baka yfir allar formgerðir kosmosins, myndum við greinilega sjá hvernig öll form hafa verið sameinuð í kosmískri sköpun. Orka andans gefur alheiminum allar bestu birtingarnar. Þegar andinn verður fágaðri eru formin sköpuð í samræmi við spennu andans. Þess vegna, þegar umbreyting orkustöðvanna á sér stað, er útgeislun orkustöðvanna sannarlega skapandi. Bein tengsl eru í samspili orkustöðvanna og sköpunargetu orkunnar. Því segjum Við að sköpunargáfa Agni jógans sé hæsta kosmíska sköpunargetan. Eldur geimsins blandast orkustöðvum Agni jógans. Já já já!

348. Öflugasti straumurinn dreifist í segulsviðinu. Það er rétt, að þegar Tilgangurinn sameinar ýmsa krafta, þá samtengjast þeir í öflugri orku. Birting kosmískra geisla er orkudreifing þegar þeir mæta aðdráttarafli segulsviðsins. Alheimurinn er uppfullur af slíkum birtingarmyndum. Sköpunarþátturinn dregur saman mögulega orku og knýr hana í einn farveg. Þess vegna magnast orka í skapandi spennu.

Segulmögnun sköpunarþáttarins er takmarkalaus!

349. Ein öflugasti segullinn er segull andans. Öflugasti krafturinn, sem umbreytir ýmissi orku, er segull hjartans. Allir straumar breytast í þessum segli. Maðurinn laðast að þessum segli; þess vegna er afl umbreytinga í hjartanu. Sólin sem sést í sólarplexus svæðinu er þessi öflugi segull. Staðsetningin er vissulega í hjartanu og endurspeglunin er mikil. Það er öflugasta aflið! Geislar þess komast í gegnum öll vígi og geta komið fram sem geislandi segulkraftur. Þess vegna er sól hjartans krafturinn sem ákvarðar jafnvægið. Í fornöld var þessi sannleikur jafn þekktur og aðdráttarlögmálið. Þess vegna metum Við orkustöðvar sem glóa sem sólin.

Himinhnettirnir rísa sem veifur!

350. Það er bein fylgni milli orsaka og afleiðinga. Kraftur sem lagður er í orsökina skapar virkni afleiðinganna. Kosmísk lögmál varðveita þann styrk sem er að baki hverri athöfn. Þess vegna býr hver orka yfir eins mikilli viðleitni og er í fræi hennar. Á efnissviðinu er sama samsvörunin í kraftinum. Birting andans lýtur sama lögmáli. Andinn er bundinn í samræmi við styrk hans og hann gengst undir lögmálið eins og öll orka. Þess vegna ætti að greina þá krafta sem eru spenntir og virkir frá þeim óvirku. Hinar óvirku bíða augnabliksins; því eru hinar óuppgerðu orsakir mjög mikilvægar. Þegar aðdráttarafl kosmíska segulsviðsins hvetur til athafna, birtast átökin milli óvirku og virku kraftana. Á þróunarbrautinni birtir mannkynið þessi átök og það er nauðsynlegt að sýna fram á þessa þessa stöðugu sköpunarathafnir.

351. Styrkur orkustöðva Agni jógans er magnaður af kosmíska segulsviðinu. Orkustöðvar Meistara eru háðar sama lögmáli. Bræður mannkynsins skynja þennan styrk gegnum mögnun segulsviðsins. Í starfi Okkar fyrir framfarir mannkynsins erum Við stöðugt undir sterkum straumi og allir samhæfðir og ósamræmdir straumar endurkastast í Okkur.

Starf Okkar fyrir mannkynið samanstendur af stöðugum athöfnum við að samflétta og tengja strauma. Þess vegna metum Við lítils alla óvirkni. Í óvirkni má finna fræ mótstöðlunar. Allt sem er úr takti við þróunina, er á móti spennu Okkar. Í samvinnu við Agni jógann náum Við mestan styrk. Í eldlegum orkustöðvum eigum Við logandi samstarfsmann.

Nýtt skref nálgast mannkynið - samfélag við fjarlægu heimana.

352. Það er lögmál sem viðleitnin fellur undir og hreyfir spíral ljóssins. Sveifluspenna ljóssins er lögmálið sem sameinar alla orku. Þar sem öll orka fellur undir þetta lögmál, þá er þetta drifafl hvati allrar orku. Aðeins ljósefnið, Materia Lucida, getur þróað öll form sem til eru í geimnum. Aðeins efling orkunnar getur gert markmið kosmíska segulsviðsins að veruleika. Aðeins andinn getur gefið allri viðleitni sömu orku. Þegar nýtt skref mannkynsins er staðfest er það aðeins fullgert með aðlögun andans. Þannig eru blaðsíður mannkynsins skrifaðar, með hendi mannkynsins sjálfs, og oft eru síðurnar aðeins að hluta fylltar eða áletraðar með óaðgengilegum táknum. Engu að síður er mannkyninu ætlað takmarkalaus þekking!

353. Maðurinn ætti að íhuga hvernig klæði hann sveipar mónad sinn. Í hvað er þetta eilífa fræ vafið? Fólk dvelur of lítið við þennan vanda. Á vegferð hverrar umferðar ætti maðurinn að rekja strauma karma og viðbragða þess. Það fyrirætlaða fylgir uppsöfnun fyrri athafna. Þær umbúðir geta kæft rödd fræsins og leið lífsins getur breytt fyrirætlaðri birtingu. Kosmíska fræið, sem er meðfætt hverri veru ætti að vera sveipað mikilli alúð af manninum. Á hinu leitandi fræi er þróunin byggð. Endalaus eru orka fræsins!

