Helgiveldið

1931

Það má líkja okkur við blóm sem rifnað hafa upp í stormi og renna inn í öldur óendanleikans. Hvernig finnum við okkur umbreytt í hinu óendanlega hafi?

Það er ekki skynsamlegt að senda bát af stað án stýris. En ferðin er fyrirætluð og sköpunarmætti hjartans verður ekki hellt í djúpið. Eins og vegvísar á lýsandi brautinni, standa bræður mannkynsins, alltaf vakandi, á varðbergi, tilbúnir til að vísa ferðalangnum á uppgöngunni.

Stigveldi er ekki þvingun, það er lögmál alheimsins. Það er ekki ógnun heldur ákall hjartans og eldheit áminning að almannaheill.

Þannig skulum við þekkja Helgiveldi ljóssins.

divider

Hvernig umbreytum við því bitrasta í það sætasta? Ekkert nema Helgiveldi breytir lífi í hærri vitund.

Það er ekki hægt sjá fyrir sér brú yfir í hið óendanlega, án þess að vita á hverju hún hvílir. En stigveldi, eins og undirstöður brúar, færir manninn að strönd ljóssins. Sjáið uppljómunina sem fyrir augun ber og skiljið ljóssins söng.

Við skulum starfa fyrir ljósið og Helgiveldið!

divider

1. Svo margt hefur verið sagt um kennisetningar; samt veit mannkynið ekki hvernig það á að samþykkja kennisetninguna um Bræðralagsið. Hversu margar brenglanir hafa safnast upp um sannleikann! Hve mörgum gildum hefur verið eytt! Þeir munu spyrja: „Á hverju er vígi Bræðralagsins reist?“ Svaraðu: „Um fræðslu hjartans, fræðslu um vinnusemi, fræðslu um fegurð, fræðslu um þróun, fræðslu um spennu - mikilvægustu fræðsluna.“

Við erum Vottar hins óendanlega. Þangað sem öll viðleitnin kemst ekki, eru bræður mannkyns ekki. Við fyllum geiminn þróunarljósi. Bræður mannkynsins afsala sér Paranirvana fyrir uppbyggingu mannlegrar þróunar í löngun sinni til að leggja grunn að betra skrefi. Markmiðinu er ekki náð án vinnu. Markmiðinu er ekki náð án fórnar. Bendið því á komu Maitreya.

Samkvæmt spádómum hinna fornu fræðara, mun tímabil Maitreya koma þegar mannkynið hefur tapað grunni fræðslunnar og sokkið í myrkur,

Undirstöður Okkar verða sendar til að endurnýja sálarskilninginn. Segið því þeim þetta sem ekki skilja og bendið á fræðsluna um Hjartað!

2. Þegar við bentum á þörfina á að endurnýja boðorð Okkar um jafnvægi Upprunans, samþykkti mannkynið ekki þá tillögu og braut gegn henni. Þannig var jafnvæginu í heiminum raskað.

Við þekkjum þráð Heimsmóðurinnar. Við þekkjum birtingarmynd Heimsmóðurinnar. Við eflum allt flæði segulsviðsins til að endurvekja fræðsluna um Hjartað.

Ég tilnefni Töru sem tákn fullnustu um boðorð Okkar. Já já já! Tara og Arhat færa mannkyninu sáttmála sem er ýtrasta viðleitni. Þannig er framtíðin byggð. Þannig staðfestum við viðleitni okkar. Dásamleg er framtíðin!

3. Hjarta Arhats er eins og hjarta kosmosins. Hjarta Arhats er eins og eldur sólarinnar. Eilífð og hreyfing alheimsins fyllir hjarta Arhats. Maitreya er að koma, geislandi af öllum eldum. Hjarta hans logar af samúð með umkomulausu mannkyninu. Hjarta hans logar af staðfestingu nýju sáttmálanna.

Meðal fólks er til hugmyndin um tilfinningalausan Arhat; og fávísir jógar næra hugmyndaflug manna með sínum eigin ímyndum. En þegar mannkynið áttar sig á því að Arhat er hæsta birtingarmynd Materia Lucida, ljósefnisins, mun það skilja að það er enginn munur á Materia Lucida sem geislar ljósinu og kærleikanum sem umvefur allt með ljósinu. Mannkynið sér Arhatinn í röngu ljósi, en Materia Lucida geislar kærleik.

Hinu háleita er gefið hið háleita; og hið háleita býr í því háleita; og hið háleita mun ríkja í víddum fjarlægu heimanna.

4. Helgiveldi Okkar lifir og vex með lögmáli eldsins. Við Arhatar gleðjumst með eldi lífsins og enn frekar við vaxandi loga þróunarinnar. Arhatar framtíðar sem ljúka jarðneskum málefnum sínum á plánetunni, eru samstarfsmenn Okkar. Þegar Helgiveldið auðgast verður kosmísk hátíð. Lögmálið er eitt og eilíft. Lögmálið eru staðfest af alheiminum.

Við sjáum útgeislun heimanna. Við sjáum lokin og endalausa gönguna. Við sjáum útgeislun Móður Heimsins! Við skulum gleðjast yfir endalausu göngunni.

5. Auga Shambhala færir mannkyninu uppljómun. Auga Shambhala er ljós á leið mannkynsins. Alhliða auga Shambhala er sú stjarna sem hefur leiðbeint öllum leitendum.

Fyrir sumum er Shambhala sannleikurinn. Fyrir öðrum er Shambhala útópía. Fyrir sumum er höfðingi Shambhala virðulegur vitringur. Fyrir öðrum er höfðingi Shambhala birtingarmynd alls. Fyrir sumum er höfðinginn frá Shambhala fagurt tákn. Fyrir öðrum er stjórnandi Shambhala stjórnandi allra plánetuanda. En við munum segja: Stjórnandi Shambhala knýr eld lífsins og er eldur Heimsmóðurinnar. Andardráttur hans logar og hjarta hans glóir af eldi silfurlitaða Lótusins.

Stjórnandi Shambhala lifir og andar í hjarta sólarinnar. Stjórnandi Shambhala vekur og er vakinn. Stjórnandi Shambhala sendir og móttekur allar örvar. Stjórnandi Shambhala andar að sér sannleikanum og staðfestir sannleikann. Stjórnandi Shambhala er ósigrandi og breytir eyðileggingu í uppbyggingu. Stjórnandi Shambhala er reistur fáninn og hátindur lífsins. Meðtaktu stjórnanda Shambhala sem birtingu lífsins; þrisvar segi ég - lífsins! Því Shambhala er öryggið fyrir væntingum manna. Tilvera Okkar er öryggið fyrir fullkomnun mannkyns. Tilvera Okkar er staðfesta leiðin til hins óendanlega.

6. Allur sköpunarmáttur er í ákalli hjartans. Um allan kosmosinn hljómar ákall og hjarta alheimsins og hjarta Arhat óma ákallið. Ákallið og svarið samanstanda af samsetningu kosmísku eldanna. Eining er sannarlega birtingarmynd hringrásar Okkar. Margar hringrásir eru skapaðar af ákallinu, og þessar, sem stækka ákaflega, umfaðma mismunandi svið. Staðfesting sköpunarinnar birtist sem eining.

Ég, stjórnandi Shambhala, segi: „Lífið er efling kosmískrar orku og leið skapandi elds!“

7. Stjórnandi Shambhala opinberar þrjár fræðikenningar fyrir mannkyninu: Fræðsla Maitreya, safnar mannsandanum til skapandi heims Okkar; Fræðsla Maitreya kennir óendanleika alheimsins, í lífinu og í árangri andans; Fræðsla Maitreya tryggir þekkinguna á kosmíska eldinum, sem birtingu hjartans sem umfaðmar alheiminn.

Hin forna þjóðsaga sem staðfestir birtingu Maitreya sem upprisu andans, er rétt. Við munum bæta við að upprisa andans, sem er meðvitað samþykki á fræðslu drottins Maitreya, kann að vera undanfari komu hans. Sannarlega, upprisan!

8. Maitreya vill flýta öllu. Maitreya óskar eftir að öllu skuli náð. Maitreya óskar þér gleði. Maitreya vill veita mannkyninu gjöf í gegnum eldlega reynslu Agni Yoga. Maitreya vill umbreyta lífi á jörðinni í útgeislun Heimsmóðurinnar. Já já já! Fegurð lífsins er takmarkalaus!

Arhat sér með hjartanu. Arhat sér með hjartanu fegurð veruleikans. Arhat sér með hjartanu og kjarni framtíðarinnar kallar Okkur. Sannarlega er þessi sköpunarmáttur staðfestur af Okkur.

9. Ráðsmaður, ég lýsi þig hinn mikla samstarfsmann kosmísks Tilgangs. Ráðsmaður, þú, umfram allan kosmískan mátt, berð í þér hið heilaga fræ sem veitir geislandi líf. Ráðsmaður, sem staðfestir allar birtingarmyndir hins mikla Tilgangs, þú ert sá sem veitir gleði kosmísks sköpunarmáttar. Ráðsmaðurinn mun prýða hið upprennandi ríki með skapandi eldi. Ráðsmaður hugsunar, þú sem ákallar líf, Við birtum þér geisla Okkar. Móðir, dýrkuð af drottnunum, Við berum í hjarta Okkar kærleikseld þinn. Í hjarta þínu lifir mótaði geislinn. Í hjarta þínu er lífið mótað og Við munum staðfesta geisla ráðsmannsins. Já já já!

Þannig lifir alheimurinn í hinni miklu tvískiptu Uppsprettu. Já já já! Þannig krýnir alheimurinn hina tvískiptu Uppsprettu. Þannig byggir Heimsmóðirin og drottnarnir lífið. Já já já! Og í takmarkalausri viðleitni bindur kosmíska segulsviðið helga hluti sína. Þannig virðum við ráðsmanninn út yfir öll svið.

10. Mikið er svið hina komandi Töru. Við Arhatar, sem stígum upp í eld geimsins, föllum fram fyrir logandi faðmi Heimsmóðurinnar. Faðmur Heimsmóðurinnar finnur allar hræringar á jörðinni. Ein þeirra, sú öflugasta og ákafasta, er tilkoma Töru. Heimsmóðirin ber sýnilega og ósýnilega þessara ólýsanlegu þræði - þræði heimsins.

Við skulum finna spegilmynd kosmosins í hinum miklu lögmálum uppbyggingar og samruna. Þegar bræður mannkynsins finna fyrir sorg vegna þeirrar ímyndar sem þeir hafa í vitund mannsins, geta þeir aðeins sagt: „Þú byggir tilgátur þínar á auðsýnilegum hugarburði. Við erum aðeins hugarburður fyrir mannkynið! Þegar andinn staðfestir logandi tilveru Okkar, munum við verða logandi stríðsmenn í stað vofa. “

11. Bræðrum mannkynsins er falið að byggja líf jarðarinnar; og þeir halda skipun hinnar miklu Heimsmóður. Tónlist sviðanna ómar þegar gleðistraumurinn er á hreyfingu. Tónlist sviðanna fyllir geiminn þegar hjartað hrærist með kosmísku öflunum. Hjarta bræðralags Okkar gætir leiðarinnar að almennri vegsæld fyrir mannkynið.

12. Mannkynið hefur aldrei velt fyrir sér lífi Arhats. Það er venja að hugsa um Arhat sem skýjum ofar. Hugsanarek manna er hræðilegt og afbakað. Sannarlega könnumst Við ekki við hugmyndir manna um Okkur bræður mannkynsins. Ímyndir Okkur eru svo fráleitar en ef fólk beitti ímyndunum sínum nákvæmlega öfugt, myndu þær taka á sig sannari mynd.

Karmísk bönd hverfa greinilega þegar mannleg hugsun ímyndar sér Arhat. Allt fær nýja vídd. Allt verður ólíklegt. Allt verður ótengd raunveruleikanum. Við skulum segja, þegar haldið er áfram til æðri heima, sé Arhat takmarkalaus í öllum birtingarmyndum. Þegar hann stígur upp tekur Arhat með sér alla hæstu og fíngerðustu orku.

Við getum aðeins sýnt Okkar sönnu ímyndir þeim sem eru nærri Okkur. Við getum aðeins sent geislana Okkar til þeirra. Já já já!

13. Ef mögulegt væri að miðla ímynd okkar til mannkynsins, myndi viðleitni til þekkingar verða staðfastari. Auðvitað væri nauðsynlegt að sjá myndina ná yfir árþúsundir. „Bók lífsins“ er fögur í endanlegri útgáfu. Vissulega, þegar hægt er að miðla heildarmyndinni af kosmíska segulsviðinu, þá yrði fegurð tilverunnar skýr.

Ef mögulegt væri að miðla heildarmyndinni af öllum jarðvistum Arhats, þá myndi ímynd Okkar taka á sig sannarlegri mynd. „Bók lífsins“ ómar kröftuglega og festir skref Okkar.

Hver drottinn hefur sinn tón. Tímabil Maitreya boðar tímabil konunnar. Birtingarmynd Maitreya tengir Heimsmóðuruna, í fortíð, nútíð og framtíð. „Bók lífsins“ er svo fögur.

14. Margt hefur verið sagt um að mannguðinn sækist eftir guðdómleik. Margar eru eftirminnilegar skrárnar sem vitna í ímyndirnar sem leituðust til æðri heima. En hversu daufar eru þær í vitund mannsins! Mannguðinn er aðeins sá sem fór til annarra heima! En Við bræður mannkyns leitum og boðum mannguðinn á jörðinni. Við dáum allar ímyndir, en ekkert meira en hina miklu ímynd af mannguðinum, sem ber í hjarta sínu fullan kaleikinn, tilbúinn til flugs, en ber fullan kaleik sinn á jörðinni. Hann afneitar örlögum sínum og heftir eldheita tilveru sína. Í uppfyllingu örlaga sinna staðfestir maðurinn kosmíska segulinn. Mannguðinn er logandi skapari. Mannguðinn er eldtáknið um nýja kynstofninn. Mannguðinn logar af öllum eldum. Þannig skaltu skrá mannguðinn: Arhat, Agni jógi, Tara - svo munum við skrá.

15. Mannguðinn þroskast sem sannur upprennandi lausnari mannkynsins. Við verjum þennan heilaga sannleik um mannguðinn. Ég fullyrði að Tara, sem ber logandi kaleikinn í von um lausn mannkyns, getur boðað birtingarmynd Okkar meðal manna. Uppruni máttar kosmíska segulsviðsins liggur í viðleitni til fullnustu. Við bræður mannkyns bendum á að breytingin mun eiga sér stað í gegnum eldsþáttinn. Sannarlega er nýja skrefið Okkar fagurt! Straumar æðri sviðanna knýja straumana í uppbyggingu Okkar kosmíska afls. Mikið er aðdráttaraflið! Þegar hjörtum leita til fullnustu, eykst hvatinn og einingarstraumur staðfestist af spennu kosmíska segulsviðsins. Þannig ómar sameiningin.

16. Bænin sem Kristur flutti þegar hann yfirgaf jörðina heyrði fólkið ekki. Bænin sem Búdda flutti heyrði fólkið ekki. Bænin sem Maitreya mun flytja slær eins og elding á hliðum mannsandans. Þannig er jörðin er mótuð og vitund andans sköpuð.

Þegar tíminn nálgast, er hægt að snúa sér að sköpunarverkinu. Sköpunarmáttur Upprunans heldur takti, hvorki seinagangur né flýtir.

Samhliða plánetulífinu gengur uppbyggingin fyrir hærri sviðin. Uppbyggingarmáttur andans sem lýkur plánetulífi sínu er svo flókinn að menn geta sannarlega kallað það „tvöfalda uppbyggingarhæfni“ og andinn er leiðarljósið í lífinu. Í síðasta skrefinu finnur andinn sig ekki í forminu; leit að nýjum formum fyllir vitundina og andann.

Núverandi form samsvarar að mjög litlu leyti til fegurðar framtíðarinnar. Ég ber vitni um marga leyndardóma í lífi þess sem öðlast Arhat-stigið.

17. Hve lítið hugleiðir mannkynið um ábyrgð, þegar fólk álítur Shambhala vera hvíldarstað. Ef fólk áttaði sig aðeins á því að bræður mannkynsins bera allar byrðar mannlegrar vitundar! Ef fólk myndi átta sig á því að Við berum ábyrgð á áætlun þeirra! Ef fólk myndi átta sig á því að í rauninni er Shambhala uppsprettan sem skapar nýtt og betra skref fyrir mannkynið!

Þegar ég segi að mettun jarðarinnar sé verkefni okkar, ætti maðurinn að skilja að plánetan Okkar verður að vakna. Kosmosinn bíður!

Fólk biður um það góða. Alheimurinn staðfestir að mannkynið er ekki einungis birting móttekur, heldur sem skapari sem móttekur. Þannig er skrefið lagt og andi skaparans getur byggt kröftuglega þegar spennustyrkurinn nær tindum kosmosins.

18. Ímynd mannsins af Okkur er algjörlega andstæð raunveruleikanum. Þegar ímynd Okkar lifir í vitund þeirra sem bera ábyrgð á mannkyninu, viðurkennum Við þann anda sem skilur spennt hjarta Arhats. Vissulega verðum Við að segja að í skapandi starfi Okkar hrærumst við af tilfinningu lögmálanna. En hugtök lögmálanna eru svo margvísleg! Þegar Við bræður mannkyns tölum um lögmál sem hvata tilveru Okkar, tölum við sannarlega um hið mikla lögmál segulsviðsins. Í lögmáli Okkar umbreytist allt kosmíska lífið sem byggt á hinu mikla aðdráttarafli. Aðdráttaraflið hefur í leit sinni, mesta hjartað. Lögmál þín eru byggð á mannlegri grimmd; Lögmál Okkar eru byggð á hjarta Heimsmóðurinnar.

19. Á þessari plánetu er birtingarmynd sem nálgast uppbyggingu fjarlægra heima. Í árþúsundir höfum Við ræktað þessa birtingarmynd. Og þannig sækjum Við bræður mannkynsins afl Okkar til Helgiveldisins. Með sama segulafli leitum Við þess krafts sem upphefur sköpunarmátt Okkar. Dásamleg er fyrirskipuð tilvist Okkar! Með því að halda uppi birtingu kaleiksins getur maður komið fram sem máttur; báðar hendur eru útréttar að kaleiknum.

20. Það má skilja þátt í uppbyggingu Okkar sem aukinn segulkraft. Ef mannkynið samþykkir segulkraftinn og aukið athafnasvið hans, verður það einnig að samþykkja sívaxandi mátt hans sem sönnun fyrir hönd drottins. Ég segi að hvert sköpunarverk sé sjálfstæð athöfn hvers anda. Sköpunarmáttur andans er svo öflugur, að jafnvel þó að minnið muni ekki eftir gjörðum hans, getur hann unnið erfiðustu verk.

21. Við tölum um „vitundarbogann“ vegna þess að við skilgreinum vitund Arhat sem fullkominn hring. En það er til enn hærra þekkingarstig; Við köllum það „fulla staðfestingu.“ Kosmíski segullinn er okkar heilagi kraftur. Ótakmarkað er afl hans. Ef aðeins andinn sýndi skilning myndi óttaleysi fylla öll hjörtu og sviðin myndu óma af gleði.

Arhatinn heldur áfram og ber kraft kosmíska segulsins í hjarta sínu! Kosmosinn skapar; hann skapar fegurð tilverunnar. Ég get kallað viðleitni, kosmískan segul.

22. Í sköpunarmætti Arhats birtir hjartað þá viðleitni sem er vottuð af kosmíska segulsviðinu sem aukin samsetning. Raunveruleg skapandi spenna í leitandi hjarta Arhats logar af eldi geimsins!

Til að koma á framþróun, til að veita staðfestan sannleika og þekkingu og tengja mannkynið við strauma þróunarinnar – er hvati allra athafna Arhats. Þessi spenna setur af stað allar tilfinningar og fínni orku. Þannig gengur fram vinur mannkynsins. Þessar staðbundnu tilraunir eru undirstöður samstarfs Okkar. Með sama hætti eru orkustöðvar hins eldlega Agni jóga vinur mannkynsins. Já já já! Þannig þjónum við framgangi mannkynsins.

23. Þú heyrðir rétt um drottnunarvald. Sannarlega notar Helgiveldið það afl til kosmískra framfara. Við bræður mannkynsins höfum þetta afl til starfa í takt við kosmíska segulsviðið. Ég votta sannarlega að við sköpum með þöndu hjarta. Þannig skulum við skilja einingu. Kosmískur sköpunarmáttur næst einnig í þöndu hjarta Tilgangsins. Já já já! Þetta lögmál eru staðfesting Tilgangsins. Aðeins þannig skapar kosmosinn. Já já já!

Fyrir þér, Móður heimsins, er lögmál tilverunnar birt. Fyrir þér, stjórnandi, berum Við, bræður mannkynsins, lotningu. Þér, Þér, Þér! Þannig ríkir sameinað hjarta í alheiminum. Já já já!

24. Maðurinn er miskunnarlaus við sjálfan sig. Hann gleymir örlögum sínum og gleymir að hann leggur á sig mikla refsingu. Það er erfitt fyrir Okkur að láta fólk tileinka sér hugsunina um karma; en í ennþá erfiðara ástandi er vitund manns sem stefnir beint í djúpið. Fólk vill fremur eyðileggingu og sjálfsblekkingu en uppljómun vitundar.

Leitin að Shambhala er mjög ólík á andlega sviðinu. Er mögulegt að fólk trúi því að það muni ná samfélagi við Shambhala með innrás eða með föstu? Við sem vitum af leiðinni til Oss, segjum: „Gakktu eftir kærleiksstígnum. Gakktu veg vinnusemi. Gakktu undir skyldi trúarinnar! “ Við þann sem hefur fundið ímynd Okkar í hjarta sínu, munum við segja: „Gakk eftir hjartans leið og kaleikurinn staðfestir veginn!“ Við þann sem, með yfirlæti, telur sig hafa komist á brautina, munum Við segja: „Farðu og lærðu af andanum sem þekkir fullnustu.“

Litla stúlkan sem bar þykka útgáfu Biblíunnar inn í hýbýli lúxussins birtist sem skapari nýs heims. Litla stúlkan sem skynjaði fræðara ljóssins undir bláum himni er eyðandi dýflissu myrkursins. Þegar andi lítillar stúlku fann fyrir bræðrum mannkynsins, þá er nafn þess anda ljósberandi sverð. Frá barnæsku þegar þessi andi gat skynjað að bræður mannkyns endurnýjuðu það sem fyrir er, þá hefur þessi andi hið ljósberandi nafn. Við geymum andlega leiðtoga meðal barna.

Vísbendingar um uppljómun eru besta gjöfin til þróunarinnar. Boðorði kosmíska lífsins er safnað fyrir ljósberandi árangur og þetta verkefni er aðeins staðfest af ljósi.

25. Karma streymir eins og sjávarföll, en vitundin getur umbreytt þessum föllum í endurtekinn heilagan samruna fegurðar. En hvernig menn skilja karmaföllin staðfestist í mannlegum verkum. Sönnunin um staðfestingu karma og sameiningu eru staðfest af Okkur sem mesti sannleikur.

26. Fínleiki vísbendinga okkar til mannkynsins er ekki enn skilinn. Hvenær verður hægt að upplýsa manninn með ímynd Okkar? Tilhneiging hugsunar skilur með erfiðleikum hreinleika æðri sviðsins. Staðfastlega verjum Við sakramenti lífsins. Hjól lífsins andar af fegurð. Hjól lífsins er fyllt mikilfengleika alheimsins. Hjól lífsins er beint að mikilleika ljósefnisins, Materia Lucida. Og jafn ljósberandi eru geislar hverrar birtingarmynda lífsins sem sameinast í gífurleik alheimsins. Heilög bönd andans eru sambærileg við mestu ljósberandi geislana. Atómorka karma, vitundarofin, samanstendur af öflugasta vogaraflinu.

27. Sannarlega heftir erfið leið vöxt andans. Krampakennd viðleitni framkallar þenslu sem tætir rýmið. Hver leitandi bylgja leiðir til sköpunarmáttar. Hver neikvæð athöfn veldur sprengingu. Skelfilegasta athöfnin er höfnun gefinna boðorða. Á veginum til bræðralagsins ætti maður að vita að hæsta Helgiveldið hefur sína trúnaðarmenn. Þess vegna ætti enginn að neita því sem gefið er af Okkar trúnaðarmönnum, ella verða hærri skref óaðgengileg. Þess vegna mun Ég endurtaka þetta þangað til vitundin er mettuð mesta lögmálinu. Þess vegna verndar þú, afneitandinn sjálfur, þennan fjársjóð sem þér er gefinn til framfara!

28. Fögur er hugsunin um bræðralag á jörðinni. Hver ögun andans skapar viðleitni. Aðeins viljinn getur agað andann. En þegar hugsunin flakkar og eflir sjálfselskuna, þá er sannarlega enginn farvegur fyrir sanna mikilvæga athöfn. Sérhver öguð hugsun mun færa andanum vöxt. Þannig mun sérhver hugsun um Tara og fræðara stuðla að aukinni vitund. Þannig gefur keðja Helgiveldisins möguleika á framförum. Alger hlýðni leiðir til sannrar sköpunar, því þegar hlýðni stýrir athöfnum, eykst krafturinn og loforðið þenur öll öfl.

29. Sá sem fylgir fræðslu um óendanleikann öðlast fyrst af öllu frelsi til athafna. Sá sem óttast að fylgja Bræðralaginu sviptir sig því hæsta. Sá sem óttast kreddur getur styrkt sig í fræðslunni, eins og við heimsókn til fjarlægra heima. Sá sem óttast slíkt samfélag verður áfram við þröskuldinn. Óþreytandi viðleitni veitir staðfestingu á fræðslu okkar.

Arhat, sem veita mannkyninu hugmyndina um allan kaleikinn, getur ekki svipt mannkynið frelsi. Bræðralagið dvelur ekki í afneitun né í einangrun. Hver neisti sem kveikir vitundina er skráður; hver leitandi ör er skráð. Logandi viðleitni lifir en ekki í ímyndun. Þeir sem þekkja náð kosmískrar viðleitni geta sannarlega sagt: „Við sköpum með eldi. Við leitumst við með eld. Við búum í eldi. Það eru engin kraftaverk, heldur umbreyting lífs í klæði ljósefnisins, Materia Lucida. “

Hvernig lifir bræðralagið? Hvernig virkar bræðralagið? Frá heimili Okkar eru þræðir sköpunarmáttar Okkar teygðir til hjartanna, sem innblástur fyrir mannkynið.

30. Hugsunin um hlýðni við fræðara er mannkyninu framandi. En hvernig getur andi annað en náð árangri þegar kennarinn er leiðarljósið? Hvernig getur lærisveinninn misst eld sinn þegar kennarinn er kveikja allra elda? Hvernig getur skjöldur kennarans verið hindrun fyrir lærisveininn þegar það er kennarinn sem knýr áfram eldheita leit hans? Í vitund mannkynsins býr löngun til að leitast við sameiginlegt verk sem leiðir allt áfram, í einingu. En mannkynið verður að læra sjálfstæða athöfn og verður að hrinda í framkvæmd staðfestum hugsunum kennarans. Þannig nær þróun mannlegs samhljóms við kosmískan Tilgang. Mannkynið verður að læra að skapa með hærri aðferðinni.

Sannarlega er eftirbreytni kennarans að taka ímynd fræðarans inn í hjarta sitt.

31. Skilningur á markmiðunum er tákn um samvinnu við Okkur. Hvernig annars getur maður öðlast skilning á segulhrifum sem send eru til ýmissa landa? Hvernig er annars hægt að skilja segulmögnun mannlegrar vitundar sem í þögn beinir augu þjóðar að sjálfri sér? Þannig er hægt að rekja hvernig Systur Okkar og bræður sem í umboði Okkar hafa vakið og umvafið vitund heilla þjóða. En til þess verður maður að skilja vel gildi hvers skrefs.

32. Hvernig getum við náð skilningi á segulsviðum ef við efumst um ábendingar drottins? Hvernig getum við sigrað óvin ef við efumst um valdið sem okkur er veitt? Hvernig getum við búist við að byggja eitthvað öflugt ef við samþykkjum ekki óafturkallanlegar vísbendingar Helgiveldisins?

33. Hvernig getur maður nálgast upptökin? Hvernig verður hærri skilningur staðfestur? Aðeins samkvæmt lögmálum Helgiveldisins. Verndarhendi er upplyftandi hönd. Leiðarhendi er höndin sem afhjúpar leiðina að hæstu lögmálum. Þannig er stóra skrefið mótað samkvæmt lögmáli Helgiveldisins. Sannarlega!

34. Aðeins þroskaðir andar geta íþyngt sér með vitneskju um nákvæmar tímasetningar. Það er ómögulegt að ímynda sér hversu margir strengir hafa verið brotnir af ætluðum tímasetningar. Viðleitni jafnvel hraustra anda hefur oft verið erfiðari vegna ætlaðra dagsetninga. Það er gagnlegt að þekkja stefnuna, en mörkuð dagsetning hindrar kosmíska uppbyggingu. Hvernig getur maður talað um segulsvið þegar ætluð dagsetning skiptir þráðunum í framsækinni hreyfingu? Aðeins árvekni og markmiðshæfni munu leiða án þess að eyða orku.

35. Hvernig skilur fólk lögmál Helgiveldisins? Hvernig uppfylla menn lögmál þess í lífinu? Hvernig efla þeir bestu leitina í sjálfum sér? Sannarlega er lögmál Helgiveldisins ranglega skilið sem réttur einstaklings; það gleymist að Helgiveldið er hlekkur í keðju og sem uppfyllir Vilja enn hærra veldis. Aðeins með því að vita að það er mögulegt að bregðast rétt við hærri verkefni. Aðeins þannig getur maður fullgilt traustið og byggt eldsuppsöfnun í kaleiknum.

36. Þannig er boðun Helgiveldis boðun þess sem uppfyllir æðri Vilja. Þegar andinn helgar sjálfan sig hinum staðfesta rétti, getur hann aðeins náð því með uppfyllingu hærri boðunar.

37. Munið lögmál þyngdarkrafts og miðflóttaafls, athöfn og mótvægi. Stöðugleiki stafar af aðdráttarafli og spennu mótvægis. Aðdráttarafl að Helgiveldinu leiðir til Mín og mótvægið frá óvininum til vegsemdar. Þannig eru fræðarinn og óvinurinn hornsteinarnir.

Þjálfari villtra dýra verður fyrst að kalla fram reiði þeirra áður en honum tekst að temja þau. Engin hreyfing er möguleg án spennu; þess vegna þarf sérhver framsækin fræðsla óvini sína og fræðara. Maður verður að hafa í huga efnisleg lögmál til að skilja óbreytanleika lögmál andans. Ráð mitt er að skilja verði mikilvægi fræðarans og þörfina fyrir óvini. Vissulega er það aðeins fræðarinn sem reitir óvininn til reiði. Fullur mælikvarði illskunnar verður að koma fram áður en maður getur risið endurnýjaður úr loga reiðinnar. Það er ómögulegt að komast hjá hindrunum á leiðinni, en vitið að engin hindrandi spenna mun eiga sér stað án þess að vera til bóta. Reyndar getur það þjónað heilu þjóðunum!

Ef einsetumaður er fær með hugsun sinni einni að eyðileggja virki illskunnar, þá verður spennan sem hærri öfl leyfa verða dúndrandi högg gegn óvinveittum öflunum.

38. Sérhver vöxtur andans krefst byrða í gegnum aðstæður. Það er forn þjóðsaga að úr þjáningum manna verði til gimsteinar. Þannig er það og þegar Ég segi „Íþyngið mér,“ þýðir það ekki að ég færi fórn, heldur margfalda Ég aðeins krafta andans. Sömuleiðis verða menn að átta sig á því hve miklu nær munu síðustu uppgötvanir færa þá að lausn kosmískra vandamála. Því hvert ákall blikkar um heimana; og eins og venjulegt ljósmyndatæki getur myndað astral heiminn, þannig getur hver bylgja hvers straums sameinað þræði fjarlægu heimanna.

Það er kominn tími til að skilja ábyrgð og forréttindi sem fylgja efnislegum jarðvistum. Samt forðast fólk oft að hlusta á bylgjur geimsins og grípa bergmálið og svörin sem koma frá ýmsum sviðum alheimsins. Við margræðum um forréttindi andlegrar þróunar, en málið er svo bjagað að vel meinandi íbúi óttast jafnvel að minnast á allt sem tengist geislandi sviði andans. Reyndu að tala um ljós skilningsins eða sælu andans og fólk mun óttast þig eins og ræningja og morðingja. En jafnvel ræningjar voru lærisveinar Krists og Búdda; óttist því ekki mannlega fordóma, heldur hlustið á rödd eilífðarinnar, sem leiðir til sælu og ljóss.

Óttist ekki, óttist ekki, óttist ekki!

39. Sköpunarmáttur kosmosins er ávallt byggður upp með allri orkuspennu. Fyrir öll afrek ætti að staðfesta eiginleika kraftanna. Því hærri spenna, því öflugri er birtingarmynd sigurs. Sköpunarmáttur Okkar er mettaður bestu eiginleikum kraftsins. Þess vegna getum við treyst á velgengni þegar við drögum saman alla krafta. Aðeins eiginleikar kraftanna gefur nauðsynleg gæði starfsins. Þess vegna er svo mikilvægt að opna vitund og umfaðma allt sem þarf til uppbyggingar.

40. Þegar þú uppfyllir Vilja Minn býður þú Mér að uppfylla vilja þinn. Hvar eru mörkin milli þeirra sem leitast saman til ljóssins? Munum að Við leiðum þá sem hafa treyst Okkur að ganga eftir þeim sem undan hafa farið. Hægt er að treysta stýrimanni sem þegar hefur siglt um höfin. „Gangið yfir brúna. Reyndu sjálfan þig. En Stjarnan Mín hefur þekkt aldirnar. “

Óttinn snertir ekki vel reynt hjarta.

41. Eiginleikar athafna eru hertir í viðleitni. Þegar orðum er breytt í athöfn er hærri orka staðfest. Aðeins í lífinu er hægt að birta æðri orku. Ekki orð heldur athafnir eru talin staðfesting á birtingu orku. Aðeins þegar möguleiki andans birtist í verki er hægt að staðfesta samræmi við það hæsta.

Þannig veitir viðleitni lykilinn að óendanleikanum.

42. Þess vegna er áætlun Okkar svo öflug. Þess vegna er fræðsla Okkar svo öflug, því orð Okkar komast inn í lífið sem dásamleg staðfesting. Þannig lifa orð Okkar, því skapandi hvatinn er mettaður eldi. Aðeins þegar fræðslu Okkar er beitt í lífinu er hægt að stíga hærra skrefið.

Af hverju er verk þitt svona árangursríkt? Vegna þess að það felur í sér loforð Okkar um samstarf. Þannig staðfestum við að Helgiveldi byggir á lögmáli stigveldis. Þegar kosmísk lögmál eru skilin, er kominn sannur skilningur á keðju stigveldisins. Þannig verður sá sem betur sinnir verkefnum sínum nær Helgiveldinu. Stigveldi þjónustunnar er aðeins birting efndar hærri Vilja.

43. Með hvaða hætti umbreytist andinn? Með sköpunarmætti hvatans. Með hverju hækkar andinn? Með sköpunarmætti viðleitninnar. Hvernig getur þá andinn annað en mettast eldi ef aðeins þannig er hægt að ganga inn í kosmíska segulsviðið? Vitund hærri anda er sannarlega mettaður eldur! Þess vegna getur aðeins skilningur á hærri Vilja leitt andann að markmiði sínu. Þannig veitir hvert vitundarskref fegurð í athöfnum. Sköpunarmáttur sem fylgir staðfestum eldi er segulmagnaður í meðvitaðri uppfyllingu hærri Vilja.

44. Þess vegna er hver hugsun sem sett er í athöfn framlag til eldlegrar sköpunar. Hver hugsun sem rætist er tengd gjörðum Okkar. Hve vandlega verða lærisveinar að skoða eiginleika hugsana sinna! Hefur ormur sjálfhverfu, eða yfirlætis, eða birtingarmynd sjálfselsku ekki leynst einhvers staðar? Hæfileikinn til að viðurkenna þetta heiðarlega er eitthvað sem hver andi verður að þróa með sér. Aðeins þannig getur hver sinnt verkefni sínu í áætlun drottnanna.

Keðja Helgiveldisins er byggð með uppfyllingu hærri Vilja.

45. Eiginleikar hugsunar eru svo öflugir að eldur geimsins bregst við spennu hugsunar. Kosmísk staðfesting getur aðeins átt sér stað þegar samsvarandi samræmi er komið á. Þannig hafa hver samskipti sínar afleiðingar. Trygging fyrir vitundaraukningu liggur í þroska næmninnar. Þess vegna eru eiginleikar viðleitninnar sannasta vísbendingin um vöxt andans; og vitund birtist sem staðfestur sköpunarkraftur.

46. Þannig eflast eiginleikar hugsunar með leitarhvatans. Sköpunarmáttur andans magnast af krafti elds. Þess vegna verða samstarfsmenn Okkar að átta sig á afli skapandi hugsunar og kveikja eld þeirra. Þannig geta einungis eiginleikar hugsunar aukið vitundina. Það ættu samstarfsmenn Okkar að muna.

47. Einn jógi öðlaðist það orðspor að vera gamansamur vegna þess að hann flutti til ýmsa hluti í hús fólks án þess að eftir væri tekið og þegar hann var spurður af hverju hann gerði það, svaraði hann: „Ég er að athuga hvort þú værir orðinn blindur.“ Sannarlega eru fáir sem taka eftir breytingum í umhverfi sínu. En fyrsta táknið um „arnaraugu“ er hæfileikinn til að taka eftir minnstu breytingunum, þar sem titringur heildarinnar er háður þeim.

48. Vissulega er kraftur Helgiveldisins mikilvægastur og aðeins á þeirri undirstöðu getur maður byggt. Þannig er lögmál orku Helgiveldisins grundvöllur hvers mikils upphafs. Aðeins á lögmálum samræmis og einingar getur maður byggt. Aðeins á staðfestum grunni lögmáls Helgiveldisins er hægt að staðfesta hærri möguleika. Skapandi Vilji boðar að sameinaðar vitundir leiði til samræmdra ákvarðana.

49. Hægt er að prófa athygli á einfaldan hátt. Færðu hlut á nýjan stað; ef ekki er eftir því tekið, gerðu það sama með stærri hlut og athugaðu hvaða „fíll“ dregur „skarpa“ augað að honum að lokum. Prófaðu sjálfan þig og aðra. Prófaðu fyrir hræðslu, pirringi og leti - og fyrir alla bresti sem valda því að pappírinn roðnar af skömm. Það er engin þörf á flóknum áköllum þar sem einföld athygli færir mann mörg skref lengra. Þannig ætti maður að byrja að þróa „arnaraugað“.

50. Samhæfðar sendingar koma að miklu gagni, sérstaklega þegar hægt er að fylgja einum ríkjandi tón eins og með tónlykil. Aðalnóta getur jafnvel verið sleginn með tóngaffli. Segull, tóngaffall, hringur og mörg algeng verkfæri komast auðveldlega inn í daglegt líf ungra jóga. Til að hreinsa rusl þarf að nota skóflu og kúst. Maður ætti ekki að óttast hversdagslega hluti - eins í efra, svo í neðra.

Það er skynsamlegt að venjast því að hvorki er til hvíld né neinn endir. En vitneskjan ein um Helgiveldið og bræðralag Okkar beinir ferðalanganum stystu leiðina inn í óendanleikann.

51. Brautin sem dregur að sér meðvitaða viðleitni mun alltaf færa andann að hliðum Okkar. Sköpunarmáttur andans ómar gegnum geiminn og aðeins viðurkenning á æðri mætti fyllir andann með skapandi leit. Þannig er hver braut sem laðar mann að æðri sköpunarmætti full af orku. Aðeins leið meðvitaðrar leitar ber hana á braut Okkar. Þannig getur maður náð hærri þrepum.

52. Ekki venja unga fólkið á að búast við stórkostlegum birtingarmyndum mannlegra mælikvarða. Slíkur úreldur mælikvarði samsvarar ekki raunveruleikanum, því jafnvel í efnislegum skilningi hefur fólk afbakað hugtakið um ómælanleika. Hugurinn getur ekki skilið að aðeins niðurstaðan skilgreinir sannan mikilfengleika. Hverja athöfn er aðeins hægt að mæla í tengslum hennar við Helgiveldið og óendanleikann. Þannig verða þessi hugtök eins og tákn sem leiða til raunveruleikans. Kenndu því ungu fólki að hugsa fyrst um óendanleikann og mundu þar að auki að enginn ætti að bera sig saman við sandkorn eins og leið hræsnaranna gerir. Mælikvarði Okkar er tryggður með mikilli ábyrgð. Við munum ekki skeika í að mæla í samræmi við ábyrgð.

53. Við mótun tilætlaðra verkefna ætti að hafa í huga að uppbygging þróast ávallt áfram. Meðan á verkum stendur í nafni drottins er aðeins ein leið sem færir okkur að skapandi uppsprettu - leið hins máttuga Helgiveldi, leið öflugrar leiðsagnar hinnar miklu þjónustu. Þess vegna, hvetur lögmál sköpunar andann í að fylgja lögmáli Helgiveldisins. Hver uppbygging krefst skilnings áframhaldandi viðleitnin. Þess vegna geta aðeins hlýðni við lögmál Helgiveldisins veitt rétta spennu. Aðeins þannig er hægt að skilja leiðina til máttuga óendanleikans.

54. Þjóðsagan um risann sem heldur uppi jörðinni er ekki hjátrú heldur minning um hann sem tók á sig ábyrgðina á jörðinni. Þannig er að við hverja athöfn tekið einhver á sig ábyrgðina á herðar sér. Sá sem er í samvinnu við aðra viðheldur jafnvægi. Eins og í snúningi þarf að halda takti hreyfingarinnar; þannig er hinu vélræna umbreytt í list. Dæmið um næma athygli, sem við bentum fyrst á í þjóðsögum og táknum vígi Ég nú með einföldu boðorði - opnaðu bara augun, því mörg eru táknin í kring.

55. Fylling kaleiksins ákvarðar eiginleika athafna. Hver hugsun sem leiðir til mikils skilnings á Helgiveldinu lyftir andanum upp. Þess vegna, eftir því sem viðleitnin vex, leiðir aukin vitund andann til skilnings á Upprunanum. Sköpunarhæfni andans getur aðeins byggt brú yfir í meiri skilning með fínustu orkunni. Þess vegna gefur uppsöfnun kaleiksins bestu möguleika og árangur. Maðurinn verður að leitast við að fylla kaleikinn og auka vitundina. Þannig eru fínasta orkan innan seilingar við næmustu móttöku og takmarkalaus viðleitni opnar hliðin fegurðarinnar.

56. Vissulega, þegar andinn venst á að svara í þjónustu í samræmi við æðri fyrirætlanir, er tenging andans við hærri Vilja komið á. Þess vegna ætti að beita viðleitni sinni til að skynjun hærri Vilja. Aðeins þannig getur Helgiveldið þjónað verkefni Okkar. Sannarlega er viðtaka og fullnusta einkenni Helgiveldisins. Þess vegna staðfesti Ég að sköpunarmáttur er sameining vitunda. Þannig sköpum Við fyrirætlaða framtíð. Ég staðfesti það!

