Agni Yoga Society, Inc. | Hópar  


Agni Yoga félagið hefur ekki mjög formlega uppbyggingu og rekur enga skóla né heldur námskeið, en félagið er opið fyrir öllum sem vilja nema Agni Yoga. Við fögnum öllum skriflegum fyrirspurnum og spurningum.

Félagið hefur heldur ekki formleg tengsl við skyld félög eða hópa. Hinsvegar leggja einstaklingar og hópar víðsvegar um heiminn stund á Agni Yoga heimsspekina og hafa skapað samband  við félagið. Þetta hefur leitt af sér tengsl sem eru sjálfviljug og frjáls, þar sem enginn hópur hefur yfir öðrum að segja. Við fögnum samskiptum við alla þá sem þarfnast aðstoðar í þessum efnum.