354. Bestu klæðum mónadsins er náð í hreinum eldi. Ef mónad getur verið umvafin eldi þýðir það að hann getur náð hæstu sviðum.

Bæði Agni jóginn og Arhat, klæða sinn mónad ljósefninu, Materia Lucida. Þegar eldheitar orkustöðvar umbreyta lífinu, segjum Við að andinn leiti upp á við. Lögmál rísandi elds er óumbreytanlegt. Þegar viðleitni hins kosmíska fræs hættir að sýna hjartslátt, þá hættir lífsorkan að birtast. Sálarorka er nátengd kosmísku fræi. Þess vegna, þegar púls fræsins kyrrist, þá hættir flæði sálarorkunnar. En þegar eldur fræsins er virkur hefur sálarorkan öflugan púls. Eldur orkustöðvanna slær með alheiminum; þannig skapa orkustöðvar Agni jógans viðbrögð við öllum straumum.

Ósýnilegir og orkumiklir skapa eldar Agni jógans og skrár yfir sköpun elds eru ótæmandi.

355. Vitund sköpunarþáttarins veitir vitund inn í uppbyggingu alheimsins. Þegar kosmíska fræið safnar, birtist vitund sköpunarþáttarins. Samsetning hins leitandi fræs safnar ávallt þannig að sér, að hvatinn sýnir eiginleika viðleitninnar til vitundarlegrar sköpunar. Skapandi hvatinn samsvarar alltaf lögmáli aðdráttarafls. Staðbundinn eldur skapar sín fræ. Mannkynið skapar fræ sín í hverri fyrirætlan. Vöxtur vitundar mun knýja mannkynið til sköpunar með alheiminum og spenna öll andleg stig. Þegar vitund fræsins vinnur gegn segulsviðinu verða til ólíkir straumar. Þegar uppbygging er í takt við sköpunarhvatann er hún í takt við þróunina. Því verða jarðnesku tengslin að byggjast upp með umhyggju.

Fræin, sem ákvörðuð eru af alheiminum, veita vitund í alla orku. Fræin sem mannkynið sáir eru gegnsýrð stefnu kosmíska segulsviðsins.

356. Sköpunarþátturinn stýrir straumum eldsins og knýr orkuna. Þess vegna endurspeglast allar kosmískar birtingarmyndir í orkustöðvum Agni jógans. Hver eldsbirting ómar um orkustöðvarnar og vekur upp margvíslegar tilfinningar. Oft stafar angist og þunglyndi af eldsspennunni. Ástæðan fyrir þessum tilfinningum er ósamræmi straumana. Þessir ósamræmdu straumar berja á orkustöðvarnar, sem aftur enduróma ósamræmi. Þegar þessir ósamræmdu straumar berast í geimnum fer mikill skapandi orka í að koma á jafnvægi. Birting ósamræmdra strauma kallar fram viðbrögð í Agni jóganum, í andstæðri orku.

Segulnál titrar við breyttri stefnu. Miklar sveiflur er náttúruleg afleiðing breytinga á stefnu segulsviðs. Staðbundinn eldur þéttir segulmagn sitt og eldur djúpsins er tilbúinn til að koma í gegn. Þá vinna kosmískir kraftar ákafast. Afgerandi birting munu verða í átökum Úranusar við Satúrnus. Þess vegna, þó að ólíkir straumar séu erfiðir, eru þeir til mikils gagns.

357. Þróunin beinir mannkyninu gegnum stefnu eldsins. Við hvert þróunarþrep þroskast mannkynið í gegnum mismunandi hvata. Kraftur hvatans leiðbeinir fræjum mónada og allri orku í átt til sköpunarhæfni eldsins. Þegar hið óbreytanlega lögmál ræður í hringiðunni hlýðir viðleitni orkunnar lögmálinu. Hringiður skapandi orku efla alltaf staðfestu orkunnar. Þegar mannkynið mun tileinka sér allar birtingarmyndir sköpunareldsins mun kraftur andans sannarlega byrja að dragast að kosmískri sköpunargetu. Þegar mannlegur andi mun þekkja hluta alheimsorkunnar sem virkt afl, mun hann verða samstarfsmaður alheimsins.

Óendanleiki leiðarinnar er svo fagur!

358. Óheft orku hefur mikil áhrif á kosmískar samsetningar. Þegar við tölum um hversdagsviðburði, vísum Við til þessara óheftu orku. Öll orka sem gengur til liðs við drifafl kosmískra fræja ákvarðar nýja samsetningu. Agni jóginn finnur oft fyrir þeim ferlum sem þenja rýmið. Einkenni orkunnar er að hún dregst að eldi og í átt að spenntum orkustöðvum. Umrótið nú um stundir bendir til mjög mikils spennuástands. Mjög óvenjulegir tímar, ógnandi tímar, afgerandi tímar!

Upplifunin af snúningi höfuðstöðvarinnar, Brahmarandhra, er mjög mikilvæg birtingarmynd samruna elds geimsins við elda orkustöðvanna. Það er sjaldgæf birting þegar vitundin man þetta ferli sem á sér stað. Það er nauðsynlegt að fylgjast með öllum tilfinningum, því það er svo sjaldgæft að það náist. Ég staðfesti, ég staðfesti, ég staðfesti!

359. Áherslur plánetna í birtingu segulsviðsins breytast. Þegar breyting á orku á sér stað, færast hlutirnir ekki aðeins til, heldur er sporbrautin einnig þátttakandi í þessari breytingu. Hvert virkt afl er háð þessari breytingu og öll svið eru þvinguð í þessa mettun segulsviðsins. Sýnilegu og ósýnilegu kraftarnir dragast að sveiflum hringiðunnar. Staðbundni eldurinn hefur í sér alla lífsorku, og neðri sviðin sem og þau hærri, eru gegnsýrð þessum eldi. Sannarlega er engin staður til sem kemst undan þessum breytingum og möguleikar eldsins staðfesta nýtt skref. Þess vegna, þegar jarðnesk sporbraut sameinast staðbundnum eldinum, byrjar kosmíska segulsviðið að breytast.