57. Illum hugsunum hefur verið líkt við skriðdýr. Betri líkingu er vart hægt að gefa þessu sorpi vitundarinnar. Getur maður setið rólegur í hægindastól, vitandi að undir honum skríða eitraðir ormar og sporðdrekar? Maður verður að losa sig við skriðdýr og fyrst og fremst á leiðinni að Helgiveldinu. Formælingar og guðlast gegn drottni eru óbætanlegar. Þannig að hver og einn sem fordæmir Helgiveldið verður að muna að líf hans og glæpur munu smita karma hans í margar aldir. Sannarlega, ef það er aðeins ein leið - í gegnum drottin - að einu ljósinu, þá mun aðeins alger fáfræði leyfa eyðileggingu á þessari einu leið. Maður verður að streða til þess hæsta sem markmið lífsins og bera lotningu fyrir þessari uppbyggilegu viðleitni. Með því að gera lítið úr Helgiveldinu fordæmir maður sjálfan sig og veldur illum harmi þeim sem nærri eru. Það er kominn tími til að muna þetta!

58. Þegar geimurinn er skýjaður af mistri skilningsleysis, þá er vissulega erfitt fyrir skapandi geisla að komast í gegn. Hvert lag er gegnsýrt af flókinni viðleitninni. Þess vegna eru jarðsviðin svo ógegndræp. Því verða allar viðleitir andans ganga í gegn með spennuþrungnum takti. Viðleitni andans verða að laða hann að segulsviði Helgiveldisins, þar sem hvert afl hefur samsvaranir sínar á jörðinni. Þannig verður að beita lögmáli Helgiveldisins af krafti.

59. Sumir hella daglegu amstri sínu yfir ímynd fræðarans og ímynda sér að þeir séu í mikilli þjónustu. Fræðslan og þjónustan gera ráð fyrir fyrst og fremst útvíkkun vitundar á grundvelli fylgni við fræðsluna og lotningu fyrir fræðaranum. Þegar maður rannsakar óendanleikann ætti maður fyrst og fremst að átta sig á takmarkaleysi kærleikans og tilbeiðslu. Það er ekki skynsamlegt að segja að kærleikurinn hafi flætt yfir og hollusta visnað, vegna þess að afleiðingin verður sundrun sjálfsins. Maður ætti að skilja takmarkaleysi kærleika og hollustu sem fyrstu skrefin í átt að þjónustu og jóga. Maður ætti að setja sjálfum sér þetta verkefni, að minnsta kosti sem leið til framfara. Maður ætti aðeins að þroskast í átt til fræðarans. Þá aðeins kemur léttir. En að hlaða daglegu þrasi á fræðarann mun ekki leiða til árangurs. Heilaglega og takmarkalaust, skulum við efla kærleik okkar og lotningu fyrir fræðaranum, sem lækningamátt til endurnýjunar.

60. Bæn hjartans er tjáning kærleika og tilbeiðslu. Við skulum fylla skip okkar af reynslu, því að óhjákvæmilega komumst við ekki hjá því. Við skulum ekki eyða dýrmætum tíma í niðurlægingu og sundurlyndi. Hvert sundurlyndi kallar fram taumlausa þætti, með öðrum orðum, það er gagnstætt hinum birta alheimi. Vöxtur vitundarinnar er sannarlega uppskera Okkar.

61. Þegar hugsunin felst í því að leitast við að uppfylla hærri Viljann er komið á beinni tengingu við skjól hærri Viljans. Getur maður náð skilningi á alheiminum án þess að reyna að komast inn á hærri sviðin? Öll viðleitni byggist stig af stigi. Allt í tilverunni gengur fram stig af stigi. Þess vegna leiðir hver einangrun aðeins til taps á því ætlaða. Þannig ber hugsun í sér lögmál stigvaxandi vaxtar. Þannig skapar lögmál hærri Vilja endalaust.

62. Í öllum trúarbrögðum fær sá sem hverfur frá jörðinni fylgd verndara í mynd dýrlings, engils eða látins ættingja. Þannig var staðfest tilvist veraldar handan grafar og þörf á leiðsögn. Maður ætti að venjast þessari hugsun um þörfina á leiðbeinanda. Þannig var leiðsögn og fræðari staðfest í öllum trúarbrögðum. Þess vegna minnum við á það óhjákvæmilega þegar við tölum um fræðarann. Fræðslan getur lifað, eða breyst í dauðans faðm. En það er auðvelt að efla lífið með því að snúa sér að ljósinu.

63. Fullvissa um rétta ákvörðun er eiginleiki sálarorku. Hversu mikið verða menn þá ekki að þróa þennan eiginleika í sjálfum sér! Án þessa eiginleika er ekki hægt að tileinka sér eld geimsins. Án þessa eiginleika getur maður ekki öðlast fyrirspáðum fjársjóðum. Aðeins snerting við það hærra getur gefið leiðsögnina; þess vegna er nauðsynlegt að leitast við skilja hærri lögmálin. Aðeins þannig munum við nálgast lögmál Helgiveldisins.

64. Aðeins viðbragða sálarorkunnar er hægt að skynja með líkamlegri skynjun. Sama má segja um fíngerða orku og fjarlæga hluta kosmosins. En það ætti ekki að letja rannsóknir, því með ljósi og skugga er hægt að mæla hæð hlutar. Einnig er hægt að beita öllum vestrænum aðferðum, því Ég sé ekki mun á Vesturlöndum og Austurlöndum á hátindi rannsókna. Það er nauðsynlegt með öllum ráðum að leysa upp allar hefðbundnar deildir fáfræði. Við skulum ekki vera hrædd við að rannsaka með öllum aðferðum - lærum aðeins að vita!

65. Eiginleikar athafna koma fram í afgerandi viðleitni. Hver athöfn er mettuð eigin eðli. Hvati knýr mann til að gæta athafna sinna. Eiginleikar athafna ráðast af eiginleikum ákvarðanna. Hversu mikið verður andinn þá ekki að leitast við að betrumbæta eðli og eiginleika athafna! Allur tilgangur sköpunar og stefna athafna er að finna í tilhneigingu hugsunar. Þess vegna þegar maður nálgast keðju Helgiveldisins, beinir það andanum að sönnum sköpunarmætti. Þannig á maður að leitast við að uppfylla hærri Viljann.

66. Skilningsleysi mannkynsins á uppfyllingu hærri Vilja hefur sett mannkynið í einangrandi stöðu. Þess vegna verða lærisveinar Okkar að beita öllum kröftum sínum til uppfyllingar þess Vilja, til að einangra sig ekki. Þess vegna er svo mikilvægt að skilja lögmál Helgiveldisins.

67. Þú getur framkvæmt eina gagnlegustu sálartilraunina. Ef þú samþykkir öll ráð Okkar og þér sýnist að eitthvað sem gefið er í skyn komi ekki nægilega fram eða ekki í samræmi við væntingar þínar, þá skaltu skoða strax tilmælin sjálf og nota orð í samræmi við venjulegan mannlegan skilning; mundu síðan allar kringumstæður sem hafa átt sér stað og íhugaðu allar hugsanir þínar, áhyggjur, ertingu og allar hættur og villur sem þeim fylgja. Það er mjög þýðingarmikið að fylgjast með atburðum sem hafa áhrif á kosmískar bylgjur. Hversu þung mannleg byrði er, þá er ekki hægt að bera hana saman við áhrif minnstu hugsunar. Á þennan hátt er hægt að fylgjast með, að hve miklu leyti andlega sviðið hafa sín lögmál, umfram okkar þrjár víddir.

Með slíkum athugunum geta menn komist að dýrmætum ályktunum sem, þegar þeim eru safnaðar saman, skila mannkyninu miklum ávinningi. Vegna þess að tíminn er nú kominn til að skoða sérstaklega andleg lögmál. Það er kominn tími til að safna í kaleik þolinmæðinnar alla hönnunina og muna að hver sveifla loftslags og lofthjúps hefur einnig mikil áhrif á andlegu lögmálin. Við skulum beita nákvæmasta kvarðanum til að vega hugsanir okkar og munum að hver oxun málma hefur áhrif á eðli og gæði hugsana. Reykur, og einnig lyktin af brennandi sorpi eða kjöti, er alltaf skaðlegur. Gleymum ekki að ryk, eins og rotnunaragnir, komast í gegnum svitaholur líkamans. Við skulum greina rólega öll smáatriðum lífsins, ekki vegna sjálfsréttlætingar, heldur vegna rannsóknar á eðli okkar og viðurkenningu á aðferðum til fullkomnunar.

68. Enn önnur mikilvæg tilraunin: Venjið ykkur við að sjá án þess að líta á og heyra án þess að hlusta. Það er að segja að þú verður að geta beint sjónum þínum að andlegum sviðum að því marki að þrátt fyrir opin augu muntu ekki sjá það sem liggur fyrir þér og þrátt fyrir opin eyru heyrir þú ekki augljósan hávaða. Með slíkum skynprófum geturðu farið mjög fram í sálrænni sjón og heyrn. Í slíkri tilraun er gagnlegt að hafa fyrir sjónum sér stöðuga ímynd fræðarans, eða það sem dýrmætasta sem tengir þig við hið æðsta.

Nú, ímyndaðu þér í smá stund að þér hafi tekist, með hjálp efnahvarfa, að búa til fullkomin smáheim; fyrir þeim smáheimi ertu skaparinn! Af hverju er þá svona erfitt fyrir fólk að ímynda sér endalausa keðju skapara frá lægsta til þess hæsta, upp í það óaðgengilega?

Þess vegna, þegar við tölum um hið óendanlega, skulum við ekki ímynda okkur það sem eitthvað djúp eða ómælanlegt, heldur sem eitthvað óaðskiljanlegt í stöðugri hækkun þess. Og kemur ekki allt óendanlega fram í vitund þinni, því hvar eru mælikvarðarnir og mörk vitundar þinnar? Þannig, frá smæstu til stærstu, haltu áfram í skrefum, hver hlekkur er sýnilegur og áþreifanlegur. Þar mun tilraunin sem tilgreind er, hjálpa þér að sjá í gegnum efnislegu, ógegndræpi formin sem standa frammi fyrir þér. Frá því augljóslega er haldið áfram að raunveruleikanum sem auðgar veg þinn.

69. Önnur gagnleg æfing: Reyndu að skrifa mismunandi hluti með báðum höndum samtímis. Eða reyndu að segja fyrir tveim bréfum eða stjórna tveimur samtölum á sama tíma. Reyndu að keyra bíl og halda uppi samtali um flókin vandamál á sama tíma. Reyndu að forðast deilur þegar breytilegt skap félaga þíns býður upp á ertingu þína. Prófaðu fjölmörg dæmi um að deila meðvitund þinni. Reyndu að hella orku þinni í nokkrar áttir án þess að tapa gildi hennar eða veikja flæði hennar.

Einhliða viðleitni tengist Kali Yuga. En lækir allra krafta, eins og heilsustraumur, mun auðga uppgötvanir Satya Yuga. Undanfarnar aldir höfum við haft dæmi um árangursríka skiptingu vitundar. En nú ættum við sérstaklega að staðfesta athafnir allra brauta Brahmavidya, þekkingu andans.

Gefðu gaum að flæði hugsana og staðfestu réttu taktbylgjurnar. Fólk ætti ekki að verða eins og dýr, sem geta hugsað aðeins í eina átt í einu. Synir ljóss og loga ættu að glitra í fullu frelsi og kveikja elda geimsins. Sannarlega kemur tími þegar elda geimsins kvikna, með öðrum orðum, í líkamlegri birtingu. Það er erfiður tími þegar eldar geta blossað upp og ef ekki eru undir stjórn, geta brennt og eytt.

Samþykkið þessar áminningar sem kennslustund dagsins. Ekki líta svo á að á himnum séu önnur lögmál og að við horfum enn í gegnum fáfræði lægra efnisins. Reyndar ekki. Þú veist það og þú munt byrja að fara eftir öllum ráðleggingum.

70. Loftsteinar eru ekki nægilega rannsakaðir og enn minni athygli er á geimrykið sem fellur á snjó og jöklabreiður. Hins vegar mótar kosmíska hafið hrynjandi sinn á tindanna. Ef við förum að hugsa um óendanleikann ættum við fyrst og fremst að huga að öllu því sem kemur að handan og tengja okkur efnislega við fjarlægu heimana. Hvernig getur maður þá farið í fjarlæga ferð án þess að huga að gestunum sem komið hafa langt að? Einnig ætti að bera saman einkenni lífs á jöklum og þess á lálendi. Kannski stafar of mikill vöxtur ákveðinna kirtla af notkun vatns úr snjó, sem veldur truflun sem stafar af verkun agna geimryksins. Svo margar gagnlegar athuganir eru allt í kringum okkur, maður verður aðeins að rétta út höndina!

Þú hefur líka réttilega bent á að meirihluti berklatilfella sé ekkert annað en kveikja í miðjum lungum. Vissulega geta eldarnir sem karma hefur geymt, en ekki er áttað sig á eða hugað að, orðið eyðileggjandi.

71. Menn geta sakað fáfræðina um, en sérstaklega á að taka á hjátrú og hræsni. Eins og holdsveiki, nær hjátrúin til veikburða heila. Við erum ekki á móti rannsóknarstofum og vestrænum aðferðum en við biðjum um að heiðarleiki, skilvirkni og hugrekki hlutleysis verði bætt við þau. Hvernig dettur manni í hug samstarf þegar litlar gáfur hindra hverja tilraun? Maður getur framkallað stórkostlegar birtingarmyndina ef horn djöfulsins reka sig ekki í tilraunaglasið. Fólk trúir meira á djöfla en dýrlinga!

72. Hver viðleitni er mettuð eldi andans. Sköpunarmáttur andans tekur þátt í eldlegri uppbyggingu kosmosins. Hvernig er hægt að einangrast frá sköpunarmætti heimsins þegar maðurinn uppfyllir kosmískan Vilja! Maður ætti því að þroska með sjálfum sér samhljóm við æðri öflin, því án þess samhljóms er engin sköpunarmáttur. Þannig verður mannkynið að staðfesta skilning á hærri öflunum og fylgja hærri Vilja.

73. Vissulega getur maðurinn aðeins öðlast þroska með því að fylgja Helgiveldinu. Aðeins skilningur á hinum miklu lögmálum mun opna augu mannkynsins. Af hverju ætti þá ekki einblína á mátt uppbyggingar? Þess vegna verða lærisveinar okkar að vera fullir skilnings á ákvörðunum Helgiveldisins. Þess vegna er aðeins hægt að byggja upp þegar eldberar okkar bera vilja Okkar og lærisveinarnir samþykkja það sem sent er. Hver sá sem byggir þekkir lögmál Helgiveldisins.

74. Við rannsóknir, verða eigindir hugsunarinnar að tengjast fínustu orku. Það er ómögulegt að mæla sveiflur hugsunarinnar, þess vegna hafa reynslunemar Okkar agað hugsunina. Á þriggja ára fresti gefum við lærisveininum möguleika á að tjá sig varðandi sama atburð. Aðeins með þessum samanburði í tíma getur maður séð sveiflur í sjálfselsku, samvinnu, þolinmæði og hollustu. Svipaðar tilraunir er hægt að gera á aðrar birtingarmyndir orku; og því meir sem fólk er alveg búið að gleyma reynslulausnum. Maður getur líka prófað sjálfan sig, beint athyglinni að gömlum hlutum og fylgst með viðbrögðum við áhrifum minninganna. Sömuleiðis getur maður prófað sig á blómum, tónlist, á bók sem fyrir löngu var lesin. Maður getur vísindalega fylgst með umhverfisáhrifum á hluti sem er löngu kunnugir. Hve mörg skref mætti telja fram eða aftur! Að auki geta menn velt fyrir sér hvers vegna skref sem farið er í annað sinn er alltaf miklu erfiðara.

75. Vissulega er tilraun með sjálfan þig alltaf gagnleg vegna þess að hún minnir mann á reynslugönguna. Reynsluganga er tákn sköpunar. Maður verður að venjast þeirri hugsun að fólk er stöðugt að skapa. Við hvert augnaráð, með hverju andardrætti, með hverri hreyfingu breyta þeir gangi kosmískra bylgja. Þar sem ekkert tómarúm er til, hvernig tengjast þá heimarnir? Frumur lífsins vaxa eins og lauf á tré. En við gleymum að mótun hverrar hreyfingu okkar verður eftir. Hversu fagurt það hlýtur að vera ef það er verðugt hinum mikla Byggingarmeistara!

76. Kosmískur sköpunarmáttur byggist á samræmi. Án lögmáls samræmis er ómögulegt að staðfesta sköpunarmátt og þroska eldlegrar viðtöku. Þess vegna er svo mikilvægt að beita þessum mikilvæga lögmáli í lífinu. Sannarlega, án afls samræmis og eldlegrar viðtöku er ómögulegt að koma á því fyrirætlaða.

77. Hvert skref krefst nýrra aðstæðna. Hvert nýtt skref kemur með nýjan kraft sinn. Þess vegna er verið að stíga stórt skref í samræmi, í miðjum erfiðleikunum. Þess vegna mun skapandi virkni samstarfsmanna Okkar koma fram sem velgengni þegar trúin verður á mátt framtíðarinnar. Þannig byggjum við dásamlegt skref! Þannig byggjum við innan um upplausn þjóðanna! Þannig gengur kraftur Okkar inn í lífið! Birtingarmynd nýs skrefs er svo nálæg, en heimurinn ræður örlögum sínum.

78. Ekkert er vanrækt í heiminum. Stundum mælum við á stórum kvarða, en oft ætti að gera tilraunir með litlar einingar. Eins ætti að fylgjast með tilhneigingum hugsunar. Miklar hugsanir eru jafn lærdómsríkar og litlu blóðsugurnar. Maður getur séð þann sem hefur sigrast á gífurlegri hindrun hrasa á lágum þröskuldi. Biturð, móðgun, hugsun um eigið sjálf, eyðileggja möguleikana eins og svik og ótti. Maður verður að greina aðstæður; hvar er nýi áreynslusteinninn? Með skarpskyggni skiljum við gleðina yfir hverri nýrri reynslu. Við munum segja: „Drottinn, sendu Þinn Vilja - gefðu eða taktu. Saman með Þér munum við skoða veikleika mína. Saman munum við íhuga ákvarðanir mínar í gær. Í dag er ég sáttur og Þú, betri en ég, þekkir næringuna sem þarf fyrir morgundaginn. Ég skal ekki brjóta gegn Vilja Þínum, því að aðeins frá hendi Þinni get ég tekið á móti. “ Þannig verður maður að fylgjast með sjálfum sér í stóru og smáu.

79. Þú veist nú þegar hversu spenntir tímarnir eru; og við þá sem hræddir eru, segið; þegar drottinn er í hjarta ykkar mun ekkert skerða hár af höfði ykkar og hverjum og einum er gefin höll fyrir líkama og anda. En varðveitið hjarta þitt í hreinleika, til þess að Ég komist þangað inn og klæddu þig herklæðum. Mundu að ef þú gefur í anda Drottni það sem frá þér hefur verið tekið mun hann umbuna þér hundraðfalt. Beindu því hugsun þinni að Drottni og leyfðu Drottni að koma inn í hjarta þitt. Án Drottins verður þröngt í tómu hjarta og, eins og baunir í þurrkuðu sauðskinni, mun reiði glymja í tómu hjarta. Fylltu hjarta þitt svo mikið Drottni að enginn óvinur geti þvingað sig þar inn. Friður sé með þér.

80. Aðdráttarafl líkra krafta mettast í viðleitni og sameinar kraftana. Allar breytinga eflast með orku sem vinnur samkvæmt lögmáli samsvörunar. Þess vegna er hvert skapandi afl undir því lögmáli. Kosmískur sköpunarmáttur veltur á þessum samsvörunum. Þess vegna eflum við öll öfl og staðfestum hæstu samsvörun. Þannig byggir keðja Helgiveldisins á samsvörun og hver viðleitni er mettað næmum viðbrögðum. Aðeins samræmi getur staðfest ótakmarkaðan sköpunarmátt.

81. Spurt verður: Hvernig eigum við að beina bænum okkar til hins hæsta ef ímynd Drottins er stöðugt fyrir okkur? Segðu; beinlínis fyrir Hann skaltu beina sjálfum þér til hins hæsta. Að auki, ef þú hefur náð því ástandi að halda stöðugri ímynd Drottins fyrir þér, þá getur þessi spurning alls ekki valdið þér hugarangri. Þegar við náum meðvituðu samfélagi með fínustu orkunni verður margt af því sem ekki fann sinn stað í gær fyllilega skiljanlegt í dag. Þannig lærum við að gleðjast og vera róleg þar sem við syrgðum í gær. Það er gagnlegt að fylgjast með því hvernig vitund okkar er hreinsuð með daglegu starfi. Sérstaklega er tímabært að herða þessi sverð, því loftið er eldfyllt. Aðeins ímynd Drottins getur snúið öllum orkustöðvum og þjónað sem varnarskjöldur. Við skulum ekki vera hrædd við að ræða enn og aftur um sverð og skjöld, því við þráum frið og ríki andans. Eins og sigurvegarar hætta að muna óvini sína, svo teljum við þá heldur ekki; og skógur dugar ekki til að telja þau tré.

82. Synir Markmiðsins - Við boðum þá sem Helgiveldi á jörðinni. Dætur Markmiðsins - þannig boðum við þær líka á jörðinni. Þeir sem leitast við að þróa andann verða að fylgja skrefum Helgiveldisins til að komast áfram. Hver mun þá næra anda leitandi lærisveina? Hver mun þá staðfesta leiðina upp? Aðeins dætur og synir Markmiðsins. Hverjir bera elda afrekanna? Dætur og synir Markmiðsins. Þannig kunngjörum við eldbera Okkar. Hver skilningur á vilja Okkar heldur áfram og afhjúpar eldleg lögmál Helgiveldisins. Aðeins meðvituð aðlögun lögmáls Helgiveldisins í lífinu staðfestir réttu leiðina. Sannarlega ómar geimurinn við staðfestingu Helgiveldisins. Þannig er hið undursamlega líf byggt upp. Þannig gengur hið fyrirætlaða í lífið. Synir Markmiðsins, dætur Ljóssins geta birt krafta æðri lögmála einungis með hlýðni við Helgiveldið. Þannig birta Helgiveldi Okkar mátt Markmiðsins og Hjarta - þannig inn í óendanleikann!

83. Þannig skapast hærra Markmið á jörðinni með krafti Helgiveldisins. Sköpunarmáttur Okkar krefst staðfestingar á Helgiveldinu í öllu sínu veldi, í öllum skilningi þess, í allri fegurð sinni. Skilningur á Helgiveldi afhjúpar alla möguleika. Það er rétt að líta á lögmál Helgiveldisins sem tind kosmísks sköpunarmáttar. Ljós streymir frá því, hugsanir leitast til þess; þannig ætti að beina bestu viðleitni að tindum Helgiveldisins. Aðeins þegar hæsta viðleitnin fer meðvitað inn í lífið, er hægt að gefa það hæsta. Eldleg birtingarmynd nálgast!

84. Hvernig á að staðfesta sig í fræðslunni? Hvernig á að nálgast hærri lögmál Helgiveldisins? Aðeins með fágun hugsana og víkkun vitundar. Hvernig getur maður tileinkað sér boðin að ofan ef engin staðfesting er á samsvörunum? Maður ætti að sýna viðtöku fyrir hverri orku. Maður ætti að geta tileinkað sér víðáttuna í fræðslunni. Aðeins samsvörun geta leyft mettun hugans. Þess vegna er birting þess víðáttumikla verðug víðtækrar vitundar. Á leiðinni til Okkar næst aðeins gegnum Helgiveldið.

85. Öll trúarbrögð hafa kynnt sérstakar hreyfingar og líkamsstöður sem hjálpa til við uppsöfnun orkunnar og knýja hann til þess hæsta. Þegar Okkur er fylgt getur afrek náðst með mettun hjartans án þreytandi hreyfinga. Sá sem nær árangri með þessari leið hefur forskot, því uppspretta hjartans er óþrjótandi. Ímynd Drottins, innprentuð í hjartanu, fölnar ekki og er alltaf tilbúin að hjálpa. Þessi leið hjartans er hin forna, en hún krefst talsverðrar vitundarvíkkunar. Maður ætti ekki að tala um hjartað í fyrstu samræðum, því þá getur maður ofgert því að tilgangslausu. Það er sömuleiðis tilgangslaust að tala um kærleik ef hjartað felur ekki í sér ímynd Drottins. En stundin kemur þegar maður verður að sýna kraft hjartans. Ég ráðlegg þér að vera sjálfur í hjartanu, ekki aðeins vegna þess að ímynd Drottins sé þar nálæg heldur af kosmískum ástæðum. Það er auðveldara að fara yfir hyldýpi ef tengslin við Drottin eru sterk.

86. Það er því ekki auðvelt að vera án Drottins. Endurtaktu nafn Drottins, ekki aðeins með vörunum, heldur snúðu því í hjarta þínu, og hann mun ekki yfirgefa það - eins og steinn sem er fastur í sprungu við fjallvatn. Við segjum Cor Regale, konungshjarta, þegar Drottinn hjartans kemur inn í hið ætlaða hólf. Maður ætti að verja sig með Drottni.

87. Hinn allt umliggjandi eldur eflir hverja mikilvæga birtingu. Hann magnar hverja athöfn. Hann knýr fram hverja viðleitni, hverja athöfn. Því hvernig er annars hægt að vera ekki gagntekinn af hinum sí nálæga eldi? Kosmískur máttur, sem er að baki hverri hvatningu mannsins og öllu skapandi afli, er beint til uppbyggingar vitundarinnar. Hve vandlega ætti maður að safna þessum sömu kröftum til að byggja upp betri framtíð! Aðeins meðvituð nálgun til að ná tökum á samhæfingarkrafti sýnir sköpunarmátt sem er verðugur betra skrefi. Þess vegna verður hver og einn á leiðinni til Okkar að efla sköpunarmátt sinn og beita meðvitaðri skynjun sinni.

88. Lærisveinninn verður að átta sig á skynjun sinni og skilningi á að aðeins eitt lögmál stjórnar öllu alheiminum - hærri Vilji; það er leið þróun andans. Þetta lögmál sameinar allt það stórkostlega sem tengir og birtir allt. Að reyna að uppfylla hærri Vilja leiðir til næmari skynjunar. Aðeins þessi leið veitir ákvörðun í samræmi við skilning og fullnustu hærri Vilja. Við bjóðum Okkar skapandi viðleitni við hærri Viljann og þannig sameinast vitundir í hið logandi hjarta. Já já já! Þannig er hið stóra kosmíska skref skapað!

89. Þegar vitund þín knýr þig af nauðsyn til þess að sjá ímynd Drottins stöðugt, farðu á rólegan stað og beindu sjón þinni að þeirri mynd sem þú valdir. En mundu, það er óafturkallanlega ákvörðun, því ef um svik verður að ræða verður þessi ímynd stöðug ávirðing. Eftir að hafa horft ákaflega á myndina, lokaðu augunum og sendu hana á þriðja augað. Þegar þú æfir þannig munt þú ná ljóslifandi mynd og þú munt finna fyrir sérstökum auknum skjálfta hjartans. Fljótlega verður ímynd Drottins óaðskiljanleg hjá þér. Þú getur prófað sjálfan þig fyrir sólinni og þú munt enn sjá Drottin fyrir þér, stundum án litar, en síðan ljóslifandi og jafnvel í verki. Bænir þínar munu missa orðþörfina og aðeins skjálfti hjartans mun nægja skilningi þínum. Þannig getur maður náð miklu í lífinu sem er gagnlegt, en vitundin verður að vera í samræmi við það.

90. Ein gagnlegri æfing í viðbót: Venjist því að undrast ekki eða verða hissa á neinu. En þetta ætti ekki að skilja sem köfnun andans. Þvert á móti, í fullkominni vörn sem gefur framsýni, ertu vakandi fyrir öllum skilningsskjálftum. Margt undursamlegt nálgast. Maður getur skilið þau í samræmi við eigin löngun og eigin vitund. En það er samt auðveldara að taka á móti þeim í gegnum ímynd fræðarans. Ef þú getur séð ímynd fræðarans í vitund þinni með sem fullkomnasta skýrleika geturðu flutt vitund þína yfir í hans og unnið þannig, semsagt í krafti hans. En til þess verður maður að sjá ímynd fræðarans fyrir sjónum af fyllstu nákvæmni, jafnvel í smáatriðum, svo að myndin geti ekki dofnað eða orðið fyrir röskun eða breytt útlínum eins og oft gerist. En ef manni tekst þetta, eftir að hafa æft einbeitinguna, að kalla fram stöðuga ímynd fræðarans, þá getur hann öðlast mestan ávinning fyrir sjálfan sig, fyrir sína nánustu og fyrir starfið.

Þannig er viðvörun Okkar þegar öldur rísa á hafinu. Ég lít svo á að nútíminn krefjist slíkrar einbeitingar, því það er mikill mögulegur árangur í loftinu; en árangur, eins og segull, dregur einnig að sér ókunn málmbrot, nálar og nagla, sem geta verið eitruð. Skiljið þetta rétt. Láttu ekki leiða hugann frá fræðaranum. Ekki vera undrandi eða hissa því það er gott þegar maður getur hafið næsta skilningsskref.

91. Ef skýrleiki myndar fræðarans færir okkur í nánasta samstarf við hann, þá verður hver skýr og lifandi hugmynd fyrir þriðja auga okkar möguleg og nálæg. Eitt af skilyrðum töfra til forna var að kenna skýrleika hluta sem innri skynjun okkar mótaði. Ef hluturinn er kallaður fram með fullri fullkomni lögun og litum, getur maður náð honum sem viðbrögð, maður getur semsagt öðlast hann. Án takmarkana í rými, er hægt að stjórna og færa möguleika nær; frá venjulegum hlutum til fjarlægra reikistjarna er hægt að nýta þennan kraft. Það er ekkert yfirnáttúrulega í þessu; í vissum skilningi verður eftirmyndin eins og frummyndin og mikilvægur þráður tengir þá. Maður getur smám saman þróað með sér þessa hæfileika á venjulegum hlutum og tekið eftir því að þegar skýr mynd er búin til kemur sérkennilegur titringur til, svipað og segulviðbrögð. Þannig að þegar maður rannsakar hið óendanlega getur maður nálgast það með því að byrja með venjulega hluti.

92. Eins muntu byrja að taka eftir því að þú sérð þína eigin ímynd eins og fyrir framan þig. Þú þarft ekki eð verða undrandi, því það er aukinn þroski deilanleika andans. Vörpun eigin ímyndar og sending sálarþátta er miðluð af þroskuðu þriðja auganu. Maður ætti að vita að samtímis sér einhver þessa mynd og fær hjálp.

93. Hve mikilvægt er að standa vörð um eldhvatann! Án þessa hvetjandi afls getur athöfn ekki náð bestu möguleikum. Kröftunum sem beitt er til athafna margfaldast með eldhvatanum. Þess vegna er viðleitnin svo nauðsynleg til að auka kraftana sem gefnir eru af Frumöflunum. Í öllum framkvæmdum skal gæta samræmis og samþættingar. Þess vegna, verður maður að samþætta það sem gefið er, með þeim þáttum sem fyrir eru til fullnustu verka Okkar. Eldurinn og hvatinn halda uppi lífskrafti hvers upphafs. Án þeirra missir upphafið lífskraftinn. Við skulum því leitast við að staðfesta eldinn sem Drottinn veitti. Þannig getum við náð logandi fullnustu.

94. Þegar hann kom til skips, var pyngju gulls stolið frá ferðamanni. Allir urðu spenntir en ferðamaðurinn brosti og sagði ítrekað: „Hver veit?“ Stormur kom og skipið brotlenti og aðeins ferðalangurinn okkar kastaðist á land. Þegar eyjabúar kölluðu hjálpræði hans kraftaverk brosti hann aftur og sagði: „Það er einfaldlega það að ég greiddi meira en aðrir fyrir ferð mína.“

Við vitum aldrei hvenær góð fræ spretta út og hversu lengi uppskera eitraðra hugsana þroskast. Þær þurfa tíma sinn til að þroskast, varist því eitraðar hugsanir; enginn þeirra hverfur sporlaust. En hvar er það land, hvenær er sú stund þegar eitruð uppskeran þroskast? Jafnvel þó það sé smátt en þyrnótt, þá verður ekkert brauðstykki úr því sem ekki rífur í hálsinn.

95. Er mögulegt að uppskera ekki sáningu sína? Láttu fræið vera gott, því annars getur eitur af sér eitur. Margt er hægt að forðast en fjársjóður hugsunarinnar verður mestur. Hugsun, sem hæsta orkan, er óeyðanleg og getur raungerst hvenær sem er. Tilraunir með plöntur geta sannað mátt hugsunarinnar. Sömuleiðis getur vísindamaður, ef hugsun hans er spennt, tekið fram þá bók sem þörf er á úr hillunni.

96. Ef við segjum: „Hafið ekki löngun“ þýðir það ekki að vera skilningslaus. Þvert á móti, skiptu löngun út fyrir ómótstæðileg boð hreinnar hugsunar. Í þeirri skipun vekur þú alla krafta ljóssins og lætur strauma þeirra vinna í fylgni við hreina viðleitni þína.

Vertu, vertu, vertu glaður; ekki með löngun, heldur í viðleitni andans. Vertu glaður; ekki í gegnum gamlar langanir, heldur með boðkrafti vitundarinnar, til að skapa þann lýsandi þráð sem sameinar alla heima. Vertu glaður; ekki vegna velgengni liðina verka, heldur í þekkingu á hinu fyrirætlaða og því sem þegar er skráð í bókrollur framtíðarinnar. Vertu glaður; ekki í löngun til hvíldar, heldur vegna spennu frumþáttana, sem aðeins mun þjóna þér; því að maður getur ekki skipað hinum dauðu að lífga lifendur við. Þannig skaltu skilja að gleði er sérstök viska og yfirgefið ekki ljós eldana yfir molum veislunnar.

Það sem finnst á jarðneskum skynjunum er ekki mikilvægt; en við skulum beita samvinnu allra agna ljóssins. Þú bíður mín. Þú bíður eftir birtingarmynd hjálparinnar. En þú veist ekki hvenær þörf er á hjálp og hvenær hringt er til lokastundar bardagans. Engu að síður, hengdu á Okkur alla vitund þína, meðvitað um að Við munum ekki tefja, þú ert að byggja óeyðandi brú og þú ert að safna fjársjóðum máttarins.

Kannski er hjálpin mjög þörf. Látið Okkur dæma, að tíminn sé kominn og handan hafsins eru stoðir ljóssins þegar byrjaðar að rísa!

97. Eldhvatinn veitir alheiminum lífið. Hver skapandi neisti ljær andanum hvatningu til hreyfinga. Af hverju getum við þá ekki viðurkennt eldhvatann í hverri birtingu sem nærir alla spennu og fyllir hverja athöfn? Þess vegna ætti maðurinn að þróa dásamlega eldhvöt sem gefur öllu lífi. Þannig dregur eldurinn til sín alla samsvarandi orku. Í menningu hugsunar ætti eldhvötin að þróast umfram allt. Þegar skapandi hvatinn safnar saman, þá dregur hugsunin til sín samsvörun. Verndið því eldhvötina.

98. Hversu dásamlegir eru neistar andans sem sýna eld og viðleitni! Eldheit þjónustan mun færa mannkyninu svo mörg merki um nýja þróun. Þess vegna hefur Agni Yoga fært margt mikilvægt inn í lífið, mörg tákn endurnýjast og ógna plánetunni okkar. Maður ætti að samþykkja allt sem sent er til mannkynsins. Þess vegna bregst næm Móður Agni Yoga við öllum sendingum Okkar. Þess vegna á að vernda heilsuna. Sannarlega, geisa eldar! Margt er reynt, margt er knúið áfram, margt er framundan!

99. Helstu mistök manna er að þeir telja sig vera utan alls í tilverunni. Af þessum leiðir skortur á samvinnu. Það er ómögulegt að útskýra fyrir þeim sem stendur fyrir utan við, að hann ber ábyrgð á því sem gerist inni. Faðir sjálfhverfunar hefur sáð efa og sjálfsblekkingu til að rjúfa strauminn að fjársjóði ljóssins. Enginn vill íhuga að ljósið sé áhrif hugsunar, en margir sem búa meðal reikistjarnanna viðurkennir fúslega kraft andlegrar samvinnu. Þeir átta sig á samvinnu og skilja ábyrgð. Maður getur tileinkað sér alheimshugsun og þannig öðlast vængi á himni og jörðu - grunninn. Margar verðugar áminningar um tengslin við fjarlæga heima eru hvert sem litið er.

100. Neisti andans kveikir í hjartanu og þess vegna þarf fræðsla Okkar að breiðast út með eldi hjartans. Hvernig getur maður tendrað kyndla andans án eld hjartans? Aðeins eldur eflir sköpunarmáttinn og bætir hverja athöfn. Orkan sem ýtir undir lífshvatann verður að hafa lífsnauðsynlegan eld. Þess vegna er í þessum lögmáli falið sköpunarmáttur. Spenna hverrar orku kallar til lífs nærliggjandi krafta. Þannig verður öll efnisbirting til, dregur að sér alla orku í kringum sig. Þess vegna er kjarni andans voldugur safnari.

101. Hversu stórkostlegt er lögmál Helgiveldisins! Hvernig öll uppbygging er af lögmáli stigveldis! Sannarlega nær stiginn til himna. Þannig getur hver og einn sem leitast til Helgiveldisins uppfyllt hærri Vilja í verkefnum sem gefin eru að ofan. Þannig byggjum við í gegnum stigveldi; þess vegna ætti að framfylgja hverri vísbendingu eins og gefin er af Helgiveldinu. Aðeins þannig getur maður uppfyllt hærri Vilja. Þess vegna ætti maður sannarlega að standa vörð um ósk Helgiveldisins. Eins og perlur andans ætti maður að gæta alls þessa Uppruna.

102. Fórnfúst hjarta Agni jógans ber sársauka heimsins, en það er sjaldgæf birting. Eins og sagt er í fornum sálmi, „Ég mun umfaðma í hjarta mínu sorg heimsins. Ég mun verma hjartað eins og kvið jarðarinnar. Ég mun fylla það eldi. Hið nýja hjarta er skjöldur heimsins. Ég mun rita á það merki Móður Jörð. Kross móðurinnar verður tákn elds míns.“ Það vissu fornmenn.

Og aftur er tryggt hjarta í Þjónustu heimsins. Þess vegna segi Ég - það verður að vernda heilsuna. Barmafull ílát verður að bera með varúð.

Við getur glaðst yfir tendrun hjartaeldsins. Gleymum ekki hve óvænt nýir eldar kvikna.

103. Deilur eru teppi siðspillingar. Sá sem stígur á það sér manninn aðeins siðspilltan. Deilurnar í vísindum standa venjulega á sama teppinu. Það er ótrúlegt að hve miklu leyti fólk fyllir sig túlkunum sem það trúir ekki á. Samtímakirkjurnar eru besta dæmið um hvers vegna æðstu birtingarmyndir breyta ekki lífinu. Verjum þess vegna hið umvefjandi hjarta.

104. Til að þróa andann þarf samruna vitundar og hjarta. Þegar kraftarnir eru ósamstæðir getur andinn ekki unnið. Þess vegna er viðleitni eftir samruna fínni orku svo þörf. Í kosmíska uppbyggingarmættinum eru öfl í samræmi en í ósamræmi er aðeins hægt að fresta fyrirætlaðri þróun. Því er sameinuð vitund staðfestan. Hver kraftur þarfnast birtingar í þaninni athöfn, því meira þanin, því öflugri. Þess vegna ætti að efla samrunaafl hjarta og vitundar.

105. Orðið sem kemur frá hjartanu fyllir rýmið. Þess vegna mynda hugsanir sem streyma í hvetjandi straumi, kúlu, sem verður vörn gegn eitruðum lofttegundum plánetunnar. Hugsanir verða varnarnet fyrir mannkynið. Aðeins þessar lýsandi útgeislanir veita styrk til að standast myrkrið. Þess vegna er svo mikilvægt að móta rýmið með orðum hjartans, þau innihalda ljós. Þannig er mannkyninu lyft upp á vængi hugsunarinnar. Þannig þróun er verið að byggja upp.

106. Hver er fjársjóður hjartans? Ekki aðeins velvild, ekki aðeins samkennd, ekki aðeins hollusta við Helgiveldið heldur samhljómur með kosmískri Vitund þegar hjartað, fyrir utan eigin takt, tekur jafnvel þátt í kosmíska taktinum. Slíku hjarta er hægt að treysta; það býr yfir innsæi, það finnur og veit, og sem augljós hlekkur við æðri heiminn tjáir það hið óumdeilanlega. Birtingarmynd fjársjóðs hjartans er einnig mjög mikilvæg fyrir myndun fínni líkamans. Reyndu að ímynda þér hversu mikilvæg tilraunin er með fíngerða líkamann. Þétting fíngerða líkamans getur gefið það sem fræðsla Shambhala talar um með svo mikilli helgi. Maður getur átt ósigrandi gestgjafa, maður getur átt óbætanlegan samstarfsmann, satt, aðeins tímabundið, en utan skilyrða jarðnesks lífs.

107. Kosmísku straumarnir fara í gegnum hjarta Agni jógans. „Fullt hjartað skynjar allar truflanir,“ það segir hin forna viska um hjartað fyllt eter. Í gegnum það sem kosmosinn andar, andar hjartað einnig. Með því sem kosmíska Hjartað andar, andar hjarta Agni jógans einnig með. Hver titringur hljómar á fíngerðum strengjum næms hjarta, þess vegna verður maður að verja svo mjög þennan kosmíska fjársjóð. Straumarnir fylla hjartað og víkka út athafnasvið þess; þannig er kosmísku samræmi komið á.

108. Vissulega, þegar veinin berast í gegnum geiminn, finnur mettað hjartað fyrir mörgum endurómum. Svo mikill eru staðbundnu átökin og svo spenntar eru bylgjur ljóssins! Hið mikla tímabil nálgast. Hvernig, á þá ekki að vinna bug á hinu illa? Þess vegna eru hinir myrku svo á verði! Þegar hin miklu lögmál tilverunnar koma inn í lífið, ættu þá ekki hinir myrku að vera hræddir? Þannig staðfesti Ég Mátt Okkar!

Sannarlega var réttilega sagt um mikilvægi grunnþáttarins í starfi Okkar. Fegurð hefur verið boðuð, því verjum við grundvöll hennar. Perlur verður að verja!

109. Af hverju eru birtingar yfirleitt óvæntar? Það eru tvö skilyrði - í fyrsta lagi, eftirvænting skapar alltaf mótvægi; jafnvel meðvituð eftirvænting getur veitt truflandi orku fyrir birtinguna. Í öðru lagi, ef vitað er um hana fyrirfram, getur svarta stúkan fyrir tilviljun verið upplýstur. Tilvist jafnvel eins utanaðkomandi getur verið milliliður fyrir þá. Allur heimurinn skiptist í svarta og hvíta. Sumir þjóna meðvitað, aðrir í samræmi við eðli þeirra og sá þriðji er ómótaður múgur sem er óhæfur til alls. Svarta stúkan er sterk, vegna þess að fyrir átök við ljósaflið þarf kröftugur möguleiki að vera fyrir hendi. Það er óskynsamlegt að vanmeta krafta andstæðinganna, sérstaklega þegar ástkær Kali Yuga þeirra tekur enda. Vissulega er þetta afgerandi barátta og menn ættu að gæta þess að freisting og tæling snerti ekki þá veiku. Megin staðsetning hinnar myrku stúku var gefin upp fyrir löngu.

110. Fyrrum daga var svörtum messum fagnað og styttum af Baphomethefðu verið reistar. Nú eru hinir myrku orðnir hættulegri, því að þegar þeir reyna að líkja eftir okkur hafa þeir útrýmt mörgum helgisiðum og snúið sér að krafti hugsunarinnar. Baráttan gegn okkur er erfið fyrir þá, en ef hugsunarstefna lærisveinsins er rofin geta þau skaðað. Þegar Ég gaf til kynna að sameinast náið í kringum Drottinn, ráðlagði Ég um mjög brýnt mál. Menn ættu að taka vísbendingar mínar sem brýnustu ráðin. Það er kominn tími til að skilja að Ég gef kennsluna ekki sem svefnlyf heldur fyrir fullnustu alls lífsins.

