Agni Yoga Society var stofnað 1920 af Nicholas Roerich konu hans Helenu Roerich. Félagið er menntunarstofnun og skráð árið 1944 samkvæmt lögum New York fylkis, félagið er ekki rekið í hagnaðarskini og er eingöngu stutt með sjálfboðastarfi og félagsgjöldum.Tilgangur félagsins kemur fram í þeirri heimsspeki sem félagið dregur nafn sitt af—Agni Yoga—og kemur fram í hinum fjölmörgu bókum sem kenndar eru við Agni Yoga og gefnar út af félaginu. Heimsspeki þeirra felur í sér samþættingu austrænna trúarbragða og vestrænnar hugsunar og er brú milli andlegra iðkanna og nútíma vísinda.

Ólíkt undangengnum jóka stefnum þá er Agni Yoga hvorki leið líkamlegrar ögunar, íhugunnar né sjálfsafneitunar—heldur nýtt í hinu daglega lífi. Það er yoga háleitrar orku sem notuð er á meðvitaðan hátt, af ábyrgð og með skýrri hugsun. Hún kennir að þróun hnattlegrar vitundar er brýn nauðsyn og fyrir atbeina einstaklinga getur sú viðleitni náðst fyrir mannkynið. Hún staðfestir tilveru Helgivald Ljóssins og tengingu hjartastöðvarinnar við Helgivaldið og aðra fjarlæga heima. Agni-Yoga hjálpar hinum leitandi nema með leiðbeiningum í siðgæði og andlegum efnum sem nýtast honum í daglegu lífi hans, sem jafnframt leiðir til góðs fyrir almannaheill. Þessvegna hefur Agni Yoga verið kallað "hið lifandi siðfræði." Um hlutverk einstaklingsins í andlegri þróun mannkynsins ritaði Helena Roerich, "Mesta framlag okkar fellst í víkkun vitundarinnar og eflingu þroska hugsanna okkar, sem með hreinleika hjartans eflir útgeislun og hækkar tíðnissveiflu okkar, þannig eflum við allt í kringum okkur."

Þó félagið bjóði ekki uppá skipulagt nám eða námskeið þá fagnar félagið öllum samskiptum við vini og nema Agni Yoga, eða þá sem vilja vita meira um heimsspeki þess . Félagið gefur út bækurnar í Agni Yoga ritröðinni og endurútgefur ef nauðsyn er á.

Hægt er að hafa samband við Agni Yoga félagið á eftirfarandi máta:

Rafpóstur: info@agniyoga.org

Sími: 1 212 864 7752

Póstur:
Agni Yoga Society
319 West 107th Street
New York, NY 10025
USA

Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og mögulegt er. Félagið er opið fyrir almenning sex daga vikunnar , þriðjudaga til og með sunnudaga, frá 12:00 til 17:00 fyrir fyrirspurnir eða bókakaup. Vinsamlega hikið ekki við að senda (á ensku) fyrirspurnir til félagsins.