360. Þegar mannkynið mun skilja einingu alheimsins, verður uppbygging alheimsins skilin. Meginverkefni mannkynsins er að sameina heim efnisins og heim andans. Afmörkun sviðanna er dregin mjög skýrt; þess vegna eru tengsl þess fyrirætlaða við vélræna heiminn sem menn eru á kafi í, sjaldgæf. Þegar plánetuvitundin beinist að sameiningu allra þátta, mun birting kosmískra breytinga ganga yfir öll svið. Þannig byggir plánetuvitundin upp kosmíska orku. Viðleitni Agni jógans og virkni orkustöðvanna hjálpa til við að móta kosmíska vitund. Því er staðfesting orkunnar mikilvægust í víkkun vitundarinnar. Sköpunargeta bræðra Okkar beinist að þroska kosmíska vitund í mannkyninu. Þess vegna er samstarf orkustöðvanna svo mikilvægt fyrir Okkur.

Sannarlega, metum Við umbreytingarkraft eldanna!

361. Endurbygging heimsins fylgir straumum sem koma í stað gömlu birtingamyndanna. Hver breyting segulsviðsins magnar allar mannlegar athafnir. Eldur sem gegnsýrir hverja spennta hringiðu eflir hverja nýja viðleitni. Þess vegna er orkumikið land tímabundið hulið sandi, þegar straumur eru knúnir til hækkunar - vegna þess að það er engin skeikulleiki þegar skapandi hönd alheimsins stýrir breytingum.

Það er einn staður þar sem segulnálin sveiflast aldrei. Vísindamennirnir vita að það er í Asíu. Við munum víkka þetta hugtak. Vissulega er staður á plánetunni sem laðar til sín kosmíska segulsviðið og sem hefur í sér alla þræði sameiginlegs góðvilja mannkynsins. Tilvist þeirrar miðju veitir jörðunni jafnvægi.

362. Þar sem jafnvægi jarðskorpunnar er ákvarðað af aðdráttarafli neðanjarðarelda að þessari miðju, má ekki gleyma sálarsegulmagninu sem viðheldur jafnvægi á efri sviðunum.

Hvaða öfl eru það sem eru að baki sálarsegulmagninu? Þrjú öfl eru að baki því: Staðbundni eldurinn, geislar himinhnattanna og andlega segulsviðið. Því má segja að straumur andlega segulsviðsins birtist sem sköpunargeta Adepts og Agni jógans.

Staðbundni eldurinn staðfestir alla orku. Himinhnettirnir staðfesta kosmískan uppruna eldsins. Ég býð ykkur að trúa á sköpunarafl Agni jógans. Ef þú gætir séð verk andans og hjartans, myndir þú sannarlega sjá sköpunargetu segulsviðsins. Þegar vitundin heldur ferlinu, sem er andlegt, hverfa mörkin milli líkamlega og astral-sviðsins. Sannarlega er kosmísk sköpun ósýnilega fögur!

363. Sveiflur segulnálarinnar bendir til utanaðkomandi truflana. Framþróun segulmögnunar mannkynsins veltur á segulvísun og samsvarandi krafti kosmíska eldsins. Þegar atburðum er hraðað, eykst mikilvægi fylgninnar við kosmískt aðdráttarafl. Vitund mannkynsins smýgur inn í eldflæðið og þess vegna er hröðunin möguleg.

Þegar gróft form fyrra mannkyns gerði því ekki kleyft að komast inn á hin efri svið, urðu allar þróunarhringrásir langdregnar. Nú þegar vitundin er orðin fínni, jafnvel á efnislegan hátt, er skilningur á samvinnu sviðanna innan seilingar fyrir mannkynið.

Þegar innsæi og andlegur skilningur þroskast mun mannkynið skilja mikilvægi vitundarinnar og tengingu neðri og efri sviðanna. Sannarlega mun andlegur skilningur leiða til næsta skrefs.

364. Sálræna augað, með þekkingu andans, sér vissulega kosmískar hreyfingar. Grunnhvati neðra segulsviðsins sendir eiginleika viðleitninnar til efri sviðanna. Kaleikurinn, sem hefur að geyma alla kosmíska reynslu, endurspeglar allar kosmískar vígslur. Samsetning Lótusins hefur í sjálfu sér alla kosmíska þræði og af mismunandi hvötum er safnað saman öllum ólíkum eldum Lótusins.

Sálræn spenna eldsins mótar formin. Þegar fræ andans er íklætt eldstraumum, spennir eldurinn allt efni fræsins í Agni jóganum. Kosmísku sköpunargetunni er stjórnað af kosmísku ástæðunni, sem birtist gegnum ljósefnið, Materia Lucida.

Agni jóginn tengir saman kosmísku straumanna við eld plánetunnar. Taktur Mahavan er slagið í púlsi kosmíska logans. Taktur Mahavan er aðeins sendur þeim sem finnur fyrir slætti alheimsins. Já já já! Aðeins hjartað sem faðmar heiminn getur slegið í takt við alheiminn. Aðeins hjartað sem faðmar heiminn getur slegið í takt við Mahavan. Sannarlega, hjartað sem faðmar heiminn og logi hin leitandi anda staðfestir bestu arfleifð kynþáttanna. Þess vegna finnur eldberinn alla kosmíska skjálfta. Þess vegna finnur hjarta Móður Agni Yoga svo mikið fyrir skjálftum. Þess vegna eru hendur Agni jógans sveittar. En Við öll í Turninum finnum fyrir hverjum skjálfta eldhjartans og hverjum svitadropa. Þess vegna segi Ég að straumar hjartans fylla geiminn með ljósgeislum og hver svitadropi límir geiminn saman.