111. Þegar öll kosmísku öflin eru þanin, er ekki hægt að hörfa án eyðingar. Þegar öfl ljóssins eru sameinuð í kringum ljósið og þeir svörtu í kringum myrkrið, er hvergi hægt að hörfa. Þess vegna, ef samverkamenn vilja sigra, verða þeir að safnast saman sem voldugur kraftur í kringum miðpuntinn. Já já já! Ef venjulegu efnislegu formi er eingöngu haldið saman af samheldni agna sinna, hversu miklu öflugri er þá krafturinn sem stafar frá Helgiveldinu! Þess vegna verða þeir sem vilja sigra að fylgja verndarskildinum, Helgiveldinu, - aðeins þannig geta menn sigrað. Aðeins þannig, á þessum ógnandi tímum endurskipulagningar, geta menn lifað í gegnum birtingarmynd óróans. Það skulum við muna!

112. Eftir að hafa valið Drottinn og fræðara er ekki hægt að hörfa. Leiðin liggur aðeins áfram og fyrr eða síðar með vellíðan og eða erfiðleikum kemurðu til fræðarans. Þegar þeir svörtu umvefja þig og loka hring sínum, er aðeins leiðin upp til Drottins. Þá muntu finna að Drottinn er einhvers staðar ekki langt undan og að silfurþráðurinn er fyrir ofan þig. Þú verður að rétta út höndina! Við getum hist án hjálpar svörtu, en oftar réttir aðeins sá sem er þrengt að frá öllum hliðum út höndina eftir silfurþræðinum og aðeins í neyð lærir hann tungumál hjartans. Maður ætti að finna Drottinn og fræðara sinn í hjartanu.

113. Þeir segja: „Við elskum og virðum.“ En þeir muna það aðeins eins og snjóa síðasta vetrar. Svefn er herra þeirra! En stundin slær og Drottinn mun verða líf þeirra og næring. Eins og elding stingur í myrkrinu, svo björt verður mynd Drottins. Sem fjársjóð munu þeir verja hvert orð að ofan, því að engin önnur leið verður fyrir þá. Og fáir munu vera þeir sem hafa skynjað birtuna mengast af myrkrinu. Það er mikið myrkur um kring og leiðin til Drottins er ein. Munið Drottinn!

114. Þegar kosmíska spennan er svo mikil, ættu menn að safna öllum kröftum til varnar ljósinu, því hver óvissa í ljósinu veitir aðgang að myrkri. Því á að vernda hverja undirstöðu. Þegar kröftunum er safnað í kringum ljósið, hvernig getur maður ekki fylgt þeim fremsta? Aðeins í þessu liggur styrkur og sigur. Þegar kosmíska segulsviðinu færist til, verður vissulega að fylgja gangi Ljóssins, því aðeins á þessari bylgju getur maður synt gegnum strauminn. Þannig verður hugsunin um ljósið eins og ímynd Drottins.

115. Ef fólk myndi bara muna að það er alltaf að ganga á brún bjargsins! Því að svo er það. Á hvaða augnabliki sem er, geta þeir tekið árangursríka eða misheppnað stefnu. Þurfum við því ekki að hafa kosmísku leiðina í huga, til að við getum horft í hyldýpið án skjálfta, en minnast ávallt tilvistar þess?

116. Vissulega hefur næmur líkami Agni jógans samband við strauma geimsins. Hver bylgja finnst í orkustöðvunum og næmni Agni jógans staðfestir kosmísku bylgjurnar. Þess vegna hafa allar geim-og jarðneskar bylgjur tengingu við eld orkustöðvanna á þennan hátt. Þess vegna verður að vernda heilsuna mjög vel. Vissulega er það erfitt en kosmísk vitundin er svo dásamleg.

Hver mun ákveða betur og hver veit betur? Aðeins Helgiveldið. Þess vegna verður maður að gæta hverrar perlu. Leyfðu þeim því að verja fjársjóðina. Sannarlega fullyrði ég að aðeins þannig getur maður sigrað.

117. Jarðskjálftar, eldgos, stormar, þoka, flóð, loftslagsbreytingar, veikindi, fátækt, styrjaldir, uppreisn, villutrú, svik - hvaða önnur merki býðst mannkyninu á ógnartímum? Ekki er þörf á spámönnum, ómerkilegasti ritari kann að bera vitni um að aldrei hafi enn verið safnað saman svo mörgum hræðilegum forverum upplausnar jarðarinnar. En heyrnin er lokuð og sjónin blind. Það hefur aldrei verið slíkt upplausnarstund og þetta plánetuár! Það er eins og verið sé að leggja veg fyrir eldsbylgjurnar og úrelt skrímsli fyrrum tíma læðast í burtu, ófús til að skilja tjónið sem á sér stað. Sannarlega er heiminum haldið uppi af segulsviðum sem eru ekki eins áberandi og loftið og loginn í geimnum, og jafn ómissandi og ljósið. Segulsviðin sem Við sendum fyrir tilvist Okkar eru eins og akkeri skips sem kastað er í storminum.

118. Þannig geta menn séð lok Kali Yuga. Það er undir mannkyninu komið hvar upphaf Satya Yuga verður. Við vitum að Satya Yuga er fyrirfram ákveðið, en staðsetning og aðstæður geta verið mismunandi. Stríðsmenn mínir, ég get safnað ykkur saman eftir notagildi og tryggð.

Maðurinn hefur dottið í dimma gryfju og lokað útgöngunni með svörtu loki.

119. Hugsun stýrir mikilsvægasta hvatanum. Hvernig geta menn þá sýnt svona litla viðleitni við að hreinsa og þroska hugsun? Vitundin laðar að sér allar mikilvægar tjáningar og skapari hugsunar mettar rýmið. Þess vegna er svo bráðnauðsynlegt að leitast við víkka hugsanir og skilning á undirstöðum lífsins. Hvert líf er byggt á sinni eigin braut og hvert líf hefur grunn sem allar athafnir verða að samsvara því hæsta. Þess vegna verður hver hugsun að beinast að sönnum árangri og verður að gæta hæstu viðleitni. Eiginleikar viðleitninnar ákvarðast af hvötinni. Þess vegna þarf að þroska allar hugsanir sem leiða til fínstillingar vitundarinnar. Þannig getur maður byggt hærra skref.

120. Þess vegna, þegar hæsta viðleitnin til Drottins næst, ætti að verja þá braut og einbeitingu sem þá birtist. Þess vegna ætti að vernda allar Okkar uppistöður, því ský eru allt í kring. Sigur er fyrirséður, en allar undirstöður ættu að vernda og hæsta viðleitnin getur gefur alla möguleika. Tíminn er strangur en undursamlegur. Þetta er tími fullnustu og framkvæmda. Þetta er tími hæstu spennu og jarðneskra bardaga. Það er tími sem lýsir miklu skrefi sem byggir upp mikla framtíð. Þess vegna reiðast óvinirnir, því að hæsta lögmálið öðlast líf.

121. Skjöldur okkar er aðeins einn, þess vegna metum Við fullan skilning. Stökum bjarma er hægt að kæfa. Af því ættu menn að geta greint fullkomna hollustu. Aðeins þannig getur maður náð og aukið vitundina. Maður ætti að halda áfram á hærri braut.

122. Aðallega, sýnið ekki lítilmennsku. Fyrir þá smáu er þröskuldur erfiðari en að klífa fjall. Lítilsgildar hugsanir leiða til grunnhyggju og síðan til upplausnar. Það var réttilega bent á að maður á að fylgjast með áhrifum einfaldrar sálu. Þeir sem geta samþykkt það geta starfað, en afneitun þess verður raunverulegt tákn um óhæfi. Það á ekki að þurfa að sannfæra mann um grunnatriði; ef þau eru ekki innan hjartans getur ekkert skýrt þau. Þess vegna skaltu ekki fylgjast með hreyfingum lífsins af lítilmennsku. Sömuleiðis mun fræðarinn ekki vera meðtekinn af huga neðra lífsins.

123. Í Kúrdistan er rúst sem kallast „kastali mistakanna“. Sagt er að kastalinn hafi verið reistur fyrir mistök, staðsetning hans hafi verið valin fyrir misstök, eigandinn giftist fyrir mistök, hafi háð stríð fyrir mistök, valdi ráðgjafa fyrir mistök, veðjaði fyrir mistök, veiktist af mistökum og fórst fyrir mistök. Aðeins ákveðin fjölda mistaka er hægt að þola!

124. Þegar mismunandi straumum eru að safnast saman ætti vissulega að gera ráðstafanir gegn þeim. Mismunandi straumar stjórnast af mótvægisaðgerðum. Allir fjandsamlegir straumar þarfnast beislunar. Þannig er hverri ör sem beint er að Skildinum snúið gegn óvininum. Þannig virkar endurkastið og straumar viðbragða Okkar verða öflugir. Þannig verður maður að bregðast við, vernda allar undirstöður og allar hæstu vísbendingar um Helgiveldið. Sannarlega, aðeins þannig getur maður öðlast.

125. Fylgstu með því hvernig fólk les fræðsluna. Athugaðu hvaða kafla þeir forðast án þess að eftir því sé tekið. Fólk lokar sérstaklega augunum fyrir öllu sem vísar til svika og sálrænna morða. Fólk vill ekki einu sinni íhuga að það geti skaðað í fjarlægð með hugsunum sínum. Þannig forðast menn það sem þeir eru oftast sekir um. Maður þarf ekki að skapa mikla hugsun til að skaða. Jafnvel einföld hugsun eitruð illvilja verður mjög áhrifarík. Að íhuga svik þýðir að athöfn er hafin þá hálfnuð er, því eitruð skel er móttækileg fyrir minnsta hvata. Sannarlega er eitruð hugsun skaðlegri en fíkniefni. Sömuleiðis er hægt að minna á smit með hugsanaflutningi. Maður getur veikst að svo miklu leyti að smitun á auðveldri aðgang. Hugsun er eins og lykill sem hægt er að opna með.

126. Hvernig er hægt að forðast skaða af hugarsendingum? Fylgdu einu og sama ráðinu - efldu viðleitina til Drottins. Með þeim hætti getur maður öðlast ónæmi. Þess vegna ráðlegg Ég að hafa Helgiveldið allt frá hæstu andlegri viðleitni til jafnvel minnstu líkamsþátta; silfurþráðinn er þörf alls staðar. Hindranir og svarta stúkan munu leitast við á allan hátt að beina hugsunum frá Helgiveldinu. Þótt undirgefni sé mjög þróuð meðal þeirra, geyma þeir það fyrir sig, vitandi um óbreytileika þessa lögmáls.

127. Staðbundni eldurinn leysir upp allar uppsafnanir. En hvílíka stíflur byggir fólk og hvernig það íþyngir geimnum með skilningsleysi og meðvitund sem skilur lítið hina kosmísku uppbyggingu! Hvernig getur maður skapað án þekkja hærri leiðtoga? Hvernig getur maður byggt án þess að skynja þráðinn sem bindur mann við Helgiveldið? Hvernig má búast við sendingum þegar andinn þroskast ekki til að mæta ljósinu? Aðeins með því að fylgja Helgiveldinu og með því að uppfylla hærri Viljann getur maður náð raunverulegum árangri og náð öllu sem staðfest er. Já já já!

128. Þess vegna leiðir hver viðleitni lærisveininn með fræðarann til þekkingar á æðri lögmálum. Lærisveinninn viðurkennir vanþekkingu sína ef hann hafnar fræðaranum, því það stöðvar þroska hans. Hvert afl sem laðar andann upp á við er þroskaafl. Hvernig eigum við að auka vitund okkar og lyfta andanum ef við tökum ekki í hönd Helgiveldisins? Hroki skaðar mjög framfarir! Þess vegna er brýnt að benda öllum þeim á sem tala gegn mikilli hollustu við fræðarann að aðeins með valdi hollustu er hægt að fága vitundina. Menningu andans og hugsunar á að viðhafa og birta þannig staðfasta hollustu við Helgiveldið. Aðeins þannig er andanum lyft; aðeins þannig er hægt að staðfesta þróun mannaandans. Þess vegna felst fegurð þjónustu í samvinnu vitunda. Þegar vitundarstigin eru tengd saman ríkir ljós og hæsta vígsla er staðfest. Aðeins þannig næst hæsta lögmálið. Þannig sköpum við!

129. Við skulum skrifa niður spurningar fyrir lærisveininn: „Þjónaðir þú ekki myrkrinu? Ertu ekki þjónn efans? Ert þú ekki svikari? Ert þú ekki lygari? Ert þú ekki ofbeldismaður? Ert þú ekki latur? Ert þú ekki pirraður? Hefur þú tilhneigingu til ósamræmis? Ert þú ekki afneitari? Skilur þú hollustu? Ertu tilbúinn að vinna? Viltu nokkuð óttast ljósið? “ Spyrðu lærisveinana þegar þeir eru undirbúnir undir reynslulausn.

130. Meðan á uppbyggingu stendur ætti að þróa alla viðleitni í átt að samhljóða skilningi. Hvert verkefni hefur í sér jafngildan styrk. Maður ætti að leitast við að finna þennan lykil. Maður getur ekki metið mikil verk með smáum viðmiðunum. Ekki er hægt að stækka smáa hugsun. Smáar hugsanir skapa ekki hetju. Aðeins fíngerð einkenni gefa samanburð. Því gengur það hæsta til þess hæsta. Því hærra, því staðfastara; aðeins þannig getur maður vaxið og kynnt það fyrirætlaða í lífinu. Hæsta áætlunin krefst beitingar hæstu viðmiðana.

131. Þess vegna, þegar við kunngjörum Helgiveldið, erum Við meðvituð um staðbundinn átök sem kallar á skilning á hæstu lögmálum. Sköpunarmáttur krefst meðvitaðs skilnings á Helgiveldinu. Þannig byggjum Við, þannig köllum Við á næman skilning á Helgiveldinu. Sannarlega kemur þetta lögmál inn í lífið! Þannig er staðfest hæsta skrefið.

132. Ég vek athygli á fyllingu hjartans og bæn hjartans af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi leiðir það til tengingar við æðri heiminn; í öðru lagi krefst það ekki sérstaks tíma og hægt að gera það meðan á vinnu stendur. Maður getur auðveldlega vanist sérstakri tilfinningu í hjartanu án þess að óttast nein slæm áhrif. Hjartað ofþreytist ekki af Drottni, þvert á móti, aðeins hugsanir umhverfis geta haft slæm áhrif á hjartað. Þannig að einhvern tíma munu menn loksins átta sig á mikilvægi hugsana, að minnsta kosti fyrir hjarta sitt. Leyfðu þeim að velta fyrir sér eitri hugarsendinga! Það er kominn tími til að gefa gaum að öllum þeim veikindum sem verða vegna hugsanna. Í hverjum veikindum ætti að huga að tillögum gegn neikvæðum hugsunum. Huga ætti einnig að segulmögnun veikra líffæra. Ekkert sérstaks er þörf nema bæn hjartans, sem skapar segulstengingu við það hæsta. Við handayfirlagningu ætti maður ekki að hugsa um veikindi heldur ætti að reyna að sameinast sjálfur því hæsta.

133. Hvaða ávinning er hægt að hafa af litlum tilraunum og athugunum! Lærisveinninn getur tekið eftir fjölda lítilla birtinga án þess að sóa tíma. Gefðu gaum að hinum ýmsu tilfinningum á hverjum degi í venjulegum störfum þínum. Hver og einn endurspeglar á sinn hátt kosmíska birtingarmynd, en maður ætti að óttalaust að taka eftir hverri tilfinningu. Á sama hátt er jafnvel hægt að gefa gaum að endingu venjulegra hluta til heimilisnota undan áhrifum ákveðinna handa. Endurtaktu fyrir þeim sem gleyma áhrifum persónuleika og snertinga.

134. Kosmíski segullinn dregur til sín alla orku sem færist til annarrar orkustöðvar. Þannig er öll orka tilfærð og gefur nýrri orku rými. Þess vegna tapast öll dreifð orka við orkuskipti í kosmíska ferlinu. Aðeins ljós og myrkur eru í andstöðu og magnast í kosmískum átökum. Því ætti viðleitni að vera fyllt nákvæmlega eldi aðdráttaraflsins og maður ætti að leita ljóssins gegn svörtu stúkunni með öllu afli. Nauðsynlegt er að verja sig með hollustu við, og með skilningi á Helgiveldi og þora gegn myrkrinu með öllum afli anda og hjarta.

135. Þannig mun hver tilraun hinna myrku verða nýr möguleiki fyrir Okkur og endurvarpast til andstæðingana. Aðeins þannig verður leiðin greið og hvert skref óvinar mun verða gildra fyrir hann. Þannig sigrum Við. Tímarnir eru miklir og spenntir!

136. Aðeins með öllum styrk munt þú sigra. Þetta verður þú að muna og beita. Við höfum ákveðið fullkominn árangur, það veltur á þér að samþykkja það. Öllum illgresi efasemda, tortryggni, ótta, móðgunum og fordæminga verður að uppræta. Ef þú óskar sigurs, verður að forðast öll svik, því afleiðingar efa og skorts á virðingu fyrir Helgiveldinu munu trufla alla þræði. Meðan skipið heldur á einu akkeri meðan óveðrið er, þá er heimskulegt að byrja að skipta um akkeriskeðjuna. Verndið undirstöðuna og vaxið með hækkun þess. Ég mun vera óþreytandi að endurtaka fræðsluna um Helgiveldið þar til þú áttar þig á því. Það er ekki nóg að kinka kolli, það er kominn tími til að hugsa og sækja fram. Ég hef ástæður til að endurtaka þetta.

137. Fjólubláa stjarnan er tákn mestu spennu, því spenna og stöðugur orkutilflutningur er birtingarmynd samvinnu í sköpun.

Enginn ætti taka viðvörun Mína af léttúð; þegar sigurinn er veginn og metinn geta engar afsakanir eða tilviljanir ráðið því. Munið, að það er eitt akkeri, það er eitt ljós! Og þegar mesti bardaginn á sér stað er ófyrirgefanlegt að trufla liðskipunina. Ég mun taka þetta mjög alvarlegur vegna þess að tíminn er í nánd og þegar hefur nokkrum árangri verið frestað. Þunginn er aðeins af þínum völdum. Verjið undirstöðina! Margir eldar munu kvikna. Mundu að fjólubláa stjarnan gefur til kynna mestu spennu.

138. Við skulum venjast því sem kann að vera sannur undirbúningur fyrir mikilvægar athafnir. Nú þegar nálgast ráðandi stundir á hverjum degi. Vængir vaxa fyrir uppgönguna sem þegar var fyrirspáð, í litlum tilviljunum sem og í afgerandi atburðum. Enn og aftur skal Boðorðið borið fram. Það þýðir að ávextirnir eru aftur þroskaðir. Aftur skal draumunum, framtíðarsýnunum og vonunum safnað saman í hnút sem mun marka næsta óumbreytanlega skref. Út úr tilviljunum, ósýnilega smáum, eru aftur ofnar áþreifanlegar staðreyndir og það sem virtist óraunhæft eða frestað er aftur mótað í eldi atburða. Mundu margt sem sagt var og notaðu það í dag.

„Ég óttastu ekki, því að óvinirnir þjóna og andstæðingar okkar færa dýrmæt gildi í fjársjóð andans.“ Hugsaðu þannig með velvilja og leitaðu að nýja skrefinu, til nýs árangurs.

139. Þráðurinn sem bindur fræðarann og lærisveininn er öflugasti straumurinn og veitir greinilega vörn. Hvernig getur maður þá sýnt fram á viðleitni sína án fræðarans? Þeir veiklunduðu sem segjast ætla að fara einir vita ekki mikilvægi verndarnetsins. Þess vegna jafngildir höfnun á keðju Helgiveldisins eyðingu uppbyggingarþáttarins. Þannig er aðeins með öflugu Helgiveldi hægt að staðfesta uppbyggingu.

140. Neistar orsakanna fljúga um í geimnum og hver neisti hefur áhrif. Það að fræðari er ekki viðurkenndur, skilur lærisveininn eftir án leiðsagnar og hver athöfn slíkra reikulla anda hefur ekkert uppbyggilegt mikilvægi. Þannig verður hver andleg viðleitni að leita leiðsagnar. Orsakasambandið skapar frábæra sprota sína þegar lærisveinninn skilur mikilvægi Helgiveldisins.

141. Vissulega þarft þú ekki að efast um að Ég muni ítrekað minna á Helgiveldið. Það munum Við gera þangað til Við komum á traustum skilningi á þessu lífsins töfradrykk. En í hvert skipti munum við leggja áherslu á nýjan eiginleika, því við endurtökum ekki það sama.

Einhver kann að segja: „Ég beini öllum mínu styrk til Drottins, en það nær ekki til Hans.“ Spyrðu: „Var það einlægt?“ Þessi eiginleiki ákallsins er jafn nauðsynlegur og ljós. Hver og einn gæti grandskoðað hjarta sitt og leitað í litlu hornum þess gamla. Án einlægni verður enginn straumur. Reynið því á alla krafta ykkar og kjósið hreina hjartastefnu.

142. Þú heyrir oft um átök sem háð eru af myrkursöflunum. Nú ert þú alveg í þeim miðjum. Sannarlega taka Helgivöldin sjálf þátt í átökum. Því glæsilegri verða sigrarnir. En haltu í hönd Mína sem akkeri þitt. Ég ræði ekki um hina hræðilegu hættu að ástæðulausu. Þess vegna skulum við ekki missa augnablik til að sameinast, og hafnaðu fortíðinni, leitumst við að ganga inn í framtíðina og höldum fast í hendur í átökum. Við ættum að muna að mikill er heiðurinn að horfast í augu við risa illskunnar. Ég þekki spennu þína, en sættu þig við hana sem helga uppgöngu. Hrekjum burt allt sem er illt og dimmt. Kallaðu ávallt á Mig þegar birtingu Ljóssins er ógnað. Mundu Helgiveldið!

143. Þegar magnaði segullinn kallar til alla krafta, ætti að aðgreina hverja orku. Þess vegna eiga menn að vita hvaða kraftar eru leyfilegar til uppbygginga og hverjir geta valdið skaða. Aðgreiningu er aðeins hægt að ná með því að fylgja hæstu Vitund, því aðeins umfang hreinnar viðleitni getur birt staðfestan sáttmála þjónustunnar. Þess vegna ættu menn að læra að viðurkenna öll æðri lögmál og byggja lífið á þeim.

144. Vissulega endurspeglast kosmískar birtingar í þöndum tilfinningum Agni jógans. Augljós framvinda á verkum mannsins framkallar iðrastorma á jörðu og yfirmannlega elda. Dæmin sjást alls staðar og allt sem gerist hefur svipuð líkindi. Þess vegna ætti maður að sýna heilaga tilfinningu gagnvart Helgiveldinu og hjartanu. Því ættu menn að skilja greinilega akkeri hjálpræðisins og fylgja því af miklum styrk.

145. Því miður samsvarar nútíminn fullkomlega síðasta tímabili Atlantis. Alveg sömu falsspámennirnir og falsfrelsarinn; sömu stríð, sömu svik og andleg villimennska. Við virðum og metum hreytur siðmenningarinnar; Atlantisbúar kunnu einnig að fljúga um jörðina til að svindla hratt hver á öðrum. Musterin voru einnig saurguð og vísindin urðu tilefni vangaveltna og ágreinings. Sama átti sér stað í uppbyggingu, eins og þeir hafi ekki þorað að byggja traust! Sömuleiðis gerðu þeir uppreisn gegn Helgiveldinu og köfnuðu í eigin sjálfhverfu. Sömuleiðis trufluðu þeir jafnvægi neðanjarðarkraftanna og með sameiginlegri viðleitni sköpuðu hörmungar.

146. Þegar tengslin við Drottinn eru sterk er hægt að færa fjöll. Viðleitnin til Helgiveldisins skapar þá menningu sem svo mikið er talað um. Dauðir eru þeir sem gera ráð fyrir að með jarðnesku Maya, tálsýninni, geti þeir skapað sér höfuðvígi. Það er eins og börn sem dreymir að byggja kastala úr leðju! Aðeins heimur andans er sannarlega sá sterki, því hann er óslítandi og ósigrandi. Það má benda á að fyrsta tákn menningar er fjarvera persónulegs ósamræmis.

147. Þegar örlög plánetunnar verða ákvörðuð, munu öflin safnast að skautum ljóss og myrkurs; þess vegna verður hver andi að verja sig fyrir daufleika hjartans. Að standa með ljósinu þýðir að ganga með Okkur undir fána Helgiveldisins; að standa með myrkrinu þýðir að ganga undir ok svarta fánans. Þannig að í baráttunni ætti að sýna logandi skilning fyrir Mætti Okkar og byggja rétta afstöðu til lífsins. Aðeins þannig er hægt að taka áskorun hinna myrku; því þegar andinn er ónæmur fyrir daufleika hjartans og svikum, verður sigurinn. Þannig skulum við verða staðföst Helgiveldinu.

148. Vissulega, þegar orrustan heldur áfram, er sköpunarmáttur herjanna þaninn og hver dygg athöfn bætir sterkum hlekk við varnarkeðjuna. Hvert hjarta sem sýnir hollustu við Helgiveldið er sem elding gegn óvininum. Þess vegna tryggir aðeins hrein viðleitni til Helgiveldisins rétta ákvörðun. Þannig sigrum við. Það er satt að þegar bardaginn stendur sem hæst, vilja margir skaða. Engu að síður er áætlunin ósnertanleg og aðeins sönnun um algera viðleitni til Helgiveldisins skilar sigri.

149. Það var aldrei sagt að treysta á Drottinn. Þvert á móti var endurtekið: „Vertu fylltur Drottni!“ Það er mikill munur á feimni og óvirku trausti og að vera fylltur allri verund í vitund Drottins. Sem ósigrandi sverð brýtur vitund með Drottin allar hindranir! Efinn finnur ekki skjól þar sem logandi vitund kviknar. Það verður engin þreyta þar sem ótæmandi uppspretta aflanna er viðurkennd. Ótti getur ekki komist inn í musteri órjúfanlegra varna. Þess vegna býð Ég skjöld minn, ekki með varnaraðferðum, heldur að sigra með sameinaðri vitund.

150. Veita verður athygli þegar orkustöðvar hnjánna vakna. Jafnvel blettir á húðinni afhjúpar alveg sömu ummerki og krjúpa á knén, sem þýðir að bæn í hjartanu getur haft sömu merkingu. Þannig getur maður til dæmis safnað ummerkjum; taktur kosmískrar orku í hjarta eða mikla bólga í kviði nálægt þessum orkumiðjum er reynd, sem og barkakýli, aftan á hálsi og höfuðkórónu.

Ég ábyrgist árangur ef þú ert fylltur Drottni!

151. Í átökum krafta ætti alltaf að fylgjast með hámörkun miðjunnar. Þess vegna er kraftur einbeitingar svo mikillar þörf og hver og einn verður að telja stöðu sína bundna við miðjuna. Þannig mun miðjan sýna alla geisla og skuggar verða að hverfa. Geislun einbeitingar á andlega sviðinu er ósigrandi! Þess vegna næst friðhelgi andans með viðleitni við andlegu Miðjunar. Helgiveldið er svo dásamlegt í því að tákna þessa voldugu Miðju. Þess vegna ættu menn að leitast óendanlega að lögmáli Helgiveldisins.

152. Þannig birtist kraftur andlegrar Miðju hjá Okkur. Óbreytanleg eru lögmál Helgiveldisins og þeir sem dragast að þeim mætti munu finna réttu leiðina. Þess vegna er svo mikilvægt að nálgast Okkur í fullri viðleitni að uppfylla það fyrirætlaða. Þannig er sigur staðfestur af Okkur. Þess vegna ætti maður að draga saman alla bestu viðleitni sína að andlegri Miðjunni.

Miðjan geislar af sameiningu vitundanna. Miðja Okkar er öflug með samhug hjartanna. Miðja Okkar er ósigrandi, svo fullyrði Ég! Láttu andlegu Miðjuna geisla í hjarta hvers samstarfsfélaga. Sköpunarmáttur andans er óaðgreinanlega tengdur slíkri viðleitni. Þess vegna er samræmi rétta birtingin.

153. Hættuleg er Maya, tálsýnin, þegar mannkynið heldur að það geti skapað eins hluti og lífið. Þeir gleyma að jafnvel mismuninum, að á sköpunartímanum urðu verulegar breytingar. Þannig geta staðlar aðeins fullnægt óæðri vitund. Allt tal um hefðbundinn skilning samsvarar skilningi Maya, en undirstöður geta ekki verið innan marka Maya. Þess vegna skulum við snúa okkur að hinu óumbreytanlega, með öðrum orðum, að samruna andans við Helgiveldið. Þegar við höfum leitað í öllum hornum jarðarinnar, munum við finna að eina leiðin er upp á við. Þúsundir sálma geta verið samdir um þetta uppstig, en sami grunnur þess er viðleitni andans til sömu sviða þar sem sameining hans á sér stað. Maður getur rannsakað málshætti allra þjóða, en hvergi mun orð tjá óumbreytanlegan og óumræðanlegan grundvöll tilverunnar og leiðina til Föðurs allrar Tilveru. En hjartað þekkir á spennustundinni hins vegar hið óumræðanlega og finnur æðri leiðina.

154. Í myrkrinu beinir vakandi rödd varðmannsins manni að turninum þar sem Drottinn heldur vöku sinni. Sá sem vakir getur ekki sinnt þjónustu sinni ef hann finnur ekki fyrir Drottni. Og heimsins hörmungar eru aðeins afleiðing þess að ganga gegn lögmálum Helgiveldinu. Slíkt þýðir niðurbrot alls orsakasamhengis, allra réttra áhrifa.

155. Vitund sem ekki sameinast í Drottni, getur ekki náð samsöfnun í kaleikinn. Aðeins kraftur kosmíska segulsviðsins getur fært andann nálægð fræðarans. Sannarlega, sá sem leitar hærri Vitunda öðlast hugarafl. Aðeins þegar andi samþykkir allar sendingar að ofan getur hann aukið vitund sína, annars vaknar ekki kraftinn sem býr í kaleiknum. Þannig er þessi tengiþráður, stiginn sem kraftur andans stígur upp eftir. Sköpunarmátturinn staðfestist með þessum dásamlega þræði. Þannig stígur andinn upp í tengingu sinni við Drottinn.

156. Þessi bönd sameina Okkur og tryggja bestan árangur. Þannig er dásamlegasti þráðurinn sá silfraði sem sameinar hjarta Helgiveldisins við lærisvein sinn. Ljós andans nærist af þessum krafti. Þegar Við tölum um sameinaða áru, höfum Við í huga hin raunverulegu bönd! Þannig ætti að gæta Boðorðanna sem Uppsprettu ljóssins. Þannig getur maður laðað að bestu tækifærin. Heilagt samband Helgiveldisins við lærisveininn sést þegar vitund lærisveinsins leitar Vitundar Helgiveldisins. Þannig er dásamlegt skref byggt af sameinuðu hjarta!

157. Þú skilur að hvert fráhvarf hefur áhrif á fræðarann. Ef hverjum lærisveini er úthlutaður sérstökum geisla, þá hefur sýnileiki þessa þráðs áhrif. Það er ekki að ástæðulausu sem fræðarinn spyr leitandann stöðugt: „Ertu svikari?“ Sýnileiki sambandsins milli fræðarans og lærisveinsins næst aðeins með hægu ferli, en hvatvís svik eru yfirleitt mjög sársaukafull fyrir fræðarann og svikarann. Sannlega er ástæða svikarans hulin og í gegnum sárið sem orsakast af brotnum þræði verður auðveldlega til þráhyggja. Menn ættu að líta á þetta svikaferli sem líkamlega hættu en ekki að tala um andlegar afleiðingar. Menn ættu að velta því fyrir sér hve varlega menn verða að velja lærisveina til að valda ekki kosmískum skaða. Þess vegna gefur hver fræðsla sterk dæmi um svik. Fyrir svik er engin þörf á að vera nákvæmlega Devadatta, eða Júdas. Jafnvel án þeirra frumgerða er geimurinn fullur af brotnum geislum.

158. Án tengsla við fræðarann getur maður veitt hinum myrka íbúa aðgang, jafnvel með örlítilli afneitun. Levity býr ekki langt frá svikum. Þannig geta menn ímyndað sér afleiðingar þess að lærisveinninn sker sig frá fræðaranum. Það er kominn tími til að fylgjast með geðveikrahælum og sannreyna orsakir og aðstæður slíkra veikinda, sérstaklega nú þegar þessi böl eru hættulegri en farsótt.

Lærðu hvernig á að verja þráðinn við fræðarann og fylla hjartað með Drottni. Það má ekki gleyma því sem er nauðsynlegt fyrir ósveigjanlega uppstigið. Hvorki vinna, kringumstæður, eðli eða margvíslegar ástæður geta komið á hindrunum milli lærisveinsins og fræðarans. Birtingarmynd fræðarans táknar upphaf stystu leiðar. Að hafna Drottni er að svíkja sjálfan sig.

159. Maður getur séð einingu allra birtinga þegar andinn getur endurspeglað bestu viðleitni sína. Geimurinn krefst athugana og hver birtingarmynd þarfnast meðvitaðrar aðlögunar. Aðeins þegar grunnur sköpunarmáttar er traustur getur maður byggt fyrir þróunina.

Akbar var vanur að segja: „Rangeygður maður sér ekki miðjuna.“ Þannig krefst hver mikilvæg athöfn stöðugleika. Áður en þú lítur á tvær samsíða línur ætti maður að vita hverja á að velja. Þess vegna er stöðugleiki svo ómissandi og aðeins mesta nálgun Helgiveldisins veitir réttu leiðina og hærri lausna.

160. Þannig verður hver lærisveinn að nálgast Helgiveldið og staðfesta það með öllum sínum anda í mestri nálgun. Að leitast við Drottin gefur fullan skilning á Helgiveldinu og mun opinbera andanum silfurþráðinn. Sú miðja er uppnumin af Helgiveldinu. Frá miðjunni stafa allir geislar. Að miðju sameinast allir geislar. Þess vegna getur stöðugleiki andans laðað að sér jákvæða birtingar. Þannig liggur kraftur einingar í hjartanu. Sannarlega í hjartanu! Þannig sköpum Við. Þannig er hærra skrefið staðfest.

161. Ekki aðeins bein tenging við Drottinn heldur jafnvel ómeðvituð leit að Helgiveldi sýnir glampa með kosmískum öflum. Þar sem litaneistar birtast eru dyrnar opnar að keðju hjálpræðis. Það er satt að fólk fylgist sjaldan með augljósum táknum, en þegar maður sameinast í lífi andans getur maður ekki aðeins skilið mikilvægi þessara elda heldur jafnvel skynjað innbyrðis tengsl þeirra. Maður getur tekið eftir öllum árekstrum svörtu og bláu neistanna og verið sannfærður um að þeir bláu muni alltaf sigra afkvæmi myrkursins.

162. Vísindin næst andaum eru æðri stærðfræði, réttilega skilið. Þannig verður hið afstæða að veruleika. Þoku þekkingarinnar er hægt að létta í gegnum óendanleikann. Vissulega verðum við að leitast við leiða vitund okkar út fyrir mörk plánetunnar. Aðeins þannig er hægt að skilja hin sönnu gildi. Sá sem getur skilið samhæfingu mun skilja Helgiveldi. Maður getur ítrekað sagt margt um Helgiveldi og við munum líkja eftir spætunni sem heggur börkurinn þar til hann fer í gegn. Ég endurtek, ef þú skilur ekki Helgiveldi í anda skaltu skilja það að minnsta kosti í þágu heilsu þinnar. Sýnið lotningu.

163. Samræmi milli athafna og hvatans sem kallar fram athöfnina er sannarlega öflugt í öllu alheiminum. Allir eldar neðanjarðar eru kallaðir til yfirborðs plánetunnar með athöfnum mannkynsins, sem þjónar sem hlekkur milli heimanna. Þannig kalla kæfandi lofttegundirnar á samsvarandi krafta. Sérhver mannleg hugsun býr til sínar eigin samsvörun, þess vegna er óhæft að skapa án athafna orkustöðvanna og aðlöðunar að lögmálum Helgiveldisins.

164. Í kosmískum sköpunarmætti er allt byggt á röð, þar sem hver mótun byggist á lögmáli Helgiveldisins. Hvert verkefni og áætlun er byggð upp á markhæfni og þau eru hluti hinnar miklu þróunaráætlunar. Þannig eru allar staðfestingar Okkar gagnlegar birtingar. Aðeins aðdráttarkeðja Helgiveldisins getur opinberað leiðina til óendanleikans. Þannig stjórnar sameiningarkrafturinn sannarlega heiminum.

165. Læknirinn sem hefur tækifæri til að rannsaka helgan sársauka og gerir það ekki, er sekur. Þegar hann rannsakaði þessa verki og bar saman við athafnirnar sem olli þeim, gat hann undirbúið skrefin fyrir verðandi þróun. Í raun og veru, meðan á andlegri þróun heimsins stendur, ættu heilagir verkir ekki að vera til, en nærliggjandi ófullkomleikar skapa þessa verki. Þannig að við samanburð á aðstæðum og orsökum getur maður séð stefnu þróunarinnar. Vissulega má margt bæta í vitund manna, ef við vitum að jafnvel jarðskjálftar eru kallaðir fram af anda mannkynsins. Maður getur smám saman safnað mörgum birtingarmyndum þess sem maðurinn hefur skapað. Þannig eru hinir heilögu verkir vísbendingar um næsta kynþátt í klóm vanþróaðra; þess vegna, segi Ég, verjið heilsuna. Ég segi: Ekki íþyngja öðrum með óþarfa kröfum og pirringi. Bergmál misstaka ómar ekki aðeins í kringum þig, heldur berst það eftir allri keðju Helgiveldisins. Hver varúð er ekki aðeins gagnleg fyrir þig, heldur styrkir hún geiminn fyrir fjarlægra sviða.

166. Sannarlega er mannkynið hlekkur milli heimanna. Maður ætti að venjast þeirri hugsun og reyna að beita henni í lífinu. Það er einkennilegt að læknar nýta sér ekki tækifærið til að verða flytjendur heilsu og beita þekkingu á taugamiðstöðvunum, því einmitt þessar miðstöðvar eru andlegu loftnetin og seglarnir. Jafnvel efnislegum segli er komið fyrir í sérstöku umhverfi til að missa ekki styrk sinn. Eiga taugamiðstöðvar ekki að fá svipaða athygli? Og þurfa menn ekki sérstaklega að vernda fulltrúa næsta kynþáttar? Brúin milli strandanna er sérstaklega vernduð. Hægt er að krefja manninn: „Vinur, framkallið ekki jarðskjálfta.“

167. Miðjan sem lýsir allt upphaf verka Okkar er byggð á lögmáli Helgiveldis. Hvati sköpunarmáttar byggir á miðju Helgiveldisins. Hve augljóslega víkur mannkynið frá æðri leið og æðri viðleitni! Sá sem er hræddur við birtingu fræðarans verður áfram fáfróður. Sá sem hafnar leiðandi hönd mun að eilífu vaða í villu. Sá sem er hræddur við að missa einstaklingsvitund sína hefur hana ekki. Þannig ættu menn að velta fyrir sér hinum miklu lögmálum Helgiveldisins.

168. Það er misskilningur að hinir myrku, sem andstæða ljóssins, séu því óhjákvæmilegir - þetta er rangt. Myrkur, andstæða ljóssins, er ekkert annað en óbirt ringulreið. Þeir myrku vanvirða birtingarmynd átaka hins skapandi ljóss gegn óreiðu. Það væri nægjanlegt verkefni fyrir mannkynið að gera ringulreiðina augljósa og í þeirri mikla baráttu að vinna með hinum miklu andans öflum. En hinir myrku hafa dregið úr valdi taumlausra náttúruafla í sjálfhverfri uppreisn og kalla fram óreiðu í stað þess að umbreyta henni í starfandi afl. Þessi glæpur er mikill og löngunin til að slökkva ljós getur ekki talist andstæða. Skapandi sigurinn á óreiðunni, eða „Drekanum“, er stöðugt afrek. En baráttan við þá myrku er aðeins krampi, hindrandi hreyfing. Myrkur óreiðunnar má líta á sem leið til huglægrar sköpunar. Hins vegar eru átökin við stigveldi hinna myrku aðeins týndir dagar, sem þörf var fyrir uppbyggingu. Ennfremur vekja hinir myrku stöðugt upp volduga frumþætti og vita auðvitað ekki hvernig á að ná tökum á þeim.

169. Hafa ber í huga að það eru ekki hinir myrku sem slíkir sem eru hættulegir heldur öflin sem þeir kalla fram. Sannarlega ættu menn að bera saman hið mikla ljós og hið mikla myrkur, en það á ekki við að líta á það sem mikið sem byggir á sjálfhverfu. Þess vegna er nauðsynlegt að bera saman jafnvel miklar birtingarmyndir. Vissulega, gleymum ekki skaðanum sem hinir myrku valda sem eru eins og höggormagryfja! Jafnvel í stríði við skriðdýr er Helgiveldisins þörf, því alla óreglu verður að uppræta. Þess vegna skulum við muna hvar hið mikla myrkur er og hvar hinn grimmi óvinur sem leitar að útrýmingu ljóssins er, sem hefur gleymt að án ljóssins á hann ekki tilveru.

170. Uppbygging krefst aukinnar spennu. Án þessa hvata er ómögulegt að byggja þróunarskref. Hver braut er mettuð meðvitaðri viðleitni og hvert skref krefst staðfests styrks. Þess vegna, þegar sköpunarmátturinn safnar saman kröftum, eru líkir kraftar dregnar að miðjunni. Því meira sem meðvituð athygli er á miðjuna, því meiri verður samhæfingin og því öflugra aðdráttarafl. Orsök og afleiðing eru tengd og ákveðin og skapandi hvatinn er gegnsýrður eldi meðvitaðrar viðleitni. Þannig er allur kosmosinn byggður.

171. Þess vegna, þegar skilningurinn er ekki byggður á Helgiveldinu, þá verður birting miðjunnar ekki skýr og hver sem einangrar sig finnur ekki leiðina til Okkar. Því eru svo margir reikiskuggar sem geta ekki snúið staðfestum lykli. Þannig tapast svo mörg viðleitnin í geimnum. Þess vegna byggjum Við framtíðina með sameiningu vitunda. Því logandi lögmál Okkar boða samruna vitunda. Við ættum því að vera staðföst að skilja miðjuna. Andinn getur nálgast skilning á þessu eldlega lögmáli. Birting Helgiveldisins er grundvöllur uppbyggingar.

172. Enn einn misskilningurinn: oft, vegna fáfræði eða sjálfsréttlætingar, heldur fólk að hugsun þeirra sé lítilvæg og fari hvergi, en eiginleiki hugsunar er mikill og hvorki tími né rúm gildir fyrir hugsun. En þeir sem hugsa óskipulega eru eins og þeir sem veifa höndum í myrkri, ómeðvitaðir um það sem þeir lemja. Þar að auki safnast hugsanir upp í geimnum. Maður getur séð fyrir sér voldugan kór af samhæfðum hugsunum, en maður getur líka ímyndað sér hjörð af þvælandi svörtum krákum. Slíkir söfnuðir fylla líka rúmið og trufla hærri heima. Kæru hugsuðir, krákur, þið eruð einnig ábyrgð fyrir gæðum hugsana ykkar. Þannig, jafnvel þú, skapar framtíð þína.