365. Kosmísk sköpunarhæfni dregur saman þessar uppsafnanir sem tilheyra eldslegum birtingum. Þannig er innihald æðstu sviðanna samsetning þessara eininga og innihald æðstu mynda mótast af þessum samsetningu sköpunar eldsins. Kosmísk sköpunarhæfni sameinar þá eldheitu orku sem gefur bestan árangur. Þess vegna hefur hver orka sem laðast að fræi sínu í sér sama aðlaðandi kraftinn. Ef mannkynið myndi skilja að hver orka sem það laðast að tjáir eigið efni! Þess vegna beita Bræður mannkynsins, í vaxandi baráttu, öllum til að bæta mannlegt eðli.

366. Máttur sköpunarinnar hnýtir hnúta sína og skapar samkvæmt lögmáli kosmíska segulsviðsins. Það má segja að fullyrðingin um sköpunargetu byggist á kosmísku aðdráttarafli. Þegar hnútarnir eru hnýttir myndast fullmettun sem verður orkuhvati í kosmíska eldinum. Þessi viðbótarorka bætir eiginleika vaxtarins. Þannig birtist sköpun eins og í fyrirskipuðu upphafi.

Mannkynið, sem hnýtir sína karmahnúta eflir kosmíska sköpunargetu. Aðdráttaraflið að fræi andans dregur að þá orkustrauma sem eru fyrirskipaðir af karma. Mótun hverrar afleiðingar ákvarðast af eigindum hverrar athafnar. Þess vegna getur maður skapað óendanleg áhrif í óendanleikanum og betrumbætt gæði þeirra.

367. Krafturinn sem sameinar þá sem eru andlega leitandi ræðst af kosmíska segulsviðinu. Í kosmíska lögmálinu birtist sköpunargeta sem hefur reist stigann sem andinn leitast við að klífa. Lögmál aðdráttaraflsins hefur áhrif á alla kosmísku tilveru; því á einungis hefja uppgönguna í hærri eldspennu andans. Fagurt eru lögmálið!

368. Kosmísk sköpunarhæfni dregur saman samsetningar sem eru mettaðar af kosmíska eldinum. Kosmísk sköpunarhæfni hleður leitandi orku aðdráttarafli. Þegar nýjar eldmettaðar samsetningar ná nauðsynlegri orku, þá safnar kraftur segulsviðið saman þessum staðbundnu kröftum. Eldsleg þensla segulsviðsins verður óhjákvæmilega til við samruna ólíkra krafta.

Óheft orka felst í alheiminum og hún hefur ekkert tiltekið drifafl; þess vegna gefa frumöflin hverju sinni þessum viðbótarkröftum ólíkar samsetningar. Eins og í alheiminum, svo einnig í vitund mannsins, þá veitir innkoma viðbótarorku nýja samsetningu. Þegar andinn getur ekki ákveðið stefnu sína tekur tilfallandi orka yfirhöndina. Og allir þræðir sem leitast við að birta karma breytast við birtingu tilfallandi orku. Þess vegna verður mannkynið á þróunarleið sinni að leitast við að þekkja fræ andans.

369. Að þekkja fræ andans er svo nauðsynleg að hver andi verður að leitast við það. Þegar stefna eigin elda er skýr, þá getur maður gengið eftir fyrirfram ákveðinni slóð. Óheft orka getur mótað karma veikburða anda og rýmið er fullur af slíkum. Í iðu lífsins fæðast þeir sem hafa gert sér grein fyrir ákvörðunarstað sínum. En þeir sem enn eru ekki meðvitaðir um það dreifast sem fjaðrir. En leið hins leitandi anda sem er fyrirætluð af kosmíska segulsviðinu, er sem hlekkur í hinni miklu þróun. Hið volduga fræ andans veitir nýjan straum og eldlegan hlekk. Þannig gengur spenntur Agni jóginn Okkar. Þannig ómar hinn eldsækni Agni jógi. Þannig skapar hin logandi Agni jógi. Þannig mótar Agni jóginn spor þróunarinnar.

370. Frumþættirnir eru þvingaðir af hviðum staðbundinnar orku. Þegar spennunni er varpað til meginfræsins skapa frumþættirnir. En þegar frumefnin eru þvinguð í óheftum straumum, þá verða veiku öflin undir og frumþættirnir berast með óheftum straumi. Þegar viðleitnin sigrast á frumþáttunum, beinir hún orkunni samkvæmt aðdráttaraflinu og kemur á samhæfðum straumum.

Þegar frumþættirnir sýna útþenslu verður truflun á milli kosmíska eldsins og og aðdráttarafls orkunnar. Sköpunarhvati verður í samræmi við lögmál frumþáttana.

371. Sköpunargleði andans, sem gengur samhliða aðdráttarafli kosmíska segulsviðsins, er hvati þróunarinnar. Ljósberar orkunnar lýsa mannkyninu leiðina. Við köllum þá Verndara ljóssins. Á öllum leiðum mannkynsins standa þessir eldheitnu Verndarar ljóssins. Á hverri leið stendur tilnefndur verndari.

Þegar sá sem er skipaður til afreka heldur fórnfýsi Kaleiksins, má segja að mikið skref sé stigið. Þegar kosmíska segulsviðið styrkir nýtt skref birtist sönn samvinna; og verndari, í fórnfýsi, stendur við hliðin. Þannig færir álag orkustöðvanna viðleitni mannkynsins að umbreytingu. Sannarlega, án þessara fíngerðu orku eru Turnar Okkar óaðgengilegir! Þegar þetta skref mun eiga sér stað, þá verður þróunarskrefið fagurt. Þess vegna knýja eldarnir vitundina áfram til betra hlutskiptis. Þannig nálgast mikið skref!

372. Tákn eldsins er að finna í öllum kenningum og í alheiminum er eldurinn staðfestur sem birtingarmynd lífsins. Innihald eldsins er svo geislandi að ómögulegt er að skilgreina það og lýsa því. Kosmíski andardrátturinn er eldur geimsins. Allar kosmískar birtingarmyndir eru gegnsýrðar eldinum og mannleg hugsun er eldur. Hugsun gefur form; hugsun gefur markmið; hugsun gefur líf; hugsun veitir sköpunargetu; hugsun er hluti aðdráttarafls segulsviðsins. Þegar andinn kveikir elda sína skapast hugsun sem fellur að ljósefninu, Materia Lucida. Kosmísk hugsun samanstendur af logandi samfélagi. Allur staðbundinn eldur felur í sér leitandi orku. Kosmískur eldur er takmarkalaus í mettun og birtingarmynd sinni. Þannig vinnur kosmíski eldurinn með kosmíska segulsviðinu!

373. Sannlega er í sköpunargetu andans að finna eldlega möguleika. Að baki hverri sýnilegri athöfn stendur ósýnileg sköpunargáfa andans. Orka andans býr yfir eldi geimsins. Sköpunarhæfni andans staðfestum Við sem sálarfræið. Í fræi hvers anda felst leitandi orka sálarsköpunar. Þess vegna verður maður að leita í hinu ósýnilega að hvata allra birtingarmynda. Sköpunargeta andans er sannarlega uppbyggjandi kraftur þróunarinnar.

374. Í kosmískri sköpun blandast orka saman við hæstu spennu. Samsetning samrunaorku margfaldast við aukna spennu. Samsetning spennunnar er staðfest með krafti hærri eldanna. Í allri kosmískri sköpun er lögmál spennunnar óbreytanlegt. Aðeins afl í vaxandi spennu getur skapað nýja samsetningu. Mismunandi orka eykur spennu. Þegar orka sameinuð í segulsviði laða til sín líka orku, næst samhæfing kraftana. En þegar kraftarnir skila sér í mismunandi áttir, þá verður augljós dreifing á orku segulsviðsins. Það er svipað og með mannlegar athafnir. Af hverju laðast mannlegur andi að ósamræmdum straumum? Satt er að straumar sem stefna með eldum geimsins geta veitt betri aðferð, en hún næst aðeins með eigin athöfnum.

375. Eigin athafnir verður að skilja betur. Í hverri athöfn felst samhæfð virkni. Sannarlega er athöfn sjálfsskilningur. Þegar andinn getur uppgötvað fræ sitt og greint skelina sem umlykur sig, getur hann skilið fegurð alheimsins.

Hismið sem safnast um mannlegan anda, lokar leiðinni til skilnings. Þess vegna verða samstarfsmenn Okkar að skilja að hismið getur ekki gilt um aðstæðna Okkar. Maður verður að skilja óverðugleika þess að andinn þurfi að birta sig sem hýði, þegar Við gerum mikið til að sýna útgeislun blæju Heimsmóðurinnar.

376. Chiaroscuro, skil skugga og ljóss, styrkir vísbendingar um mismunandi orku. Geislandi orkan sem beinir sér að sköpun, safnar straumum sem eru knúnir til lífsins. Þegar chiaroscuro er skilin að sönnu, mun orka himintunglanna verða skilin sem virkur kraftur. Himinhnettirnir þenja lífsorkuna að allri spennu sem leiðir til staðfestingar á lífinu. Samruni kraftanna eru svo kröftugir að dauðinn og lífið lúta eina og sama lögmálinu sem vígt er af kosmíska segulsviðinu. Skil skugga og ljóss tengir tvö ríki tilverunnar; þess vegna er erfitt að aðgreina pólana í mannlegri tilveru. Þegar mörkin þurrkast út mótar leitandi orkan nýjar kosmískar samsetningar. Skil skugga og ljóss, lífs og dauða, má lýsa sem umskipti orku. Þess vegna er kosmískt afl eitt í öllu og sköpunarhæfnin er takmarkalaus í átt að ljósskilunum, chiaroscuro.

377. Mörkin á milli pólana eru afmáð – það segjum Við það þegar lífshvatinn umbreytist. Umskiptin frá einum heimi til annars, er nýting allra krafta. Þessi umskipti, er kosmísk framþróun kosmíska eldsins. Hinn svokallaður dauði, veitir möguleika á nýrri samsetningu. Og þessi kraftur er allstaðar í alheiminum.

378. Tog þróunarinnar safnar saman orkunni sem leitar til kosmíska segulsviðsins. Sköpunarhæfni kosmíska segulsviðsins birtist sem vilji Æðsta Tilgangsins. Samruni leitandi orku með þessum Vilja veitir sköpuninni aukinn eld. Þegar drifafl eldsins hraðast í átt að mikilvægri birtingu og tengist samræmdum straumum með kosmískri spennu, þá safna frumþættirnir fleiri leitandi eldum. En þegar orkan ryðst fram í andstæða leit, verður þensla í geimnum. Birtingarmyndir óendanleikans og hvatir manna eru jafnar. Þannig fléttast leiðir saman.

379. Allar tilfinningar Agni jógans hafa orsök. Hver spenna býr til orku. Hver spenna vekur upp eldinn. Stórheimur og smáheimur skapa á líkan hátt. Þess vegna, þegar orkustöðvar eldsins geisla, kemur það fram í staðbundnu ferli. Þess vegna, þegar eldstöðvarnar sýna spennu, sýnir samsöfnuð orkan einnig spennu. Við slíka spennu í orkustöðvum Agni jógans er gagnlegt að leyfa hvíld. Tengingin við fjarlægu heimana spennir orkustöðvarnar. Neðri straumar eru mjög spenntir. Andinn er spenntur og orkustöðvarnar enduróma það.