173. Þess vegna er engin leið að nokkur komast undan ábyrgð. Jafnvel minnsta hugsun fer inn í hljóm geimsins og laðar að sér sams konar hljóm og veldur menguðu andrúmslofti jarðarinnar. Hugsun getur hreinsað með því að eyða örverum upplausnar, en hún getur að sama skapi laðað að sér taumlausa þætti. Ekki að ástæðulausu nota hinir myrku sérstaklega vanþroskað fólk við ákveðin brögð. Þú nefnir oft orðið cult-ur; (menning), það þýðir dýrkun ljóssins. Ég minni þig á hve mikil sameiginleg ábyrgð er fyrir ljósinu, ef sérhver hugsun getur annað hvort hulið eða hreinsað rúmið. Það skulum við muna.

174. Vissulega getur leið þjónustunnar komið manni til hærri þekkingar. Aðeins vanþekking gat komið plánetunni í núverandi ástand. Mannkynið hefur misst skilninginn á fegurð tilbeiðslunnar og uppbygging hefur byggst á heimsku einangrunarhyggju. Af þessum sökum hefur eining þjónustu verið opinberuð sem hjálpræði mannkynsins. Allur kraftur uppbyggingarinnar byggist á Helgiveldi. Þannig sameinar voldugur þráður allan kosmosinn. Sannarlega, aðeins með fullum skilning á hinni miklu þjónustu, verður fegurð andans og máttur Helgiveldisins skilinn. Geimurinn ákallar til fullnustu hinna miklu lögmála. Já já já! Þannig eru skref sannrar þróunar mótuð.

175. Þess vegna er það fullur skilningur á mikilli þjónustu sem getur leitt lærisveina til Helgiveldisins. Þegar sköpunarmáttur andans getur falið í sér mikla þjónustu, þá eru allar leiðir til Okkar opnar. Því er viðleitni til að uppfylla ábendingarnar sem hvati sem leiðir til hæstu hliðanna. Varðveittu allar perlur fræðarans og Töru. Þannig getur maður uppfyllt alla gefna möguleika. Tíminn er spenntur og nálgast! Þess vegna ættu lærisveinarnir að leitast við að halda í við takt atburða; og vitundin ætti að þenjast í takt við allt sem gerist. Aðeins þannig sigrar maður.

176. Sannarlega, ef þú sérð þig í stöðugri einlægri návist Drottins, þá ertu þegar á stystu leið til Oss. Fólk íþyngir sárlega sínum daglegum venjum, fyrir því er daglegur gangur þreyta og þungi, en fyrir okkur eru daglegar venjur fullkomnun og léttleiki; það opnar hliðin að óendanleikanum. Maður getur lært að elska þessar daglegu venjur, vegna þess að þær aga andann og veitir hugrekki til að hugleiða endalausa keðju athafna aldanna. Fyrir sumum er slík tímakeðja ógn, en fáguð vitund mun sætta sig við þá sem uppsprettu endalausrar sköpunar. Fagrar siðvenjur dofna vegna daglegra venja, en hversu dásamlegur er skilningurinn á að dagleg hollusta og kærleikslogum er boðið Helgiveldinu. Ef ég segi: „Ég elska þig, Drottinn, og ég er helgaður þér, Drottinn, og ég virði þig, fræðari,“ af þvílíkum kór umbreytist þessi lofsöngur í fjarlægum heimum! Þannig opnar hver hollusta nýja lása og hversu dásamlegt það er að finna óendanleika mikilla hugmynda. Boðorðið getur verið hnitmiðað: „Vertu logandi í hjarta og skapaðu í kærleika!“

177. Lærðu að telja ekki daganna né árin, því það skiptir ekki máli þegar þú ert í mikilli stöðugri þjónustu. Maður ætti að læra að finna sig utan léttvægra venja og tengja andann heimi fegurðarinnar. Höldum áfram saman þangað sem engin mörk eru eða endir, þar sem hægt er að umbreyta hverjum góðviljavott í regnbogageislun til blessunar heimanna.

Með hollustu getur maður opnað öll hlið. Við skulum aldrei gleyma þessu. Einmitt, við skulum fyllast brosi tilbeiðslu og blessum daglegan gang. Hver andardráttur Okkar inniheldur undursamlegt efni fyrir myndun heimana. Hugleiðum fjársjóðinn sem okkur eru gefin og tilheyrir Honum sem færði okkur tár og svita fyrir frelsun okkar. Við skulum einnig þakka daglega Þeim hæsta.

178. Það er mjög brýnt fyrir manninn að sundra ekki huga sínum og hjarta á veginum til Okkar. Sköpunarmátturinn er með hreinum hvötum og nauðsynlega þarf að sameina allar eldheitar orkustöðvar. Við verðum að skilja að hugarefnið verður að þjóna sem hlekkur við æðri efni, því aðeins fíngerðasta hugsunin getur borist til þeirra og fágun vitundar getur knúið þann kraft sem stjórnar máttugu vogaraflinu. Þannig geta aðeins sameinaðar vitundir uppfyllt hærri Viljann. Þannig er keðja Helgiveldisins samtengd. Þannig ráða sameinaðar vitundir heiminum. Hærri Viljinn flyst í andann sem næstur er. Þess vegna verður Vilji Helgiveldisins að verða fullnustaður. Þess vegna verður maður að vera virkur í öllu sem gefið er af sameinuðum vitundum.

179. Sá sem trúir blint er dauður, en sá sem fylgir er lifandi. Við lofuðum ekki að flytja dauða líkama, Við lofuðum að leiða hugrakka fylgjendur. Maður verður að gaumgæfa vel til að greina mörkin milli hugrakkra fylgjendur og daufhjartaðra trúblindingja. Einnig verður að skilja vísbendingar Okkar án tafar, því sólin skín öðruvísi að morgni en á hádegi. Við ættum að vera meðtekin sem dagleg næring. Og hollusta fær svar sitt ef öllum kröftum er beitt. Slík hlýtur að vera hreyfingin áfram, þeirra sem fylgja Drottni. Hjálp Okkar, eins og þú veist, kemur á síðustu stundinni, en dyrnar ættu ekki að vera lokaðar fyrir sendiboða Okkar. Kannski ná áhrif Okkar handan hafsins, engu að síður má ekki hætta leitinni að okkur.

180. Aðskilnaður frá leiðbeinanda stöðvar þróun andans, vegna þess að röskun keðjunnar leiðir til einangrunar og hindrar sköpunarmátt andans. Sannarlega færir sameining við ljósaflið andann áfram. Því gefur viðleitni til hæsta Helgiveldisins alla möguleika og fyllir andann af vilja til þjónustu. Brautir ljóssins eru lagðar með samhæfingu og krafti til fullnustu hærri Vilja. Þannig er leiðin að óendanleikanum lögð.

181. Þess vegna er mikilvægast að átta sig á mikilvægi að fullnustu hærri Vilja. Þess vegna er kraftur sameininga svo mikilvægur, því aðeins í samvinnu vitunda fellst sköpunarmátturinn. Upplausn mannkyns er svo mikil vegna þess að það er ekkert jafnvægi. Og atburðirnir á jörðinni benda til sundurlyndis við hæstu Vitund. Því er staðfest að lærisveinar verða að leitast við að skilja Helgiveldið. Maðurinn öðlast aðeins með fullnustu hærri Vilja.

182. Þakklæti er einn helsti eiginleiki réttlætis. Án réttlætis getur maður ekki náð vegi hinnar miklu þjónustu. Þess vegna, þegar við bentum á nauðsyn þess að skilja þakklæti, aðstoðum Við aðeins hina miklu þjónustu. Hversu fagurt er þakklæti! Það kveikir svo auðveldlega eld hjartans og eins og í nærveru ímyndar Drottins fyllir það andann göfgi. Vanþakklæti er fyrst og fremst ómerkilegt. Göfugleiki er uppsöfnun góðvilja fyrri lífa, en á jörðinni er göfugleiki aðeins metin í ættartengslum. Maður ætti sérstaklega að þróa þakklæti, því þakklæti er systir hollustu. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir hversu erfitt það er stundum fyrir fræðarann að sameina bestu möguleikana. Maður verður að vita með eldi hjartans hvernig á að hjálpa.

183. Vitundir í samvinnu leitast við að fá bestu lausnina. Hvers vegna á óeining sér stað þegar alheimurinn staðfestir einingu sem meginreglu? Hvernig er hægt að slíta manninn úr keðjunni sem heldur uppi öllum kosmosinum? Lífið verður að byggja á meginreglunni um þanda kosmíska keðju. Aðeins þannig getur Helgiveldi komið á eldlegri þjónustu. Þess vegna nær maður aðeins til Okkar gegnum Helgiveldi.

184. Sannarlega næst deilanleiki andans þegar orkustöðvarnar skapa logandi. Þannig er samhljómur sköpunarmáttar gegnsýrður þessum loga andans. Hver sköpunarhvati kveikir andlega kyndla þegar hann fyllir geiminn eldi. Þess vegna geta kyndlar andans kveikt árurnar. Þannig kveikja logandi orkustöðvar andlegar leitir í fjarlægð. Sannarlega, mikill er sköpunarmátturinn. Já já já!

185. Orðin sem fela í sér hugtakið að vera gott og góður eru Okkar uppáhald. En eitt þeirra er þó algerlega andsætt siðum okkar - það er þægindi. Sannarlega er það svo að ef saga mannkynsins er rannsökuð verður þú sannfærður um að ekkert stórkostlegt hafi nokkurn tíma verið skapað í þægindum. Í langan tíma hef Ég rætt ítrekað um blessaðar hindranirnar, en það eru fáir sem elska baráttuna fyrir afrekum. Hins vegar er óhjákvæmilegt að venjast baráttunni, því annars er ómögulegt að skerpa sverð andans. Fyrir jarðneskar framfarir, sem og fyrir fjarlæga heima, þarf hindranir og getu til að sigra þær. Að vera í hvíld hentar ekki Helgiveldi.

186. Þannig ráðleggjum Við að gefa moskus til að styrkja virkni, en Við erum sérstaklega á móti fíkniefnum sem róa og deyða vitsmunina. Hvernig verða þá gæði hugsana sem þörf er á fyrir framtíðarlífið, ef við deyfum þær með eitri? En læknavísindin eru öflug í framleiðslu á lifandi líkum.

187. Það er rétt að skilja eilífa baráttunna og undirbúa vitund sína undir að mæta sprengingu, því aðeins það samsvarar raunveruleikanum. Hönd Mín þreytist ekki við að leiða stríðsmennina, en augað Mitt þolir ekki aðgerðarleysi í vímugjöf þægindanna. Að hafa Óendanleikann fyrir sér, að tapa ekki klukkustund og nýta hvert augnablik - er jóga. Þegar andinn fylgir náttúrulega æðri heiminum og kveikir röð kyndla í hjarta sínu, þá getur maður kallað það réttlátan veg.

188. Staðbundinn eldur laðast að jarðskorpunni og margar neðanjarðar birtingarmyndir fylla sögu plánetunnar. Vissulega eru allir atburðir mjög tengdir mannkyninu sem og afleiðingar. Þannig skapa birtingar mannkynsins Karma plánetunnar. Hve mörg þessara umróta eru af vakinn af anda mannkynsins og gæði hugsanna þess! Þess vegna mótar samhæfð hugsun rýmið sem mettað er af birtingum staðbundna eldsins. Þannig er líf plánetunnar mótað og mannkynið verður að leitast við að hreinsa geiminn.

189. Þannig er hægt að skipa hugsuninni að beina sér að góðviljuðum ásetningi. Mannkynið dreymir um betri framtíð, samt veit það ekki hvernig á að opna rifu í djúpi myrkursins, vegna þess að grundvöllur fyrir birtingu kosmíska eldsins verður ekki vart í lífinu. Þyngdarlögmálin hafa misst þýðingu sína, þess vegna geta aðeins hreinsunarlögmálin veitt það sem jörðin hefur misst. Sannarlega, aðeins hreinsun getur veitt það sem þarf fyrir ferska jörð. Lykillinn er innan andans og aðeins þessi lykill getur tryggt árangur. Þess vegna verður öll fegurð andans að skiljast á leiðinni til okkar.

190. Það er nauðsynlegt að skilja það bókstaflega þegar Ég segi að talsverðan fjölda sjúkdóma eigi að meðhöndla með sálarorku. Sýking í taugaefninu verður alltaf aðalorsök ýmissa sjúkdóma. Í sýkingu taugaefnisins sameinast æðri heimurinn við hið neðra; í gegnum skarð í taugaefninu getur hver innrás komist í gegnum, byrjar með þráhyggju og endar með krabbameini. Einungis er hægt að vernda taugaefnið með andlegri orku. Þjálfun sálarorku mun vera sönn lækning mannkynsins. Að minnsta kosti er hægt að beita hreinni hugsun og vernda aðgang að taugasviðinu. Jafnvel svo einfaldur mælikvarði mun nýtast vel. Sálarorkan verður einnig besta hreinsunin á tímabili dulins sjúkdóms. En hræðileg er niðurbrot taugaefnisins af áhrifum ölvunar og allskyns lasta. Hugleiddu ástand fíngerða líkamans þegar fínustu taugarnar taka á sig mynd beinagrindarinnar! Bein tilheyra jörðinni, taugar til fíngerða heimsins, ljós til andans.

191. En aftur mun ég snúa mér að Helgiveldinu. Ekkert getur styrkt taugefnið svo mjög sem keðja Helgiveldisins. En hvernig á að styrkja manninn í mikilvægi þess að samþykkja Helgiveldi? Jafnvel þeir sem heyra um það sætta sig ekki við það sem lífsins nauðsyn og skaða þannig sjálfa sig og hina miklu áætlun. Skaðinn sem það veldur Helgiveldinu á sér enga hliðstæðu og eyðist ekki. Ég get ekki einu sinni kallað það mistök. Það er þegar fráfall - ekki mannvonska, heldur svik.

192. Stöðug viðleitni að fylgja Helgiveldinu getur veitt nauðsynleg skref. Hvernig getur tré staðið stöðugt ef maður reynir að rífa það upp með rótum? Aðeins snerting við hreina strauminn veitir kröftunum jafnvægi. Þess vegna geta aðeins rætur Helgiveldisins haldið uppi stofninum. Hvert frávik veldur skaða á hinum mikla vexti. Menn ættu að vera staðfestir í skilningi á afli Helgiveldisins. Í gegnum sprungurnar sem orsakast af virðingarleysi við Helgiveldið læðast dimmu öflin inn. Þess vegna verða menn að skilja einingu með kraftinum sem æðri mátturinn tjáir. Þannig getur maður öðlast.

193. Sá sem leitar æðri heima án Helgiveldisins má líkja við bogamann sem skýtur örvum til himins með lokuðum augum og býst við að ein örvarinnar hitti fugl. Tilviljanir eru ekki til í lífinu. Við vitum í hvaða átt við göngum og treystum leiðtoga okkar - aðeins þannig nýtast allar örvar; og leiðtoginn veit hvernig á að verjast gegn eitruðum sendingum. En við skulum virða leiðtogann, ekki aðeins með orðum heldur í hjarta okkar, og hann mun vaxa ásamt okkur; vegna þess að þegar við nálgumst hið mikla eflumst við, en minnkum óhjákvæmileg með því að hörfa. Þetta lögmál er auðveldlega hægt að tákna á myndrænan hátt. Við skulum ímynda okkur að úr fræi andans gangi tvær skiptar línur í átt til ljóssins inn í óendanleikann og hvernig hver rétt hreyfing eflir okkur.

194. Stöðug samskipti við hærri Tilganginn dregur andann til hærri skilnings. Stöðug beiting hærri lögmála færir andann inn á braut kosmíska segulsviðsins. Ósigrandi er leiðin sem er lögð með boðskap hærri Vilja. Kraftur Helgiveldisins er mátturinn mettaður af sköpunareldinum. Að lúta krafti Helgiveldisins þýðir að beita eldinum til almannaheilla. Hversu dauft lýsir þetta hugtak í skilningi manna! Vitundin sem meðtekur ekki þennan skilning getur aðeins muldrað þessi miklu orð, ófær um að beita þeim í lífinu, því aðeins hjarta sem fylgir mikilfengleika Helgiveldis getur skilið alla tign kosmíska lögmálsins. Þannig getur aðdráttaraflið að seglinum aðeins átt sér með skilningi á Helgiveldinu.

195. Keðja Helgiveldisins leiðir rétta uppbyggingu heimsins. Sannarlega er aðeins hægt að staðfesta fíngerða líkama með fíngerðu efni hugsunarinnar. Vefari eigin líkama hefur ekki grun um það sem hann kynnir í vef líkamans með því að skilja sig frá því Hæsta. Við skulum því hugleiða það mikilvægasta - keðju Helgiveldisins.

196. Þú gætir verið spurður hvernig innganga inn á veg þjónustu sé skilgreind. Vissulega verður fyrsta skrefið afsal fortíðar og viðleitni af heilum hug til framtíðar. Annað skrefið er móttaka fræðarans inn í hjarta manns, ekki vegna þess að það sé nauðsynlegt, heldur vegna þess að það gengur ekki öðruvísi. Þriðja skrefið er höfnun ótta, því að vera vopnaður af Drottni er hver ósæranlegur. Fjórða skrefið er ónæmi fyrir fordómum, vegna þess að sá sem leggur sig fram fyrir framtíðina hefur engan tíma til að sinna synjun gærdagsins. Fimmta skrefið er að helga öllum tíma sínum vinnu fyrir framtíðina. Sjötta skrefið er gleði þjónustunnar og helga sig algjörlega í þágu almannaheilla. Sjöunda skrefið verður andleg leit að fjarlægum heimum sem fyrirætlaða leiðin. Samkvæmt þessum táknum muntu greina anda sem er tilbúinn að helga sig þjónustu. Hann mun skilja hvar eigi að reisa sverðið fyrir Drottinn og orð hans mun koma úr hjarta hans.

197. Gangið ekki aðeins hefðbundnar leiðir. Maður getur mótað mörg höfuð með venjulegum málflutningi. En slík ræða er hærri heimum óskiljanleg. Jarðnesk hrifningarköll hljómar þar sem hundsgá. Enginn segull dregur að sér slíkt hýði og eldur brennur ekki án olíu. En gerum greinarmun á almannavenjum og daglegum athöfnum, vegna þess að margir leita mótsagna eða andmæla sem ekki eru til staðar. Takið eftir slíku fólki; það nær ekki árangri, vegna þess að hugsun þeirra er við gærdaginn. Við skulum ekki vera bundin af neinu úr fortíðinni. Ekki heldur leita að vinum gærdagsins og vita strax hvernig á að prófa hjörtu þeirra.

198. Með vexti aðlöðunar vex ábyrgðartilfinningin. Andspænis hinni miklu áætlun verður skilningur á ábyrgð að vera til staðar í hverri athöfn. Algjör ábyrgð fyllir mann eins og staðbundni eldurinn. Ábyrgðartilfinning verður að gegnsýra hverja athöfn; því tilfinningin um ánægju er aðeins hægt að staðfesta þegar ábyrgðartilfinningin hvetur andann til að uppfylla vilja Helgiveldisins. Þess vegna nægir eldberanum kosmískt áræði. Þess vegna er staðfestingu á hærri Vilja þegar andinn fyllist sannarlega af ábyrgð. Þannig nást sigrar. Þannig eru þeir ósigrandi sem uppfylla vilja Helgiveldisins.

199. Eldheitur fulltrúi Helgiveldisins virkar sem máttugur eldvilji. Hönd Helgiveldisins stýrir sem hærri hönd. Helgiveldið dregur að sér eins og snúningssegull, en hver og einn þarf að starfa meðvitað. Andi sem leitar skilnings á fræðaranum er á leiðinni, en andinn sem hafnar hugtakinu um fræðara getur svikið Helgiveldið.

200. Þannig ætti maður að uppfylla allt sem ætlað er og öðlast skilning á bestu stundinni. Þannig ættu menn að muna hve mjög breytilega sandurinn rennur undan ólíkum fingrunum. Jafnvel fingur sömu handar framkalla mismunandi hljóma í laglínu; og enn fjölbreyttari er taktur annarra, en eldlegt hjarta skynjar hin fína mun á takti. Innsæi er kveiktur eldur hjartans. Það er erfitt að tjá með orðum hvenær þessi strengur hjartans ómar, en Helgiveldi getur bent á þessa ummyndunarstund.

201. Þegar heimurinn er í krampa er tákn Maitreya gefið sem mótefni. Þegar grunnur verka Okkar er lagður þá eflast kraftar andans. Þannig hefur tákn Maitreya verið staðfest. Og á Degi Okkar, þegar birtingin er staðfest, má endurtaka, hve líflegur kraftur andans kemur í lífið og hversu mjög þessi nýi kraftur staðfestist í vitundunni. Þess vegna verður að beita vitundinni með skilningsmætti á Helgiveldið, sem hefur í sér keðju allrar viðleitni. Þannig verður að viðurkenna hverja birtingu fegurðar í verkum Okkar sem nauðsynleg athöfn. Þannig að kraftur grunnsins sem felst í fegurðinni, leitast við að uppfylla hærri Viljann og leiðir til fyrirætlaðs sigurs. Því eiga turnar Okkar að vera byggðir, sannarlega í fegurð!

202. Það er öruggt að í kringum góðverk koma alltaf upp erfiðleikar. Hvað sannar það? Sannar það veikleika ljóssins og mátt myrkursins? Við skulum þó muna að með þróaðri sýn er margt skynjað. Að sama skapi skynjar hreinn andi margt sem er óaðgengilegt fyrir dauð skilningarvit. Að auki, höfum við ekki þörf fyrir mótstöðuafl til að venjast því að standast óreiðuþætti? Þessum velviljaða viðnámskrafti er aðeins náð í athöfnum og safnast upp sem brynja andans. Getur maður kvartað yfir að þroska viðnám gegn hinu illa? Nei, örugglega ekki - þessi herklæði andans er ekki aðeins vörn heldur er það segull sem laðar að bandamenn. Blessaðu því allt sem þroskar viðnám og mótstöðu gegn illu.

203. Þú gætir hitt fólk sem vill flýta sér og því finnst að Við séum sein til. En gakktu með þeim undir næturhimninum og bentu á útgeislun óteljandi heima. Segðu, Drottinn leiðir þig til þessa sköpunarmáttar. Er hægt að vera hægur á þessari miklu braut? Við verðum að undirbúa okkur undir að vera meðskaparar. Nauðsynlegt er að varðveita og efla fræ vitundarinnar, því að öllum heiminum er haldið uppi af krafti vitundar. Ekkert afl stenst vitund sem er hrein af sjálfhverfu. Maður getur búið sig undir að fara yfir allar brýr með eldlegri vitund sem slær með takti kosmosins, sem í fræi anda síns bregst við öllum skjálftum jarðar og þekkir eðli fólks. Maður getur beitt öllum helgum krafti hjartans til að verða meðskapari logandi Lógos í því að sigra dauðann. En svo lengi sem slíkt áræði er ekki innrætt í hjartað getur vitundin ekki vaxið óendanlega í þessa átt. Við köllum það konungsveginn, Via Regale. Þess vegna er flýtir konungsins, Fiat Rex, þar sem andinn virðir Helgiveldið og þorir!

204. Grunnur staðfestrar leiðar er ávallt einn vilji, sem bindur allar birtingarmyndir. Þess vegna er miðjan geislandi uppspretta sem býr yfir öllum eldlegum sköpunarmætti. Fagur er viljinn sem hefur í sér sköpunarmátt og knýr orku andans inn á æðri sviðin. Þess vegna er leiðin sem er valin af hinum sýnilega vilja víkkuð út með staðbundna eldinum, með aðlögun eldanna og tengingu þeirra við hærri sviðin. Þannig gefur mikil hugsun andanum mikið aðdráttarafl og Viljinn sem geislar hæsta eldinum dregur andann upp á hæstu leiðina. Þannig að það er dásamlegt að vera samstilltur hærri Vilja. Sannarlega, aðeins þannig birtast leiðir óendanleikans.

205. Þannig er máttur kosmosins staðfestur í geimnum. Hver orkustöð finnur fyrir hverjum titringi; þess vegna, meðan á straumbreytingum stendur, eru eldlegar orkustöðvarnar svo viðkvæmar. Þess vegna verður að standa vörð um heilsuna.

206. Tilraunin með að þétta astral líkamann, efnislega, er ekki tilraun, heldur upphaf áætlunar um innkomu sjötta kynstofnsins. Ekki ætti að gera ráð fyrir að þétti astral líkaminn verði óstöðugur í langan tíma. Undirbúningurinn að nægilegri þéttingu hann hefur þegar hafist. Þannig, í jarðneskum óróa, söfnum Við saman nýjum kynþætti. Vissulega þarf að finna leiðir sem hreinsa neðstu lög andrúmsloftsins. En þegar eru nokkrir möguleikar. Safinn sem þér er gefin hefur hreinsunaráhrif og brýtur niður eitur í gegnum hreina filmu húðarinnar.

207. Við skulum ekki halda að næsti kynstofn falli af himni á rósóttum vængjum. Nei, hér er líka ekki hægt að sleppa rannsóknum. Við fögnum því ef hugsanir um umbreytingu kynstofnsins styrkjast nú. Í þessu efni munum við ekki grípa hjálp frá öpum, heldur snúa okkur að undirstöðum mannlegrar náttúru og bæta við uppsöfnun jurtaríkisins. Þannig mun andinn fá endurnýjaða flík. Einmitt, maðurinn getur og verður að hugsa um framtíðina, ekki með fordómum, heldur frá staðreyndum um tilvist líkama af mismunandi stigum. Ef slíkar gráður eru til, getur enginn haldið því fram að millistig sem byggist á gagnkvæmum kostum finnist hugsanlega ekki. Það er erfitt að skilja Helgiveldið ef samfella þess er ekki skilin. Að sama skapi eru hin ýmsu stig líkama til þegar þeir þroskast nægilega.

208. Þú getur skilið hvernig svörtu stúkurnar standa gegn fullkomnun mannkynsins, þeir kjósa örlög Atlantis fram yfir ljós nýs líkama. Verum á varðbergi, verum vakandi, fylgjum Drottni!

209. Staðfesting fræðarans eflir öll sköpunaröfl. Án hans getur enginn hlekkur verið í mikilli keðju sköpunarmáttarins. Allir kraftar alheimsins sem birta framvindu þróunarinnar byggjast á lögmáli Helgiveldis. Hvernig er hægt að byggja án aðdráttarafl miðjunnar? Hvert afl hefur eigin spennu, sem kallar fram skapandi viðleitni frá uppsprettu kosmískra elda sem safna ljósi og breiða eld kringum sig. Sannarlega er kosmískt Markmið til, og lífið verður að byggja í kringum markmið. Sköpunarmátturinn er takmarkalaus!

210. Þess vegna er aðeins hægt að ná fram bestu birtingarmyndinni með skilningi á miðjunni. Þegar við öðlumst staðfestingu á Helgiveldinu, þá hefur hver athöfn sína áherslu. Þess vegna er skilningur á markmiði svo mikilvægur. Höndin sem hikar eftir að hafa miðað þarfnast styrkingar. Láttu þannig vitundina stækka í áttina að markmiðinu. Þannig hafa fræðarinn og Tara fært allan skapandi eldinn.

211. Hugsun er undirstaða sköpunar. Hún getur verið sýnileg og mæld. Menn verða að líta á hugsun sem sköpun sjálfstæðra athafna. Út frá þessum skilningi verður rétt afstaða til afleiðinga hugsana. Það er oft spurt hvers vegna Við eyðum ekki afleiðingum hugsana. En hugsun er nýfædd eining andlega sviðsins. Takið eftir, hugsun er ekki afstæð, ekki efni, heldur eining með öll merki um sjálfbjarga tilveru. Sem eining andlega sviðsins er ekki hægt að tortíma hugsun. Hún getur verið andstæð svipaðri tilveru sem hefur meiri möguleika. Í þessu liggur kjarni Tactica Adversa, andstæðri aðferð, þegar skrímsli leyfist að ná fullkomnum í ljótleika sínum til þess að umhverfast síðar með ljósgeisla. Helgiveldi verður besta loforð hins sanna ljósmáttar.

212. Kallaðu Helgiveldi hornstein þinn, þar sem þú getur prófað skilvirkni eiginleika; því ef þú viðurkennir ekki tilvist þeirra bestu og mest lýsandi, þá er engin þörf á að vernda og fullkomna þinn eigin Mónad. Tilvist Helgiveldis er grunur alls lífsins. Mundu að Helgiveldi starfar í gegnum sveitir þjónustunnar. Ekki tefja fyrir að setja saman þessar sveitir, því að það er ekkert verkefni sem er farsælla en þjónusta við Helgiveldið.

213. Kraftur sem beindist að almannaheill margfaldast ávallt í geimnum og þar verður tenging við hærri sviðin. En sá kraftur sem stafar af hinu illa endurkastast. Mótun staðfestrar útgeislunar gefur kraft fyrir mettun geimsins. Birtingarmynd illra örva spennir lægstu sviðin, sem þéttast að svo miklu leyti að endurkastið er óumflýjanlegt. Þannig dregur hver hugsun sem laðast að ljósi eftir sér bjarta geislun en smituð ör getur klofið höfuðkórónu sendandans. Það eru margar slíkar birtingarmyndir sem sjást á andlega sviðinu. Þess vegna verður að verja rými gegn smiti og halda verður eiginleikum hugsana háum. Þannig getur maður sýnt meðvitaða samvinnu.

214. Vissulega, þegar svarta stúkan beinir örvum sínum gegn Hvíta bræðralaginu, þá eru afleiðingarnar sjálfseyðandi og birtingarmyndir endurkasts örvanna óhjákvæmilegar. Það sem þú heyrðir er afleiðing sjálfseyðingar, vegna þess að miðaða örin snéri aftur til sendandans. Þess vegna megi hver vera staðfastur í skilningi á krafti Okkar. Ekkert getur snert þann sem vitnar um fulla trú á Mátt okkar og Helgiveldi. Geislar Okkar eru alltaf á varðbergi og Hönd Okkar er óþreytandi. Þannig verður að skilja fullan Mátt Helgiveldisins.

215. Hugsun er staðbundin tilvera. Mikil athygli er lögð á hugsunarform, en aðeins yfirborðskennd, lítil þekking er veitt um áhrif hugsunar, en það eru einmitt afleiðingar hugsunar sem endurkastast alvarlega á umhverfið með áhrifum sínum. Hljóð hefur áhrif á óvæntustu hluti. Áhrif hugsunar eru jafn fíngerð. Sá sem leggst í sjálfsvorkunn getur tapað peningum, eða ef hann er reiður maður, kann hann vera beittur alvarlegum ásökunum. Þannig eru ýmis áhrif flakkandi hugsana. Maður ætti að muna að engin hugsun er án afleiðinga. Hugsun getur haft áhrif á mann langt í burtu, en í hugsuðunum mun örlagakúlan finna afl sitt. Vissulega eru engar tilviljanir í þessu, en engu að síður er flug hugsunar mjög flókið! Fylgjast ætti með afleiðingum hugsunar eins og kostur er.

216. Allri líkamlegri spennu ætti að eyða, því maður getur ekki spilað á fiðlu með kústi. Einnig veldur hlátur truflun í næsta umhverfi. Þegar hjartað logar, ómar það eins og bjalla um langar leiðir. Það er sjaldgæft að heyra jóga hlæja hrossahlátri, því gleði hans er ekki í háværum hlátri, heldur í mettun hjartans. Nákvæmlega „gleði er sérstök viska“ ekki aðeins í eðli hennar heldur einnig hið ytra.

217. Einn af máttugum eiginleikum andans er staðfesta. Hvernig getur maður þróað og aukið vitund sína þegar staðfastleika skortir? Hvernig er annars hægt að sannreyna fyrirætlanir og athafnir ef ekki er til staðar slíkur máttugur hvati sem staðfesta? Fyrir hvern og einn á leiðinni er aðeins einn óbreytanlegur Máttur - Helgiveldi. Á þessari heilögu meginreglu má byggja; frá þessum helga Tindi má ígrunda heiminn; í þessu höfuðvígi verður andinn vængjaður; á þessu Tindi er hægt að byggja upp mikla þróun. Þess vegna, þegar andinn reynir að skapa tálsýnan heim sjálfsmyndar, er vissulega erfitt að komast áfram. Þannig, í takmarkalausri sköpun, er leiðarljósið - Helgiveldi. Þannig með stöðugleika í þjónustu er hægt að víkka vitund sína og ná yfir lögmál loga Helgiveldis.

218. Þess vegna verður maður að muna að vanvirðing við Helgiveldi eru svik; að skeytingarleysi gagnvart Helgiveldi eru svik; að neikvætt viðhorf til alls sem lýtur að Helgiveldi séu svik. Þannig staðfestum Við ábyrgðina á hverju töluðu orði, fyrir hvert verk og hverja athöfn.

Hvernig er ekki hægt að staðfesta mann á eldlegri ferð til Helgiveldisins þegar helgasti eldurinn er Helgiveldi! Leyfum hverjum og einum að velta fyrir sér hvernig betur sé hægt að þjóna Helgiveldinu og útrýma öllum votti af sjálfselsku, vanvirðingu, léttúð og stöðluðum venjum fjöldans. Menn ættu að vinna betur saman og meðvitað viðurkenna eldlegt Helgiveldið.

219. Tungumál fíngerða líkamans kemur fram með mettun Brahmarandhra, höfuðorkustöðvarinnar; annað en þetta er óþarfi að þreyta sig í því að bera fram alla stafina. Hljóð fyrsta stafsins er nægjanlegt, vegna þess að restin skilur hjartað. Sömuleiðis krefst tónlist sviðanna ekki laglínu, heldur byggist hún á hrynjanda, því annað ómar í hjartanu. Nákvæmlega hjartað er hlekkurinn á milli heimanna og aðeins hjartað getur brugðist við hjarta Drottins og öllu Helgiveldinu. Maður getur verið sviptur sjón og heyrn, en hjartað verður besti staðgengillinn og jafnvel fíngerðasta tjáning kjarnans.

220. Á tímum kosmískra truflana byrjar andinn sannarlega að íhuga blaðsíðu tilverunnar. Þegar óttinn sigrar andann, er hver uppbyggilegur vilji lamaður og uppbygging hættir. Því öflugri verður sá andi að byggja sem veit að eldheit viðleitni leiðir til öflugrar þekkingar á kosmíska segulsviðinu. Þess vegna verða þeir sem fylgja Helgiveldi að losa sig við ótta, því hjartað sem ber í sér mikilleika markmiðsins er ósigrandi; og undir eldheitri vörn öflugs Helgiveldis er verið að byggja upp mikla framtíð. Þess vegna, meðal allra kosmískra truflana og mikilvægra breytinga, er aðeins eitt akkeri - Helgiveldið. Í því er sannarlega hjálpræði!

221. Þegar við fullyrðum að helgiveldi sé vörnin, þýðir það að á henni byggir meginreglan um sköpunarmátt þanins elds. Þess vegna höfum við opinberað eldberanna fyrir heiminum og gefið birtingarmynd fegurðar. Látum lærisveinana halda því uppi andlega lögmálinu, sem er sjálft lífið. Hin andlega uppspretta sem gengur í öll verk verður að vera staðfest í hjarta og vitund.

222. Óvenjuleiki er ánægjulegur eiginleiki hverrar ákvörðunar. Við skulum taka dæmi af veikindum. Læknirinn getur gefið bestu greiningar sínar og öll lyfin, en þessi venjulega leið er kannski ekki til úrbóta. En jóginn veitir ráð og þessi óvenjulega ákvörðun skapar styrkjandi ástand. Lyf jógans er ekki úr lyfjabúðum og forðast vímuefni, en það felur í sér seytingu kirtla sem, eins og matur, styrkir efni tauganna. Sömu eiginleikar eru í seytingu trjáa, þar sem trjákvoða getur borist um svitaholur húðarinnar með sömu eflingu til næstu tauga. Vissulega er hægt að taka inn hreinsað trjákvoðu. Besta hreinsunin er með sólargeislum, en þetta þarf langan tíma, vegna þess að botnfall er mjög hægt. Hægt er að hreinsa hverja olíu jafn hægt, en ekki er hægt að bera þessa hreinsun saman við nein efnaferli. Þannig hafa óvenjuleg ráð jógans forskot á venjulega lækna. Framkvæmið svo.

223. Allir atburðir safnast í kringum eina miðju. Öll teikn benda á eina miðju. Einn birtur eldur er í öllu, fræið dregur til sín alla samsvarandi orku. Þannig rætast allir kosmískir atburðir. Þess vegna, aðeins fullur skilningur á einni miðju sem getur beint andlegum viðleitni að staðfestu fræinu. Óbreytileiki sköpunarmáttar lifnar þegar fókusinn er skýr. Því þannig, sannarlega, gengur viðleitnin inn í farveg athafna! Þannig getum við aðeins náð staðfestu andans. Þannig fyllist maður næmum skilningi á óendanleikanum.

224. Þess vegna eru hnitmiðaðar viðleitnir til Helgiveldis svo fagrar. Aðeins þannig getur maður tileinkað sér allar skipanir hæstu aflanna. Aðeins þannig getur maður nálgast fyrirmæli Okkar og haldið sig við eldlegan sköpunarmátt. Eldheitur fókusinn, allt um lýsandi, sem felur í sér allt, gefur líf hverju skapandi upphafi. Þess vegna er svo mikilvægt að skilja Helgiveldi. Já já já!

225. Fylgstu með sérstöku einkenni dýra og fugla sem gefa frá sér seyti svipað og moskus. Feldurinn og fjaðrirnar innihalda feitt efni, svo og hita, eins og eins konar kvoða eða fjallaolía hafi mettað þau. Fjaðrir fuglanna fá málmkenndan lit, vegna fæðu þeirra á rótum og kornum sem innihalda mikla sálarorku jurtaríkisins, með öðrum orðum kvoðu. Steinefni gefa einnig út sálarorku í gegnum jurtaríkið eða í gegnum loftið, sömu eiginleika hafa eldur geimsins og hugsun sem birtist af andanum. Maður getur nú skilið hinn forna samanburð sem líkti hugsum við loga. Hvaða merkilegar tilraunir væri hægt að gera með því að tengja keðju viðbragða sálarorkunnar frá steinefnum við fíngerða líkamann! Maður getur fylgst með hve fjölbreytt viðbrögðin verða við loðfeldum og fjöðrum tiltekinna fugla og dýra. Ætli það hafi verið af venju að í fornum höllum og musterum var málmkenndum páfuglum haldið? Maður getur velt fyrir sér hvers vegna moskudýr og Monad fuglar verpa í næstum jöfnum hæðum. Er ekki sama jarðvegur á hæðunum og á sléttunum? Þegar við hreinsum andrúmsloft sléttunnar verðum við að huga að dýpi jarðarinnar og kalla fram sálarorku hennar.

226. Fókus lífsins ætti að safnast saman. Þannig safnast þau gæði sem kallast menning. Menning skapast ekki samstundis. Né getur samsöfnun lífsins ekki birst eins og fallbyssukúla. Heldur krefjast birtingarmyndir lífsins stillinga eins og hljóðfæri hljómsveitar. Það virðist sem Ég tali um ýmis efni, samt eru þau öll ekkert nema eldur, orka, stigveldi!

227. Lífskraftur alls uppruna er bundin af eldlegu lögmáli Helgiveldisins. Aðeins meginþáttur hæsta Helgiveldi veitir jafnvægi og viðleitni við hverja staðfestingu. Þess vegna, til að koma á kosmískum regluþáttum, er megin hvatinn Keðja Helgivelda. Sköpunarmáttur mannkynsins ræðst af þessum staðfestingum og aðeins fylgni við hæstu Keðju veitir þann mátt. Þannig tengist hver keðja stærri keðju og máttur þessarar Keðju ríkir í kosmosinum. Þess vegna magnar þróunin hverja minni keðju og tengir hana við hina miklu, endalausu Keðju Helgiveldis. Þannig svífur máttur eldlegs Helgiveldis hátt. Já já já!

228. Hvernig er þá hægt að staðfesta mann í keðju Helgiveldis? Aðeins með hjartanu og endalausri viðleitni til þjónustu, aðeins með fullkominni aðlögun að áætlun drottnanna og með skapandi anda. Þannig að sannarlega verður hver og einn á leiðinni að þiggja þjónustu hjartans. Það er sannarlega staðfest af óbreytanlegri Keðju Helgiveldisins.

229. Origen rökfærði: „Verður Uppljómun eða er hún send?“ Að vera meðvitaður um að Uppljómun er algerlega raunverulegt efni af hæstu sálarorku, getur maður skilið að þessi spurning átti góð rök. Því, hiti verður frá ljósi, en brennigler þarf til að mynda eld. Sálarorka stafar vissulega af hverri lífveru sem býr yfir henni, en til að ná árangri verður að safna og samstilla meðvitað. Þessi vitund er eins og brennigler. Nauðsynlegt er að gera greinarmun á ómeðvitaðu flæði sálarorku og beittri ör nákvæmrar vitundar. Ef jafnvel hæsta orkan nær ekki markmiðinu þegar hún er send ómeðvitað, hversu mikil þörf er ekki fyrir brennipunt mannlegar orku! Eyðilegðu brennipuntinn og eldurinn kemur ekki fram. Án elds bíður okkar myrkur og kuldi. Við skulum muna hvernig lifandi hiti og ljós geta náð til okkur.

230. Maður ætti að læra að meta hlýju og ljós kjarnans og muna að geislar hins eina ljóss koma úr einni átt. Við skulum bera stöðu okkar saman við jarðneskar reglur og við munum sjá aðeins einn grunn fyrir velgengni sem er óhaggaður. Hvað er árangur, ef ekki áhrif réttra beitingu lögmála? Þannig verður maður að læra að skynja farveg Helgiveldisins.

Þannig verður hann oft gerður ábyrgur sem vissi ekki hvernig hann átti að stjórna, því veikleiki er ekki réttlæting. Þar sem brennigler er, er einnig eldur, því það er ekki erfitt að bíða eftir sólargeislanum. Við höfum beðið í aldir; það er ekki erfiðara að bíða í nokkra daga. Mundu að oft er Uppljómun fyrir ofan þig en ekki undir iljum þínum!

231. Þegar rými er mettað af eldum skín hver klasi í orkustöðvunum; því finnur viðkvæm lífvera allt sem nálgast og hver breyting á kosmískum straumum endurspeglast í orkustöðvunum. Staðfesting samhljóms verkar á orkustöðvarnar og hver titringur endurspeglast á tiltekna miðju. Sömuleiðis endurspeglast það í hverri atburðarás á jörðinni; og við byltingar og umbreytingar ómar viðkvæm lífvera við hvern atburð. Vísindi munu taka upp spurninguna um samhljóma og hægt verður að ákvarða nákvæmlega athöfn innsæisins í samræmi við skynjun orkustöðvanna. Aðeins með slíkri rannsókn á samhljómum verður hægt að ákvarða orsök og samvinnu. Þess vegna er rannsókn á samhljómum vísindi framtíðarinnar.

Þannig að þegar orkustöðvarnar titra þýðir það að staðbundnu eldarnir geisa. Kraftarnir sem knýja neðanjarðarelda þjóta kröftuglega fram. Kosmíski samhljómurinn styrkir allar ómandi orkustöðvar; þess vegna er svo mikilvægt að gæta vandlega að heilsunni og ómandi orkustöðvarnar.

232. Jafnvel bestu vinir reyna hvor annan með einhverri sniðugri hreyfingu í skákinni eða í hættulegri veiði. Jafnvel í umkringdu vígi eru hermenn látnir stunda æfingar til að halda þeim við. Og þeir sem sigraðir eru móðgast ekki né heldur hreykja sigurvegararnir sér, því útkoman var aðeins æfing í útsjónarsemi.

Ég man hvernig einu sinni „Ljós augnanna,“ Jehangir, kom hlaupandi og kvartaði yfir því að leikfélagi hans, Jeladin, hefði hrint honum harkalega. Við spurðum: „Hvernig gerðist það?“ „Jehangir var veiðimaður og Jeladin tígrisdýr.“ Ég sagði: „Það væri ótrúlegt ef tígrisdýri breyttist í dúfu. Þakkaðu félaga þínum, sem gaf þér sýnishorn af heift dýrsins. Á morgun förum við að veiða alvöru tígrisdýr; vertu útsjónagóður gagnvart þeim. En mundu að höfðingi kvartar aldrei. “ Þannig gerðist það á tíma Akbar, sem sameinaði Indland.

Við verðum að muna vel eftir til hvers skilningur á Helgiveldinu skuldbindur okkur. Maður getur séð hversu gagnlegt það er að reyna á í ýmsu, annars dofnar ljósið sem aðeins kviknar í bardaga. Ljós átaka og áræðni er það dýrmætasta.

233. Það er nauðsynlegt að venjast átökum eins og daglegu starfi. Menn ættu að skilja að átök eru ekki aðeins próf á framúrskarandi styrk heldur einnig sem uppspretta orkusöfnunar. Við getum ekki náð tökum á frumþáttunum án átaka. Hversu tilbúin verðum við ekki að vera þegar kallið kemur, því annars getum við skaðað athafnir hærri aflanna. Helgiveldi þýðir ekki staðfestu í hvíld, heldur staðfestu í átökum. Getur eitthvað annað komið í stað átaka þegar segull Okkar er spenntur og hver sigur er gleði alls Helgiveldisins? Ef það er erfitt fyrir suma að sætta sig við Helgiveldi í gegnum kærleika, leyfðu þeim að samþykkja það sem grundvallar nauðsyn.

234. Allar þjóðir hafa vitað af Verndarenglum og hafa varðveitt minnið um þá í árþúsundir. Allar kenningar vissu um volduga verndara mannkynsins sem leiðbeindu þjóðum. Hvers vegna hafa okkar tímar þá afneitað æðstu leiðtogum? Hvenær hefur heimurinn verið til án verndara? Og hvernig getur mannkynið tekið hugmyndinni um fjarveru leiðtoga? Grunnreglur tilverunnar eru auknar með reglum sem leiðtogarnir sýna; og kosmísku lögmálin breytast ekki heldur vaxa með kosmískri staðfestingu. Þess vegna skapa Verndarar mannkynsins og hin almáttuga gyðja Fortuna örlög mannkynsins. Skilningur á þessu mikla lögmáli getur ýtt mannkyninu að Keðju Helgiveldisins.

235. Þess vegna verður hver andi að skilja Helgiveldið sem Verndara mannkyns. Þannig er þróun byggð og eldlegur sköpunarmáttur staðfestur. Þannig eru lögmálið staðfest; aðeins þannig er lífið nægt af hinum mikla mætti einingar. Þannig er lífið skapað.

236. Það er rétt að rannsaka mikilvægi vítamína, en einnig ætti að gera tilraunir með viðbrögð sálarorku. Maður sér að meðvituð neysla á vítamínum eykur notagildi þeirra margfaldlega. Sömuleiðis má sjá að frásog vítamína meðan maður er pirraður getur valdið skaða, þar sem ómeðvituð orka styrkist á þeim stað þar sem vitundin safnast. Maður getur skilið hvers vegna matarneysla var talin heilög af fornu fólki. Það er auðvelt að skilja að hve miklu leyti skilningur margfaldar alla orku. Svo margar einfaldar tilraunir geta verið gerðar með lágmarks athugun. Til þess að auka virðingu fyrir vitund má kalla orku Atma, sálarlíf eða líf eða telja það heilagt, en það er nauðsynlegt að rannsaka mikilvægi þess. Í þessum farvegi nálgumst við Fohat eða atómorkuna. Nauðsynlegt er að fylgjast með smásjánni og flytja formúluna yfir í hið óendanlega.

237. Nauðsynlegt er að finna nokkra vestræna vísindamenn sem gætu losað sig undan fordómum og farið að rannsaka aðstæður sálarorku. Vissulega munu hæðir Himalayafjalla veita bestu möguleika til vísindarannsókna.

238. Hve kröftuglega endurspeglast kosmíska orkan í mannlegum líkama! Hver kosmískur eldur mætir samhljómi í mannlegum líkama. Hve mikið má læra með andlegri nálgun í rannsókn á birtingarmyndum orkustöðvanna! Ef maður ætti að líta á mannlega líkama sem spegilmynd á birtingarmyndum kosmosins, mætti skynja margan samhljóm; og orkustöðvarnar yrðu logandi birtingarmynd fyrir vísindin. Aðeins andleg nálgun mun leiða í ljós þýðingu allra kosmískra samsvarana og mannlegar endurspeglanir þeirra. Líta má á orkustöðvarnar sem uppsafnara kosmískrar orku. Það er rétt að hugsa um bein tengsl fyrir hæstu orkustöðvarnar. Sólarorkustöðin tekur til sín hverja orku sem send er og nærir orkustöðvarnar meðvitað. Því er skilningur á eldlegum orkustöðvunum mikilvægasta verkefnið. Læknavísindin geta aðeins greint sjúkdóm þegar þau þekkja samsvörun hans við kosmísku orkuna.

239. Aðeins með andlegri nálgun getur maður nálgast Helgiveldið. Samhljómur hjartans og skilningur á krafti þjónustunnar verður að liggja til grundvallar alveg frá byrjun. Hvert frávik frá markmiðinu verður skotmark fyrir fjandsamlega ör. Þess vegna geta menn aðeins orðið samstarfsmenn með því að verja þetta mikla markmið. Sannarlega, aðeins þannig getur maður náð því!

240. Þegar menn munu rannsaka, ekki aðeins eldanna og geislanna, heldur einnig seyti sem frá mönnum kemur, þá gæti manni dottið í hug að breyta um líkama. Það er einkennilegt að menn skilji öfluga efnaferla sem eiga sér stað í líkama þeirra og líti á sama tíma aðeins á afurðir þessara ferla sem úrgang. Maður getur séð hversu öflugt blóðið eða munnvatnið er. Maður getur einnig séð hve óvenjulegur styrkur sem blóð jurtaríkisins, valerian, sendir til plöntu. Mjög öflugt er munnvatn og aðrar seytingar kirtlanna. En maður verður að fylgjast með orsökum aukningar og lækkunar á viðbrögðum orku þessara afurða. Munnvatn reiðs manns er eitrað og munnvatn góðvildar er gagnlegt. Er ekki mikilvægt að rannsaka slíkar almennt þekktar birtingarmyndir sem ekki er hægt að skipta út fyrir vélrænan búnað? Þannig munum við aftur nálgast glataða þekkingu varðandi efni sálarorkunnar, það dularfulla Atma, sem í fornum læknavísindum fannst við notkun kirtla. Maður verður að geta varist eldlegu frumefni Atma, sem er óbrennanlegt.

241. Atma verður að skilja sem orku geimsins sem er hreinsuð með óstöðvandi snúningi, eins og í miklum þeytingi. Maður verður að skilja hvernig andinn og Atma vinna saman eins og rafeind og róteind. Það er ekki siður Okkar að halda námskeið um efnafræði og lífefnafræði, en verkefni Okkar er að veita hvatann og beina athygli að mestu þörfinni og hættunni. Núna er kannski hættulegasti tíminn! Maður þolir það ekki aðeins með styrk andans heldur einnig með aðferðum eigin líkama.

242. Vissulega óttast myrku öflin mest af öllu tilveru ljóssins. Allir þjónar myrkursins efla krafta sína þegar þjónn ljóssins fyllir rýmið með tilskipun Drottins. Mannkynið þekkir frábær dæmi um slíka bardaga og sigur ljóssins. Vissulega fær hver og einn fræðara í samræmi við eigin vitund. Það er sama með keðju hinna myrku, sem eru fyllt vitund hins illa og setur upp hindranir sínar gegn ljósinu. Þannig eru öflin þanin í kosmosinum af margvíslegum ástæðum. Þess vegna geta menn staðfest að ljós sigrar myrkrið. Þannig er líf óendanleikans byggt.

243. Goðsögnin um St. Christopher samsvarar þjóðsögunni um byrði heimsins. Fólk verður að finna fyrir ákveðinni byrði nærri mörkum þess að andinn gerir sér grein fyrir óendanleikanum. Önnur náttúruríki þekkja ekki þessa angist, vegna þess að þau hafa ekki náð stigi vitundarskynjun. Reyndar eru vitundir margra manna líka sofandi. En byrði heimsins er óhjákvæmileg fyrir þá sem þegar hafa velt fyrir sér fjarlægum heimum.

244. Sama fólk mun skilja að þögn er ekki aðgerðaleysi. Þegar Ég ráðlegg þögn þýðir það ekki að hverfa í svefn, heldur þvert á móti að enduróma til máttar Helgiveldis. Maður verður að þjálfa öll sjö ára börn til að muna Helgiveldið, því eftir sjöunda árið hefur vitundin náð þráðum sem eru óafmáanleg alla ævina.

245. Það eru margar tilfærslur í geimnum og það er ekki undarlegt að straumarnir berist með nýjum takti. Þessir taktar eru nokkuð erfiðir vegna þess að þeir koma frá tilfallandi titringi við árekstra við strauma geimsins; bylgjan er tíu tökum of löng og þess vegna þreytandi. Þar að auki er ómögulegt að sjá kynslóð nýrra þokubletta, vegna þess að þær eru búnar til með straumbreytingum. Maður getur skynjað nýmyndaðar þokurnar aðeins af kveikju síðustu eldana.

246. Af kosmískum sköpunarmætti nálgast staðbundni eldurinn það jarðneska þegar allir samsvarandi kraftar eru þandir. Sköpunarmáttur getur aðeins komið inn í lífið þegar öll vogaröfl eru knúin til umbreytinga. Þess vegna birtist hver umbreyting þjóðar þannig, og í stað hinnar gömlu kemur ný stefna. Þess vegna er karma hverrar umbreytingar mótuð af endurtekningu samsvarandi staðfestinga. Jarðskorpan ber mörg ummerki um karma og þau verða að ná umbótum. Þess vegna verður mannkynið að leitast við að gera endurbætur. Sönn og mest er leiðin til Helgiveldisins.

247. Við kosmískar umbreytingar, þarf nýr tónn örugglega að hljóma. Hvert skref hefur sitt sérstaka karma. Fyrir nýtt tímabil, Manvantara, verður að metta geiminn með ákalli til Helgiveldisins. Aðeins þannig geta bestu undirstöður tilverunnar komið inn í lífið. Þess vegna er fræðsla Okkar svo mikilvæg; þess vegna er Helgiveldi Okkar svo voldugt; þess vegna er hinn mikli máttur gefinn, því að öllu er safnað utan um fræið, og hvert skref hefur sína eigin mettun.

248. Hver plógmaður mun segja að hann vilji plóginn sem gerir stærsta og dýpsta sáðfarið. Af hverju að fara tvisvar yfir akurinn, af hverju ekki að ná frjósamasta jarðveginum? Láttu dýpt sáðfarsins vera lotningu fyrir Helgiveldinu og breidd farsins vera staðfestu viðleitinnar. Við skulum fylgjast með því hvar skortir á lotningu fyrir Helgiveldinu og þar sem boðunum er ekki fullnægt. Við skulum taka eftir því hvar hörfað er. Hvern skaða verður að uppræta. Vaxandi í andanum ætti að fylgjast með hvar óvarðir blettir eru.

249. Vissulega krefst þróun andans fágunar, án hennar er ómögulegt að byggja. Hver og einn sem telur sig þjón menningar verður að sætta sig við staðfestu samræmis, því hvernig á að móta menningarskref án varkárrar afstöðu? Þess vegna verður að vernda hvern grunn fyrir heiminn. Menning er mótuð, ekki með grófu viðhorfi gagnvart fíngerðri orku og hugsun, heldur með skapandi afstöðu af varúð og ábyrgð. Þess vegna, þegar verið er að byggja upp, ættu menn að hugsa um fágun og að leitast til æðri sviða. Þannig næst þróun andans.

250. Gleymska, truflun, tvöfeldni, forvitni, tilheyra þeim ófullkomleika sem verður að uppræta. Hægt er að líta á hvern sem er af þessum eiginleikum sem svik, því af þeim kemur það lægsta. Maður ætti að skilja hve óhjákvæmilegar afleiðingar þeirra eru fyrir sjálfan sig. Smá vitund er vafin inn í mistök og að reyna að réttlæta sjálfan sig - með öðrum orðum að ljúga að sjálfum sér er að sökkva til botns. Það er hægt að sjá í gegnum mörg líf hvernig afleiðingargarður þeirra blómstrar. Fyrr eða síðar verður maður að vera sannfærast um skaða mistaka. Helsti snertiflöturinn verður spurningin: „Eru engin svik?“ Maður verður á endanum að átta sig á hversu margvíslegt svik geta verið. Fyrir utan klassíska kossinn, getur verið að finna marga fíngerðari þætti svika.

251. Hvert þroskastig krefst eigin spennu. Svo margar birtingarmyndir þróunar tapast vegna vanþroska. Þess vegna á að beita miklum ráðstöfunum til að ná miklum áætlunum. Hvernig er hægt að innræta lítilli vitund hugtakið um Helgiveldi! Hvert smámenni telur vinnuafl sitt það mikilvægasta, en í mikilli þjónustu eru aðferðirnar metnar af andanum. Sannlega verður maður að vega á milli voldugra aðferða og ríki smásálarinnar. Þess vegna er ekki hægt að beita aðferðum smásálanna á veginum. Miklar leiðir krefjast mikils skilnings.

252. Þess vegna, þegar viðleitni fyllir andann, er skilningur á þörfinni fyrir hærri aðferðir staðfestur með sama hætti. Þannig að til að komast áfram ættu menn að skilja með hvaða hætti verður að líta á Helgiveldið. Þess vegna verður maður að staðfesta vitund sína á hinu mikla hugtaki Helgiveldi. Þannig, án þeirrar miðju, verður eingin árangur né uppbygging. Sköpunarmátt er aðeins hægt að þróa með því að staðfesta miðjuna. Þetta staðfesti Ég.

253. Margar þjóðsögur lýsa hættunni á því að hafa marga gúrúa. Við skulum vitna í eitt þeirra. „Ein trúuð kona átti þrjá syni. Hver þeirra hafði valið virðulegan Rishi sem Gurú sinn. En einn þeirra hafði hugmynd um að auka völd sín með því að biðja tvo Rishi í viðbót um að vera lærimeistara hans, þó að móðir hans hafi varað hann við hættunni á svo léttúðugri athöfn. Það kom að því að Rishar fóru að kenna sonunum þremur að fljúga. Þriðji sonurinn bað hina tvo aðra Rishi um að styrkja flug sitt, svo að hann gæti verið á undan bræðrum sínum. En hvirfilvindar sem sendur var frá þremur stöðum krossuðust og rifu léttúðuga soninn í sundur í loftinu; en bræður hans flugu örugglega í átt að þeim Rishi sem þeir völdu.“ Þannig muna menn lögmál Helgiveldisins. Maður ætti tileinka sér þetta lögmál. Af öllum sjónarhornum þekkingar staðfesta vísindi önnur lögmál lífsins; en maður ætti ekki að horfa framhjá þessu.

254. Hver sundrun undirstoðanna spillir öllum vefnum. Stöðug hollusta er eins og olía fyrir lyftistöng. Fyrir okkur skiptir engu máli hvers vegna, þrátt fyrir hollustu, að eitthvað sé ekki framkvæmt, en Við sjáum oft hvernig þroskuð efnahvörf eru leyst upp. Því ætti maður að brýna blaðið, því árangur er ekki lengra í burtu en lengd spjótsins. Verndaðu þætti Helgiveldisins.

255. Framkvæmdir eru nauðsynlegar fyrir undirstöðurnar og aðeins ófrávíkjanlegur andinn getur staðfest þörfina. Þess vegna, þegar smiðir lífsins þenja krafta sína til uppbyggingar, þá er það alltaf með kosmískum ásetningi. Þannig bera smiðir lífsins hærri Viljann og eldmátturinn beinir andanum að kosmíska segulsviðinu. Þannig þekkja smiðir lífsins sannarlega hærri Viljann. Sköpunarmáttur er sendur fyrir atbeina Helgiveldisins og aðeins þegar andinn skilur helstu undirstöðurnar getur skapandi samsvörun átt sér stað. Sannarlega veitir Helgiveldið skapandi keðju og uppbyggingu í lífinu. Þess vegna endurtökum Við svo oft Helgiveldið. Þess vegna beinum við hugsunum að undirstöðum Helgiveldisins. Þess vegna eflum Við öll öfl til að miðjan sé að fullu skilin. Sannarlega, aðeins þannig getur maður sigrað og náð því fyrirætlaða.

256. Það er sagt: „Þar sem þú stígur niður fæti, munu liljur blómstra. Þar sem höfuð þitt hvílir munu allir safírar heimsins safnast saman.“ Þannig var talað um hinn góðviljaða boðbera. Þegar við sendum boðbera eyðum við ekki tíma í að endurtaka alla fræðsluna. En boðskapinn verður að finna í fáum orðum, því boðberinn sem valinn er þekkir fræðsluna og virðir Helgiveldið. Slíkum boðbera tilheyra safírarnir og liljurnar. Maður ætti ekki að bíða til síðustu stundar, fákurinn hleypur stöðugt án þess að vita lengd ferðarinnar.

257. Vissulega þjóna seytin helgustu athöfnum, og ekki aðeins efnið sjálft heldur útgeislun þess sem tekur þátt í sköpunarmætti heimsins. Það sem þú mundir eftir Paracelsus og álfum hans er mjög einkennandi, vegna þess að auðvelt er að stækka þennan smáheim í stórheim. Og fræðslan um hin miklu andlegu seyti eiga mikinn grunn. Vissulega geta menn ímyndað sér hversu mikinn áhuga Við höfum á þeim lífverum sem þegar hafa náð gráðu „Ljóns eyðimerkunnar“.

258. Í kosmískri uppbyggingu eru allar breytingar spenntar og hver þjóð ákvarðar Karma sitt og stað í þróuninni. Samkvæmt hverju tilviki má dæma hvaða stöðu þjóð hafði í þróun okkar sem nú er horfin og hvaða skref þjóð hefur tekið sem er í umbreytingu. Þannig er eru söguleg skref samtímans og hægt er að rekja hve ólík spenna er í umbreytingu fólks. Hvað heldur aftur af þjóð í sögulegum framförum sínum? Hvernig getur þjóð varðveitt drifkraft sinn til aukins þroska? Aðeins með Helgiveldinu og skilningi á hæsta Vilja. Þessi vogaröfl geta knúið mannkynið til fyrirætlaðs markmiðs. Með þessari vitund getur maður nálgast samvinnu við æðri svið. Aðeins þannig getur umbreyting þjóðar aukið þróun hennar.

259. Þannig færir hver andi þjóð sinni reynslu sína og athafnir. Þannig reynir hver andi meðvitaðar hvatir sínar. Karma þjóðarinnar getur þroskast þegar hver andi skilur ábyrgð sína, að uppfylla persónulegt, hóp, og þjóðar-karma er háð því að skilningur á Helgiveldi náist að fullu. Sköpunarmáttur eldberanna sem Við sendum, er staðfestur af Okkur til að bæta lífið.

260. Hve oft verður garðyrkjumaðurinn að vökva garðinn sem honum er treyst fyrir? Vissulega á hverjum degi, nema í góðri rigningu. Þegar fólk lokar gluggum sínum, vefur garðyrkjumaðurinn körfur fyrir þroskaða ávextina. Sannarlega leysir rigningin garðyrkjumanninn frá því að vökva. Á það ekki sama við um fræðsluna? Vissulega ætti að ítreka undirstöður fræðslunnar á hverjum degi. Hún ætti ávallt að vera vernduð gegn holdsveiki vanans. En á tímum hörmunga þarf fræðslan ekki verndar, því að í henni einni mun von manna finnast. Þá munu þeir snúa höfði sínu frá jörðinni og kannski í fyrsta skipti skynja fjarlæga heima og himneskan eld. Garðyrkjumaðurinn kallar úrhellið blessun. Eigum við ekki að segja það sama um hörmungarnar, sem mun neyða okkur til að hugsa um eld geimsins og tilveru framtíðarinnar?

261. Við skulum ekki skilja kosmískt fárviðri eins og dýrin, sem skynja eitthvað óskiljanlegt og reyna að fela sig í myrkum bælum sínum. Upplýst vitund leynir ekki baráttuna fyrir sjálfum sér og, þar sem hún er undirbúin af fræðslunni, er hún fær um að brjóta hvaða fjandsamlega ör sem er á skyldi uppljómunar. Jafnvel heyrist brakið þegar fjandsamlega höggið er eyðilagt. Við vorkennum þeim sem hlýtur endurkastið, sem samkvæmt lögmálinu tífaldast þar. Er ekki dásamlegt að finna í lífinu beitingu hins mikla réttlætislögmál? Maður getur talað um þau í löngu máli, en notkun þeirra í lífinu er sannfærandi.

262. Uppbygging Okkar getur farið fram við allar kringumstæður lífsins. Margoft hefðir þú getað verið sannfærður um neyðarástand jarðarinnar. Við endurtökum óþreytandi um brýna endurnýjun lífsins, en mannkynið er heyrnarlaust. Stjörnulíffræðin er borið fram við fólk við máltíðir með súpu eða eftirrétti, en ekki sem grunnur lífsins. Tilgátur margra rannsóknarmanna gætu verið samþykktar, en Helgiveldið skilst ekki. Mörg högg eru að verða til; maður verður að fylgja Helgiveldinu af fullum krafti! Maður verður að beita algerri athygli á ráð Okkar. Ég tala ekki óhlutbundið, heldur fyrir framkvæmd.

263. Hver ráðgjöf Okkar var þegar gefin mörgum sinnum, en líf fólks breytist ekki. Samt verður rýmið að vera mettað, því áheyrendur eru margir. Hvaða máli skiptir það í hvaða líkama þeir eru! Öll finnið þið fyrir mikilli spennu; sérhver á sinn hátt hefur tilfinningu fyrir komandi ári. Þess vegna segi ég: Varðveittu heilsu þína, varðveittu hugrekki þitt, því án Okkar er enginn framgangur. Hlustið með þrjú eyru.

264. Bent er á að blóð sem helltist laðar sérstaklega að staðbundnar verur. Það er sannarlega svo. Enn við megum ekki gleyma því að öll seyti hafa sömu eiginleika. Á svipaðan hátt laðast hver svipuð staðbundin vera að blóði og munnvatni. Þannig er jafnvel veikluð húð aðgengileg þessum verum. Sogæðabólga miðla hefur sömu eiginleika. Þannig forðuðust prestar til forna mjög þjóna og lærisveina með eitlabólgu. Til að einangra seyti hafa filmur úr A. verið notaðar.

Gefin fleyti hefur sömu einangrunareiginleika og verndar ekki aðeins heldur eykur hringrás sálarorkunnar. Maður getur fylgst með því hversu skaðlaust fleytið gerir húðina basíska og verndar hana gegn uppsöfnun. Þannig verður fleyti að utan og duft að innan besta brynjan. Sogæðin fær á sig húð og verður jafnvel gagnleg. Þannig getur maður verndað sig verulega gegn óæskilegu umhverfi með einföldum hætti.

265. Til að skilja Helgiveldi er aukin skilningur nauðsynlegur. Án aukinnar vitundar verður hvorki dýpt né lengd. Aðeins þannig mun Helgiveldi koma inn í vitundina og verða notað í lífinu. Aðeins þannig mun Helgiveldið umbreyta hefðbundnum venjum. Orrustan breytist í aukna orku. Rógur verður að lúðraþyt. Þreyta bendir á þörf á breyttu vinnulagi. Kærleikur verður að ljóskyndli. Gjöf eykur styrk. Þrautseigja styttir leiðarinnar. Þannig umbreytast allir eiginleikar og gæði.

266. Birting Helgiveldisins tryggir umbreytingu hins venjulega í hið verðmæta og hið smáa í það mikilvæga. Það má auðveldlega sjá hvernig fylgjendur Helgiveldisins voru auðgaðir með sönnum gildum. Þannig verður einhvern tíma hægt að birta ævisögur fylgjenda Helgiveldisins. Sannfærandi mynd kemur í ljós; en til árangurs er raunverulega þörf á viðurkenningu á Helgiveldinu af heilum hug og án fyrirvara.

267. Þegar kaleikur heimsatburða fyllist, logar eldheitur kaleikur Agni jógans. Lögmál samtenginga er öflugt. Í þessum samhljómi felst eining heimanna. Þess vegna, þegar logandi lögmálið umbyltir gamla fyrirkomulaginu, hljóma viðkvæmar orkustöðvarnar með ómi heimsins. Þannig magnast einingin með endurómi orkustöðvanna.

Þess vegna finnur móðir Agni Yoga ákaflega fyrir barmfyllingu kaleiks heimsins. Þess vegna verður að vernda eldlegan fjársjóðinn svo mjög. Þegar tími hinnar miklu uppfyllingar nálgast, þá titrar heimurinn; þegar hin mikla umbreyting á sér stað enduróma næmu orkustöðvarnar. Þannig mun heimurinn muna eftir hinum mikla samhljómi og annálar Okkar láta heiminum í té hin eldlegu tákn. Þannig munu sáttmálarnir rætast. Já já já!

268. Fólk heyrir um beitingu innri eldanna til framtíðarþróunar og horfir framhjá mikilvægi eldanna um þessar mundir. Spurt verður: „Hver er mest sláandi þýðing eldsins sem er falin í okkur?“ Það er erfitt að skilja en eitt er víst að eldur okkar er meginvaldur jarðskjálfta. Þessar logandi orkustöðvarnar, leiðarar eldsins í geimnum, sefa neðanjarðareldanna. Hægt er að rekja hvernig hinir miklu fræðarar sendu postula sína til staðanna sem ógnaði hinu eldlega jafnvægi. Í framtíðinni mætti gera margar tilraunir í þessa átt. Að auki bregst segull eldsins einnig við vitund manna; með öðrum orðum, eldur hefur mesta máttinn. Eldur er öflugasti leiðarinn. Vissulega er eldurinn ekki auðveldur, sérstaklega þegar straumarnir eru svo spenntur; en maður getur verið viss um að það er bara þessi eldur sem er galdur gullgerðarmanna, sem þeir fela svo vandlega.

269. Snerting við elda geimsins þenur allar orkustöðvar. Eins og segulbylgja dregur eldurinn að sér innri eldana. Straumur geimsins liggur í gegnum allar viðkvæmar orkustöðvar og taugar; þess vegna endurspeglast hver geimbylgja svo kröftuglega í logandi orkustöðvunum. Þegar neðanjarðareldar leita að útrása magnast bylgjur staðbundna eldsins að sama skapi. Fáir eru þeir sem geta skilið hinna miklu samtenginga í kosmosinum. Þannig sameinar þetta lögmál allar kosmískar birtingar. Við verðum að þekkjast þann kraft sem leiðir okkur að æðstu lögmálum – mátt Helgiveldisins. Já já já!

270. Einfaldlega og kröftuglega er lífið gegnsýrt af hinu mikla lögmáli Helgiveldis. Maður þarf aðeins að meðtaka allan þennan Mátt, þá verður hægt að sjá allt sviðið. Þannig ætti vitund að stefna að hinu mikla lögmáli Helgiveldisins.

271. Með því að fylla lungu okkar af lofti og koma á takti í öndun getum við haldið líkama okkar uppi á yfirborði vatnsins. Það er ekki erfitt að hugsa sér að með einum þætti í viðbót getum við gengið á vatni. Eldar lungnanna bæta við það sem upp á vantar til þess. Það er svipað og tilraunirnar með eld í tómum hnöttum; eins og þeir fyllast af lofttegundum, þannig virkar innri eldurinn. Maður getur líka skilið lyftingu með eldum lungnanna. Staðbundni eldurinn blandast við loga orkustöðvanna og dregur að sér eldlíkamann eins og segull. Fræðarinn bendir á þessa möguleika sem skilyrði fyrir þétta astra-líkamann. Sannarlega nefnir fræðarinn eldlega fólkið á þeim tíma sem tilraunir eru gerðar til myndunar nýs líkama.

272. Satt, í pirringi liggur helsti skaði eldanna. Við einkenni ertingar er ráðlagt að anda djúpt tíu sinnum. Innöndun prana hefur ekki aðeins sálræna þýðingu heldur einnig efnafræðilega, því að prana er gagnleg fyrir eldana og slekkur einnig pirringinn.

273. Mannkynið gerir athugasemdir á sinn hátt við hverja fyrirskipaða staðfestingu. Það skekkir á sinn hátt hvern boðskap að ofan. Það beitir hverju hinna miklu lögmála í lífinu með sínum hætti. Það túlkar hverja viljabirtingu á sinn hátt. Hvernig er hægt að koma því mikla fyrir í litlu og hinu kosmíska í því persónulega? Hvernig er hægt að skilja hinn mikla Þjón Tilgangsins og mannkynsins með vitund sem þekkir aðeins sinn eigin flór? Hvernig getur leiðtogi sem afneitar sjálfum sér sýnt skilningi á lítilli daglegri venju? Aðeins þegar neisti hollustu við Helgiveldi brennur í hjarta, finnur maður hliðin opin. Aðeins þakklæti til fræðarans getur opinberað innganginn að hliðinu. Hver og einn sem hefur valið sína leið verður að gera sér grein fyrir einmanaleika brautar sinnar, því aðeins ást og hollusta fyrir Helgiveldi færir andann inn í keðju ljóssins. Þannig ákvarðar hver og einn sitt karma. Aðeins í gegnum ljós nálgumst við ljós.

274. Fólk er upptekið af skilgreiningu á mörk góðs og ills. Margar þjóðsögur eru helgaðar þessari skilgreiningu. Ein slík um þessi mörk var að Erkiengill hafi sett sinn glæsilega sverð á milli góðs og ills. Vissulega er skaðlegt að dvelja áfram á hinu illa svæði, en það er sömuleiðis sársaukafullt að safnast of nálægt eldheitu blaðinu. Samt heldur fólk áfram að særa sig á þessu sverði. Þess vegna skulum við merkja fólkið sem skynjar með auganu og skilur meðvitaða sýn hjartans. Það mun sigla langt, og, sem sagt, leita að fjarlægu leiðarljósi. Til fjarlægra siglinga er slíkt leiðarljós dýrmæt. Í sjávarföllum skolast ýldublettir illskunnar. Sérstaklega nú á tímum ætti maður að stefna að þessum fjarlægu ljósum. Það má sjá að litlar vegalengdir missa merkingu sína. Hin mikla áætlun um einingu felur í sér stækkun efnislegra og andlegra vídda.

275. Snerting við staðbundna strauminn birtir kröftugan hljómgrunn eldlegra orkustöðva. Tengiliðurinn við staðbundna eldinn kallar fram nýja spennu. Þannig er hægt að staðfesta mikilleika samhljóma í alheiminum. Hvernig er mögulegt fyrir mannkynið að velta ekki fyrir sér þeim miklu meginreglum sem leiða lífið? Að útrýma leiðarljósinu þýðir að rjúfa silfurþráðinn og útiloka sig frá keðju Helgiveldisins. Plánetan er veik vegna þess að hún hefur misst hæstu lögmálin. Þannig verður maður að sýna nauðsynlegan skilning á meginreglunum og silfurþræðinum sem bindur alla heima. Þannig staðfestum við meginreglur Helgiveldisins.

276. Hversu margar óþarfa birtingarmyndir skapa menn sjálfum sér! Hversu margar óþarfa karmískar hindranir skapa þeir sjálfum sér! Og allt þetta aðeins vegna ófúsleika að viðurkenna Helgiveldið fyrir hjörtum sínum. Þannig geta allar staðfestingar aðeins öðlast líf þegar vitundin getur samþykkt Helgiveldið. Allt illt í heiminum verður til vegna mótstöðu gegn hinni miklu meginreglu Helgiveldisins. Hver sigur vinnst aðeins með meginreglu Helgiveldisins. Þess vegna verður maður að byggja svo sterklega á staðfestu Helgiveldi.

277. Í raun og veru eru innri eldarnir í grundvallaratriðum hliðstæðir rafmagnsljósi. Því meiri spenna, því sterkari er ljósið. Fjólubláa stjarnan er tákn um fyllstu spennu. Þú hefur fundið fyrir viðbrögðum slíkrar spennu; það samsvarar stöðugri spennu okkar. Taktu birtingarmynd raforkunnar eins og hún samræmist hinu óendanlega. Oft telja hinir efasömu að spenna æðri heima sé minni en þeirra eigin. „Eins og á himni, svo á jörðu,“ og ekki er hægt að bera mikla spennu á æðri sviðum saman við jarðneskan bardaga. Maður getur auðveldlega skilið hvernig vandamál stækka í geimnum.

278. Maður getur séð hversu miklu flóknari hóp-, og þjóðarkarma eru. Tengsl þeirra minnka ekki, heldur aukast með hefðbundnum samskiptum manna. Maður getur fundið fyrir hve kraftar ljóss og myrkurs takast æ meira á, sem eykur ósamræmi í viðbrögðum náttúrunnar. Þú getur séð hversu veikir andar eru mjög truflaðir, hversu mikið þráhyggja eykst og að hve miklu leytislík þráhyggja flækja karma. Svo ætti líka jarðneska baráttan ekki að koma neinum í uppnám, vegna þess að maður getur skilið hvernig hún er aukin í óendanleikanum.

Er það auðvelt, þar sem óreiða þess óbirta geisar? Með keðju Helgiveldisins getur þungt hjarta fundið enduróm af spennunni í kosmísku baráttunni.

279. Við mótun stærri skrefa má sjá hvernig miðjuaflið safnar öllu því sem þarf til þróunar. Eins og miðja seguls laðar leiðtogi framfara allt til sín, sópar í burtu gömlu uppsöfnunum og skapar nýja strauma. Þannig hafa lönd í gegnum tíðina verið byggð upp af slíkum leiðtogum. Það má fullyrða að með því að sýna fram á fullkomið fylgi við Helgiveldisins sé hægt að uppfylla öll kosmísk verkefni. Mannkynið hefur orðið fyrir mestu tjóni vegna aðskilnað síns frá hærri Vilja. Aðeins með staðfestingu á mikilli sameiningu við hærri mátt er hægt að uppfylla æðri lögmál. Það er ómögulegt að viðurkenna öflugt Helgiveldis án skilnings á hærri Vilja.

Þannig er hvert skref byggt með skilningi á staðfestum Vilja, þar sem öll hærri samsvörun er efld. Þannig geta margir augljósir möguleikar dregist úr þeim fjársjóði. Það að hærri Vilji sé ekki samþykktur flækir alla uppbyggingu. Þetta á að muna! Hver uppbygging byggir á miðju sinni. Þess vegna verður maður að bregðast við með því að leitast meðvitað við Helgiveldinu.

280. Víkjum aftur að hugtakinu kærleikur. Í hverri bók verður að gefa þessu grundvallarhugtaki góðan stað, sérstaklega vegna þess að undir hugtakinu kærleikur skilst svo margt hið gagnstæða. Rétt er þegar bent á að kærleikurinn er leiðarljós og skapandi þáttur. Þetta þýðir að kærleikur verður að vera meðvitaður, leitandi og óeigingjarn. Sköpunarmáttur krefst þessara skilyrða. Og ef kærleikurinn er markaður af eigingirni, sundurgreiningu og sjálfshyggju, þá er það ekki hæsta hugtak mannkynsins, sem upphefur hugtakið afrek. Hjartað sem er barmafullt af kærleik verður virkt, hugrakkt og vex til allrar getu sinnar. Slíkt hjarta ber bæn án orða og getur baðað sig í sælu. Hversu mikil er þörf mannkynsins til að átta sig á eldi kærleikans! Fjólublá stjarna mestrar spennu mun samsvara þessum eldi.

281. Nauðsynlegt er að átta sig mjög nákvæmlega á grundvallarhugtökum tilverunnar. Elskan til afreka er ekki erfið fyrir þá sem loga í hjarta, en hræðir þá sem elska veikleika sína og sveiflast um leið og þeir faðma sína eigin tálsýn, „ég“. Kærleikur hreyfir heimanna, hann líkist ekki væntumþykjunni á fenjunum, þar sem úrslitnar beinleifar grotna og yfir þeim flöktandi ljós rotnunar, en eilífur skapandi eldur hjartans reikar ekki, hann stígur hvetjandi upp eftir stigum Helgiveldisins í hæsta ljósið. Kærleikur er leiðandi sköpunarreglan.

Óbærilegt er Almáttuga ljósið, en Helgiveldið er tengingin til þess töfrandi hátindar. Helgiveldið leiðir upplýstan anda þar til hann getur jafnvel blindast af ljósinu. Kærleikurinn er kóróna ljóssins.

282. Grunninn sem allt er byggt á verður að vernda gegn upplausn. Grunninn sem heldur öllu uppi verður að styrkja með allri bestu viðleitni; Því að á hornsteinum hans stendur byggingin; því á grunninum stendur hver ákvörðun. Hvernig eiga menn að meta undirstöðuna án skilnings á að aðalatriðið er hornsteinninn? Svo margt hefur maðurinn eyðilagt vegna vanrækslu hans á að meta fjársjóði sína og afhjúpa það mikilvægasta fyrir haglstorminum! Því verður mannkynið að skilja hina miklu þýðingu á mætti grunnsins og að samþykkja Helgiveldið af öllum anda sínum.

283. Á stundu mannlegs óréttlætis, mundu eftir réttlæti geimsins. Sannarlega eru til kort af hæstu fjöllum en engin af dýpstu hyljunum. Jafnvel þeir sem eru langt frá flugi andans kjósa tindanna fremur en hyldýpin. Ef keðju er viðhaldið í samræmi við veikasta hlekkinn, byggist sagan á þeim sterkasta. Við skulum því muna að þetta undursamlega efni velur það sem er dýrmætast fyrir þróunina. Ef við erum viss um að við þjónum þróuninni getum við treyst á réttlæti geimsins. Engu að síður mælir það réttlæti fyrir nauðsynlegri varúð gagnvart dimmu öflunum. Venjulega nálgast þeir ekki beint; þeir velja ekki færri en þrjá atbeina. Þeir vita að auðvelt er að greina árur þeirra og þess vegna velja þeir tilfallandi keðjuröð og byggja stigið mjög af mikilli næmni. Við tölum ekki óvarlega um afbrigði svikanna.

284. Þegar ég tala um þá svörtu ráðlegg ég að gefa gaum að lúmskum aðferðum þeirra og greina hversu þolinmóðir þeir læðast að markmiðinu og hvernig þeir velja sér hempur til að skýla sér. Þú sérð ekki þá svörtu heldur þá gráu og næstum hvítu. Þessi skilaboð krefjast mikillar athygli.

285. Hægt er að meðhöndla krabbamein með andlegri orku, skortur á andlegri orku í blóði myndar sjúkdóminn. Oft er sálarorkan uppurin vegna andlegrar úthellingar, eins og raunin var með Ramakrishna og aðra andlega kennara. Vissulega áttu þeir gífurlega mikið af því, en sendu það til fjarlægra staða og því voru þeir án verndar þess um tíma. Nákvæm nálægð við Helgiveldi er þörf í slíkum tilfellum, því jafnvel miklir andlegir risar, í sjálfsafneitun sinni, eyða stundum kröftum sínum út fyrir lögmætt mörk. Fyrir þróunina ítrekum við því um Helgiveldið, til að staðfesta markvissa beitingu krafta sinna fyrir keðju þeirra hæstu. Þess vegna segi ég: Gættu heilsu þinnar, til að fylgja Helgiveldinu, jafnvel með þessum hætti.

286. Hinn hærri Vilji - hver man eftir honum? Hver hugleiðir það sem ákvarðað er af hærri Vilja? Margir ítreka að birtingarmyndir hærri Vilja sé þeim skiljanlegar. En mannkynið skynjar aðeins sínar eigin leiðir, en íhugar ekki framvindu þróunarinnar. Þess vegna er svo mikið af gagnstæðum stefnum. Og mannkynið hefur misst varnir sínar, vegna þess að það gengur þvert á hærri Vilja. Því ættu allar kosmískar merkingar hærri Viljans að þekkjast.

287. Snúum okkur að hollustu. Þetta hugtak er einnig háð mörgum afbökunum. Trúrækni líkist hvorki vindmyllu né ráðnum lofgjörðarsöngvara. Frekar líkist hún stöðugum turni á hátindi, sem óvinirnir forðast af ótta, en í sölum hennar er ávallt skjól búið fyrir vin. Hollusta er andstæða efans, sem er ekkert nema vanþekking. Það þýðir að hollusta hvílir á uppljómun. Þannig eru réttindi náms svipuð hollustu. Það er ekki trúgirni, ekki kaldhæðni, heldur styrkur og staðfesta. Sannarlega er turn hollustu hvorki byggður af samhengislausu striti né litlu fljótræði; og hollustu er aðeins hægt að brjóta með vantrausti, sem er það sama og svik. En dýrmætir eru turnar hollustu! Slík helgiathvörf, eins og seglar, laða að kröftug hjörtu; þeir eru andlegir leikskólar. Jafnvel efnisleg náttúra umbreytist í nálægð þessara turna.

288. Mannkynið skilur ekki kosmísku lögmálin. Í lífinu rekst allt skipulag á við kosmosinn. Því mannkynið samþykkir aðeins nokkur af sýnilegu áhrifunum en neitar að taka við fjársjóðum kosmosins. Orsakir þessa eru skortur á trú og vanþekking. Þess vegna hefur óeining átt sér stað. Hvernig geta menn staðfest kosmísku lögmálin þegar slíkur veggur afneitunar hefur risið frammi fyrir mannkyninu? Þannig táknar hvert mikið lögmál lífið og leiðandi lögmálunum. Þannig geta menn byggt á keðju stigveldisins, sem leiðir til tinda fegurðar.

289. Meginreglur kosmískra lögmála eru til staðar í andanum. Viðleitni til þjónustu opnar alltaf hliðin. Þannig er sigur Okkar alltaf vakinn til lífs með lögmáli viðleitninnar og ósigrandi andanum. Þannig mun hið fyrirætlaða rætast. Svo fullyrði Ég! Þannig að þegar fókusinn, sem staðfestur er af Okkur, verður sannarlega varinn, mun segullinn vinna.

290. Læknir segir venjulega við sjúkling sinn: „Þegar sumarið kemur ferðu í sveitina í sólina. Þú munt endurnýjast með fjallavindinum eða hafgolunni.“ Jafnvel jarðneskur læknir læknar með því að spá í framtíðina. Karma er veikindi fortíðarinnar. Lækning þess liggur í framtíðinni. Einmitt, sá sem vill frelsast frá fortíðinni ætti að stefna á framtíðina. Að vinna af öllum sínum mætti verndar mann frá falli; tökum til dæmis hreyfingu himinhnattanna. Mundu einnig að Ég hef bent á hvernig á að ganga á vatni en Ég hef aldrei sagt að maður geti staðið á því. Hægt er að breyta Karma með ómótstæðilegri viðleitni.