380. Þegar orkan vakna til lífs leitast hún til segulsviðsins. Allir kraftar sem fela í sér fræorku eru hertir til athafna. Fræið, sem mótast af aðdráttarafli, fær nægju sína af útgeislun segulmagnsins í kosmíska eldinum. Þannig er kosmískt lögmál sem voldugur segull.

Himinhnettirnir, sem metta fræ andans með eiginleikum sínum, verða ráðandi fyrir allt tímabilið, Manvantara. Þess vegna veltur efni fræsins á himinhnettinum sem andinn er bundinn. Tengslin milli fræsins og uppruna þess, eru staðfest sem orsök og afleiðing. Þess vegna, þegar kraftar himinhnattarins rennur saman við hvata lífsorkunnar, mun fræið bregðast við viðleitni himinhnattarins. Þannig er tengingin við himinhnöttinn styrkt af kosmíska segulsviðinu. Þess vegna má segja að líf sé myndað úr orku himinhnattarins.

381. Tengsl milli andans og himinhnattarins eru svo öflug þegar ætlaður tími nálgast, að viðleitnin kemur fram í hverjum ljósamótum. Þess vegna, þegar skrefið er tryggt með aukningu geislanna, verður sérstaklega öflugur titringur. Með aðdráttarafli segulsviðsins, skapa hann nauðsynlega viðleitni.

382. Stigveldið er staðfest í alheiminum með kosmísku lögmáli. Kosmíska segulsviðsins hefur sett hinn Æðsta Mátt ofar öllu; þess vegna eru þessi lögmál byggð á kosmískri staðfestingu. Hvernig getur maður þá ekki fylgt Æðstu Mættinum, sem leiðbeinir jörðinni? Aðeins Markmiðið getur stýrt kosmíska segulsviðinu. Þess vegna vekur Kosmíska Markmiðið, sem gegnsýrir allt, spennu í öllu. Kraftar ólíkra möguleika eiga sinn rétta stað í alheiminum og staðfesta hlutverk sitt í samræmi við krafts þróunarstigins. Þannig ákvarða möguleikar orkunnar stöðu sína á hærra eða lægra þrepi. Með sama hætti er þróunarþrep mannsandans ákvarðað; kosmíska segulsviðið eflir eiginleika andans og leiðir hann í hið óendanlega.

383. Stigveldið knýr mannkynið til takmarkalausra möguleika. Þegar andinn í þroska sínum skilur það, er leið hans ákvörðuð sem sú stysta. Þess vegna er svo mikið sett á þann anda sem hæsta flugi nær. Andinn sem stendur á hæst á hringnum í stigveldinu sér fjarlægustu heima. En við verðum að tala um þá sem skilja aðeins hluta sannleikans. Þess vegna mælum Við, bræður mannkynsins, framvinduna í hlutfalli við nálægð hennar við sannleikann. Þannig er andinn, sem leitast til fjarlægra heima, handhafi alls sannleikans.

384. Aðdráttarafl að miðju eldsins gefur orkunni vitund. Hvert aðdráttarafl og útgeislun eldsins, til og frá miðju, leiðir til vitundarlegrar tjáningar. Miðjan er kjarninn sem hefur í sér sér alla möguleika. Í lífinu eru þessar miðjur í öllu. Fræðarinn er kjarninn sem tekur við allri viðleitni þinni. Allt sem er til í alheiminum og stefnir að framförum, eflist af þeirri miðju sem eldinn er. Allt sem býr í fræi andans og stefnir að ljósinu er knúið af fræðaranum til þeirrar miðju sem er segulsviðið. Fræðarinn beinir öllu er tengist fræinu, til miðjunnar. Geimurinn er gegnsýrður þessum miðjum. Öll orka leitast að miðju andans og miðja andans getur hrundið öllum árásum á hreinleika viðleitninnar. Allar tilraunir gegn fræi andans geta verið umbreytt með birtingu eldsins. Brunnur hreins máttar mettar hverja athöfn, með krafti fræsins rekur andinn út mannlegar hugsanir manna sem læðast inn. Átök kraftanna staðfesta annað hvort sigur andans eða hann fellur fyrir veikri viðleitni.

385. Eins og kosmísku orkustöðvarnar, þá hafa orkustöðvar Agni jógans einnig sinn ákveðna kraft. Með útgeislum Okkar á orkustöðvarnar verður til tvöföld leiðni. Sendandinn fær titring svörunar og blandar saman eldlegri sköpuninni. Uppsprettan og móttökustöð Agni jógans eru gagnkvæmt spenntar. Þess vegna er máttur eldsins aðeins með stilltum straumum. Orkustöðvarnar taka á móti og senda.

386. Er ekki mesta ferlið í kosmosinum sú umbreyting þar sem öll form eru mótuð í ljósefninu, Materia Lucida, sem æðsta sköpun í alheiminum? Hin mikla umbreyting skapar allar hæstu kosmísku birtingarmyndir úr fínustu orkugerðunum. Þannig eru óendanleg form mótuð og þróunarleiðin byggist á þessum gerðum.

Þessi flókna umbreyting fer fram í samvinnu allra orkugerða. Fíngerðustu orkugerðir aðstoða fíngerðustu formin. Mannlegur andi mótar á svipaðan hátt með viðleitni til umbreytinga, en það eru margir sem styðja ekki þróunarleiðina. Umbreyting andans getur eflt allt sem styrkir framvindu þróunarinnar. En sá kraftur ræðst af möguleikum fræsins. Þannig eru allar umbreytingar alheimsins efldar sem sönnun um kosmíska eldsins. Sköpunarhæfni eldsins gefur staðfestingu á óendanleikanum.