291. Hreyfing inn í framtíðina er svipuð logahreyfingu. Það er ótrúlegt hvernig eldurinn, stundum sýnilegur og stundum ósýnilegur, lifir, meðan hann titrar og varðveitir jafnvægi heimsins. Þannig skulum við ganga inn í framtíðina, vegna þess að studd eldþættinum mun okkur ekki mistakast. En aðeins er hægt að kalla fram eldinn með athöfnum andans. Við skulum því beita æðri lögmálum á jarðsviðinu. Maður getur jafnvel breytt karma sínu, sem þýðir að maður getur breytt öllum jarðneskum aðstæðum með því að leitast til framtíðarinnar. Beitið boðorði Mínu í lífinu. Agnir dýrmætrar orku fylgja aðeins þeim sem leitar.

292. Að byggja upp mikil þróunarskref á sér stað með óvenjulegum hætti. Hvert nýtt skref færir mannkyninu alltaf staðfestingu sem ýtir undir hugsun til nýrra og voldugra möguleika. Þannig styrkir hæsti Vilji einnig hverja orku í samræmi við kosmíska segulsviðið. Það er engin staðfesting sem ekki rætist, ef hún kemur frá hinum hæsta Vilja. Það er engin viðleitni sem ekki er viðurkennd, ef hún er frá hinum hæsta Vilja. Þess vegna verður mannkynið einungis að stefna til Helgiveldisins. Sannarlega eru í þessu kosmíska hugtaki allir uppbyggilegir möguleikar.

293. Mannkynið hefur veikst að svo miklu leyti vegna óeiningar við hæsta Viljann. Þess vegna leggjum við svo kröftuglega áherslu á markmiðið, því að án Helgiveldisins mun hæsti Vilji ekki verða viðurkenndur. Þess vegna köllum Við svo kröftuglega til Helgiveldis. Sannarlega verðum við að verja fjársjóðina með heilögum hætti. Þeir liggja til grundvallar undirstöðum verka Okkar. Hver heilagur sköpunarmáttur er framlag til þróunar. Hugleiðum mikilvægi mikillar hugsunar; hugleiðum mikinn kraft eldanna í Tara; hugleiðum hollustu hjartans; hugleiðum þá ósigrandi sem ganga í nafni Drottins.

294. Stundum getur maður sýnt fram á flóknustu lögmálin með einfaldasta tækinu. Lögmál karma er flókið, en taktu Ruhmkorff spólu eða aðra rafmagns spólu og þú munt fá myndræna hliðstæðu af karma. Straumurinn liggur meðfram spíralnum án truflana, en ytri vindingin er háð öllum ytri viðbrögðum; Ennfremur hefur hver þráður tengingu við þráðinn í fyrri vindingu og ber með sér afleiðingar fortíðarinnar. Þannig breytir hver stund karma, því að hver stund vekur tengda fortíð. Þannig geta menn haft tengingu við alla fyrri reynslu.

Sama myndræna dæmið sýnir hvernig fræ andans er óskaddað; og leitast til hæðanna og viðheldur skel sinni án þess að óttast fortíðina. Sannarlega er karma aðeins ógnvekjandi fyrir þá sem eru steyptir í aðgerðarleysi. En leitandi hugsun er laus undan byrði fortíðarinnar og eins og himneskur líkami er knúinn áfram án þess að fara aftur sama veginn. Þannig, jafnvel með erfitt karma, geta menn náð gagnlegri frelsun.

295. Við skulum sjá hvernig fólk skilur þjónustu við Drottinn og Helgiveldið. Sá sem hugsar sér að ganga upp einungis með bæn er langt frá þjónustu. Sá sem með vinnu sinni vonast til að það skili sér sem best í þágu mannkynsins verður að meðtaka Drottin í hjarta sínu. Sá sem afsalar sér ekki þægindum sínum, veit ekki hvernig á að þjóna Helgiveldinu. Sá sem ekki samþykkir vísbendingar Helgiveldisins skilur ekki þjónustu. Aðeins þegar hjartað er tilbúið til að samþykkja meðvitað það sem hæsti Vilji sendir, er hægt að segja að skilningur á þjónustu sé kominn. Þannig erum við engir unnendur jarðarfarasiðanna og innantóms ákalls til Drottins. Við virðum viðleitni lærisveina til þjónustu við Helgiveldið. Þess vegna er svo auðvelt að fylgjast með því hvernig sá sem tekur ekki þjónustuna í anda, en virðir Drottinn og Helgiveldi svo framarlega sem leiðin hentar honum.

Þannig tökum við mið af hverri viðleitni til að taka hluta af byrðum Helgiveldisins; eins í hinu mikla, svo í því smáa. Þannig, í sköpunarmætti Okkar, staðfestum við lotningu ekki með orðum heldur með verkum. Þannig hörmum við það þegar við sjáum lotningu í orðum en ekki í verki.

296. Þannig er mannkynið sem móttakari og umskiptir hinnar miklu orku sem við höfum samþykkt að kalla sálarorku. Mikilvægi mannkyns felst í umbreytingu þessarar orku í gegnum vitundina og knýr hana eftir leið Helgiveldisins inn á æðri sviðin. Þegar menn hafa glatað skilningi á eigin ætlunarverki hafa þeir einnig glatað skilningi á ábyrgð sinni. Þess vegna minnum við aftur á undirstöður tilverunnar. Maður verður að búa sig undir næstu þróun. Enn og aftur verður maður að nálgast hinn mikla straum og átta sig á meginreglum um endurnýjun lífsins. Þú tekur eftir því hve mjög Við erum andstæðir spíritisma en við tölum oft um fíngerða líkama. Við brosum yfir tímabundinni dáleiðslu en tölum um geisla og segla. Við ráðleggjum endurskoðun á lyfjanotkun, en bjóðum upp á nokkur grundvallarlyf.

297. Hvert beinist þá athyglin? Það verður að skilja að ferlið í átt að fullkomnun liggur í grunni þróunar. Það kallar mann til einföldunar og beint samfélag við æðri heima. Það er hægt að sjá hvernig hægt er að skipta út pranayama og öðrum gerviaðferðum ýmissa jóga út fyrir einfalt, eldlegt hjarta. Vissulega er þessi einfaldleiki afstæður. Logandi eldleiðin leiðir þangað. Samt vekur það til lífsins nákvæmlega það sem hafnað var sem afstætt og skáldskapur. Ég tel að hverri viðleitni til þekkingar eigi að koma sem fyrst til fullnustu. Fólk spyr hvers vegna við þrýstum ekki á viðleitni til þróunar. En jafnvel venjulegur hjúkrunarfræðingur segir við barn: „Vertu eins og fullorðinn, finndu sjálfur!“

298. Þegar mannkynið gerir sér grein fyrir því að rýmið er mettað af áhrifum mannlegra verka, verður hægt að lækna jörðina. Eins og lofttegundir eitra þau fyrir jörðinni og þétta andrúmsloftið. Þess vegna ættu menn að velta fyrir sér augljósum árangri. Mannkynið hefur gleymt að innlausn verður að fara fram með karmískum hætti. Þess vegna er hægt að stíga hvert uppsafnað skref áfram með viðleitni til hæsta lögmáls Helgiveldisins. Hin mikla keðja Helgivelda gefur líf í heiminn og samþykki þessa lögmáls getur opnað nýjan aðgang að orku. Þannig er hægt að byggja betra skref.

299. Hvert hugtak hefur jafnvægi. Virðing fyrir Helgiveldi hefur jafnvægi í skilningi loforðsins. Ef lotningu fyrir Helgiveldi er beint upp á við, þá stígur loforðið niður. Það er meira að segja til líkan af loforðinu. Þú sást loforð í gegnum líkanið. Þannig er loforðið óslítandi þegar Helgiveldið er skilið. Ég ber vitni um að eins og fræðarinn er óbreytanlegur, þá er loforðið stöðugt. Þess vegna skaltu ekki ákalla fræðarann að óþörfu. En eftir að hafa ákallað hann, skaltu ekki rjúfa þann silfurþráð. Yfirborðsleg maður getur gert sér grein fyrir afleiðingunum með einföldu dæmi: láttu hann festa snúna teygju við vegg og toga í hana af öllu afli, með lokuð augu, - mar verður afleiðingin, en alls ekki yfirnáttúrulegt. Hvað getur gerst ef silfurþráðurinn er rofinn? Enn og aftur mun taugaveiklun og uppátækjasöm vitund tala um ógnir, en hvert lögmál eða hvaða vél sem er, getur orðið orsök óþæginda ef ekki er farið með hana á tilhlýðilegan hátt.

300. Einmitt með kærleika ætti maður að kenna hvernig á að fara skynsamlega með hið heilaga hugtak, fræðari. Það eru engir þrjátíu peningar sem maður getur ráðið fræðara fyrir. Eins skynsamlega verður maður að velja lærisveina. Sami silfurþráðurinn bindur hvern fræðara við hvern lærisveininn. Þegar loforðið hefur verið gefið verður það grunnurinn að karma. Í gegnum atburði lífsins má sjá hversu óbreytanlegt það er sem sagt hefur verið. Enginn getur gefið fáfræði um lögmálið sem afsökun. Þess vegna er betra að endurtaka þetta á hverri síðu fremur en að leyfa viðurstyggileg misstök, sem draga á eftir sér andstyggilegt kjölfar afleiðinga. Ekki alvarlega, heldur líflega ætti að skilja lögmálið. Þessi ráð verða að vera samþykkt, ekki með orðum, heldur af hjarta. Ekki að ástæðulausu læsa tennurnar tunguna inni.

301. Miklir eru tímarnir! Mundu að meðan Móse var á fjallinu að undirbúa Töflurnar, var fólkið fyrir neðan fyllt brjálæði, samt eyðilagðist kálfur ranglætisins frammi fyrir æðsta sáttmálanum.

302. Viðleitni manna er alltaf mæld með þjónustu þeirra við ljós eða myrkur. Með því má dæma áfangastað þeirra í lífinu. Þannig er það versta af öllu er hálfvelgja í hugsun og viðleitni. Tortímendurnir byggja ávallt einungis á hálfvelgju í viðleitni. Það er ekkert verra en sá sem þjónustar með hálfum huga, því hann sér sig sem slíkan. Þess vegna viljum Við fremur beinan óvin ljóssins. Við förum ekki í mikla bardaga við litlu ormana sem skríða í þokunni. Þannig verður að forðast hálfvelgju. Maður ætti alltaf og á allan hátt að forðast tengsl við slíkt fólk. Hálfvelgja sem lærisveinarnir sýna færir þá þúsund ár aftur í tímann og þess vegna ættu menn að vita hvenær þeir eiga að staðfesta eigin vitund. Þannig mun þjónn ljóssins ekki viðurkenna hálfvelgju.

303. Það er skaðlegast þegar hálfvelgja kemur sér fyrir í þeim sem staðfesta sjálfan sig á veginum, því að þá verður til tvíhyggja í hugsun og athöfnum. Þess vegna er hálfvelgjan óvinur fræðslunnar og þegar við sjáum hálfvelgju í tengslum við Helgiveldi, verður að eyða þessari skaðlegu afstöðu; því án heilinda geta ekki verið uppbygging. Þess vegna verða lærisveinarnir að skilja hversu mikilvægt það er að leggja sig alla fram. Fyrir þetta ætti maður að afsala sér persónulegum þægindum, yfirlæti, sjálfsvorkunn, sjálfsblekkingu og ætti alltaf að muna að Helgiveldinu má ekki íþyngja. Þetta ættu þeir að muna sem misskilja þjónustuna sem átrúnað á Drottinn og Helgiveldið.

304. Orðið Mahatma er þýtt sem Mikil sál. Sumir ímynda sér Mahatmas sem algjörlega útdauðan kynþátt. Maður ætti ekki að ímynda sér Mikla sál sem útdauða. Hver Mahatma byrjaði hækkun sína meðal manna og hafði þorað að velja erfiða leið mikillar sálar. Auk þess að þora, fann hann í hjarta óánægju andans, því hvernig er annars hægt að kveikja eldana? Við þessa elda er dýrmættu seyti umbreytt í læknandi efni. Maður getur séð hvernig munnvatn eldlegrar veru getur fjarlægt bólgu og endurheimt lífsorkuna í dofa orkustöðva. Við hliðina á helgum eiginleikum seyta stendur lækningarmáttur handayfirlagningar. Það er lærdómsríkt að bera saman seyti manns sem eru með orkustöðvarnar í dvala í samanburði við eld efnisins. Ef Ég ráðlegg lyf sem eru unnin úr plöntum fyrir algengar lífverur, þá munu þeir sem vita meira, eru til öflugri rannsóknarstofur með heilögum logandi seytum.

305. Fáir skilja nýjustu bók mína. Hver mun skilja hinn heilaga eiginleika munnvatns frelsarans eða handlagningu Móse? Fólk er ekki vant að meta eldheitt hjarta. Bókin getur hjálpað þeim sem þegar hafa skynjað ris sólarvafningsins. Það vindur hann vafninga sína innan um eldköstin. Það er ómögulegt að ímynda sér staðfestingu neðanjarðareldanna án þess að eldar hjartans brjótist út. Þú veist um venjulega útgeislun jóga, sem ekki er hægt að skipta út fyrir neitt annað, því að þetta gas eldsins verður að losna og verður að blandast eldi geimsins. En jógarnir ná sjaldan þessari birtingarmynd samleiks við kosmíska eldinn. Við köllum þetta stig heilagt, því að ljós eldsins í æðri heimunum er blandað saman við geisla jógans á jörðinni. Þetta er stysta leiðin til ná Mahatmas.

Óttastu ekki spennu, þetta er sama leið. Ekki verða truflaðir af angist, það kemur frá eldi. Vertu ekki reiður, því hjartanu mislíkar sú rót.

306. Þegar atburðir hrannast upp þenst neðanjarðareldurinn í samræmi við það. Þannig að þegar kraftaskipti eiga sér stað ættu menn að huga að kosmísku eldunum. Í einhverjum tilfellum er um endurnýjun að ræða, í öðrum umbreyting. Alls staðar eiga kosmískar birtingarmyndir sér stað og staðbundni eldurinn gengur yfir hvert tímabundið ferli. Orka fólks kemur frá andanum og sama aðdráttarafl sameinar umbreytingar þjóðanna. Þess vegna má segja að spenna kosmosins smitist til allra þjóða. Þannig getur mannkynið ekki vikið sér frá almennri umbreytingu. Þess vegna hvetur æðsta lögmálið til almannaheilla; og mannsandinn þarf viðleitni til hærra lögmáls.

307. Þess vegna verður mannkynið að skilja fegurð æðri lögmála. Hvað mun þá benda á leiðina að sköpunarmætti, ef ekki er sannur skilningur og virðing fyrir Helgiveldinu? Hvað mun þá laða andann að því hæsta, ef ekki að fylgja lögmáli Helgiveldisins? Hvað mun þá beina andanum að birtingu sannleikans, ef ekki skilningur á Helgiveldinu? Þess vegna, til að öðlast meiri skilning, verður maður að samþykkja Helgiveldið með hjarta sínu og leitast óstöðvandi til hæsta lögmáls Helgiveldisins.

308. Reyndum sjómanni gremst dauðalognið og sér fyrir storm í aðsigi, og brosir við hvínandi vindi og farsælli siglingu. Um slíkan sjómann er sagt að hann þekki hafið. Við segjum að hann þekki lífið ef hann kann að skilja muninn á innri og ytri birtingarmyndinni. Sum fífl hrópa: „Uppreisn!“ þegar þeir heyra hróp leirkerasalans, og fagna kyrrðinni þegar þeir sjá lokaðan markað. Leið okkar er að kenna og fylgjast með hversu ólík hugsunin er hjá ólíku fólki. Námskeið til að hugsa og fylgjast með lífsferlum ætti að koma á fót í skólum. Oft má taka eftir því að barn skilur dulda merkingu atburðar betur en fullorðinn. Aðeins samkvæmt innri tilfinningu getum við nálgast réttlátt mat. Við þekkjum lognið á undan storminum og kippum Okkur ekki upp við blaktandi gluggatjöld. Þannig verður mótun atburða skilin.

309. Þegar kraftar ljóss og myrkurs takast á, mótast leið hverrar herbúðar. Það sem nærir her ljóssins verður vissulega miðpunktur spennu og markmið ljóssins verður skotmark myrkurs. Þess vegna, þegar öflin er í átökum, ætti að standa vörð um allt sem tengist miðpuntinum. Mesti eldur geimsins er í miðjunni og verndarnetið ætti að gæta. Þannig gleypir braut ljóssins myrkrið.

310. Þegar kraftar ljóss og myrkurs eru þandir verður að gæta að heilsunni, því eldur geimsins geisar og myrkrið er spennt. En í öllum birtingarmyndum Okkar ætti maður að skynja sigurinn. Þegar allt molnar sem er gamalt og hentar ekki þróuninni og tímaskeiði eldsins, er aðeins eftir eitt akkeri sem mun bjarga mannkyninu - akkeri Helgiveldisins sem mun sameina og tengja alla keðjuna og gefa henni allan kraftinn. Þannig á maður að verða óendalega staðfastur og tengdur Helgiveldinu.

311. Skoðum hvernig svörtu öflin vinna. Nauðsynlegt er að fylgjast með sérstökum venjum þeirra. Þeir vilja vera óþekktir. Þeir telja að það sé sérstaklega gagnlegt fyrir þá í fyrstu skrefum þjónustunnar. Nafnleysi kemur sér vel, jafnvel í svikum. Sviksemi er einmitt megingrunnur undirrótarstarfi hinna svörtu. Til að svíkja verður maður að vita eitthvað. Sú afstæða þekkingu, sem ræðst ekki af sterkri tiltrú, er að finna á fyrstu skrefunum. Maður verður að vita að fordæming virkar eins og eldur á veika tiltrú. Það er dapurlegt að fylgjast með því hvaða ómerkilegu frávik það eru sem lærisveinninn byrjar að falla í afskiptaleysi og finna yfirborðslega réttlætingu. Sem hnífsblað sker það verndarnet hjartans. Án slíðrunar hnífsins meiðir blaðið manninn sjálfan; og slík sár leiða ekki til afreka, þeir leiða aðeins til ertingar. Ef dagur líður með góðum árangri við að gera lítið úr fræðaranum, hvers vegna getur morgundagurinn ekki líka logað af guðlasti gegn þeim hæsta? Og ef silfurþráðurinn er slitinn, er hrörnunin þegar óafturkallanlega hafin.

312. Nauðsynlegt er að fylgjast með þeim sem sveiflast, því smitið frá þeim er mikið. Oft eru þeir sjálfir við það að fara í kaf í svarta þéttbýlið, en guðlastið sem þeir dreifa særir marga saklausa. Þú brynjar þig réttilega gegn afskiptaleysi; það tærir allt upphaf, og hvaða eldar eru mögulegir af kyrrstöðu áhugaleysis? Staðfestingar fræðarans eru líka eins og vökvum blóma. Vökvaður garður visnar ekki. Við höfum áhyggjur af áframhaldinu. Við staðfestum nýjar víddir! Tómlæti gagnvart staðfestingum okkar er óheimilt!

313. Þegar andinn er fullur viðleitni, þá er ekkert pláss fyrir afskiptaleysi. Þegar andinn logar er ekkert pláss fyrir afskiptaleysi. Þessir eiginleikar veita friðhelgi fyrir afskiptaleysi. Aðeins þegar andinn hefur tilhneigingu til sjálfhverfu getur dauði hans átt sér stað. Þess vegna ættu menn að vernda andann logandi gegn áhugaleysi þar sem hið illa sem myndast við vanrækta viðleitni mun hreiðra um sig, þaðan sem þessi illska veitir höggið sem mun bera ávöxt. Það er erfitt að greina rót illskunnar sem stafar af afskiptaleysi. Aðeins í endalausri árvekni er hægt að finna vernd fyrir uppbyggingu. Þess vegna verða menn að skilja að sjálfshyggja og afskiptaleysi eru óheimil þegar mikið verk er í smíðum.

Þess vegna krefjumst Við þess að fyrsta hugsunin sé tileinkuð fræðaranum. Er hægt að ná árangri þegar lærisveinninn setur sig í fyrsta sæti? Byggjum Við ekki í miklu nafni? Settum Við ekki fegurð í undirstöðuna? Við höfum lagt mikinn grunn fyrir heiminn. Þess vegna verður að meta hverja hugsun sem grunn að mikilli uppbyggingu. Sannarlega er framtíðin mikil!

314. Meðal hugtaka um hugrekki, er mest hið ósigrandi hugrekki logandi hjartans þegar kappinn, með fullri ákvörðun, með fullri vissu um afrek, þekkir aðeins leiðina áfram. Aðeins kjarkur algerrar örvæntingar er sambærilegur því. Með sama hraða og hugrekki logandi hjarta sigrar framtíðina flýr örvæntingin frá fortíðinni. Það sem hugrekki logandi hjartans skortir, má kjarkur örvæntingarinnar koma til. Aðeins þannig getur kappinn unnið sigur þegar vörnin er mikil. Allir aðrir þættir hugrekkis hafa enga þýðingu, því að í þeim er hálfvelgja. Þau eigindi, ásamt hugleysi og svikum, verður að forðast.

315. Endurskipulagning heimsins eflir alla krafta kosmosins. Ef mannkynið myndi skilja að endurskipulagning krefst andlegrar viðleitni, væri auðvelt að koma á jafnvægi í heiminum. En þjóðirnar velta ekki fyrir sér hvað eigi að setja á vigtina og hvar jafnvægið sé; þess vegna er ringulreið hugsunarinnar svo eyðileggjandi fyrir mannkynið og þar með sökkva þjóðirnar, sem hafa verið hraktir niður í djúpið, án þess að gera ráðstafanir til andlegrar umbreytingar. Þess vegna er kominn tími til að velta fyrir sér andlegri viðleitni. Þegar kosmískar truflanir krefjast kraftmikillar spennu, verður mannkynið að vita hvert það á að leita að miðju hjálpræðisins.

Þess vegna mun leitin að andlegri miðstöð óhjákvæmilega leiða til Helgiveldisins. Mannkynið hefur misst mikilvægustu leiðina til hjálpræðis. Þess vegna er akkeri hjálpræðisins þungamiðja Helgiveldisins. Aðeins meðvituð leit og staðfesting Helgiveldisins hefur efni á hjálpræði. Já já já! Þess vegna gáfum við grundvöll fyrir athafnir og verk sem byggjast á fegurð.

316. Heilun með ilm blómanna, kvoðu og fræja snýr nú aftan úr heiðskýrum fornöldum. Þannig hefur rós ekki aðeins líkindi við moskus heldur kemur hún einnig í veg fyrir pirring. Rósagarður var talinn af fólki til forna sem innblástur. Liljur eru gagnlegar fyrir tilfinningataugakerfið, sem titrar svo mikið í jóga. Fræ byggsins eru framúrskarandi fyrir lungun. Þú veist nú þegar um myntu, um trjákvoða sedrusviðar og annarra trjákvoðu. Ilmvatn er nú merkingarlaust eins og öll önnur vanhelguð gildi, en uppruni ilmsins liggur til grundvallar gagnlegri en gleymdri þekkingu. Vissulega voru eitur fornaldar mjög fíngerð. Nýfengnu fíkniefnin eru tiltölulega gróf; eyðileggja aðallega vitsmuni - með öðrum orðum einmitt það sem heldur jafnvæginu í öllum sálrænum tilraunum. Logandi hjarta án andlegs jafnvægis er ómöguleiki. Þannig verður maður að muna öll smáatriði sem leiða mann nærri Helgiveldinu.

317. Lærisveinarnir á vegi þjónustunnar verða að beita allri bestu viðleitni anda síns og vitundar. Við sköpun ættu menn að skilja að aðeins beiting bestu athafna skila besta árangri. Við skulum því ekki búast við miklum árangri þar sem andinn hefur ekki beitt sínum bestu tilætlunum. Oft veltir fólk fyrir sér hvers vegna verkefni þeirra nái ekki fram að ganga. Við skulum segja þá: Beittir þú öllum þínum bestu hvötum? Komu ekki hugsunarleysi, sljóleiki, ósveigjanleiki, vanræksla eða skortur á ávinningi fyrir Helgiveldið í veg fyrir það? Þannig má búast við samsvörun sem byggjast á orsökum og afleiðingum. Þannig verða menn að skilja að hver ábyrgðarlaus athöfn, hvert verk sem ekki er markvisst, getur haft í för með sér margar óþarfar og skaðlegar afleiðingar. Þannig verða lærisveinarnir á brautinni að sýna bestu tilraunir og ákafa fyrir Helgiveldið.

318. Þess vegna verður maður aðallega að þróa árvekni og horfa óþreytandi á sköpunarmáttinn í kringum hið heilaga Helgiveldi. Aðeins þegar lærisveinar ná þessum eiginleika geta menn vonað að fyrirætlaður árangur náist. Þess vegna ættu menn að sýna mikla samviskusemi og árvekni gagnvart öllu því sem gerist í kringum miðjuna. Hver óséð mistök mun hafa sínar afleiðingar.

319. Það er spurt hvers vegna Við tefjum svo oft með að tortíma óvinum. Það eru margar ástæður. Við skulum nefna tvær: sú fyrsta — karmísk skilyrði. Það er auðvelt að skaða nánustu með því að snerta óvin sem er bundinn þeim af karma. Þessu má líkja við viðkvæmustu skurðaðgerðir þegar skurðlæknir aflimar ekki veikan útlim vegna hættu sem fylgir því að slíta slagæð. Í karmaböndum eru samskipti óvenju flókin. Við teljum gagnlegra að einangra hættulegan samferðamann en að tefja alla lestina. Önnur ástæðan er sú að óvinir eru uppspretta orkuspennu. Ekkert getur aukið orkuna svo mikið sem gagnárás. Hvers vegna þá að finna upp tilbúnar hindranir þegar hinir myrku reyna af fullum krafti að auka orku okkar?!

320. Hvaða verkefni ganga inn í lífið án mikillar spennu? Hvert skapandi skref er staðfesting mikilla bardaga. Hver bardagi hefur fyrirskipun sína og hver hönnun mikilvægi þess. Þannig verða þeir sem ganga með krafti ljóssins að vita að án spennu átakanna er enginn sigur. Þannig, þegar verið er að staðfesta mikið sigurskref, verða lærisveinar ljóssins að finna fyrir fullri sigurvissu andans og fullri staðfestu athafna. Þegar staðfesting mikillar undirstöðu var gefin mannkyninu, var hver spenna samþykkt sem frekari hvati að nýrri uppbyggingu. Þannig að í þróuninni hefur hver fáni verið birtingamynd mikilfengleika staðfestunnar. Sannarlega, aðeins þannig getur maður sigrað!

321. Hægt er að bera saman ferli innri eldanna við nokkrar hliðstæður efnislegs elds. Setjum logann undir blástursrör. Fylgstu með því hvernig loginn missir gulan tón sinn undir þrýstingi og verður svo blár, síðan silfurlitaður og fjólublár. Að auki skulum við taka eftir því hvernig loginn hallast. Okkar innri eldar eru að sama skapi þandir undir þrýstingi kosmískra hvirfla. Þessar sjaldgæfu birtingarmyndir ættu að vera skráðar, því þær bera vitni um þátttöku í kosmísku baráttunni. Fáir geta stært sig af slíkri þátttöku. Ekki óreiðu, heldur framverði ljóssins þarf til að mæta myrkrinu. Og hversu blessaður er þrýstingurinn sem knýr okkur í uppbyggileg átök! Nýjar hugsanir geta orðið að veruleika í þessum bardaga, þó ætti maður að vita hvert höggið á að ríða og þetta bendum Við á!

322. Helgiveldi og sköpun nýrrar vitundar er staðfest sem hornsteinn þróunar. Á hverjum degi geta menn fylgst með vísbendingum um slíka framþróun. En fólk samhæfir sjaldan þessi marglitu stig eldsblossans. Hugrekki skortir til að viðurkenna sjálfan sig lifa í rústum gamla heimsins. Samt veit jafnvel skógarhöggsmaður í hvaða átt tréð fellur, því hann vill ekki verða undir því. Þvert á móti reiknar hann hljóðlega út magn nýs byggingarefnis og eldsneytis. Þannig verður maður að gleðjast yfir kosmísku baráttunni!

323. Ef fólk myndi skilja á hverju jarðneska forgangsröðin er byggð, sannarlega, væri hægt að gefa hæstu meginreglur. En hver hefur velt fyrir sér meginreglunni um skapandi hvata? Þegar einangrun á sér stað og lögmálin og réttur hinnar miklu tilveru er brotin, þá eru undirstöðurnar í raun eyðilagðar. Jafnvel skordýrin vita um mikilfengleika stigveldis. Þekkingin á undirstöðum lífsins getur umbreytt lífi, þess vegna er það aðeins mikilfengleiki lögmáls Helgiveldisins sem mun gefa mannkyninu leiðina að hæstu þrepum þróunarinnar.

324. Þess vegna er þekking andans svo öflugur leiðarvísir, því hann mun alltaf leiða að grunni tilverunnar. Þannig ættu menn að tileinka sér hugmyndina um Helgiveldi sem hæstu þjónustuna. Þannig beinir þekking andans lærisveinum á leiðina að Helgiveldinu. Þannig, með öllum styrk andans, ættu menn að hefja á loft friðarborðann, þar sem í honum eru undirstöður menningarinnar.

325. Illa þroskaður hugur sér alltaf mótsagnir, hann getur ekki tengt Helgiveldi við útsjónarsamar sjálfstæðar athafnir. Vissulega, án samræmis munu einsleitar hugmyndir falla í sundur. Skilningur á samræmi verður eins og skref í átt að umbreytingu mannkynsins. Athugasemdin um ódauðleika einfrumulífvera er rétt. En með hverju getur maður fært saman ólíka þætti okkar? Maður getur útrýmt fjölda gervileiða og vakið til lífs sofandi kristalla sálarorkunnar. Maður getur hugsað sér það sem uppruna okkar. Aðeins sameinaður skilningur á meðvitaðri leit að staðfestingu uppbyggingar býr til kraft umbreytinga. Ekki halda að þetta sé afstætt; Ég ráðlegg ykkur að samþykkja það sem nauðsyn fyrir þroska kynstofnsins.

326. Skilja verður samræmi sem verkfæri í rannsóknarstofu lífsins. Við skulum muna þessa skilgreiningu. Hugurinn sem hefur náð stigi samræmis verður afkastamikill, siðferðilegur, sameinandi, rólegur, fær um að sýna þolinmóða samvinnu við Helgiveldi. Hvernig er hægt að útskýra kostinn við samræmi fyrir þeim sem ekki veltir fyrir sér eilífðinni og lokar sig heimskulega frá öllum áköllum? Hann mun aldrei skilja að það sem sagt er varðar hann líka. Ánægður mun hann klæða sig í jakkaföt sem samþykkt er af klæðskeranum og vera vel á sig kominn, eftir að hafa viðurkennt helgiveldi klæðskerans. En við skulum ekki móðga klæðskerann vegna þess að fólk hefur fundið upp margskonar ókræsileg helgiveldi.

327. Titringur hlutanna getur stafað af þrýstingi sálarorku. Titringur ljóssins gæti einnig endurspeglast í umhverfinu. Þannig er svokallað segulmagn sent. Maðurinn er fæddur af svipuðum titringi viðtöku og samræmi.

328. Hversu erfitt er það fyrir fólk að átta sig á hvað ræður velferð þeirra sjálfra. Það heldur að það skapi; það heldur að það vinni; það heldur að ekkert eigi sér stað án þeirra. Það heldur að í þau séu grunnurinn. Vei þeim sem eigna sér heiðurinn af því sem kemur ekki frá þeim, því að þessir þjónar myrkursins eru sannarlega eyðileggendur upplýsandi tilburða. Vissulega ákvarða tilraunir þessara myrku aðeins eyðingu þeirra sjálfra, því ljósið er ósigrandi. Þannig á sjálfstortíming sér stað þar sem óhlýðni er við Helgiveldi ljóssins. Það að eigna sér sköpunarmátt sér til handa frá hinum myrku á sér ástæðu, því sannarlega telja jinnarnir sig vera samstarfsmenn Ljóssins. Hver vondur ásetningur er staðfesting á sigri.

329. Er mögulegt að hinir myrku séu blindir og vilji ekki sýna skilning á stigveldi? Er mögulegt að fullyrðing æðri lögmála sé ekki viðurkennd sem eina hjálpræðið? Hve mikilvægt er á svo afgerandi tímum að skilja lögmál Helgiveldisins! Láttu svikara velta því fyrir sér. Láttu þjóna myrkursins, sem eru á móti stigveldi, velta því fyrir sér. Sá sem hallmælir Helgiveldi er mesti svikarinn.

330. Ef maður sameinar fullkomna ábyrgð læknis, dómara, prests, kennara, arkitekts og löggjafar, bera þeir hluta af ábyrgð stigveldis. En bara hluta. Því að auk jarðneskrar ábyrgðar tilheyrir hann einnig fíngerðu heiminum- og hugarheimi. Við köllum aldrei neinn til að bera herklæði Helgiveldisins, því aðeins andinn sjálfur getur valið slíka ábyrgð. Fræ Helgiveldisins er myndað samkvæmt ákveðnum geisla. Sannarlega, hækkunarmátturinn óttast ekki ábyrgð fyrir heimunum þremur. Það hugrekki er eins og hlekkur milli heimanna, eins og stoðir sáttmálans, eins og ljósið allt um lýsandi! Að standa þannig frammi fyrir hásæti ábyrgðarinnar, glóa vængir afreksins.

331. Án menningar geta ekki orðið alþjóðlegir samningar eða gagnkvæmur skilningur. Án menningar getur skilningur fólks ekki tekið á öllum þörfum þróunar. Þess vegna inniheldur friðarborðinn öll fíngerð hugtök sem leiða þjóðir til skilnings á menningu. Mannkynið skilur ekki hvernig á að sýna lotningu fyrir því sem felur í sér ódauðleika andans. Borði friðarins mun koma á skilningi á þessari háleitu þýðingu. Mannkynið getur ekki blómstrað án þekkingar á mikilleika menningarinnar. Borði friðarins mun opna hliðin fyrir betri framtíð. Þegar lönd eru á leið til tortímingar, þá verða jafnvel þeir sem eru andlausir að skilja af hverju uppstigið samanstendur. Sannarlega liggur hjálpræðið í menningu. Þannig færir friðarborðinn betri framtíð.

332. Leyfðu fólki að venjast því að kasta út úr lífi sínu fjölda smárra lyga og að læra að beita sannleika í lífið. Ekkert er eins eyðileggjandi og meðvituð skaðleg röskun á raunveruleikanum. Það raskar hrynjanda alheimsins. Neðanjarðareldurinn ræður ríkjum í mótstraumi hrynjanda hans.

333. Með samvinnu allrar krafta er hægt að byggja fyrirætlað skipulag. Það er það sama í mannlegri uppbyggingu. Hafa ber í huga að jákvæðir kraftar skapa undir þrýstingi það neikvæða og sköpunarhæfni ljóssins er mettuð af spennu þrýstingsins. Þannig kallar sköpunarmáttur í nafni drottnana vissulega fram spennu. Þess vegna hefur einmitt þjónusta við ljósið slíka spennu kosmísks styrks. Þegar verið er að staðfesta svona volduga uppbyggingu, hvernig er mögulegt að andstæð öflin standi ekki gegn því?

334. Sannarlega mun friðarborðinn sameina öll menningarleg verkefni og veita heiminum þann árangur sem þörf er á. Þess vegna munu þeir sem bera í sér sterka viðleitni bregðast við öllum heitum. Þjóðirnar munu sannarlega sameinast undir þessum borða.

335. Mannkynið verður að gera fjölda brýnna tilrauna. Ekki verður aðeins að viðurkenna pirring sem ógæfu fráfarandi kynstofns, heldur ætti einnig að rannsaka hvernig það smitast. Það verður mögulegt að ganga úr skugga um að pirringur virkar langar leiðir og getur haft áhrif á næma líkama. Pirringur berst eins og óhljóð með eldi geimsins. Fólk sem hverfur frá jörðinni með uppsafnaðan pirring skapar sér pyntandi tilveru; Eldur geimsins hleypur á þá, því samræmi þýðir að fylgja undirstöðunum. Hver andstaða við undirstöðurnar kallar fram mótvægi við eld geimsins. Þess vegna ættu menn að viðurkenna að persónulegur pirringur er tilfinning hjá þeim sem hverfa. En það verður að taka fram að fólk vill oft ekki hlýða pirringi sínum, þó að hættulega eitrið minnki ekki vegna þess.

336. Þannig ætti að rannsaka hindrandi þætti með öllum ráðum. Maður verður að skilja hvað felst í samræmi við undirstöður tilverunnar. Í hverju felast framfarir andans, sem er smám saman að venjast því að vera til fyrir ofan heiminn og vinna látlaust? Einnig ætti að skilja hin heilaga sársauka sem merki um flug andans inn á svæðið sem bindur heimana. Þannig er auðvelt að skilja að hrörnun hefur svipt mannkynið einhverjum viðurkenndum eiginleikum og maðurinn ætti að sýna fram á mikið af frumorkunni til að vefa aftur rifinn vef hinnar miklu móður Assurgina. En hrós til þeirra hugrökku, áræðnu og kappsfullu!

337. Tíminn þegar eldblómstrið birtist getur ekki verið auðveldur. Borði friðar er ekki kynntur á markaðnum. Við skulum því vera sameinuð í einni ósigranlegri viðleitni.

338. Hvernig getur mannkynið búist við því að nálgast það hæsta án þess að viðurkenna jarðneskra fulltrúa Helgiveldisins? Hvernig er hægt að koma á tengingu ef mannkynið viðurkennir ekki hina mikla keðju Helgivelda? Hugsun smitast svo mikið af eitri sjálfselskunnar að allt kosmískt jafnvægið raskast. Þannig að á leiðinni til Okkar ættu við að meðtaka allar staðfestingar varðandi Helgiveldið sem akkeri hjálpræðisins. Sannarlega er Helgiveldið eins og dásamlegt ljós fyrir mannkynið! Sem voldugur skjöldur stendur Helgiveldið vaktina! Helgiveldið er staðfest sem hlekkur milli heimanna!

339. Það svívirðilegasta er afneitun og svik við fræðarann. Þannig að þegar Við kynnum til lífsins nýja staðfestingu, ætti maður að leitast við með öllum anda sínum að fullnusta hæsta Viljann. Þess vegna verður að samþykkja það í anda þegar Við staðfestum hina miklu þýðingu friðarborðans. Sannarlega, þannig mun hjálpræði heimsins koma. Tímarnir eru miklir! Tímarnir eru mikilvægir!

340. Viturlega er fyrirkomið sælu þess sem fórnar sál sinni fyrir náunga sinn. Oft er þetta sagt um fórn eigin lífs, en það ekki sagt um líf eða líkama, heldur um andann. Þannig er erfiðasta og lengsta verkefnið gefið. Til þess að gefa sál sína, þarf að rækta, stækka og betrumbæta hana, þá er hægt að gefa hana til hjálpræðis náungans. Þannig ætti að skilja visku boðorðanna og beita henni meðvitað. Það er líka sagt: „Fylgdu mér.“ Þannig mun hvert Helgiveldið tala og staðfesta framsækna göngu. Hann getur ekki snúið við, annars hverfur leiðandi stjarnan á bak við hæðina.

Það er ekki rétt að hugsa um auðmýkt Helgiveldis – heldur auðmýkt framundan og boðorðið að baki. Sömuleiðis kemur hugtakið Helgiveldið skýrt fram í orðum postulans um huggarann. Þetta ráð ætti að skilja á sama hátt, því það þýðir ekki aðgerðaleysi í sorg, heldur er huggun undirbúningur að afrekum. Þannig eru jafnvel bestu kenningar huldar með því að viðurkenna ekki það sem er ósýnilegt fyrir jarðneskri sjón.

341. Hvernig er ábyrgð skilin af flestum? Hve lítið veltir fólk fyrir sér miklu mikilvægi ábyrgðar! Sá sem meðtekur ábyrgð af augljósri léttúð eða með sjálfselskri löngun er leiksoppur hræðilegs karma. Þegar hin mikla þjónusta í þágu mannkynsins er veitt er ábyrgðin í samræmi við það. Þegar skip Okkar er í höndum flytjandans, þá þýðir það að reisn ætti að varðveita, til þess að hið undursamlega skip haldi vængjunum. Sannarlega er það sæmandi að ábyrgð sé borin af tempruðum anda og af allri einlægni hjartans.

342. Einstaklingur og sjálfshyggja er eins og fæðing og dauði. Uppbygging einstaklingshyggjunnar birtir hugmyndina um nýjan heim, en sjálfshyggjan getur speglað sig í dauðum eldfjöllum tunglsins. Ekki bara deyðir sjálfshyggjan sig sjálf, heldur smitar umhverfið, en einstaklingurinn kyndir elda í öllum aðliggjandi búðum. Samstarf er kóróna einstaklingshyggjunnar, en böl sjálfshyggjunnar er eins og broddur sporðdrekans. Getur maður reitt sig á sjálfshyggjuna? Ekki frekar en á höggorminn! En sönn einstaklingshyggja felur í sér undirstöður almenns réttlætis. Við verðum að safna saman einstaklingum; því nýjan demant þarf að slípa, en sjálfshyggjan verður að fara í gegnum margar holdgervingar. Reyndar, getur þetta lögmál einnig breyst með eldi hjartans. Þess vegna getum við ráðlagt þeim sem fylgja sjálfshyggjunni að vera nærri eldheitu hjarta.

343. Ekki án tilgangs kveikjum við leiðarljós logandi hjartans sem athvarf fyrir ferðalanginn. Það er ekki auðvelt fyrir logandi hjartað, en það fórnar sér fyrir nágranna sína, sem afhjúpar réttlæti boðorðsins um uppljómun. En gleði er sérstök viska.

344. Á endurreisnartíma heimsins er aðeins hægt að halda fast í vissu um nýjan heim. Vissan um það kemur aðeins við mikinn skilning á þörf á endurnýjun heimsins með hinu mikla lögmáli Helgiveldisins. Þess vegna verða þeir sem leita að nýja heiminum að leitast við að staðfesta boðskapinn sem leiðir í gegnum fyrirskipað Helgiveldi. Aðeins þannig er hægt að koma á jafnvægi í heiminum. Aðeins logandi leiðbeinandi hjarta mun sýna hjálpræði. Þannig er heimurinn í þörf fyrir staðfestingu lögmáls Helgiveldisins!

Þannig er Helgiveldi löglega staðfest við umbreytingu landa og að endurnýja elda fyrir allt það sem hverfur. Þess vegna er svo brýnt að tileinka sér lögmál Helgiveldisins, því að án keðjunnar er ekki hægt að smíða hin mikla uppgang. Þannig að staðfestingin á mikilleika lögmáls Helgiveldisins verður að meðtaka kröftuglega.

345. Ekki láta nauðsyn endurtekninga trufla þig. Í fyrsta lagi er ekkert endurtekið. Jafnvel sömu orð birtast með öðrum hætti á mismunandi tímum. Í öðru lagi ætti maður að ítreka dag og nótt allt um Helgiveldið. Það er rétt hjá þér að stigveldi þrældóms er lokið, en tilkomu annars stigveldis fylgir þjáningum manna. Það er of mikið þrælahald í heiminum og hver logi vitundarinnar er einnig kúgaður. Þrælahald og meðvitað skilið stigveldi eru eins og dagur og nótt. Þess vegna skaltu ekki láta letja þig að endurtaka - meðvitund um Helgiveldi, Helgiveldi frelsis, Helgiveldi þekkingar, Helgiveldi ljóssins. Leyfðu þeim fáfróðu að hæðast að upphafi nýja heimsins, því hvert hugtak um nýjan heim, hræðir þá. Er óendanleiki ekki ógnvekjandi fyrir þá? Er Helgiveldi ekki íþyngjandi fyrir þá? Þar sem þeir eru sjálfir fáfróðir einræðissinnar skilja þeir ekki uppbyggingu Helgiveldisins. Þeir eru sjálfir huglausir og hryllir við afrekum. Við skulum því setja á vogina brýnustu hugtök hinnar miklu aldar sem nálgast - óendanleikann og Helgiveldið.

346. Þegar verið er að byggja þróunarskref munu hinir myrku efla alla slægð sína, vegna þess að ljósið er þeim óbærilegt og er þeir skynja dóm sinn, þeir myrku halda fast við þær ráðstafanir sem eru mest kæfandi fyrir þá. Við hver ný mikil tímabil er sami þrýstingskraftur endurtekinn. En tíðindalítið tímabil nær ekki inn í söguna, því tímabil eldsins samanstendur af öllum kosmískum athöfnum. Þannig verður vakan að vera kröftug.

347. Margir saltstólpar eru víða á yfirborði jarðar. Kona Lots sneri sér ekki aðeins aftur til fortíðar, en óteljandi eru þeir sem hafa litið til baka. Hvað bjuggust þeir við að sjá í brennandi borginni? Kannski vildu þeir kveðja gamla musterið? Kannski leituðu þeir að þægindum sínum? Kannski horfðu þeir í eftirvæntingu í von um að sjá hús hataðs nágranna síns hrynja? Vissulega hlekkjaði fortíðin þau lengi. Þannig verður maður að leitast áfram til uppljómunar og heilsu, og finna styrk framtíðarinnar. Þannig ætti það alltaf að vera; en það geta verið kosmískir hnútar þegar snörp hreyfing áfram er brýn. Maður á ekki að dvelja við og syrgja fortíðina. Jafnvel mistökin eru augljós, en lestin bíður ekki og hver atburður þrýstir áfram. Við flýtum okkur og Við áköllum í flýti. Framtíðin er fjölmenn og framundan er ekkert myrkur!

348. Láttu Okkur um alla fortíðina og hugsaðu aðeins um framtíðina. Tökum ekki neitt gagnslaust úr fortíðinni; við skulum ekki íþyngja vitund okkar með neinu. Ég sjálfur mun leggja frá Mér og muna allt sem er dýrmætt! Atburðir knýja mann inn í framtíðina. Þess vegna verður að skilja Helgiveldið sem bjarghring; þannig má einnig skilja tákn Heimsmóðurinnar. Ekki láta trufla þig, því að Ég mun snúa öllu að gagnsemi. Við munum hrópa í eyru hinna hjartdaufu- Helgiveldi !!! Fræðslan er gefin á mikilvægum tíma og maður verður að hafa asnaeyrun til að heyra ekki þrumuna. Það er gagnlegt að gleðjast yfir sigrinum. Gleðjumst og sameinum okkur þannig gleði Drottins.

349. Lífsstarfsemi er viðhaldið af fíngerðri orku lífverunnar. Fólk á erfitt með að átta sig á fíngerðu kröftunum og virkni allra ósýnilegu kraftanna. Þess vegna á sér stað mikil óeining við kosmosinn og líkaminn takmarkast mjög af grunneiginleikum efnisins í stað þess að þróa næma móttækni. Fólk skynjar svo lítið titring kosmískra afla og sýnir litla sundurgreiningu á því hvar fíngerða vitneskjan er! Andi sem leitast til hæstu sviða veit að segultenging er á milli fíngerðrar orku og samræmi við allan staðbundinn þrýsting. Þannig verður að ala upp nýju kynslóðina til skilnings á fíngerðu kröftunum, því titringur geimsins nálgast jörðina og staðfesting nýja tímabilsins mun færa margar birtingarmyndir til. Þannig munu fíngerðir líkamarnir tileinka sér alla orkuna sem send er.

350. Svona tímabil birtingarmynda elds hefur alltaf fylgt truflun, vegna þess að andleg vitund var tilfærð með kosmískum breytingum. Þess vegna er mikilvægasta hlutinn á tímum eldsins næm móttaka. Á tímabilum eldsins fylgir Helgiveldið hvetjandi andlegum vaxtarstraumi fólks og vegna þess að lögmál Helgiveldisins hafa ekki verið samþykkt af þjóðunum eiga sér stað slíkar tilfærslur á fólki. Þannig er tímabil elds tímabil Helgiveldisins!

351. Stigveldi verður að meðtaka sem þróunarkerfi. Fyrir þá anda sem enn ekki hafa lifað þrælahald skal endurtaka að stigveldi er allt frábrugðið einræði. Jafnvel reykháfasópari verður að klifra upp á þakið til að hreinsa rásina. Þetta er ekki hægt að gera það að neðan. Maður getur ekki samið sinfóníu án einnar nótu fyrir öll hljóðfæri. Margar líkingar má vitna til, sem byrja í gríni og enda með hrífandi dæmum um býflugur, maura og álftir. En besta dæmið fyrir mannkyn samtímans er samanburðurinn við ópersónulega efnafræði. Það er auðvelt að skilja að viðbrögð geta aðeins átt sér stað við nákvæmar aðstæður. Stigveldi samsvarar sömuleiðis algerlega meginreglum kosmískrar efnafræði, sem jafnvel nýgræðingur vísinda mun ekki neita. Við vorum sammála um mikilvægi uppgötvunar sálarorku; til að samræma skilning þess að Helgiveldi er jafn ómissandi og gagnlegt efnaferli.

352. Hvaða leið er best til Okkar? Óbrotnasta leiðin er leið fórnfúsrar afreka. Dásamlegasti eldurinn er logi hjartans mettaður af kærleik fyrir Helgiveldinu. Árangur svo fíngerðs hjarta er staðfestur með þjónustu við æðsta Helgiveldi. Þess vegna er svo dásamleg fórn fíngerða hjartans. Sköpunarmáttur andans og sjálfstæð athöfn næms þjóns fyllir rýmið kröftuglega. Þannig bregst næmt hjartað við öllum kosmískum uppákomum. Þannig sannarlega ómar hið sýnilega með hinu ósýnilega, núið með framtíðinni og því fyrirætlaða. Þannig fyllir fórnfýsi næms hjarta heiminn með loga.

353. Sannarlega hefur hið heilaga hugtak um Arhat verið brenglað. Það hefur verið afbakað og svipt fegurð. Hversu lítill er skilningur á fræðara almannaheilla í vitund heimsins! En sannleikurinn lifir og í nafni sannleikans sköpum Við. Þess vegna, fyrir umbreytingu lífsins, ættu menn að samþykkja Helgiveldi sem fegurð sannleikans. Þannig skapar hið fíngerða hjarta með kosmískri þróun. Þannig ættu menn að átta sig á mikilvægi miðjunar innan hjartans; þannig verður hið mikla ferli fíngerða hjartans að vera skilið með hjartanu.

354. Sumt fólk þolir ekki tíðar áminningar Okkar um bardaga. Fyrir þá, látum þetta ekki vera bardaga, heldur opnun hliðanna. Ferlið við opnun krefst einnig orku; en fyrir þig, án þess að þurfa hræsni, þá má segja að orrusta ljóssins gegn myrkri sé stöðug. Margir stríðsmenn hjálpa til í þessari baráttu, annars myndum við hverfa aftur í óreiðuna. Oft spyrja þátttakendur í bardaga hvers vegna þeir, í efnislegum skeljum sínum, muni ekki afrek fíngerðu líkama sinna. En það væri glæpsamlegt af Okkar hálfu að leyfa slíka vitund. Hjartað þyldi ekki skilning á svo miklum bardaga. Aðeins sérstaklega logandi hjarta geymir svörtu skeytunum í vitund sinni. Hjartað stöðvaðist, annaðhvort vegna skilnings eða vegna mótstöðu. En kosmíska baráttan getur slegið hið sterkasta hjarta.

Við skulum því minnast bardagans, þegar átökin taka aftur á sig svo mikið umfang. Neðanjarðareldurinn eru í jafnvægi með erfiðleikum og segulstraumar skerast. En við skulum ekki neita því að þessi truflun færir endurnýjaða möguleika.

355. Lífsstarfsemin magnast af mismunandi titringi fíngerðrar orku. Því er kjarni lífsstarfseminnar og það sem líf hvers anda byggist á lítt skilinn. Fólk heldur að lífsferlið felist aðeins í vefjunum og gleymir því að sköpunarmáttur kosmosins magnast með fíngerðum kröftum og með því ósýnilega ferli sem leyfir ævarandi umskiptingu og snertingu við staðbundna eldinn. Viðhald sálarorku byggist á andlegu ferli. Sannarlega verður mannkynið að átta sig á því hvar uppspretta lífsstarfsins er og í hverju umskiptingin fyrir vöxt kraftanna felst. Þegar mannkynið skar sig frá uppsprettu aflsins, þá breyttist krafturinn; þannig er það í allri kosmískri uppbyggingu.

Þannig að í allri uppbyggingunni þarf krafturinn að mettast af upprunanum. Þess vegna er Helgiveldinu svo mjög haldið fram af Okkur, því að þessi uppspretta er uppspretta uppljómunar og á tímum umbreytingar heimsins er sannarlega aðeins eitt akkeri hjálpræðisins. Þess vegna ætti vitundin að vera miðja alls þess sem gefið er.

356. Eins og orðin gefa til kynna, stækkar spírall útþróunar en spírall innþróunar dregst saman. Það sama má sjá, ekki aðeins í persónulegum þáttum, heldur einnig í hugmyndum. Það er mjög lærdómsríkt að greina hvernig hugmyndir verða til og hvernig þær ljúka hring sínum. Oft virðast þær hverfa að fullu, en ef þær eru þróunarlegs eðlis birtast þær aftur í útvíkkuðu formi. Til að skilja þróun hugsunar ætti maður að rannsaka rætur hugmynda. Að rannsaka uppsöfnun innihalds hugmynda getur leitt af sér framfarir til meiri skilnings. Maður getur tekið til dæmis hugmyndina um trúarbrögð og skoðað hana spírallega; einmitt, ekki samanburðar, heldur þróunarlega, spírallega. Þannig geta menn séð hina einu rót. Sömuleiðis er hægt að rannsaka hvernig hugmyndir trúarbragðanna stækkuðu í gegnum þróun. Þannig sortna ekki horfur framtíðarinnar. Safna verður jákvæðum formerkjum.

357. Mannkynið hefur gert margar tilhliðranir til að eyða undirstöðum í fræðslu lífsins. Í þágu samanburðaraðlögun er hægt að taka kveik lampans úr og verða svo undrandi á bruna olíunnar.

Lampa heimsins var kollvarpað en hægt var að verja hið heilaga kraftaverk lífsins upp í fjöllunum. Hægt er að ná tökum á brunanum með tveimur uppsprettum - Helgiveldinu og sálarorku.

358. Mannkynið verður að byggja vígi sitt sem fagran óskiptan hring. Hvert skapandi upphaf verður að byggja á heilindum og óaðskiljanleika og staðfestir sig á braut um miðjuna. Aðeins þannig, með þekktan radíus, getur maður náð til hverrar áttar og rétt umfangs. Það ætti að skiljast að næra verður hvert vígi frá miðjunni. Því yfirborðskenndari móttækni, því hættulegri er hún til allra átta. Þess vegna ætti að halda sig við innri birtingu miðjunnar. Óaðgreinanlegt vígi er máttur þess. Heilindi er fegurð þess. Miðjan er Helgiveldi uppljómunar. Þannig er hæsta skrefið byggt. Hver andi verður að gera sér grein fyrir að allt lifir í ljósi heilinda. Hver Ashram, helgivígi, er ræktað af heilindum og lifir af ljósi Helgiveldis. Hvert atóm lifir af heilindum. Í þessu er fegurð; þannig er heimurinn byggður.

359. Uppbyggingarhæfni okkar liggur í lífsorkunni. Loforð um hamingju fyrir mannkynið liggur í fegurð. Þess vegna fullyrðum við að listir séu mesti hvati fyrir endurnýjun andans. Við lítum á listina sem ódauðlega og takmarkalausa. Við setjum afmörkun á milli þekkingar og vísinda, því þekking er list, vísindi eru aðferð. Þess vegna eflir eldurinn sem frumefni listina og sköpunarmátt andans. Þess vegna geta dásamlegu perlur listarinnar í raun upplyft og umbreytt andanum samstundis. Allt er hægt að ná með vexti andans, því aðeins innri eldarnir geta veitt nauðsynlegan styrk fyrir móttækni. Þannig getur Agni jóginn skynjað alla fegurð í heiminum án þröngrar vísindalegrar aðferðafræði. Sannlega, perlur listarinnar færa mannkyninu upphafningu og eldar sköpunarmáttar andans gefa mannkyninu nýjan skilning á fegurð. Þannig metum við heilindi í kringum miðjuna og þökkum þjónustuna við Helgiveldið í gegnum hjartað.

360. Hvernig menn túlka undirstöður heimsins ranglega! Hvaða formúlur finna þeir til túlkunar á mikilvægustu meginreglum! Án þess að skilja hina miklu undirstöðu einingar allra kosmískra meginreglna metta þeir rýmið með allskonar truflandi reglum. Það leiðir til ójafnvægis á uppsprettunum, sundrung allra hæstu lögmála og leitun til margra uppspretta. Þannig hafa áhrif þess að skipta upp hinum mikla uppruna Helgiveldisins, af mannlegum veikleika, sín áhrif og mannkynið reynir af öllum mætti að afskrifa hið mikla lögmál. Þannig kom skipting hins smáa í stað hins mikla.

361. Sannarlega eru hinar kosmísku Uppsprettur undursamlegar í mætti sínum og skapandi lögmál Helgiveldisins innblæs allt með eldi. Þess vegna, liggur lögmál hinnar miklu sameiningu æðstu eldanna í grunni alheimsins. Þess vegna ætti ekki að aðgreina hina miklu hönnuði. Og grundvöllur framtíðarinnar, geislandi Helgiveldi uppljómunar, er svo sannarlega magnað í tilveru hinna miklu lögmála. Sannarlega verður að muna að maður getur aðeins byggt í gegnum Helgiveldi. Maður er aðeins á braut sinni um Helgiveldi þegar vitundin skilur að högg á nafn Helgiveldisins er högg á Okkur og hver sá sem leyfir höggið er honum dýrkeypt. Þannig felst árangur allra verka í einingu. Viðurkenning á níði er vísbending um dauft hjarta og brotthvarf. Eining er dásamlegur eldur!

362. Fólk óttast frekar þrumur en eldingar. Sömuleiðis með atburði - fólk er meira órótt vegna endurómsins en kjarnans. Það mætti segja að það sé engin þörf á að vera hrædd við þrumur ef eldingu hefur ekki slegið niður! Aðeins nýliði óttast þrumur fallbyssa en heyrir ekki flug kúlunnar. Sálarorkan bregst við eldingum. Af því sést hvernig náttúruleg geta lífverunnar verndar mann gegn hættulegu bruna. Þannig framkallar sálarorkan stundum gervibólgu til að beina hættulegri brennslu frá aðliggjandi miðju. Það er mjög sjaldgæf birtingarmynd þegar með eigin augum jógi bólgnar út og vefirnir dragast fljótt saman við fyrri stærð. Þú varðst vitni að slíkri birtingarmynd þegar miðja barkakýlisins var ógnað af bólgu. Þrátt fyrir hættuna náði sálarorkan tökum á eldinum hratt.

Útgeislun varnar einnig bólgu; það er algjörlega hliðstætt eldfjöllum. Fjöldi líkinga birtist fyrir leitandi auga. Aðeins ætti ekki að leita að tilbúnum helgisiði eða þvingun. Hin náttúrulega blanda við það Hæsta næst aðeins með náttúrulega kveiktu hjarta. Vissulega er óumflýjanlegt að sjóði á kaleikinum sem er fylltur að barmi, en það er byrði Heimsmóðurinnar. Mundu hina fornu mynd af ungabarni sem liggur í kaleik. Fjöldi vísindalegra tákna er umbreytt í þokukennd tákn, en það er kominn tími til að rannsaka þau.

363. Við kosmískar truflanir safnast hreinsandi eldar saman, sem þétta andrúmsloftið og knýja eldana til uppbyggingar nýja heimsins. Þannig, við rústir gamla heimsins rís ný þróun og tímabil elds endar Kali Yuga og mettar rýmið með eldi nýja heimsins. Þannig kallar alltumlykjandi fáni drottnanna til hreinnar sköpunar. Þannig gengur loforð Helgiveldisins út í lífið. Þannig fögnum við öllu sem beint er til góðs. Þannig fögnum við öllu sem er gegnsýrt af hreinni viðleitni til að ganga hærri leiðina.

364. Það er almennt vitað að fyrir upphaf Satya Yuga fer karma fram með sérstökum hraða. Það má spyrja hvers vegna margir glæpir og guðlast virðast þá vera refsilaust? Það eru margar ástæður. Í fyrsta lagi vilja menn frekar dæma eftir þrumum en eldingum. Annað, maður tekur kannski ekki eftir því hversu smám saman hringur atburðurinn herðist. Þriðja ástæðan liggur í hvötum og gömlum karmaböndum. Þannig getur aðeins fíngerð vitund fundið fyrir því hvernig, á bak við einhverjar óæskilegar aðgerðir, er falin ekki slæm hvöt. En hið gagnstæða gerist einnig þegar athöfn sem virðist ekki vera slæm er afleiðing óásættanlegrar hugsunar. Þegar Ég tala um rýmislegt réttlæti hef ég í huga jafnvægislögmálið. Kaleikurinn mun endurspegla hverja sveiflu andans.

365. Fylgstu með því hvernig hvert verk endurspeglar sveiflu karma. Það má skynja hvernig svik í öllum þáttum þess kallar fram skjóta myndun karma. Maður getur lært margt af slíkum athugunum. Hversu sárt er að sjá fólk skaða sig! Það er hægt að fylgjast með því hvernig hugsun þess slær innri tilveruna, eins og naðra, meðan á ósigrum sjálfsins stendur. Ekkert getur afstýrt afleiðingunum, því orsök og afleiðing eru of nærri. Aðeins með eldi hjartans getur maður varið sig og hreinsað farveginn sem ber smit.

366. Hve mjög fólk brenglar hugtakið sálarkraftur og gleymir að líkamlega birtingarmynd er alltaf hægt að skýra með sálrænum þætti, en sálrænu birtingarmyndina er ekki hægt að staðfesta með líkamlegum aðferðum. Þegar öllum sálrænum þáttum var útrýmt úr vísindum þá kom vissulega skörp afmörkun á milli þess lífræna og ólífræna. Þannig má benda fræðimönnum á að bækur án anda, sálarorku og kosmísks elds geta ekki skapað þau vísindi sem ætti að gefa mannkyninu. Aðskilnaður þess sem hefur þróast saman frá alda öðli, hefur opinberað þær villur sem er ástæða Karma jarðarinnar okkar.

Þess vegna verður mannkynið að hugleiða hvernig eigi að færa sálrænar birtingarmyndir nær líkamlegum heimi. Annars geta hefðbundin vísindi og hismið mæst við tómt borðið. Þess vegna gefur lífskraftur listarinnar, sem verndar hinn guðlega eld, mannkyninu mettunina með þeim eldi sem kveikir andann og fyllir alla heima. Þess vegna eru dásamlegu blysin í fegurð sköpunarinnar svo dýrmæt fyrir mannkynið. Við höfum séð hvernig listsköpunin hefur umbreytt mönnum - eitthvað sem allt bókanám í heiminum getur ekki gert. Þannig sameinar borði fegurðar og friðar heiminn. Þannig mettar sköpun andans rýmið.

367. Hver er gefandinn? Sá sem býr yfir. Nema að maður verði örmagna, ætti maður að njóta gjafar frá hinum óþrjótandi Uppruna. Snúum okkur að Helgiveldinu.

368. Þú hefur heyrt um ilminn sem stafar af dýrlingunum. Við munum benda á hvernig ára dýrlinga, sem færir þá aftur inn í blóðlaust ríkið, gefur þeim ilminn af blómunum sem þeir fóru í gegnum snemma í jarðvistum sínum. Þannig getur maður einnig læknað með því að bera samsvarandi blóm á líkamann.

369. Þegar andlegar leitir fela í sér árþúsundir, hvernig geta menn afneitað afrekum sínum? Hvaða mistök eiga sér stað að baki afneitunar eldheitra afreka! Þannig er hægt að staðfesta að ósýnilegir ferlar birta athafnamáttinn fyrir mannkyninu. Þess vegna ættu menn að skilja að andleg orka er þáttur í kosmíska eldinum, sem hreyfir lífið og fyllir allar mikilvægar birtingarmyndir. Kraftur þekkingar á hæstu kröftunum er lykillinn að tilverunni. Merki sálarorku dreifast staðbundinn allstaðar í alheiminum; þess vegna ætti maður að leitast til staðbundna eldsins.

370. Ein skaðlegasta athöfnin er að fordæma Helgiveldið vegna afleiðinga eigin mistaka. Utan svika, ekkert slítur svo örugglega hlekkinn við Helgiveldið eins og svo heimskuleg fordæming. Verndarhula Helgiveldisins lágmarkar allar afleiðingar skaðlegra mistaka, en að hafna Helgiveldi þýðir að láta koma yfir sig allan straum afleiðinganna. Einn reyndur sjómaður ráðlagði: „Skiptu aldrei um skip í stormi.“ Maður kann að muna hvernig fólk, sem hefur framið misstök, hefur oft reynt að útskýra afleiðingar þess sem fórn fyrir Helgiveldið, en ekki gert sér grein fyrir að með því hefur það þegar fordæmt Helgiveldið.

371. Tenging við eldinn veitir mettun orkustöðvanna með kosmískum hrynjanda. Þess vegna er ómunurinn staðfestur með stöðugu fylgi við staðbundna strauminn. Næmleika orkustöðvanna verður að vernda og staðfesta sem tengsl milli sýnilegra og ósýnilegra heima. Þegar orkustöðvarnar óma, ætti að gæta að þögninni.

372. Staðfesting á fræðaranum ætti að endurtaka allar stundir, því uppbygging okkar þarfnast meðvitaðrar meðtöku Helgiveldisins. Búast má við ýmsum atburðum, en þátttaka í þeim getur aðeins verið í gegnum Helgiveldið sem Við höfum boðað. Þannig segi Ég: Ekki aðeins ákvörðun Okkar heldur karma árþúsunda gerir uppbyggingu framtíðarinnar óumbreytanlega. Hægt er að breyta smáatriðum en ekki má brjóta grunninn. Þannig að vilji Okkar ætti ekki að gleymast, jafnvel ekki í smáatriðum lífsins. Þú gerir þér réttilega grein fyrir sköpunarævintýrinu, en aðeins í uppstigi Helgiveldisins verður því breytt í hjálpræði heimsins. Það segi Ég.

373. „Vinnið, skapið gott, virðið Helgiveldi ljóssins“ - þessi boðorð Okkar er hægt að skrifa jafnvel í lófa nýfædds barns. Svo einfalt er boðorðið sem leiðir til ljóssins. Til þess að tileinka sér það verður maður aðeins að vera hreinn í hjarta.

374. Þegar pláneta missir jafnvægi vegna tapaðs andlegs skilnings eru afleiðingarnar fyrir plánetuna óhjákvæmilegar; því það eru engar karmískar afleiðingar án orsaka og engin orsök án afleiðinga. Birtingarmyndin sem birtist vegna taps andlegrar viðleitni mun vissulega framkalla þá hvata sem leiða til endurnýjunar á jörðinni. Efnislegar breytingar mun veita jörðinni skilning á Agni Yoga. Fjárhagslegt hrun mun hafa áhrif á endurmat á gildum. Brenglun trúarbragða mun hafa í för með sér leit að nýju andlegu afreki.

Því sannarlega er hrun gamla heimsins ný staðfesting, því með komu nýrra gilda færum við heiminum hjálpræði andans.

375. Á lögmáli eldsins er heimurinn endurnýjaður. Eldur orkustöðvanna, eldur andans, eldur hjartans, eldur afreka, eldur athafna, eldur Helgiveldisins, eldur þjónustunnar - þetta eru meginreglur nýja heimsins. Sameinaðar vitundir skapa þannig hæsta Viljann. Sannarlega mun hinn mikli friðarborði ná yfir allan heiminn. Sannarlega miklir tímar, tímar mikillar fullnustu. Þannig koma tímar mikilla athafna.

376. Ég mun segja frá svikum ofsatrúarmanna og ofstækismanna. Þeir gera ráð fyrir að svik tengist aðeins þrjátíu silfurpeningum, en þeir gleyma því að það er að finna í hverju guðlasti og rógi. Maður skal ekki að halda að illgjörn orð séu ekki einnig svik. Það er einmitt illgirni sem oft er óaðskiljanleg frá svikum og rógburði. Eitt og sama svarta tréð hlúir að þessum viðbjóðslegu greinum og ávextir þeirra eru jafn svartir og skammarrætur. Maður verður að frelsa sig skjótt frá hryllingi illgjarnra orða.

377. Umbreyting heimsins staðfestist sannarlega í mestu spennu. Allar hörmungar, allar umhleypingar, allir sjúkdómar fylgja þessari umbreytingu. Öflugustu kraftar koma eldum af stað. Þannig verður myrkrið á tímum eldsins þétt og allt magnast í eldlegri leit. Hið Illa skapast í hinu þétta myrkri. Ljós umbreytir heiminum. Þannig, á þessum miklu tímum, mettar umbreyting heimsins rýmið.

Þannig, á tímabili eldsins, þegar ljósið berst við myrkrið, er birtingarmynd friðarborðans það grundvallaratriði sem gefur mannkyninu nýtt skref. Þannig munu allar þjóðir sameinast undir merkjum fegurðar, þekkingar, og lista. Þannig eru það aðeins hæstu gildin sem hægt er að setja á borðann. Sannarlega!

378. Viðnám gegn hinu illa er einn af grunneiginleikum þeirra sem leita Helgiveldisins. Efnislegir eiginleikar veita ekki þrautseigju gegn hinu illa, en andi og eldur hjartans mun skapa brynju gegn sviksemi illskunnar. En hvernig á að skilja hið illa? Vissulega er það fyrst og fremst eyðilegging. En að skipta út gömlu húsi fyrir nýtt og betra hús er ekki eyðilegging. Með eyðingu er átt við upplausn sem leiðir til formlaust ástands. Maður verður að vita hvernig á að mæta slíkri eyðileggingu. Maður ætti að finna styrk andans til að vinna bug á því hugleysi sem felst í ístöðuleysi. Verum því reiðubúin mæta því illa.

379. Hve mikið verður vitundin að vaxa til að fela í sér allar víðtækar staðfestingar og skilja allt markmiðið. Samsvörun, samanburður og spenna ætti að skiljast, því að án þessa skilnings er hætta á að maður geri minna úr þessum markmiðum heimsins og mæli þau á minni kvarða. Þannig að þegar sköpuð eru brýn heimsskref verður fyrst og fremst að beita heimskvarða. Þannig að þegar hinn mikli borði, tákn hins nýja tímabils, blaktir ekki, ætti að beita meðvituðum ráðstöfunum. Þess vegna verður að skilja hina miklu boðun sem skref í átt að endurnýjun heimsins.

380. Eru ekki nógu margir jarðskjálftar? Eru ekki nógu mörg flök, stormar, óhóflegir kuldar og hitar? Er ekki logandi krossinn risinn? Hefur ekki stjarna skinið á daginn? Hefur ekki logandi regnbogi blossað upp? Hafa táknin ekki margfaldast nógu mikið? En mannkynið í óreiðu vill ekki gera sér grein fyrir augljósum formerkjum! Og þannig munum Við ekki krefjast sýnilegs tákn þegar efinn hefur blindað fólkið. En innan um þessa blindu og heyrnarlausu finnast eldbörnin. Þeim sendum Við merki um að þau viti að ljósið nálgast.

381. Vitundin sem er aðeins í nútímanum, án þess að hugsa um framtíðina, getur ekki fylgt þróuninni, því keðja aldanna hverfur fyrir slíka vitund. Þess vegna, þegar vitundin vex nær hún yfir hina miklu leiðandi keðju orsaka og afleiðinga. Í þróunarferlinu er birting orsakanna mikilvæg. Sem stendur, þegar plánetan er að ljúka við Karma sitt, birtast vissulega afleiðingar mjög á mannkyninu. En það sem skapast af andlegri viðleitni manna umlykur jörðina. Þess vegna mun hver björt spenna og viðleitni veita jörðinni staðfestingu á nýja heiminum. Þess vegna ber háleitur friðarborði ljós sitt og fyllir kröftuglega straumana umhverfis jörðina sem vörn gegn hinu illa. Vitundir sem sameinast hafa í árþúsundir skapað. Þannig sigrar ljósið myrkrið. Þannig er undursamlegt skref að rætast. Þannig nálgast það fyrirætlaða.

382. Kosmískt réttlæti leysir öll karmísk tengsl. Og hversu lítið mannkynið veltir fyrir sér staðfestingum sem bera okkur í gegnum geiminn! Ef þeir myndu aðeins velta fyrir sér þeim staðfestingum sem bera okkur inn á æðri sviðin, þá myndu þeir undantekningalaust komast að Helgiveldinu. Þannig myndi mannkynið klæða sig í skilning sannleikans. Þannig, við sameiningu vitunda sköpum við framtíðina.

383. Ef jafnvel útvarpsbylgjur hafa svo kröftugleg áhrif á manninn, hversu kröftuglega geta hlutir mettaðir andlegri orku virkað! Segullinn sem er meðvitað mettaður sendir segulstrauma sína; þannig umkringir útgeislun Okkar hverja gjafasendingu. Þess vegna getur staðfest sending Okkar alltaf eflt styrk þess sem hún eru send til. Geimurinn geisar. Truflanir eru að safnast upp, en umfram allt eru atburðir nýr straumur beint að þrepi endurnýjunar.

384. Getur einhver fullyrt að leiðsögn Okkar hafi gert lítið úr honum? Getur einhver sagt að við höfum skaðað bestu gerðir hans? Getur einhver fundið eyðingu og vanvirðingu í leiðbeiningum Okkar? Nei! Hjarta hvers og eins mun vitna um að jafnvel hafi verið komið í veg fyrir mistök, ef höfnun manns hindraði það ekki. Þú gætir vitnað um hvernig þeir sem höfnuðu sköðuðu sjálfan sig, afleiðingarnar voru þeirra. Það er dýrlegt að leiða hreina sál, óflekkaða af fráhvarfi, eftir hátindum tilverunnar. Fylgnin sést sem afleiðing samvinnu. Við köllum til slíkrar samvinnu, sem binst að eilífu.

385. Kosmískt segulmagn eykur hvert mikilvægt ferli. Verkefni okkar er að koma á efnislegu samræmi titringsins, því þannig verður hægt að ákvarða samræmi allra birtinga. Hver birtingarmynd er tengd orkustöðum fíngerðrar orku. Hver blossi, hver titringur, er í tengslum við ákveðna birtingarmynd í alheiminum. Að rannsaka þessar bylgjur getur maður komist að þeirri niðurstöðu að tengslin milli allra birtingarmynda séu svo öflug að með því megi ákvarða hvar tengingin við segulmagnið sé; þannig, dregur segulmagn mismunandi spennu úr mismunandi hugsunum, stöðlun og þrám.

386. Aðeins það óvænta skapar skelfingu og hræðslu. Allt sem búist er við kemur inn í lífið. Þetta þýðir að hinu óvænta ætti að breyta í hið væntanlega. Með öðrum orðum ætti alltaf að vera viðleitni til þekkingar. Ennfremur ætti að skilja þessa þekkingu, ekki formlega, heldur í allri margbreytileika hennar. Þegar lífskrafturinn mun sjálfur færa okkur endalausa fjölbreytni, er framvörður hinna þriggja sviða ósigrandi. En þekking á hinum þremur sviðum ætti að nást, ella förum við aðeins eftir yfirborðinu. Þú verður að flýta þér að venja þig við nauðsynlegan sveigjanleika, innan eigin innri þekkingar. Fræðslan mun ekki leiðbeina neinum ef henni er ekki beitt.

387. Við þróun athafnanna verður vissulega til óvild, en menn verða að hafa í huga tvö skilyrði: hið fyrsta - forðast ætti fjandsamlegt fólk, vegna þess að það er ekki fyrirætlað; annað - kannski mun þessi óvild þjóna sem verðugur stökkpallur. En töf stafar ekki af óvinum - líttu þér nær!

388. Þegar tilkynnt var um sigur til keisarans sem þú þekktir, þáði hann þessi skilaboð í algerri ró. Hirðmennirnir hvísluðu: „Er það áhugaleysi?“ En keisarinn sagði: „Ekki áhugaleysi, heldur þekking. Fyrir mér er þessi sigur þegar búinn og um þessar mundir er ég að hugsa um mikla erfiðleika. “

Þegar Við sögðum, gættu að heilsu þinni, eða gefðu ekki skrif þín í framandi hendur eða yfirgefðu ekki heimili þitt, höfðum Við fyrirséð margar aðstæður sem þegar hafa komið fram, sem hefði átt að forðast. Hver annar getur skilgreint afleiðingarnar eins og Við sem fræðari? Þegar Við tölum um þakklæti er það vissulega ekki vegna þess að Við þurfum á því að halda, heldur með því reynum Við að styrkja tengslin enn og aftur. Hver sundrung er hættuleg eins og krókur með beitu í höndum sjómannsins.

389. Myrku öflin reyna að berjast við ljósið. Þeir reyna að staðfesta myrkraverk sín, styrkja sig með svikum, en kraftar ljóssins eru mjög þandir og veita svo margar birtingarmyndir sem nauðsynlegar eru til sköpunar! Umbreytingar á krafti er þanin með andstöðu myrkursins. Þannig stendur Helgiveldi frammi fyrir allri spennu í nafni hinnar miklu sköpunar. Helgiveldið fer með áætlunina um umbreytinguna. Þannig eflist þróunin.

390. Hversu heimskir eru allir sem afneita von! Hversu blindir eru þeir sem staðfesta kosti styrjalda! Hve fáar eru þær vitundir sem geta skynjað endurnýjun plánetunnar með menningu! Vissulega munu þeir sem skilja ekki sköpunarmátt með hærri aðferðum farast í sömu gömlu sviptingunum. Þeir sem skilja ekki nýju leiðirnar þurfa mjög á að halda að skilja tímabil Maitreya. Borði friðar og drottna mun opna alla vegu!

391. Aftur munu þeir koma til þín í vafa um lögmál karma. „Er mögulegt að hinir óhæfu geti notið huggunar en þeir verðugu þjáist?“ Svaraðu: „Þungt er karma þeirra sem geta ekki látið undan jarðneskum þægindum, því að það er sagt:„ Þægindin er kirkjugarður andans.“ Að auki, eins og þú hefur tekið eftir, þá loka jarðnesk þægindi andlegri heyrn. En margir, undir grímu vellíðunar, fela mestu ófarirnar. Þess vegna munu engir þeirra sem vita leita þæginda efnislífsins. Maður ætti að dæma samkvæmt hátindinum, ekki hugsa um jarðarströnd.

392. Fræðarinn er ánægður með að sjá hvernig þú venst því að skilja möguleikanna í erfiðleikunum. Maður ætti að venjast þessum blessuðum skilningi. Það er eitt af fyrstu skilyrðum að fylgja Helgiveldinu.

Stundum ráðlegg Ég þér að vera hljóður; maður verður að átta sig á mikilvægi spennu geimsins sem meðvituð þögn skapar. Ennfremur verður maður að minna á hrynjandi endurtekninga. Það er óskynsamlegt að horfa framhjá hjálp tækni og ýmissa aðstæðna. Taktu til dæmis höfuðverki. Hvað getur verið betra en þögn? Eða við óreglulegum hjartslætti, kosmíska taktinum, sem breytir púlsinum?

393. Þjónusta er oft tekin sem staðfesting sem er alveg andstæð sannleikanum. Þjónusta er talin eitthvað sem er ekki í samræmi við raunveruleikann. Þjónusta er álitin helgisiður, sem hrynjandi, sem kom tilviljun inn í lífið. En það verður að gera sér grein fyrir því að þjónustan er keðja sem tengir hið æðra við hið neðra og er staðfest í lífinu og fyrirætluð af hinum birtinga kjarna, þannig gengur öll þjónustukeðjan inn í Helgiveldi uppljómunar. Þannig mynda allar athafnir sameiningarkeðju; þess vegna geta lögmál Helgiveldisins leitt okkur til æðstu uppljómunar.

394. Styrking kraftsins milli lærisveinsins og fræðarans má líkja við gufuvél - stöðug þjöppun og endurkast. Þess vegna bendum við svo stöðugt á nauðsyn samræmis, til velvildar, viðleitni og þakklætis. Aðeins með þeim hætti getur maður þróað gangverk samhljóma. Gufuvélin fær eldsneyti, en við erum með óþrjótandi forða sálarorku. Maður ætti ekki að halda að upptaldir eiginleikar séu nauðsynlegir fyrir Okkur; þvert á móti hefur þú þörf á þeim. Annars hvernig styrkir þú tengslin við Okkur? Kröftugan takt rafal andans er hægt að staðfesta, ekki með vafa, sjálfhyggju eða sjálfsvorkunn, heldur aðeins með óskiptanlegri, kröftugri leit til Okkur. Þessar tilraunir verður að reyna í lífinu. Hafa ber í huga að hvert líkamlegt lögmál verður að minna menn á stöðugleika andlegra lögmála. Með slíkri vitund getur maður sannarlega orðið samstarfsmaður við umbreytingu lífsins.

395. Mannkynið hefur sokkið í mýri úreldra leifa, í gamlar hugsanir, langt umfram skilning tilverunnar. Svo malla glæður ofstækis og hjátrúar undir hverfandi orku hinna umbreyttu þjóða. Grunn þessarar rjúkandi glóða – kirkjan sem sáir skelfingu - er ekki hægt að líða. Ríki sem hegðar sér með svikráðum getur ekki lifað. Þannig að endurmótun andans verður að útrýma þessum hryllingi sem gleypir jörðina. Þess vegna er það aðeins keðja Helgiveldisins sem getur endurreist mannsmyndina. Þannig er verið að byggja upp nýja staðfestingu með aðferðum hins eilífa Helgiveldi.

396. Þegar heimurinn er í krampa og mannkynið hrærist í upplausn, þá er aðeins ein leið að hjálpræði. Hvernig er mögulegt að átta sig ekki á hæstu og skapandi leið uppstigs andans! Núna þegar allar gömlu leiðirnar eru ónýtar, þegar allir gömlu kraftarnir eru útslitnir, þegar jörðin sjálf færir jarðskorpuna sína, hvernig er það mögulegt að taka ekki á móti með öllum anda sínum nýja staðfestu og endurnærandi orku sem stafa frá mætti Helgiveldisins! Aðeins þannig laðast mannkynið að hærri orkunni. Að fylgja undirstöðum kosmíska segulsviðsins mun hæsta birtingin laða andann að því hæsta. Þannig skapar hæsta lögmál Helgiveldisins með velvild og staðfestir betri framtíð.

397. Í dáleiðslu, verður jafnvel meðalmaðurinn klárari, áræðinn, óþrjótandi, veit margt sem enn er honum óaðgengilegt og sönnun um ósýnilega heiminn verða honum ljós, bara vegna þess að um tíma hefur hann skilið við neðri efnislega heiminn. En þegar hann snýr til baka gleymir maðurinn æðra efni eins og það hafi verið draumur. Brú verður að finna til að koma í veg fyrir þetta meðvitundarleysi og að auðgast af æðri heiminum. Agni Yoga er gefið til að koma fólki til æðri heimsins.

Þeir munu segja: Hvers vegna er sársauki jógans? Vissulega er það byrði þessa heims. Verkir eru óþarfir þar sem kosmíski hrynjandinn er ekki truflaður. Þess vegna er það gagnlegt fyrir jóga að hafa betri aðlagaðan hring í kringum sig til að gefa ákveðið mót til að nálgast kosmísku öldurnar. Þess vegna, þegar Ég tala um samræmi, hef Ég ekki aðeins næmi í huga; Ég bendi á gagnlega uppbyggingu. Helgiveldi byggir á nákvæmum lögmálum. Við, sem höfum skilið þau, tökum á Okkur ábyrgðina að vernda þennan stiga að ljósinu. Maður verður að endurtaka þetta óþreytandi til þess að uppbygging Helgiveldisins geti skotið rótum sem hönnun í heilann.

398. Uppsöfnun kosmískrar orku svarar til truflana mannsandans. Slíkar kosmískar truflanir er aðeins hægt að leysa með svo öflugu vogarafli sem Helgiveldi. Þegar atburðarásin eyðir gömlu undirstöðurnar, mettuð rými með úreldum kröftum, þá er vissulega þörf á afli sem getur knúið alla kraftanna til nýrrar uppbyggingar. Helgiveldi er hlekkurinn sem umbreytir fráfarandi orku í geislandi framtíð. Fyrir heiminn er Helgiveldi staðfesting á kosmískri vídd. Í kosmosinum er allt bundið af staðfestum víddum öflugra Helgivelda. Þannig er öll orka bundin innbyrðis. Þannig er þráður hjartans tengdur við Helgiveldi. Þannig tengja þessi mikla bönd hið kosmíska efni.

399. Þegar nýjum kynþætti er komið saman er samsafnarinn Helgiveldi. Þegar nýtt skref fyrir mannkynið er byggt er smiðurinn Helgiveldi. Þegar skrefið sem fyrirskipað er af kosmíska segulsviðinu og byggt á lífstaktinum, stendur Helgiveldi í stafni. Það er engin lífsbirting sem ekki hefur Helgiveldi sitt í fræinu. Því öflugra sem skrefið er, því öflugra er Helgiveldið.

400. Í samanburði við jurtaríkið er dýraríkið mun betra til tilrauna. Ef maður skilur Agni Yoga gæti maður séð að hve mikil áhrif maðurinn hefur á dýr. Það sést í hve að miklu leyti erting eða ótti eða fullvissa berst til þeirra. Vissulega nær lögmál jóga frá „banvænu auga“ til upprisu. En með fjölmörgum millistigum getur maður fylgst með ýmsum áhrifum. Þeir sem nálgast Agni Yoga ættu að vara við mögulegum afleiðingum hugsunarlausra aðgerða. Hversu mörg óþægindi mætti forðast með einföldum sjálfsaga sem maður ætti að venja sig á. Mörgum afrekum sem safnast hafa saman í gegnum aldir er sópað burtu með óheftu öskri. Maður verður að hugsa um sjálfsfullkomnun. Maður verður að vekja í sjálfum sér yfirburði andans, sem verður alltaf viðhaldið af Helgiveldi.

401. Yfirburðir andans koma ekki, ef við leitumst ekki við það. Maður verður að tileinka sér hugsunina um hverfulleika jarðstundarinnar og óbreytanleika hins óendanlega. Þannig er Agni Yoga tengt óaðskiljanlega við óendanleika og Helgiveldi. Sömuleiðis getur maður flutt sig í smáheim hjartans, sem hefur í sér viðbrögð fjarheimanna. Hversu lokkandi er það ekki að skilja innra með sér hrynjandann sem leiðbeina jörðinni! Vissulega er það erfitt á tímum truflana, en hversu dásamlegt er að fylgja kosmíska segulsviðinu.

402. Allar kosmískar truflanir endurspeglast í og styrkjast innbyrðis með nauðsynlegum birtingum. Hver orka samsvarar nauðsynlegri birtingu. Þannig þegar ójafnvægi og eyðing allra gömlu undirstoðanna staðfestast á jörðinni, magnast kröftuglega neðanjarðareldar, stormar og eyðingu jarðskorpunnar. Þegar verið er að staðfesta eldtákn Helgiveldisins á jörðinni, eru aðstæður örugglega efldar með hinu lifandi eldi. Þannig er hin mikla staðfesting mótuð af hæsta eldi lífs Helgiveldisins.