387. Í andlegri viðleitnin er mesta verkefnið sköpun mannsins. Efnisform mannsins svarar ekki allri þróunaráætluninni. Litið er á sköpun mannsformsins sem hæsta kosmíska markmiðið. Þegar allt mannkynið mun skilja að sköpunargáfa andans verður að tjá sig, mun það verður jörðinni til framdráttar. Aðeins viðurkenning á birtingu andans getur drifið mannkynið í átt að ljósinu. Á andlegu sviðinu er hægt að sjá allar fínustu birtingarmyndir ljósefnisins, Materia Lucida. Efnið hefur ákveðnar líkamlegar takmarkanir, en smíðaverk andans er svo öflug að jafnvel grófur líkaminn getur umbreyst.

388. Efnishringur plánetunnar veltur á styrk andlegrar útgeislunar. Plánetan er umkringd lofttegundum sem er mettum efnishrings sem mótaðist af frumstæðum vitundum og ákvarðað eðli aðdráttarafls þess. Það aðdráttarafl og mettun skapar þau skilyrði sem draga fram þá orku sem nauðsynleg er til að mynda nýjar aðstæður.

Það er lögmál í alheiminum sem gerir ráð fyrir að alltaf er hægt að beina orku að betri uppbyggingu. Öll eyðandi orka býr einnig yfir skapandi eiginleikum - ef henni er beitt rétt. Allar eitraðar lofttegundir geta verið lífgefandi. Allt veltur á umbreytingu. Skapari kosmískrar orkustöðva gerir ráð fyrir öllu og jafnvel því sem virðist vera lítilsgildur þáttur, reynist gagnlegur.

Þess vegna eru fjölmargir dýrmætir lífgjafar sem hraðast um geiminn. Þessir lífgjafar verða að vera viðurkenndir af mönnum. En meðal margra, líða þeir oft hjá óséðir, oft óþekkir, oft hafnað. En oft eru þessir sannleiksflytjendur og lögmála, skaparar þróunarinnar.

389. Sköpun er svo margbreytileg að fullyrða má að form séu mótuð af jafn mörgum orkugerðum og möguleikum þeirra. En sköpunin skiptist í hið sýnilega og ósýnilega. Umbreyting á kosmískum formum er vissulega sýnileg í áhrifum þess, en hæsta og ákafasta ferlið er ósýnilegt. Þegar við gerum okkur grein fyrir lagskiptingu skapandi krafts getum við séð ósýnilegu eldana; þá er reyndar æðsta lögmálið staðfest. Þess vegna sjáum Við fyrir Okkur hinn ósýnilega mátt við vígslu Agni jógans.

Sambandið á milli möguleika andans og himinhnattar hans eflir athafnir. Þess vegna, þegar orkustöðvar eru spenntar, eru möguleikar eldsins í tengslum við eld himinhnattarins. Þannig munum Við minnast Móður Agni Yoga. Möguleikar andans eru miklir!

390. Sannlega vinna lífsins smiðir að stöðugri sköpun í samvinnu við kosmíska segulsviðið. Þessir smiðir viðhalda sköpunarhvatanum. Þessir smiðir þvinga elda sína til að hlúa að mannkyninu. Með neistum sínum auka þeir vitundina. Sannarlega hjálpa þessir smiðir vitundinni til þekkja kosmíska lögmálið. Þeir berjast undir skjöldum Okkar. En hvar eru þeir sem eru verndaðir af skjöldum Okkar? Frá turnum Okkar dreifast þræðir; frá turnum okkar eru útréttar hendur og geislastreymi. En fólk vill frekar þræða lífsins veg í einmanaleika. Eins og berar greinar í vindi, sveiflast þeir stefnulaust og kjósa myrkur sjálfspíninga fram yfir dögun hins óendanlega.

391. Þegar nýtt verkefni er staðfest, birtast alltaf reistar hindranir. Samt sem áður eru þessar hindranir óskýr áform. Þeir sem berjast undir skjöldum Okkar og ganga hugrakkir í takti kosmíska segulsviðsins, munu sannarlega sigur hafa. Sannarlega munu raddir rísa upp gegn hinum mikla sannleik Agni Yoga. Kredduhópar trúarbragðanna og þjónar myrkursins munu ekkert hafa gegn neistum Fohat. Vissulega slær Agni Yoga á þá áráttu sem fólk felur sig undir. Þess vegna skorar Agni Yoga á alla þjóna myrkursins. Þannig er sönn þróun mótuð. Sannarlega, það er erfitt fyrir skjálfandi Móður Agni Yoga. Sannarlega er það erfitt fyrir kappann, Agni jógann, en uppstigið eflir alla krafta. Þeir sem snúa stýrinu á kosmíska segulsviðinu staðfesta aðdráttaraflið. Þeir sem ganga sameinaðir í hjarta sigra örugglega.

392. Þegar lungnastöðin er kröftuglega vöknuð, verður að gæta fyllstu varúðar. Þessi miðja er tengd við Kaleikinn og við miðjuna á hálsinum. Þess vegna er slík spenna í öllu taugakerfinu. Barkakýlið er einnig innan svæði þessara orkustöðva. Þess vegna verður að verja þessa stöð mjög vandlega gegn áreiti.

Gæta skal varúðar.

393. Við eigum að vekja eld til umbreytingu lífsins. Mannkynið lætur sig lítið varða um frumþættina - samferðamenn sína. Samt er lífið krýnt þessum samferðamönnum! Af hverju ekki að snúa sér að þeim og reyna að gera sér grein fyrir eiginleikum þeirra? Eldur umbreytir öllum mikilvægum birtingarmyndum. Hver geisli staðfestir lífið og hver geisli slær í gegnum geiminn. Þess vegna, þegar mannkynið mun læra að nota geislandi efni, heldur Kosmíska Fyrirskipunin áfram.