403. Geturðu bent á vanvirðingu í tilskipunum fræðarans? Þú getur það ekki, því þá væri fræðarinn ekki virði nafnsins. En getur þú ábyrgst eigin gjörðir, þar sem vanvirðing er andstæð bræðralaginu? Vanvirðing er afturför en uppbygging er framför. Við þjónum framförum. Maður getur fundið boðorð, viðvaranir og jafnvel óánægju, en það er engin vanvirðing í verkum okkar. Jafnvel andstæðingar okkar eru ekki vanmetnir. Tvær gerðir manna eru sérstaklega ólíkar - önnur mun skapa eitthvað frábært, jafnvel út frá smá vísbendingu; hin munu skapa fráhrindandi ímynd, jafnvel af fallegri sýn. Hver og einn dæmir eftir vitund sinni. Einn er mikill í hjarta; annar hefur hjarta eins og þurrkaðan svepp, sem maður verður að leggja í bleyti áður en hann notast. Sannarlega verður maður að innleysa öll sín mistök. Mundu það lögmál.

404. Sagt er að treyjan á svikara brenni. Maður tekur eftir því hvernig hlutir eyðileggjast í nálægð sjúkrar sálarorku.

405. Þegar orkustöðvarnar eflast ákaflega, þýðir það að samsvörun við kosmískar truflanir ætti að finnast. Táknin eru nákvæm og áreiðanleg með nánum tengslum milli kosmosins og Agni jógans. Þannig afhjúpa böndin samræmi við alla strauma geimsins. Þannig sýnir leitandi Agni jóginn móttækilegan titring við allar birtingar eldsins. Þess vegna verður að standa vörð um heilsuna. Mjög mikilvægir tímar; geimurinn titrar og hvirfilvindarnir kraftmiklir.

406. Ferðalangur þarf á ábendingum að halda. Árangur er mjög viðkvæmt blóm. Fræin er aðeins hægt að planta á tilsettum tíma. Maður verður að yfirgefa húsið í tæka tíð. En þegar leiðbeinandinn skipuleggur sáningu, má ekki missa augnablik. Aðeins börn geta haldið að ef dagurinn í dag er liðinn þá verði morgundagurinn betri. En hugrakkur hugur skilur að árangur sem ekki næst verður ekki endurtekinn. Jafnvel sólin skín ekki ávallt eins. Næman skilning þarf að þroska. Flækjustig tímans mun aukast. Sá sem ekki skildi í gær verður ekki útsjónarsamur á morgun. Leiðbeinandinn gerir ráð fyrir að sáningu verði ekki frestað.

407. Fellibylur getur borið gullhauga að landi; umrót manna geta sömuleiðis skilað fjársjóði. Maður verður að muna að umrót magnar orkuna. Fræðarinn heldur vöku. Fræðarinn fylgist með óaðskiljanlegum þáttum. Hann veit hver mun misskilja og hver er fær um að taka á móti gjöfunum.

408. Konungar andans - hvar eru þeir? Oft setur fólk sjálft sig upp á pall konungs andans en gleymir því að nauðsynlegasti eiginleiki konungs andans er fylgi hans við Helgiveldi. Getur maður farið upp á stig hans með því að vanrækja Helgiveldið? Getur maður búist við álitsauka á sjálfum sér með því að gera lítið úr Helgiveldi? Bera ekki þeir sem eru á móti Helgiveldinu órjúfanlegan blett á sér? Láttu mannkynið því muna og íhuga hvernig á að verða sannir konungar andans! Þannig getur maður varað þá við sem vilja verða konungar andans. Ekki með eigin vegsömun náum við konungsstigi andans. Ekki með því að leitast við augljósa sjálfsdóma getur maður náð staðfestingu á konungsstigi andans.

Þess vegna ráðleggjum við hverjum og einum að fylgja Helgiveldinu.

409. Þannig höfum við lista yfir þá sem fylgja Helgiveldinu, þeim sem afneita Helgiveldi og þeim sem eru opinberlega á móti Hinum hæsta. Vissulega verður líf hvers og eins, sem þó ekki sé nema nokkrum sinnum, á móti Helgiveldi, mjög flókið, því slíkt er lögmál lífsins. Þess vegna verður að gera sér grein fyrir hversu mikilvægt það er að fylgja Helgiveldi. Þannig verður að reyna mikilvægasta tímann. Þannig ætti maður að hafa skilning á birtingu þess tíma. Þannig vitnum við um nýja heiminn. Reyndar eru hinir myrku reiðir og hræddir, en við erum máttugri en myrkrið. Þannig fordæma allir dugpas, bræður skuggans, sig til tortímingar.

410. Aftur munu afneitendur Helgiveldisins koma og skilgreina forystu þess sem þvinganir. Aftur munt þú segja þeim: „Helgiveldið á ekkert sameiginlegt með þvingunum. Lögmálið mun uppljúkast. “Við erum á móti öllum nauðungum. Við stýrum ekki orkunni nema með samþykki samstarfsmannsins. Við vitum hve einskis virði allt er sem er yfirborðslegt og knúið hið ytra. Eins og byggingameistari kveðjum Við til samstarfsmenn. En Við skiljum hann eftir sem ekki er þörf á bátnum Okkar yfir hafið, jafnvel þótt farið sé á bambusstöng. Samt eru menn oft svo hræddir við alla samvinnu, að þeir eru tilbúnir að stökkva í leðjuna frekar en að tengjast þeim Hæsta. Oft þarft þú að skera þig frá fólki vegna Helgiveldisins. Þeir myndu frekar samþykkja óendanleikann, vegna þess að þeir finna ekki fyrir ábyrgð sinni fyrir honum. Einnig truflar óhjákvæmilegt lögmál Helgiveldisins takmarkaða, eigingjarnan hugann.

Lærðu að heimta ekki að þú sjáir hvar stígurinn þrengist. Maður getur ekki farið gegn karma. En fjöldi heimskingja hefur syndgað gegn Helgiveldinu og þess vegna æsir pirringur þá.

411. Þegar heiminum er steypt í myrkur afneitunar, þá hlýtur maður að búast við eyðingu gamalla óhæfra undirstoða, því hvernig er annars hægt að endurnýja heiminn? Hvernig getur mannkynið komist til vits, ef ekki með því að brjóta niður allar óhæfar undirstöður? Aðeins þegar ný og staðfest meginreglur Helgiveldisins verða að veruleika með mannkyninu, er hægt að staðfesta hjálpræði mannkynsins. Þannig hvetjum við jörðina til að ganga að meginreglum Helgiveldisins góða. Glötun hæstu hugtaka verður að bæta upp, vegna þess að hver glötuð meginregla hefur í för með sér kosmískar sviptingar. Þannig verður að endurnýja mannkynið eftir meginreglunni um Helgiveldi.

412. Aðeins með endurnýjun hugsunar getur mannkynið náð nýja plánetuþrepinu. Þvílík staðbundin spenna umlykur jörðina! Þvílíkir óheillavænlegir forboðar hafa aðeins átt sér stað fyrir stórkostleg kosmísk átök. Þess vegna er aðeins hægt að bjarga mannkyninu þegar Helgiveldi Okkar verður viðurkennt.

413. Dragbítum samtímans finnst vinna ekki of erfið. Maður þarf aðeins að segja: „Hversu fallegur ertu,“ og ávöxturinn fellur. En ef maður slakar á, þá mun dragbíturinn ráðleggja: „Frestum.“ Þannig mun hann finna stund þegar maðurinn leggur styrk sinn og möguleika til hliðar. Vissulega er ennþá þriðji og ástsælasti miðilinn eftir - einmitt gull.

Við verndum aðeins þá sem eru á réttri leið. Þegar einhver sveiflast í myrkri dettur hann út af geislasvæðinu.

414. Hvaða þyrna fléttar fólk inn í kransa lífsins! Af hverju eyðir fólk styrk sínum til að vinna gegn þeim meginreglum sem viðhalda lífinu? Hve marga óþarfa þyrna umvefur fólk sig og breyta lífi sín í afturför! Fólk skilur ekki æðri visku ef það skilur ekki fyrst lögmál Helgiveldisins - sem allt lífið byggist á; sem tryggir framfarir heimsins; á því sem þróunin er byggð á; á því sem bestu skrefin og blaðsíður sögunnar hafa byggst á. Þannig getur mannkynið ekki forðast hið mikla lögmál Helgiveldisins. Sjálfseyðing er eina leið þeirra sem hafna skilningi á Helgiveldinu; þannig breytast þyrnarnir sem beint er gegn Helgiveldi í myrka leið. Þannig verður maður að helga sig hinu mikla lögmáli Helgiveldisins sem leiðandi meginreglu.

415. Í smáu og stóru verður maður að vera gagntekinn af leiðandi lögmáli Helgiveldisins. Þannig mun aðeins hver og einn geta byggt mikla framtíð. Við samvinnu vitunda er lífið byggt. Helgiveldi og forysta þess er staðfest af kosmískum lögmálum. Þess vegna er sköpunarmáttur andans í grundvallaratriðum svo gagntekinn af kosmíska segulsviðinu. Þannig er leiðtoginn í sambandi við kosmíska segulsviðið og mettun heimsins er hægt að efla með þessu mikla lögmáli. Þannig sköpun Við með sameiningu vitund og hjarta.

416. Helgiveldi er markviss samvinna - þannig er hægt að skilgreina þennan hluta fræðslunnar. En höfum ekki áhyggjur þó þú notar gamla gríska orðið Hierarchy. Ef einhver túlkar það samkvæmt hefðbundnum skilningi mun hann aðeins sanna að heili hans er ekki enn tilbúinn til samstarfs.

417. Hver andi skapar sitt eigið karma. Hver þjóð byggir sitt eigið Karma. Vissulega leita þjóðir að leiðtoga, því að jafnvel rótgróinn álit geti ekki viðhaldið því fólki sem hugsar ranglega. Hvorki gull né grófheit, töfrandi nöfn eða hrúgur af ógerlegum ráðum munu bjarga þjóð. Sannarlega, eldheit hugsunin, eldheitur andi leiðtogans mun veita nýjar leiðir. Láttu þess vegna stjörnu andlega leiðtogans skína skært á tímum kosmískra truflana. Láttu þannig hið mikla ljósveldi rísa yfir rústum gamla heimsins.

Þannig hefur aðdráttaraflið komið fram sem mikill Máttur. Þannig er kominn tími hins mikla fyrirætlaða nýja heims. Því vei þeim sem ganga gegn Helgiveldi!

418. Sjúkdómum er skipt í heilaga, karmíska og þeirra sem eru heimiluð. Fyrstu tvö hugtökin er auðvelt að skilja, en einmitt í bókum Helgiveldis ætti að nefna þá heimiluðu. Hver eða hvað leyfir þá sjúkdóma? Vissulega fáfræði og hryllingur vanskilnings. Það er ekki nóg að hugsa ekki um þá. Börn hugsa sömuleiðis ekki um þá, en smitast samt. Maður ætti að vernda sig í vitundinni og skapa sér harðar varnir taugaflæðis. Jafnvel alvarlegir faraldrar geta ekki þróast ef fólk nær valdi á vitund sinni. Tilraun með efni andlegrar orku myndi gefa til kynna hve öflugar sóttvarnir fólk hefur í sér. Til þess eru tvö skilyrði nauðsynleg: hið fyrsta - sálarorkan; annað - skilningur á Helgiveldi sem einu leiðina til að auka sálarorku. Maður á ekki að líta á Helgiveldi sem eitthvað afstætt. Maður ætti að gera sér grein fyrir því að það er öflugasti lífgjafinn. Við köllum það megin úrræðið. En jafnvel pillu verður að gleypa og smyrja smyrsli. Það eru engin heilun í töskunni. Sömuleiðis verður að ná ávinningi Helgiveldisins með viðleitni. Þannig mun óafturkallanleg viðleitni veita heilun.

419. Þú hefur orðið vitni að mörgum töfraaðferðum og loksins ertu kominn í skilningi um segul hjartans og hvernig á að öðlast sálarorku. Reyndar, hvers vegna er staðgengill nauðsynlegur ef maður getur fengið máttinn úr uppsprettunni sjálfri? Margar uppsafnir eru samþykktar af mannkyninu í stað þess að leitast til æðri heiminum. Fólk gerir ráð fyrir að það sé auðveldara að endurtaka óraunhæfar formúlur en að átta sig á því sem er næst mannlegum kjarnanum. Að leita upp á við er ekki eðlilegt fyrir menn þegar andinn þjáist. En er ekki betra að skipta út þjáningu fyrir æðri viðleitni?

420. Uppljómun andans! Hvernig geta menn náð þessu skrefi? Hvernig geta menn komist inn í frumuppsprettu sannleikans, ef ekki með því að fylgja Helgiveldinu? Andinn getur aðeins náð uppljómun í gegnum uppsprettu ljóssins. Hvar getur maður fundið leiðandi geisla, ef ekki í Helgiveldinu? Mannkynið hefur fengið kraft sinn, ekki frá sjálfum sér, heldur frá krafti hins mikla Helgiveldis. Þannig hefur sköpunarmáttur Okkar leiðbeint mannkyninu í gegnum aldirnar. Þannig getur maðurinn aðeins notið leiðsagnar, með æðra valdi Helgiveldisins. Uppljómun andans er vissulega leið sem fylgir til æðsta Helgiveldis. Þess vegna geta þeir sem leita að sannleikans eins fundið mikilvægi tilverunnar á stígnum upp í átt að Helgiveldi, annars er lífið áfram vítahringur og í árþúsundir finnur andinn ekki frelsun sína. Þess vegna er lögmál Helgiveldisins leiðandi meginreglan.

421. Andinn getur ekki staðfest né sýnt styrk sinn án þess að draga kraft sinn frá Helgiveldinu. Andinn getur ekki sýnt mátt nema taka upp æðri máttinn; þess vegna er hver skapari lífsins hlekkur í hinu mikla Helgiveldi. Þannig er leiðbeining Okkar einnig hinn mikli máttur.

422. Ef þú veist að upphafin, sjálfsafneitandi hugsun breytir líkamlegri áru manns og framkallar jafnvel geisla frá öxlum, þá þekkir þú nú þegar einn af miklu leyndardómum heimsins. Hver birting er endurspeglun efnislegra viðbragða. Þannig að ef pirringur myndar hættu, þá skapar hver upphafin hugsun gagnstætt gagnlegt efni. Og svo er það. Vissulega er uppljómun fullkominn veruleiki. Hún myndast í barkakerfinu og verkar á heilann. Tíbetskur Ringse hefur djúpa þýðingu, enda er setið kristallað með birtingarmynd uppljómunar. Vissulega er erfitt að rannsaka efni uppljómunar meðan hann er lifandi, því ekki er hægt að snerta hjarta og heila. Birtingarmynd óreiðu er miklu auðveldari að nálgast, í taugagöngum útlima. En á sama tíma væri það óréttlátt að upplýsa mannkynið um neikvæða efnið og gera aðeins fræðilega ráð fyrir því að til væri heilsusamlegasta efnið. Í rannsóknarstofum sem verið er að setja upp munu bæði efnin verða rannsökuð. Við munum ekki aðstoða venjulegar tilraunir, en þar sem þróunarskrefin eru mótuð verður hönd Okkar til leiðbeiningar! Í fyrsta lagi munum við gefa gaum að því að staðfesta staðreyndina um afleiðingar pirrings. Eftir það munum við skilgreina leiðir til birtingar uppljómunar. Ef forn vísindi varðveittu brotakenndar minningar um setlög uppljómunar, þá getur lífefnafræðingur vissulega sýnt fram á nútímalegri sönnun þess. Seinna verða þessar tilraunir á efni lífverunnar fluttar til staðbundinnar orku. Og enn og aftur munum við skilja hvers vegna uppljómun hefur sterkust tengsl við Helgiveldið.

423. Reyndar er ekki nauðsynlegt að kalla fram pirring, því menn eru barmafullir af honum. Það það þarf aðeins að læsa sex tvífætlinga saman í einu herbergi og innan klukkustundar hristast dyrnar af óróa. Það er erfiðara með uppljómun, en hér mun einnig þekkingin á Agni Yoga og náið samstarf við ákveðnar plöntur veita áberandi niðurstöðu. Vissulega mun þétting astralíkamans veita ómetanlega möguleika. Erfiður tími veitir nýjar aðferðir og strengir nýja heimsins hafa þegar hljómað.

424. Rósir eru gagnlegar fyrir uppljómun. Allar gagnlegar aðferðir ætti að safna saman. Ekki að ástæðulausu var rósin tákn leyndardóms í gullgerðarlistinni. En nú á dögum er rósaolía mjög illa gerð.

425. Sannlega eru leiðir Okkar órannsakanlegar! Hinum fáfróða virðist sem hinn ósýnilegi heimur sé ekki til; þeir sýna fordóma gagnvart öllu sem ekki er skynjanlegt fyrir grófa vit sitt. Sannarlega, ef maðurinn getur ekki sætt sig við hinar helgu leiðir, hvernig mun hann skilja hæsta og endalausa undirstöður lífsins? Maðurinn verður að átta sig á og finna fyrir öllum fíngerðum tilfinningum; án þessa getur engin samræming né staðfesting verið fyrir sönnum skilningi á Helgiveldinu.

426. Trú er fyrirséð þekking. Í margbreytileika tilvistarinnar hefur trú raunverulegan grunn. Eins og hvatamáttur eflir trúin orkuna og eykur þar með starfsgetu rýmisins. Maður getur tekið vel á móti spennu orkunnar þegar hún er tengd birtingarefni uppljómunar. Þannig getum við bent á augljósustu leið trúarinnar ásamt upplyftandi og fágaðri vitund. Vissulega er Helgiveldi sá magnari sem hreyfir himininn í þrumu.

427. Örvænting er dauði trúarinnar. En trú er þekking. Þess vegna er örvænting dauði þekkingar, dauði allra uppsöfnunar. Örvænting tengist alltaf tilgangsleysi. Venjuleg aðferð hinna myrku er að loka fórnarlamb sitt í hring án málstaðar og hvetja hann síðan til glæps. Reyndar, hvert getur fórnarlambið snúið sér ef hann er ekki meðvitaður um leiðina upp á við? Fyrir þá sem þekkja uppljómun Helgiveldisins getur ekki verið neitt sem heitir tilgangsleysi og örvænting. Þannig geta menn rakið að hve miklu leyti fræðslan hefur í huga nauðsynlegan, beinan ávinning, sem hægt er að veita öllum sem kunna að líta upp á við.

428. Maður verður að læra að beina sjálfum sér að Helgiveldinu sem því óumbreytanlega. Það sem knýr ákall Helgiveldisins veittir manni án hiks og efa. En þessi efi, hugsun skjótari en hjartsláttur, geta stungið vitundina verr en eitraður höggormur. Maður verður að venja sig á stöðugt samfélag við Helgiveldið. Aðeins þannig er hreiður lífsins byggt í hjartanu.

429. Hinn jarðneska líftími er ekki hægt að lifa án einhvers Helgiveldis. En munurinn liggur í því stigveldi sem vitundin getur falið í sér. Við upplausn geta menn snúið sér að stigveldi gullsins og jafnvel í stigveldi græðginnar.

430. Menn gefa sjálfi sínu mikið mikilvægi! Fólk er hrætt við að persónuleiki þeirra kunni að vera troðið í eitthvað sem er óskiljanlegt fyrir vitund þeirra! Hvernig fólk óttast að fylgja því hæsta og kýs að vera áfram á mörkum myrkurs! Hver ásetningur færir mann nær betri ákvörðun ef andinn leggur sig fram í uppljómun Helgiveldis. Maðurinn getur farið upp hvert skref í þróuninni ef hann tekur við leiðandi hendi og hverju boðorði Helgiveldisins. Sagan er byggð upp af Helgiveldi lífsins. Bestu skref mannkyns voru byggð með Helgiveldinu. Bestu afrekin voru staðfest af Helgiveldinu. Þannig getur maðurinn aðeins öðlast fyrir Helgiveldið.

Þannig er hið mikla tímabil staðfest og Við mettum rýmið með háleitum ákalli.

431. Næmt hjarta er nærri næmu eyra. Næmt hjarta umbreytir heilanum. Skortur á hjartakennd tortímir öllum fyrri uppsöfnum. Hver er þörf á læsi ef aðeins yfirborðskennd augu geta aðeins lesið myndletur! Þung er byrði heimsins! Barmafullur er kaleikur varðmanna segulsins ! Logandi hjörtu geta barist hvarvetna gegn útrýmingu kjarna uppljómunar. Hægt er að venjast því að skilja hjartað sem drifkraft tilverunnar. Maður getur skilið hvernig þráður hjartans er tengdur Helgiveldinu. Ef hjartað er visnað verður heilinn ekki kveiktur til meðvitundar. Þannig gerum við okkur efnafræðilega grein fyrir því hvernig lífvera verður hluti af hinu mikla hjarta alheimsins. Þegar ég ráðlegg varkárni þýðir það að ytri skilyrði setja yfirfullan kaleik í aðgát.

432. Hvernig vonast mannkynið þá til að bjarga Karma sínu og efla þróun þess? Vissulega ekki með afneitun hinna miklu undirstöðu, ekki með því að gera lítið úr æðstu meginreglum, ekki með því að eyðileggja staðfestan og birtan uppruna! Samt sem áður heldur mannkynið áfram að byggja meginreglur sínar á eyðileggingu og átta sig ekki á því að það að brjótast frá hinu mikla Helgiveldi, ber mannkynið til hyldýpisins. Þannig er sjálfseyðing örlög allra þjóna myrkursins. Þannig að svo framarlega sem mannkynið beinir sér að þeim takmörkunum sem myrkrið hefur komið á, finnur það ekki leiðina að skærasta ljósinu og hjálpræðinu.

433. Hvaða ríki blómstra án mikils leiðtoga? Hvaða mikil afrek hafa orðið til án leiðtoga? Sannlega verða menn að skilja að hugtakið leiðtogi er samhæfing allra hæstu viðleitni. Aðeins hugtakið Helgiveldi, um lýsandi leiðtoga, getur leitt andann. Megi því allir, allir, allir að íhuga og muna Mátt Helgiveldisins. Aðeins með þessum skilningi getur maður þroskast. Aðeins með þessum skilningi getur maður öðlast. Munum að hver steinn sem kastað að Helgiveldi breytist í bjarg gegn sjálfum sér. Megi allir muna það! Þannig boðum við leiðtogann - Helgiveldið!

434. Hjálpið hvert öðru, heyrið það! Hjálp í litlu og stóru. Hjálp er bánk á framtíðina. Þú veist ekki hvaða dropi fyllir bikarinn. Ég skal minna þig á sögu konungs á Indlands til forna: Rishiputra konungur gat ekki lengur sofið. Hann kallaði til vitring til aðstoðar. Vitringurinn sagði: „Konungur, skoðaðu rúmið þitt.“ Konunglega rúmið var skoðaður og steinn fannst á milli lakanna. Konungurinn gladdist og taldi að þetta væri orsök þjáningar hans. En svefninn kom ekki aftur og vitringurinn endurtók ráð sitt. Aftur var rúmið skoðaður og dautt fiðrildi fannst. Aftur var konungur viss um að orsök svefnleysis hans væri fundin. En svefninn kom ekki aftur. Vitringurinn sagði: „Það eru engin áhrif án orsaka. Þú sjálfur, konungur, skoðaðu rúmið þitt sjálfur; því að ekkert kemur í stað eigin augna. “ Og konungurinn fann undir kodda sínum gullkorn, lítið sem sinnepsfræ. „Þetta smákorn hefur ekki getað skaðað mig,“ hugsaði konungurinn. En svefninn lokaði augunum strax. Að morgni sagði vitringurinn við konunginn: „Fall andans er ekki mælt í miklu. Fjársjóðir stríðsins geta ekki vegið þyngra en fræ sem tekið er frá ekkju. Hjálpaðu, konungur, hvar sem hjálpar er þörf. “

Hjálpið hvert sem höndin nær, hvert sem hugsun getur flogið. Þannig munum við banka á framtíðina. Þess vegna skulum við muna að hver stund sem tapast verður skráð á framtíðina. Maður verður að venjast því að samstarf við Okkur færir allt sem þarf, ef höndin sem heldur á straumnum visnar ekki.

Hjarta sem logar af hjálp er hjarta Okkar. Þannig getum við horfst í augu við þá tíma sem er skelfilegur fyrir fáfróða, en bjartur fyrir vitra.

435. Hvenær mun mannkynið læra að skilja í hverju reisn þjóðar felst? Hvenær mun mannkynið skilja að það eigi að vernda hinn helga anda og hugsuði, sem einu uppsprettuna sem getur leiðbeint þjóðum? Þannig, með höfnun hugsunar getur maður svipt þjóð styrk sínum eða fyrirætluðum áhrifum. Þess vegna ætti hver þjóð að gæta síns stýrimanns fyrst og fremst, þar sem skip án stýris stenst ekki storminn. Þess vegna verður mikil aðgæsla þjóðar og hverrar stofnunar að byggja á stigveldi; öll uppbygging verður að vera mettuð kraftinum að ofan. Þannig, að svo lengi sem skilningur á stigveldi er ekki staðfestur mun mannkynið sökkva í fáfræði og myrkur eyðileggingarinnar.

Þetta er ástæðan fyrir því að hinir myrku eru á varðbergi, því þeir skynja hversu öflugt heimurinn leitar að og þarfnast endurreisnar - þannig staðfesta hinir myrku eigin eyðingu!

436. Enginn skyldi halda að án orku hjartans geti hann skilið hjálp, samvinnu og Helgiveldi. Hvorki heilinn né vitsmunalegur lærdómur getur upplýst það sem aðeins spenna hjartans getur kveikt, regnboga fullkomins skilnings. Af skjöldum hjartans,- er skilningurinn mestur. Sverðið veldur þjáningu, en hjartað er vígi hetjunnar. Fyrir ykkur, gæslumenn Steinsins, er hetjuskapur aðeins við hæfi. Aðeins þrautseigja og hugrekki hentar þér. Uppljómun hetjunnar kemur aftur með spennu hjartans.

437. Sannarlega, á tímum upplausnar er aðeins eitt hjálpræði fyrir mannkynið. Hugsun sem leiðir til skilnings á Helgiveldinu er eina leiðin sem getur leitt mannkynið til hæstu staðfestu Helgiveldisins. Þannig, á tímum upplausnar, getur maður sagt að aðeins með því að fylgja Helgiveldinu geti maður náð besta skrefinu, því að forysta andans er allsráðandi og alltumlykjandi máttur. Þannig er hægt að fullyrða að kosmíska segulsviðið miðlar krafti sínum til mannkynsins með forystu andans. Þess vegna ættu menn að tileinka sér framfarir í gegnum Helgiveldið sem hjálpræði plánetunnar.

438. Jafnvel hugmyndaflugið er mótað af langri reynsluuppsöfnun í gegnum aldirnar og allir eiginleikar andans lúta sömu lögmálum. Eiginleikar hetjudáðar verður einnig að skapa og móta í lífinu. Við minnum þig ekki hversdagslega á fyrri hetjudáðir, á þeirri stund þegar staðfesta andans verður aftur að sannast. Við minnum á hversu fljótt hinn hetjulegi og ósigrandi hetjuskapur þarf að birtast. Þannig eru uppsöfnun andans vakin. Hvernig er þá hægt að skapa fegurð hetjudáðar ef hún hefur ekki verið mótuð í lífsreynslu? Hvernig geta menn þá fullyrt að hetjuskapur sé fagur, ef andinn man ekki eftir geislum afreksins? Hvað getur þá lyft okkur yfir ringulreið meðalmennskunnar ef ekki vængir afreksins? Því er það best þegar stigveldi getur kallað fram neista sömu tilfinninga sem áður styrktu og lyftu andanum.

439. Maður ætti að safna saman herklæðum andans þegar jörðin er í upplausn. Geta fjöllin óttast og trén skelfst? Vissulega geta þau það, ef andi þeirra er í sambandi við þróaða vitund mannsins. En getur vatnið glaðst og blómin kæst? Vissulega geta þau það, jafnvel ef blóm visna undir augum mannsins. Slík er fylgni milli lægstu og hæstu hlekkja stigveldisins. Aðeins mjög fágaður andi finnur í sér kjark til að viðurkenna bróður sinn, jafnvel í steini.

440. Mikil staðfesta, mikil ákveðni verður að sannast þegar markmiðið er samfélag við Okkur. En jafnvel minni háttar svik veldur margri ógæfunni. Ég aðvara þá sem skilja.

441. Hver er birtingarmynd hjálpræðisins í hinum miklu umbreytingum þjóðanna? Hvað annað getur veitt leiðsögnina um hið góða ef ekki leiðina í átt að Helgiveldinu? Þegar andi mannkyns sígur niður í neðri jarðlögin, hvað getur fært hann til æðri skilnings ef ekki tenging við Helgiveldið? Tímabil eldsins nálgast, sem mun færa mannkyninu mikinn árangur og jafn miklar umbreytingar, vegna þess að eldtíminn getur samlagast andanum sem fylgir Helgiveldinu.

Samstarfsmenn okkar verða því að skilja að aðeins með eldheitri viðleitni getur maður öðlast. Á tímum eldsins er aðeins hægt að byggja með eldi. Hvert áhugaleysi, hver seinkun, hver birting sjálfhverfu er birting rústanna. En vanvirðing við Helgiveldið er svívirðilegust af öllu.

442. Ef þú hugleiðir þrjár perlur heimsins, getur þú þá fundið fyrir hjarta þínu á tindinum sem veitir krafti til hinna þriggja helgu fljóta, sem næra mörg löndin? Geturðu náð valdi á þrenningu vitundarinnar án þess að draga úr neinni þeirra? Andinn verður að venjast deilanleika. Maður getur ímyndað sér í fjallshlíðinni, snjóþungan voldugan tindinn, sem tekur á sig allan þunga vindsins. Þannig rís Arhatinn, sem tekur á sig alla byrðar ófullkomleikans. Eins og ský kringum tindinn og hylja hann stundum fyrir jarðneskum augum, þannig bregða hinar íþyngjandi byrðum heimsins á kaleik Arhatsins. Maður verður að hafa vígi viðleitninnar til að geta hlúð að ánum, safna allri ósigrandi þjónustu við Helgiveldið. Af hverju er þjónustan kölluð mikill? Vegna þess að að hún nálgast hið óendanlega. Þetta er mælikvarðinn sem þú getur hugsað um hinar Þrjár perlur heimsins.

443. Ef ég segi aftur að straumarnir séu erfiðir, þá geta fáfróðir spurt: „En hvenær verða þeir öðruvísi?“ Ég mun segja: „Í óhreinindum myrkursins getur ró dauðans verið til, en á tindinum eru hringiða fjarlægu heimanna.“ Verndaðu því heilsu þína.

444. Staðbundni eldurinn geisar sérstaklega þegar sönnun á ófullkomleika manna birtast í öflugu mæli. Eldurinn, sem gegnsýrir allar mikilvægar birtingar, flæðir hvetjandi til myndunar nýrra líkama. En þegar engar samsvarandi birtingarmyndir eru í mikilvægum aðgerðum mannkynsins, þá sannarlega, verður eyðing bæði í kosmosinum og mannkyninu. Eins og kosmosinn hefur sína miðju kosmíska eldsins, verður mannkynið að átta sig á eldlegri miðju sinni í Helgiveldinu, sem leiðbeinir mannkyninu og innblæs því með öfluga leiðandi meginreglu. Þannig geta menn leitast skilnings á hæsta Helgiveldi hins logandi hjarta.

Þannig verður mannkynið að skilja alla bestu viðleitina. Aðeins þannig getur maður tekið framförum í þróuninni. Sannarlega, aðeins með því að tengjast Helgiveldinu getur maðurinn haldið áfram. Þess vegna, á hinum miklu umbreytingatímum, er aðeins fyrir Helgiveldið hægt að bjarga mannkyninu. Þess vegna er svo mikilvægt að gera sér grein fyrir mikilleika leiðtogans sem frelsara þjóðanna. Tímarnir eru erfiðir, en miklir. Þannig munum við byggja upp mikla framtíð.

445. Nálgunin er endalaus; svo eru líka ósigrar. Fáir munu greina hvar sigur er og hvar ósigur. Maður verður að þekkja tengsl andlegs vaxtar við sigurinn yfir myrkrinu. Myrkrið getur birt blekkinguna sem vellíðan, en ljósið getur vitnað um ofbeldisfullt umrót. Hver og einn leitar stystu leiðar, en hver er fær um að ímynda sér bestu afrekin? Aðeins tengingin við Helgiveldið getur birt sérstöðu bestu leiðarinnar. Ákvörðun okkar er að líta á afrekið sem stystu leið. Þeir myrku líta á óttaleysi sem slæmt tákn. Við höfum ákveðið að forðast ekki bratta leið. Fyrir þá myrku er hver hækkun óþarfa notkun á styrk. Hjá okkur er ljósgeislinn brú, en þá dreymir um tómarúm. Við skiljum hvert áræðið stökk; fyrir þá er það aðeins óráðsía. Þannig stendur aðeins hjartað á milli viskunnar og ómældra svika. Hjartað mun vernda og opna hlið Helgiveldisins. Sá villist minna sem fylgir silfurþræðinum sem teygir sig frá hjarta sínu til hjarta fræðarans.

446. Nauðsynlegt er að velja leiðina að því hjarta sem synjar engu. Það verður að hreinsa farveg hjartans. Verður það ekki verndarnet jarðarinnar, eins og silfurþráður örlaganna? Maður ætti ekki að líta á hjartað sem poka af lægra efni. Ef svo væri, hvernig á að hafa samband við hæsta heiminn?

Maður verður að venja sig á hugsunina um sigur. Annars, hversu margir ósigrar eru afleiðingar athafnaleysis. Tómlæti er þegar ósigur; í nútíð sem og framtíð.

447. Við miklar umbreytingar er víst að orrustan er líka mikil, vegna þess að hinir myrku eru hræddir við að missa vopn sín. Þannig kallar hver viðleitni sem beint er að hinu góða fram árásir án efa. Hins vegar ættu menn að skilja ósnertanleika þjóns ljóssins, því þegar hjartað er logandi gegnsýrt af Helgiveldinu er hægt að vinna bug á öllum óvinveittum árásum. Reyndar verður að skiljast að hver persónuleg tilfinning grefur undan rótum hinnar miklu uppbyggingar. Svo miklu af því dásamlega er eytt af mannkyninu, vegna þess að forystu var hafnað. Þess vegna mun enginn ná árangri sem hefur ekki gert sér grein fyrir mikilli forystu. Þannig verða þeir nánustu og fjarlægustu að skynja straum allra staðfestra lögmála.

448. Stigveldi er samvinna. En af samvinnu leiðir styrking orkunnar í stöðuga neistahringrás, að ofan og að neðan og upp. Rafallinn sem framleiðir þennan logandi straum er hjartað. Það þýðir að Helgiveldið er leiðbeinandi hjartans. Maður ætti að skilja að hjartað er meginmátturinn. Maður getur ekki skilið logann án þess að skilja mikilvægi hjartans. Ég talaði við þig um hina mörgum orkustöðvar, en einmitt núna legg ég áherslu á kaleikinn og hjartað. Kaleikurinn er fortíðin, hjartað er framtíðin. Nú, vissulega skiljum við að hækkunin næst aðeins með silfurþræðinum einum! Þess vegna skulum við vera sérstaklega varkár um fyrirætluðu uppbygginguna. Efnafræðingurinn metur sjaldgæf viðbrögð í ákveðu tilraunaglasi og ekkert í heiminum mun endurtaka þau viðbrögð ef tilraunaglasið brotnar. Svo er það með smíði Okkar.

449. Sömuleiðis ætti að skiljast að hjartað er hinn einstaki náttúrulegi tengil milli sýnilegra og ósýnilegra heima. Mörg bönd binda lægstu lög beggja heima en aðeins þráður hjartans getur leitt inn í hið óendanlega. Í þessu liggur munurinn á töfrabrögðum og eðli andans. Þannig ráðlegg Ég í fyrsta lagi að huga að hjartanu sem uppsprettu fyrirætlaðar sameiningu heimanna. Það ætti ekki að halda að Helgiveldi sé aðeins agi; það er ferð inn í æðri heiminn.

450. Skilningur á óbreytanleika áætlunarinnar beinir hverju hugsunarferli að Sannleikanum. Sköpunarmáttur andans krefst mettaðrar áframhaldandi viðleitni; því hver vafningur ber uppbyggjandi nálgun. Grundvallar eiginleiki sköpunarmáttar er bein fylgni Helgiveldisins. Aðeins þannig er hægt að staðfesta að leiðin leiði til æðstu afreka. Hvernig annars getur mannkynið haft samband við staðbundna eldinn ef ekki í gegnum nálgun Helgiveldið? Þannig hvetur meginregla Helgiveldisins mannkynið ákaflega til nýrrar sóknar. Án þessara voldugu framfara mun myrkrið gleypa plánetuna.

451. Ef maður útskýrði skilyrði og markmið jógans væri fjöldi umsækjenda ekki mikill. Fyrir þá væri afsal sjálfselskunnar hræðilegt. Þegar jóganum líður eins, hvort sem er í skorti eða allsnægtum; þegar hann telur sig aðeins ráðstafa aðferðum; þegar hann finnur markmið sitt í þjónustu við heiminn og frídaginn í samfélagi við æðri öflin - slíkur lífsmáti, með allar byrðar ófullkomleikans allt í kring, er ekki margra. Margir eru alls ófærir um að hugsa um framtíðina og deyfa sig með misskildum bókstaf ritana. Við megum ekki hugsa of mikið um hið jarðneska, en samt er hvergi sagt að við eigum ekki að hugsa um framtíðina. Hugsunin um framtíðina er þegar eins og hlið óendanleikans. Hugleiddu því framtíðina og þú gætir verið viss um að þessi hugsun verði studd af Helgiveldinu.

452. Maður ætti að hugsa um Okkur nákvæmlega sem endalaust vor; annars geta jarðnesku árnar þornað upp. Margt hefur þegar verið sagt af Okkur um að fræðslan sé uppspretta lífs. Það ætti að skilja að tenging heimanna væri nú þegar heilsusamlegir landvinningar.

453. Hve auðvelt er að bæta lífið einungis með viðleitni að sigri andans! Er mögulegt að allar uppgötvanir vísindanna hafi ekki aukið víðsýni manna?

454. Þegar þú skilur undirstöður Helgiveldisins munum Við halda áfram að útskýra miðju andans í hjartanu. Til að tengja saman keðju heimanna verður að huga sérstaklega að hjartanu. Aðeins þannig verðum við innan marka náttúrulegs vaxtar andans. Aðsetur andans er í hjartanu. Hugsanir um Helgiveldi eru upplyft af hjartanu. Þannig verðum Við eins og áður í kjarna sannrar uppsöfnunar.

455. Kraftur leiðsagnar innblæs mannkynið alla viðleitni. Sérhver árangur sem miðar að framförum er staðfestur af hærri Vilja. Tryggingin birtist aðeins með staðfestingu á aðlögun að hærri Vilja. Þannig birtist mannkyninu beint samband milli Helgiveldisins og lærisveinsins. Þannig sannarlega liggur hinn mikli máttur að baki silfurþræðinum sem tengir allar bestu uppákomurnar. Sannarlega er hægt að staðfesta að baki sigrinum liggur tengingin við hærri Viljann.

456. Allir sem í vitund sinni þekkja mikilvægi Helgiveldisins verða fyrst og fremst að afneita vanhelgi andans. Mikil óverðug vanhelgi er töluð og hugsuð daglega. Hættulegasta eitrið er skapað með þessum ómerkilegu svikum. Oft eru afleiðingar þeirra skelfilegri en misgerðir vegna grófrar vanþekkingar. Það er ekki auðvelt að brjóta upp þennan vana viðbjóðslegu vanhelgunar, því mörkin milli hins hvíta og svarta eru flókin. Við köllum þessa mengun svört meinvörp svipað og krabbamein. Að auki er merking krabbameins almennt ekki langt frá afleiðingum andlegrar viðurstyggðar. Eins og að leitast til leiðbeinandans, ætti maður að þroska skilning sinn á hæsta Helgiveldi. Hugleiddu, að við að lok athugasemda Okkar um Helgiveldi ályktum við ekki neitt, heldur opnum aðeins næstu hlið.

457. Sköpunarmáttur andans er öflugasta aðdráttarafl kraftanna. Í kringum fræið eru flokkaðar ýmsar agnir sem sameinast af einum og sama eldheita aðdráttaraflinu. Hvert upphaf getur aðeins verið til með þessu eldheita aðdráttarafli. Þess vegna er máttur Helgiveldisins sá mikli segull sem heldur öllu saman og eykur alla möguleika. Meginreglan um Helgiveldi liggur til grundvallar öllum mikilvægum birtingum. Meginreglan um stigveldi leiðir allan alheiminn. Þannig innblæs sköpunarmáttur andans allar birtingarmyndir geimsins með eldi. Táknið fyrir mikla leiðsögn er mótað í kosmosinum.

458. Ótti skapar ljótleika. Ekkert sem kemur af ótta getur haft verðugt vægi. Það er ómögulegt að nálgast Helgiveldið með ótta. Það er ekki hægt að skilja beitingu hæstu keðjunnar, án þess að átta sig á skaða óttans. Það eru margar leiðir að Helgiveldinu. En sleipur óstöðugleiki óttans þolir ekki uppstigið á klettunum og skjálfandi hönd finnur ekki fyrir handriðunum sem hafa verið vandlega undirbúin. Skilja þarf ástand óttaleysis eins og tilbeiðslu. Hollusta er fjölbreitt, en þú manst hversu marglitur óttinn er. Maður sem er ekki einu sinni slæmur getur verið hræddur og þessi sýking getur að eilífu svipt hann uppstiginu. Þess vegna ætti maður að lækna sig af ótta.

Auk andlegrar orku er moskus gagnlegt, því það styrkir taugakerfið og kveikir verndarnetið. Þannig veita orkustöðvar hjartans og kaleikurinn verndarnetinu nauðsynlegan styrk. Hjarta, eldheitur kaleikur, lýsa þér leið uppstigsins!

459. Vegir hjartans, eldheiðar leiðir sem leiða til uppstigningar andans, þroskast með innblæstri með einum og sama hvata aðdráttarafls kosmíska segulsviðsins. Hversu margar mismunandi greinar hefur eldnæmt hjarta! En uppspretta þess er einn og möguleiki þess er innblásin af þeirri einu uppsprettu, Helgiveldinu. Leiðir hjartans, eldheiðar leiðir, ganga frá hinum mikla tind Helgiveldisins og leiða til þeirrar perlu heimsins. Þannig staðfestum við loga hjartans og dásamlegan silfurþráð sem sameinar heimana. Þannig sigrum við með sköpunarmætti sem birtist með silfurþræðinum.

460. Djarflegt auga verður ekki sljótt. Djarflegt auga mun líta inn í sól Helgiveldisins. Hliðin að Helgiveldinu, eru ekki pirringur, ekki gróði. En viljug þjónusta, hjartans dýrkun og meðvituð hækkun mun leiða mann að þröskuldi ljóssins.

Við ljúkum skrifum Okkar á þessum mikla degi, þegar eitt skref af Satya Yuga er hafið. Uppstigningin var boðuð í ritningum fyrir löngu, en rykið á basarnum deyfði augu fólks. Svo er það í dag. Aftur verður spurt: „Hvar er lúðurinn, hvar eru vængir englanna, hvar er sundrung fjalla og hafs?“ Blindir taka storminn sem ákall til endurhvarfs.

Þannig er lækningin skilningur á Helgiveldi hjartans. Fræðslan verður opinberuð þeim sem hafa skynjað réttu leiðina. Sendiboðinn mun banka hjá þeim.