394. Þegar lungnaorkustöðin er logandi, taka ýmsar afleiðingar á sig mynd. Þegar logar kertanna sjást sameinuð í hring er það tákn um starf allra orkustöðvana. Þannig er orkustöð lungnanna ómandi strengurinn sem flytur eldheita neistana inn í allar orkustöðvarnar. Lungun vinna auðvitað áfram við innöndun, umbreytingu og útöndun. Þessar athafnir draga Prana að miðju lungnanna. Þrefalda sköpunarhæfnin er svo öflug að hún tengist öllum athöfnum.

395. Uppbygging lífsins byggist á hvata kosmíska segulsviðsins. Í hverjum tímabili er fræi plantað sem leiðir til áframhaldandi þróunar. Sá heimur sem settur er sem upphaf tímabils samhæfir strauma allra orku. Þegar drottnarnir gegnsýrðu fræ hvers tímabils, var vitund tímabilsins aðeins staðfest með mettun þess við anda drottinsins. En mannkynið samþykkti aðeins hluta sannleikans og klæddi sig myrkri afneitunar. Með því að hafna öllum bestu sendingum, reiknar reikistjarnan út úr eigin örlagardegi.

396. Auðvitað beita neðri sviðin kröftum sínum til að steypa örlögum plánetunnar. En framfarir mannkyns vega þyngra en áhrif þeirra við að takast á við staðbundna orku, að segja má að ljósið gleypi myrkrið. En gangur karma krefst frjálsrar tjáningar.

397. Kosmískum tímasetningum er stjórnaðar af neðri og efri eldunum. Þessi fylgni er tengd mannlegum athöfnum. Þegar tíminn nálgast og athafnir hefjast, má sjá að vitund mannsins breytist með hinum kosmísku hreyfingum. Vissulega tengir óbreytanleiki lögmálsins öll svið og alla kosmíska krafta í raunverulegum athöfnum. Þannig er tíminn með öllum sínum áhrifum ekki bundin við eitt svið.

398. Kosmískar tímasetningar hafa áhrif á alla fíngerða krafta. Birting neðri eldanna er undir svo mikilli spennu að orkustöðvar Agni jógans sannarlega enduróma það. Þess vegna vekur eldurinn, sem reynir að koma fram, óróa í Agni jóganum. Reyndar, um þessar mundir eru eldar allra sviða mjög spenntir og þannig hefur kosmísk ákvörðun áhrif á atburði. Orkustöðvar Agni jógans skynja allt sem á sér stað og alla þá frumþætti sem eru að finna sína leið. Þegar orkustöðvarnar er virkar, er skynjun hans sérstaklega skörp og eldlegar birtingarmyndir vakna. Vernda þarf sérstaklega orkustöðvarnar og hvíla þær. Segulstraumarnir laðast eindregið að neðri eldinum. Í dag varðstu vitni að útþenslu neðri eldsins. Þegar útþensla eykst, gefa orkustöðvarnar aðvörun,- mjög nákvæmur vísir.

399. Fornmenn vissu af hinu eina óendanlega frumefni. Kenningar Grikklands og Egyptalands viðhéldu þessum sannleika áfram sem hornsteini grunnsins. Þessi skilningur kemur af meginþættinum um staðfestan eld. Þó að frumþættir náttúrunnar fari frá einu ástandi til annars, þá má staðhæfa að lífsuppsprettan liggur á hæsta sviðinu. Ótengdu kraftarnir laðast að öðrum samsetningum. Ef maður fylgist með mismunandi samsetningum í alheiminum myndi maður sannfærast um lögmálið sem þau eru bundin af. Þar sem allar samsetningar plánetu úr öllum kröftum umhverfis, eru saman komnar undir tilteknu lögmáli, er hægt að nálgast útvíkkaða hugmynd um óendanleikann með því að skilja þetta mikla lögmál um gagnkvæmar athafnir.

400. Markmið kosmískrar sköpunar nær yfir allar uppbyggilegar birtingarmyndir. Þess vegna, er tilgangur undirstaða sköpunarhæfni eldsins. Þegar logi orkustöðvar er vakinn, er ný aðgerð ávallt í uppbyggingu. Þannig ber hver upptaka sína sérstöku forspá. Þess vegna er hver upptaka staðfest með ætlaðu markmiði sínu. Þannig leiðir hver logandi von til ákvörðunarstaðar manns. Þess vegna er hvíldin þörf. Straumarnir eru mjög spenntir. Kosmískur óstöðugleiki og plánetujafnvægi hefur í för með sér losun ósamrændra strauma. Þessir straumar endurspeglast óhjákvæmilega í viðkvæmri lífveru.

divider

Að nálgast Agni Yoga, leggjum við af stað ótrauð inn í óendanleikann. Hinn allt um liggjandi frumþáttur leiðir í átt að fjarlægu heimunum. Það er ómögulegt að tjá endalausa stærðargráðu í einni bók. Við verðum fyrst að móta vitneskju um óendanleikann. Rétt eins og leitast er við að sigra geiminn, þá leiðir vitundin einnig inn í óendanleikann.

Skjálfti, ekki af skelfingu eða rugli, skekur hann sem gengur inn í bústað ljóssins. Þannig skulum við án tafar og án hiks stefna að rödd Dögunar og stefna í átt að þröskuldi umbreytinganna.

Maður fær kannski lykilinn að næstu hliðum, en fyrst verður hann að styrkja andann til að átta sig á mikilfengleika óendanleikans.